Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Spumingin Breytir þú eitthvað mjólk- urvenjum þínum eftir verð- breytinguna? Elva Dögg Kristinsdóttir: Nei, ég kaupi alltaf jafn mikið af mjólk. Sigurjón Valdimarsson: Nei. Jónas Elíasson: Nei. Steingrímur Pétursson: Mér finnst það mjög sennilegt. Kristín Jónsdóttir: Örugglega. Lesendur Aðventan og Ijósaskreytingar „Sjö arma Ijósastikan er helgigripur gyðinga og tákn gyðingdóms frá fornu fari.“ Konráð Friðfinnsson skrifar: Ýmis tákn hafa menn fyrir augum er líða tekur að jólum. Þau koma fram t.d. í auglýsingum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi þar sem kynnt- ur er varningur á hagstæðu verði. - Visa, Euro, og e.t.v. fleiri kort, liggja nú f dvala. Þau bíða þess eins að verða dregin fram til að verða mis- notuð herfilega fyrir þessi jól. Götur og vellir eru skreytir ljósum í regn- bogans htum til að minna okkur á, halda okkur vakandi. Aðventan hefst fjórum vikum fyrir jól. Þá byrjar líka nýtt kirkjuár. Eitt af þessum táknum er ég nefndi er einmitt aðventukransinn. Hann er upprunninn frá Þýskalandi um 1820, og barst til Suður-Jótlands 1940 og varð vinsæll í Danmörku. Þaðan kemur kransinn hingað. í fyrstu var hann notaður eingöngu sem skraut í búðargluggum, en verður algengur á heimilum milli 1960 og 1970. Krans- inn er gerður úr sígrænum greinum og með fjórum kertum er merkja sunnudagana fjóra í aöventu. Annað langar mig til að benda mönnum á í þessu sambandi. Það eru þessi nýju „aðventuljós" er rutt hafa sér mjög til rúms hérlendis hin síð- ari ár og sem menn stilla út í glugga hjá sér og láta jafnvel loga á allan sólarhringinn. - Þessi sjö arma ljós sem heita „sjö arma ljósastikur" eru helgigripur gyðinga og tákn gyðing- dóms frá fomu fari. Þessir sjö armar þýða m.a. sjö daga sköpunarinnar. Um aðra merkingu þeirra veit ég því miður ekki. Með þessu erum við um leið að innleiða sið er fráleitt tilheyrir krist- inni trú, heldur trú er gyðingaþjóðin fylgir. Og hún er ekki kristins eðhs. Ekki svo að skilja að ég sé að for- dæma þessi ljós. Samt finnst mér að íslendingar ættu að fara gætilega í að taka upp tákn er tilheyra öðmm trúarbrögðum. Við þurfum einfald- lega ekki á þeim að halda. Jóhn eru aftur á móti kristin athöfn sem kristnar þjóðir halda hátíðleg. - Menn fagna fæðingu frelsarans á jól- unum. Engu öðm. Ég rita þessar línur vegna þess að ég er ekki viss um hvort menn velti þessum hlutum almennt fyrir sér í dag. Og kannski kaupa menn ljós af hreinni og klárri vanþekkingu og láta auglýsingaskrumið vhla sér sýn. Hver veit? Skattsvikin - h ver er undanþeginn? Sigurður Þorsteinsson skrifar: Þriðjudaginn 30. nóv. sl. skrifaði Árni Ragnar Ámason kjallaragrein undir heitinu „Skattsvik og ríkis- sjóðshalli". - Þetta var að mörgu leyti ágæt lesning og ættu reyndar fleiri alþingismenn að taka upp á sína arma vandamáhð „skattsvik", sem hér er löngu orðið þjóðarmein. Ég tel að hér séu allflestir landsmenn undir sömu sök seldir ' bg eflaust em ein- hverjir þingmanna sem ekki gætu sýnt hreinar hendur hvað varðar skattsvik með beinum eða óbeinum hætti. Líkt og í öðrum stéttum þjóðfé- lagsins. Með grein Áma áðumefndan dag birtist mynd eins og stundum gerist. Var hún af Qöldagöngu launþega, hk- lega einhvem verkalýðsdaginn eöa á einhverjum útifundi. Þar mátti sjá ghtta í nokkra stéttarfélagsfána sem hafa verið að sinna sínum umbjóð- endum með kröfuspjöldum. Þetta rifjaði það upp fyrir mér að ég minnist þess ekki aö hafa séð á kröfuspjöldum verkalýðsfélaganna nein slagorð sem lúta að hertu skatt- eftirliti hins opinbera. Nú er það á flestra vitorði að í samskiptum iðn- aðarmanna og einstaklinga er það undir hælinn lagt hvort slík vinna er gefin upp th skatts. Þetta er eitt af því sem alþingismenn geta lagt kapp á að uppræta með því að setja ströng lög um skattskil iðnaðar- manna í öhum greinum. Að minu mati er þama um hinn mesta skatt- undandrátt að ræða sem vitað er um á vinnumarkaðinum. - Fyrst af öllu þarf strangt opinbert eftirht með endurskoðendum bókhalds- og skatt- skhaþjónustu, svo að þangað geti menn ekki leitað th þess beinhnis að fela mykraverk sín í uppgjörum og framtölum. Fullveldi í þjóðarkreppu Magnús Sigurðsson skrifar: Fuhveldisdagurinn í ár er nýhðinn. Hver veit hvort við náum því að halda annan slíkan? Tímamir em að breytast og það hratt. Við íslend- ingar virðumst