Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 i>v Menning Stýrimannaskólinn i Reykjavík. Saltadar skólaskýrslur Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ár er vegleg bók og má kallast stofu- prýði. Ekki of stór en samt verkleg á að sjá. Það sama verður ekki sagt um innihaldið. Af ríílega fjögur hundruð síðum í meginmáh bókarinnar er 352 varið í aö rekja staríið í Stýrimannaskólanum frá ári til árs samkvæmt skóla- skýrslum í hundrað ár. Umbúnaðurinn ber með sér angan af salti og sjó en inni fyrir eru bara saltaðar skólaskýrslur. Þetta verður því að teljast smámunalegur samtíningur og sums staðar viðburðalítill. T.d. segir um skólaárið 1938-1939: „Ekkert annálsvert átti sér stað á skólaárinu.“(186) Það verður þó að virða við höfundinn, Einar S. Amalds, að hann skreyt- ir skýrslusöguna með mörgum smásögum úr starfi skólans. Þetta eru skyggðar klausur á nær hverri síðu og í mörgum tilvikum skemmtilegar Bókmenntir Gísli Kristjánsson aflestrar. Á undan aðalefni bókarinnar er stutt yfirht um sjómanna- fræðslu frá öndverðu til okkar daga. Ekki er það merkileg saga sem þann- ig er rituð. í bókinni eru blessunarlega margar myndir, bæði úr skólastarfinu og af skipum og bátum. Sumar myndanna eru merkilegar og ahar lífga þær upp á bókina. A eftir aöalefninu fylgir skrá yfir aha útskrifaða úr skólanum. Það eru ef til vih nafnahstar af þessu tagi ásamt gömulum skólaspjöldum sem gefa afmæhsriti sem þessu mest gildi fyrir þá sem kaupa. Þama er hægt að sjá forfeður og ættingja á hthh mynd og upplýsingar um próf þeirra frá skólanum. Fátt er hins vegar gert til að vinna úr þessum nafnaskógi. T.d. hefði verið gaman að sjá hvaðan þeir komu sem sótt hafa Stýrimannaskólann frá upphafi. Voru það sveitamenn sem mönnuðu íslenska skipastólinn í upphafi eða voru það ungir menn af möhnni? í rauninni er fáum spumingum um sjómennsku íslendinga svarað í bókinni. Aht drukknar í staðreyndum um hvaðeina sem gerðist innan veggja Stýrimannaskólans. Einar S. Arnalds: Stýrimannaskólinn í Reykjavík f 100 ár 576 blaðsiður örn og úrlygur Hugljúf saga úr sveitinni Magga snýr aftur til Ljúfuvíkur og rifjar upp hðna tíð. Hún segir sög- una af sjö ára stelpu sem á dáhtið bágt því að annar fóturinn er styttri en hinn og krakkamir í þorpinu stríða henni. Kalla hana Möggu mi- slöngu. Pabbi hennar og manna og systkini búa í útlöndum en amma hennar sér um að ala hana upp með hjálp hans Kela. Bestu vinir Möggu em hæna og köttur. Bærinn í Ljúfuvík stendur skammt frá htlu þorpi og lífið í sveitinni er bjart og fagurt. Magga á sinn einkaheim en hún saknar þess að eiga ekki vinkonu eða vin th að leika sér við. En það rætist úr því þegar Edda kemur th þorpsins og á að vera hjá kaupfélags- stjórahjónunum en unir ekki þar og vhl heldur vera í sveitinni hjá ömmu og Möggu. Magga er tilfinninganæm, hvatvís stelpa sem lætur sér ekki aht fyrir brjósti brenna, hún er uppátækjasöm, skjót th að reiðast og þá er gott að geta skeytt skapi sínu á sparkstaumum. Amma hennar er henni afar Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir góð og í minningu Möggu er hún sveipuð dýrðarljóma. Amman er ekki eins og aðrar konur, hún klæðir sig í buxur og treyju og tekur í nefið. Hjá ömmunni eiga þeir skjól sem heimurinn hefur hafnað. Keh er vinnu- maður á bænum, vænsta manneskja eins og amman. Edda er ekki ósvipuð Möggu, dugleg að bjarga sér og hún stríðir við svipað vandamál og Magga, hún sparkar þegar hún reiðist. Svo em það kaupfélagsstjórahjónin Amalía og eiginmaður hennar og böm þeirra tvö, Inga Dís og Eðvald - fordekmð börn. Amalía er stjóm- söm en grátgjörn kona og þrátt fyrir að þau séu efnalega betur sett en margir aðrir er stutt í öfundina. Amaha er frekar leiðinleg en um leið fyndin. Mamma Ingu Dísar, kaupfélagsstjórafrúin, var sérstakur kapítuh í hreppssögunni. Engin kona svo vitað var hafði grátið jafhmikið né út af svo mörgu í þessari sveit. Ef hún heyrði eitthvað fahegt fór hún að gráta. Ef hún heyrði eitthvað ljótt grét hún enn meir. (bls. 46) Himinninn er ahs staðar er hugljúf endurminningasaga sem gerist í sveit um miðja öldina. Slíkum sögum hættir oft til að vera væmnar og leiðinlegar. Höfundi þessarar sögu tekst að sneiða hjá slíku, og skrifar sögu þar sem atburðarásin er hröð, og það úir og grúir af fyndnum atvik- um. Hér er verið að rifja upp bemskuminningar Möggu, sumar em ljúf- ar en aðrar sárar en tíminn læknar öh sár. Eftir þetta ferðalag hennar um fortíðina finnst henni eins og ahtaf hafi verið sólskin í Ljúfuvík þegar hún var bam, meira að segja í svartasta skammdeginu. Og kannski var það svo. (bls. 112) Himinnlnn er alls staðar Sólvelg Traustadóttir 112 bls. Mál og menning 1993. TILKYNNING TIL TEKKAREIKNINGSHAFA Hinn 6. desember 1993 tekur samtímabókun tékka gildi, sem er nýr áfangi í tékkamálum hér á landi. Samtímabókun tékka hefur það í för með sér að bókun tékka, sem innstæða eða heimild er fyrir, verður endanleg þegar tékka er framvísað í banka eða sparisjóði. Samkvæmt núverandi bókunaraðferð bókast tékkar í lok dagsins í tékkanúmeraröð þar sem lægsta númer hefur ~ forgang, þótt sá tékki kunni að hafa verið innleystur síðastur allra ! tékka dagsins. Þess er vænst að samtímabókun tékka mælist vel X | fyrir hjá viðskiptamönnum banka og sparisjóða. Samvinnunefnd banka og sparisjóða Fatnaður frá ITVTTCn Pelsfóðursjakkar Margar gerðir. Pelskápur í miklu úrvali. Verð fyrir alla, Pelsfóðurs- kápur Pelsjakkar og húfur Fatnaður frá í miklu úrvali / raðgreiðslur Greiðslukjör við allra hæfi Kirkjuhvoli • sími 20160 LJJMJ Þar sem vandlátir versla var ai meq j / o aqji 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.