Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Menning Smásögur nóbelshöf undar í þessari bók eru þrettán smásög- ur, sem þýðandinn, Ólöf Eldjám, hefur valið úr þremur smásagna- söfnum höfundar. Þau birtust á árunum 1980-91 en Gordimer fékk nóbelsverðlaunin fyrir tveimur árum. Þýðingin nær yfir mörg stíl- svið og er vel orðuð. Þetta em sundurleitar sögur og misgóðar. Gordimer nær hér víða skörpum og minnisstæðum köfl- um, einkum þegar hún stillir sam- an myndum af mismunandi lifnað- arháttum hvítra og svartra í heimalandi sínu, S-Afríku. Þar er margt sérkennilegt, svo sem að sjá lögreglumenn þefa af rúmfótum til POIAR RAFGEYMAR 618401 VEGLA Glersteinn á qódu verði AIFABORG t KNARRARVOGI 4 • * 686755 Bílaleiga Akureyrar Útibú í kringum landið Reykjavfk ........ 91-686915 Akureyri ........... 96-21715 Borgarnes .......... 93-71618 ísafjörður .......... 94-4566 Blönduós ........... 95-24350 Sauðárkrókur ....... 95-35828 Egiisstaðir ........ 97-11623 Höfn í Hornarfirði .. 97-81303 interRent Europcar HÖLDURhf. Nadine Gordimer. Sundurlausar sögur og misgóðar. að komast að því hvort fólk af mis- munandi litarafti hafi haft sam- farir, en það var refsivert skv. lög- um S-Afríku. Enn nöturlegra er að Bókmenntir örn Ólafsson lesa reikningsskil mannsins sem starfaði í stjómstöð málaliða. Af- leiðingamar af skrifborðsvinnu hans hafa rústað hann. Þulið í þessum sögum yfirgnæfir frá- sögn sviðsetningu á atburðum og samtölum. Sérstaklega er oft yfir- Utsfrásögn í sögulok, eftir mynd- rænt ris sögu. Þaö verður hið versta hnig, drepur áhrifum sög- unnar á dreif, færir allt niður á hversdagslegra svið. Þannig fer t.d. um sögumar „Sumir hljóta sælu- gnótt“, „Skjólshús", „Sveitaást" og „Munnleg geymd". Af þeim verður nokkur dæmisagnakeimur, því þeim er svo greinilega ætlað aö sýna fram á eitthvað. Þaö á þó eink- um við um „Einu sinni var“. Efnaö fólk í stéttskiptu þjóðfélagi óttast ræningja og leitast því við að ein- angra sig frá samfélaginu. Og fikni þess í æ fullkomnari öryggiskerfi setur það í lífshættu. Betur byggðar þykja mér sögur eins og „Líkamsrækt". Hvítur efna- maður er að skokka snemma morg- uns, þegar hann lendir inn í eina af þessum morðöldum sem herja á S-Afríku, hún flæðir bókstaflega yfir hann. Auðvitað botnar hann hvorki upp né niður í þessu, veit ekki hverjir era frá Afríska þjóðar- ráðinu og hveijir frá Inkata. Þel- dökk kona bjargar honum og hún er þá umfram aUt móðurleg gagn- vart þessum miðaldra fjölskyldu- foður. Eftir að hann sleppur heim ætlar hann að ærast yfir truflunum frá dauðastríði fuglsunga. En ekki hvarflar að honum að reyna að gera eitthvað í málinu sjálfur. Þannig verður enn ljóst hvaða lær- dóm lesendur eiga að draga af sög- unni, um getuleysi hvíta minni- hlutans gagnvart þeim þjóðfélagsá- tökum sem bana tugum manna á einni helgi í S-Afríku. Dýpri þótti mér t.d. sagan „Ruslakistill" sem stillir saman tvenns konar fólki í menningarlífinu fyrr og síðar. í nútímanum era það yfirborðslegar tildurrófur og snobhar. Ein þeirra finnur gamalt safn einkabréfa elsk- enda sem að hætti 5. áratugarins taka starf sitt mjög alvarlega, finnst því fylgja mikil ábyrgð. Reyndar era þau sannfærð um að þau séu að vinna slík afrek í hstum og visindum að þau verði hjartfólg- in mannkyni. Og hér verða sögu- lokin til að magna heildina þegar reynt er að bera kennsl á parið. Sérstætt er „Bréf frá foður". Það er stílað tfi Franz Kafka aö honum látnum og sýnir heimsfrægar hryllingssögur (bókmenntafræð- inga) af fjölskyldulífi hans, túlkað- ar á nýstárlegan hátt. Og þó, hér er allt séð frá sjónarhóli venjulegs manns sem vinnur hörðum hönd- um af umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Vel