Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993
33
Fréttir
Sjórinn fer hamförum við suðurströndina:
Áhyggjur vegna brots sjávar
Guðfiimur Fmnbogascm, DV, Hólmavík;
Páll Pétursson, DV, Vík;
í óveörum, sem gengið hafa yfir
landiö undanfarna daga, hefur sjór-
inn farið hamfórum viö suðurströnd-
ina og þar sem háflæði fylgdi með
urðu átökin þeim mun meiri.
Sjórinn flæddi inn fyrir fjörukamb-
inn á stóru svæði sunnan og austan
Víkur, allt að 150 metra upp á land.
Guðjón Þorsteinsson, starfsmaöur
vegagerðar, rakst þar á trédrumb
einn mikinn sem hafði skolast upp
að girðingu. Þá voru greinileg um-
merki þess að sjór hafði flætt yfir
melgresið í fjörunni á löngum kafla.
Ráðgert er að hækka fjörukambinn
með því að setja þar heyrúllur. Láta
sand safnast að þeim og koma á þann
hátt í veg fyrir að sjórinn flæði'upp
að byggðinni. Þá hefur sjór brotist
inn í útfallið á Víkurá þar sem hún
rennur til sjávar sunnan þorpsins og
flæddi þar upp í ána. Víkurbúar hafa
áhyggjur af þessari þróun, enda er
alltaf að aukast hætta á sandfoki upp
úr fjörunni eftir því sem melgresið
brotnar meira niður.
Ungur Hólmvíkingur, Atli Engil-
bertsson, sýndi fyrir skömmu í húsi
kaupfélagsins hér ýmsa muni sem
hann hefur unnið úr margs konar
efnum sem mörgum nútímamannin-
um eru ekki föst í hendi en hægt er
að gera hina snotrustu hluti úr þegar
listamaður hefur farið höndum um
þgU-
Má þar nefna blóm úr spegilbrot-
um, blómavasa, sem borinn er uppi
af glösum utan af sauðfjármeðulum,
skó úr troll- og bindigami utan af
heyböggum auk margs annars.
í hugmyndaskrá, sem lá frammi
meöan á sýningunni stóð, bendir
Atli á að koma megi við endumýt-
ingu á bæði bíldekkjum og slöngum,
brettum og pallettum, svo og kassa-
pappa en öllu slíku er fleygt í tonna-
vís. Bendir Atli á ýmsa nýtingar-
möguleika fyrir þessi efni sem vert
er að skoða.
Hvalfjarðarströnd:
Framkvæmdir
hafnar við Nor-
rænt skólasetur
Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi:
Framkvæmdir em hafnar við
byggingu húsnæðis fyrir Norrænt
skólasetur á Hvalfjarðarströnd.
Hlutafjársöfnun hefur gengið vel og
gert er ráð fyrir að starfsemin geti
skapað um tíu ný störf þegar hún er
komin í fullan gang.
Það sem ef til vill er óvenjulegast
við þessa stofnun er að áhugafólk
hefur tekið frumkvæðiö aö stofnun
hennar. Algengara er að opinberir
aðilar taki slíkar ákvarðanir og sjái
um framkvæmd þeirra.
Hugmyndina að skólasetrinu og
frumkvæðið að stofnun þess á Sig-
urlín Sveinbjarnardóttir sem starfar
hjá Norræna húsinu í Reykjavik.
Hún er jafnframt framkvæmdastjóri
Norræna skólasetursins og hefur
borið hitann og þungann af undir-
búningnum.
Staðsetning skólasetursins á Hval-
fjarðarströnd var valin meö tilliti til
þess að þar var fyrir hendi nátt-
úrufegurð, ríkulegt plöntu- og dýra-
líf, fjara, aðstaða til útivistar og
íþrótta, jarðhiti og skammt í sund-
laug og félagsheimih. Gert er ráð fyr-
ir að þjónustuaðilar í nágrenninu fái
um hundrað nýja viðskiptavini auk
þess sem nýbygging skapar atvinnu
um fimm mánaöa skeiö. Þar að auki
skapast um tíu störf við rekstur
skólasetursins.
Ejármögnun fyrirtækisins fer að
miklu leyti fram með söfnun hluta-
fjár og eru fjölmargir aðilar innan
héraðs sem utan orðnir hluthafar í
fyrirtækinu. Auk þess mun Vestur-
Norðurlandasjóðurinn lána 50 millj-
ónir til framkvæmdanna.
STALDURS HAMBORGARI
^ Nijbahað fiamborgarabrauð.
^ íslenskur úrvalsostur.
^ Fyrsta flokks íslenskt nautakjöt^^^þ
Á\/ JC WTU R til að stinga í skóinn
öla%inGUR
Og verðið: kr. - að sjálfsögðu PEPSI meðl
Btaldraðu við! Þetta fœrðu kvergi nema í..
kanda þeim yngstu!
Ek&jfcífaaiff
Stekkjarbakka 2, Reykjavík
Guðjón Þorsteinsson virðir fyrir sér
tréð sem sjórinn bar 150 metra upp
að lóð Pósts og síma í Vik.
DV-mynd Páll
Snotrir hlutir
úr margs
konar ef num