Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 53 tz oo Norræna húsið í Norræna húsinu er sýningin Form Island n en sýning þessi hefúr yerið á ferð um Norður- lönd. Á sýningunni eru kynnt verk 29 höfunda. Sýningin spann- ar þau svið listiiönnunar sem mest kveður að á íslandi um þess- Sýningar ar mundir. Sýningin tekur til leirlistar, textíÚistar, gull- og silf- ursmíði, glerlistar, húsgagna- hönnunar og auglýsingahönmm- ar. Fyrsta Singer-saumavélin. Það eina sem hún átti. . . Árið 1830 fann franski verk- fræðingurinn Barhélemy Thim- onnier upp fyrstu saumavélina sem vann eins og henni var ætlað og hafði jafnan gang. Þá þegar var hún búin öllum þeim einingum sem við könnumst við úr sauma- vélum nútímans. Blessuð veröldin Tveggja þráða Áriö 1834 smíðaöi Bandaríkja- maðurinn Walter Hunt vél með tveimur þráðum og spólum og 12 árum síðar bætti Elias Howe nál með auga við þessa vél. Lykkjusporið Thimonnier og Magnin, félagi hans, fengu öðru sinni einkaleyfi árið 1845 og að þessu sinni á vél sem tók 200 spor á mínútu og 1848 sóttu þeir um einkaleyfi á vél sem gat saumað lykkjuspor. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐXNDA Vinningsnúmer itagainq er: 86406-8841 Ef þú finnur þetta happdrættisnúmer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: Bókaúttekt að andvirði 10.000 kr. Eldri vinningsnúmer: 64020-66476-55892-9954 Bókaútgefendur ÓBREYTT VERÐ Á JÓLABÓKUM! Bókaútgefendur Faerð á vegum Víöast á landinu er snjór á vegum og talsverð hálka. Vegir á Suður- og Vesturlandi eru samt greiðfærir. Norðurleiðin er einnig fær, svo sem til Siglufjarðar og Akureyrar. Á Öxnadalsheiði er skafrenningur. Frá Umferðin Akureyri er greiðfært austur um Þingeyjarsýslur. Á Vestfjörðum er fært vel búnum bílum um hálsana í A-Barðarstrandarsýslu og fært frá Patreksfirði suður á Barðaströnd og einnig til Tálknafjarðar og verið er að moka Hálfdán. Ófært er um Dynj- andis- og Hrafnseyrarheiðar en verið að moka frá Þingeyri til Flateyrar en beðið átekta með mokstur á Breiðadals- og Botnsheiði vegna veð- urs. Jólakvöld Vísnavina verður í kvöld kl. 20.30 í Leikhúskjallar- anum en þar voru Vísnakvöldin haldin um árabil við mjög góðar undirtektir. Á þessu Vísnakvöldi munu koma fram Haraldur Reynisson trúbador en hann hefur nývcrið gefið út sína fyrstu geislaplötu, Hreiðar Gíslason vísnasöngvari, MK kvartettinn, en hann er að koma saman eftir langt hlé. Anna S. Björnsdóttir ljóðskáld mun lesa úr verkum sínum og síðan en ekki síst mun Eldbandið, sem Haraldur Reynísson trúbador mun koma iram a Visnakvoidi. skipað er nokkrum eldhressum jólasteraningu. Allir eru vel- slökkviliðsmönnum halda uppi komnir. Nikulásarmessa Nikulásarmessa er í dag, 6. des- ember. Nikulás þessi er hálfþjóð- sagnakenndur biskup sem á að hafa verið uppi í Litiu-Asíu á 4. öld. Hann varð frægur í Evrópu þegar jarð- neskar leifar hans áttu aö hafa verið fluttar til Bari á Ítalíu árið 1087. Upp frá því varð hann einn dáðasti dýrlingur síðmiðalda, einkum sem Heilagur Nikulás vemdari fátæklinga, góðra gjafa og barnavinur mesti. Víða í Evrópu á hann að birtast á messudegi sínum og umbuna góðum bömum og veita hinum ráðningu. Á síðustu öldum hefúr hann svo tekið að sér hlutverk þeirrar persónu sem færir bömum gjafir á jólum. Heitir hann víðast heilagur Nikulás en nafn hans er stytt í Claus í enskumælandi lönd- um. Búningur þessa alþjóðlega jóla- sveins er einmitt runninn frá bisk- uppsskrúða heilags Nikulásar. Heilagur Nikuiás í Danmörku. Á íslandi var Nikulás mikið tignað- ur sem annars staðar og ekki færri en 44 kirkjur og kapellur vora helg- aðar honum í katólskum siö. Ein Nikulásarkirkjan var í Odda á Rang- árvöllum. í Sturlungu segir af hátt- um Sæmundar Jónssonar í Odda (Loftssonar Sæmundssonar fróða) „að hann hafi veisludag hvem vetur Nikulásarmessu og bauö til öllu stór- menni þar í sveit.“ Tvær íslenskar sögur era til að Nikulási, ein heil drápa og brot af annarri. Hins vegar hefur hann sjálfur aldrei orðið jóla- sveinn á íslandi. Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1977. 'Hrói höttur og Marion Hróií sokka- buxum Stjömubíó hefur nýverið tekið til sýninga myndina Hrói höttm- og karlmenn í sokkabuxum. Eins og nafnið ber með sér er hér um grínmynd að ræða og er hún úr smiðju háðfuglsins Mel Brooks. Unnendur grínmynda þekkja vel til Mel Brooks því margar mynd- ir hans era með því fyndnasta Bíóíkvöld sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Hér leikur hann sér að goðsögn- inni um hinn víðfræga mannvin Hróa hött. Hrói, Tóki munkur, Marion, Jóhann prins, fógetinn í Nottingham og allir þeir sem koma við sögu era hér til staðar, aðeins efnistökin era öðravísi. Mel Brooks er ekkert heilagt þeg- ar grínið er annars vegar og ættu bíógestir aö hafa það í huga. Nýjar myndir Háskólabíó: Ungu Ameríkanam- ir Stjörnubíó: Hrói höttur Laugarásbíó: Hjálp. . . .gifting Regnboginn: Spilaborg Bíóhöllin: Líkamsþjófar Bíóborgin: Fanturinn Saga-bíó: Nýliði ársins Gengið fellur niður vegna sambands- leysis bankanna við útlönd Krossgátan 4 z 3 V ... (r ■ ? s II IZ 1 13 )£" J \k 1 1ú J “ Lárétt: 1 göfug, 7 góðmenni, 9 hannyrö- ir, 10 atorku, 11 snæfok, 13 glufa, 14 glett- ast, 16 samtök, 17 kvæði, 19 berjast, 20 málmur. Lóðrétt: 1 dugleg, 2 ellegar, 3 skora, 4 vísur, 5 ánægja, 6 almanak, 8 eimur, 12 steintegund, 14 flugfélag, 15 varúð, 17 vegsama, 18 viðumefni. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kýr, 4 bára, 7 etja, 8 slúti, 10 snáðar, 11 títring, 14 ill, 16 ólag, 17 rú, 18 aumra, 20 garminn. Lóðrétt: 1 kestir, 2 ýtni, 3 rjátlar, 4 bað, 5 ála, 6 rýmar, 9 tuggan, 12 ró, 13 ilmi| 15 lúa, 19 um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.