stfiuð og fyndin saga. Einna best fannst mér fyrsta sag- an, titilsaga bókarinnar. Þar segir smástelpa frá flótta fjölskyldu sinnar undan hryöjuverkasveitum í Mósambík. Allar hörmungamar og hryllingurinn sem dynur yfir flóttafólkið birtist aðeins í hlut- lægri frásögn stelpunnar, upptaln- ingu á atburðum með barnslegu orðalagi; ttifinningar birtast þar aðeins óbeint. Nadine Gordimer: Ferð allra feröa Ólöf Eldjárn valdi og þýddl. MM 1993, 178 bls. Óttinn læðist Gunnhfidur Hrólfsdóttir kemur inn á ótal uppvaxtarvandamál í nýju bókinni sinni, „Komdu að kyssa“. Söguhetjan Elín er að verða þrettán ára. Hún á heima í Keflavík og þó aö það sé ekki sagt í bókinni vitum við sem lásum „Óttinn læðist" í fyrra að hún er nýflutt þangað frá Vestmannaeyjum þaðan sem ftölskyldan flúði undan eldgosi. Foreldrar Elínar era að reyna að koma yfir sig húsneeði og fjölskyldan býr í einu leiguherbergi til bráðabirgða. Sumarið sem sagan gerist lærir Elín margt um kynferðismál, til dæmis um notkun smokka og að karlmenn geta gimst unglingsstelpur. Svo I upplifir hún í fyrsta sinn að strákur faðmar hana og kyssir. Það er að vonum dásas 'egt enda dettur Matta ekki í hug að segja „i.J ’u að kyssa“ viö Elínu. Hann er kannski ekki tWn upp við hirðsiði en hann tekur á málum eins og saimur sjentilmaður þar sem þau kúra undir bát á hvolfi í fiörunni: „Komdu nær. Hann dró hana til sín og bauð henni handlegg sinn tfi að hvfla höfuðið á.“ C75). Bókarheitið og kápumyndin gefa í skyn að unglingaástir séu aðalefni bókarinnar, en svo er ekki. Það gefur Elínu og Boggu, vinkonu hennar, ekki nógu mikið í aðra hönd að passa böm, og í peningavandræðum sínum bjóðast þær til að taka til hjá einsetumanni í bænum. Sú atvinna reynist furðu arðbær en leiðir stúlk- umar í tvenns konar siðklípu sem verður þeim þungbær raun áður en lýkur: hvemig á að veij- ast ágangi fullorðinna manna þegar maður er bara stelpa, og hvenær er maður orðinn samsek- ur um glæp. Hér er glögglega sýnt hvað böm Gunnhildur HróHsdóttir. geta staðið frammi fyrir erfiðum siðrænum vanda sem þau verða að kljást við upp á eigin spýtur - bæði af því að foreldrana grunar ekki hvað vandamál bama geta verið stór og einnig af því að fullorðna fólkið á alveg nóg með sín mál. Til dæmis er faðir Elínar ennþá jafnveikur fyrir áfengi og í fyrri bókinni, mæðgunum til hrellingar. Efnisatriði af þessu tagi era sjaldgæf í bamabókum og Gunnhildur kemst nokkuð vel frá þeim. Einkum er öll umfjöllunin um hið illa fengna fé merkfieg og lærdómsrík. Elín hefur enn sömu einkenni og hún hafði í fyrri bókinni. Hún er í senn hugrökk, jafnvel djörf, og feimin, vill ekki missa af ævintýranum en tekur þau fjarskalega nærri sér eftir á. Og næmi hennar er enn við bragðið. Vanlíðan og áhyggjur sækja að henni í draumum eða mar- tröðum, óttinn læöist að henni sofandi og tekur á sig óhugnanlega mynd sem hún skilur ekki Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir en skynjar þó hvað merkir: Það er öryggisleysi og of þung ábyrgð fyrir bam á hennar aldri sem þjakar hana. Bogga, vinkona hennar, er eldri og þroskaðri, kaldari og hugmyndaríkari, en reynist líka lítil í sér þegar hún heldur að hún sé föst í neti afbrotamanns. Mæður þeirra fá á sig nokkuð skýra mynd, einkum móðir Elínar, en strákamir, vinir þeirra, era óljósir. Þetta er heilsteyptari bók en sú fyrri. Frásögn- in er að vísu hröð og yfirborðsleg framan af en verður hægari og dýpri þegar líður á. Samtöl era lipur, en frásagnarstfilinn nokkuð talmáls- legur og hrár. Sagan hefði haft gott af fínpúss- un, einkum fyrstu kaflarnir. Gunnhildur Hróllsdóttir. Komdu að kyssa. 148 bls. ísafold 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.