varla vera tilbúnir að takast á við þær breytingar. Við höfum verið ahtof værukærir. Sökin er fyrst og fremst hjá þeim sem hér hafa verið við stjórnvölinn á undan- fómum áratugum. Það er kannski fyrst með tilkomu núverandi ríkis- stjómar sem reynt hefur verið að taka á málunum. Vel má vera aö það sé líka allt of seint og alltof lítið. Og víst er um það embættismenn hér á landi og æðsta stjóm virðist ekki ugga mjög að sér. Það era sóttar ráð- stefnumar sem aldrei fyrr og það er notuð hver stund th að efna th mann- fagnaða af hvaða tilefni sem er. Hringið í síma 63 27 oo milli kl. 14 ög 16 -eða skrifíð Nafn og slmanf. vciftur aft fylgja tucfum Og fuhveldisdagurinn síðasti var engin undantekning, það var efnt th afmæhs og ýmsar stofnanir, t.d. Há- skóhnn, Þjóðskjalasafnið og fleiri stofnanir efndu til sýninga eða mannfagnaða. Þetta er auðvitað greitt af skattpeningum þeirra sem enn halda störfum en em ekki meira en matvinnungar í mörgum thvik- um. En er einhver ástæða th að efna th mannfagnaða og sýninga eins og t.d. í Þjóðskjalasafni íslands á meðan hér ríkir ekkert annað en þjóðar- kreppa? Á meðan þjóðarframleiðslan brennur upp er ekki ástæða th neinna mannfagnaða á vegum hins opinbera. Þetta segi ég og tala áreið- anlega fyrir munn margra ef ekki flestra launþega landsins. „Á meðan þjóðarframleiðslan brennur upp ... “ - Þjóðskjalavörður og for- seti íslands rýna í forn skjöl á 75 ára afmæli fullveldisins. Svohækkaþeir baraverðid... Sigrún Gunnarsdóttir skrifar: Þetta er orðið hlægilegt með innflutninginn á grænmeti og biómum, Ekki þar fyrir að ég sé á móti þessum innflutningi. Síður en svo. Hitt sætir furöu að þeir sem flytja ínn t.d. grænmetið - tökum agúrgurnar margum- töluðu - hækka verðið strax og þær íslensku eru uppurnar. Sama skeöur með biómin. Þegar þau eru loks orðin frjáis th inn- flutnings kemur til kasta búvöru- laganna og þá er ekki aö sökum að spyrja. - Niöurstaða; hvort tveggja fehur um sjálft sig gagn- vart neytendum; annars vegar er verðhækkun innflytjenda ef ís- lensk framieíösla er uppurin eða þá að hið opinbera kippir í spott- ana og lokar á innflutninginn! ofsölu? Páhna hringdi: Ég hef trú á því að fólk bregðist við hinum nýja vanda vegna hækkunar á mjólk með þeim ein- falda hætti að draga verulega úr míólkurkaupum og sýna ráða- mönmun sem þarna um fjalla að svona nokkuð eru neytendur ekki thbúnir að samþykkja. Var þá ekkert aö marka hina yfirlýstu manneldisstefnu Manneldisráðs? Nú á allt í einu aö fara aö laga verðlag búvara hér að því sem gerist í nágrannalöndunum! En þegar fólk krefst samræmingar á verðlagi niður á við - th jafns við nágrannalöndin, þá er fátt um svör fímmmannanefnda og ís- lenskra ráðamanna. Albert getur breyttmiklu Ámi Árnason hringdi: Ég horfði á sjónvarpsviðtalið við Albert Guðmundsson, fyrrv. sendiherra og ráðherra. Ég er ekki í vafa um að það mun breyta miklu í kosningum ef Albert ákveður að fara í framboð. Ekki síst ef hann ætlar fram bæði th borgarstjórnar og th Alþingis. Hvað sem segja má um uppátæki Aiberts kann hann að hafa enn talsvert fylgi, t.d. meðal Mnna eldri og eins margra sem telja að verulega þurfi að hrista upp í ýmsum málum í stjórnkerfinu. Það má því ekki afskrifa áhrif Alberts. Verkalýðsfforystan Ólafur Þ. Guðmundsson hringdi: Ég vh mælastth þess að verka- lýðsforystan á íslandi segi af sér. Það er búið að hafa okkur launa- menn nógu lengi að fiflum og láta okkur bera Mtann og þungann af byrðunum í þjóöfélaginu. Það þarf ekki að hafa menn á launum til að senija fyrir okkur. látum Kjaradóm dæma, rétt eins og fyr- ir sumar aðrar þjóðfélagsstéttir. BSRB er nýbúið að semja og prestar og fleiri fá frá 60 th 70% launahækkanir. - Aht á þeim for- sendum að þar sé um leiðrétting- ar að ræða. Verkalýðsforystan ræður augsýnilega ekkert við sítt hlutverk. Álfheiöur hringdi: Nú er aö byrja dagskrárliður- inn „Jóladagatal" sem búið er aö selja dýrum dómum og verður á dagskrá kl. 17.20. Þetta gerir það að verkum að um er að ræða sí- fellt kapphlaup um að vera kom- inn heim því þátturinn er ekki endursýndur nema einu sinni í viku i heilu lagi. Hvetjir eiga þá að horfa á þetta? Þetta er afkára- legur tími og ekki vaiinn t.d. með thfiti til útivinnandi húsmæðra. - Þáttinn verður að endursýna á hverjum degi eins og gert hefur veriö undanfarin ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.