Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 'Jafn hratt niður og upp, segir Sighvatur. Jafn- hratt uppog niður „Þeir sögðust sumir fara jafn- hratt niður meö nafnvextina og þeir fóru upp þegar smáverð- bólguskot kom í sumar og það stendur upp á þá að fara jafn- hratt niður og þeir fóru upp,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra í Mhl. á fóstu- dag um bankavextina. Ummæli dagsins Kristján orðlaus „Ég á ekki til orð, ég er mikið hrærður. Þetta kemur við hjartað í mér,“ sagði Kristján Jóhanns- son þegar hann tók við bæjarlykl- inum á Akureyri. Hann viður- kenndi sjálfur að hann yrði sjald- an orðlaus. Bónusinn „Varðandi fylgisaukningu rík- isstjórnarinnar reikna ég með að það sé ekkert skrýtið að hún fái einhvern smá bónus út á nánast einu aðgerðina sem hún hefur gripið til og hefur heppnast, vaxtalækkunina," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um skoðana- könnun DV. Óþægilega lítið fylgi „Fylgi okkar er óþægilega lágt og þetta er viðvörun sem viö tök- um alvarlega. Ég hefði haldið að við værum aö styrkja stöðu okkar hægt og bítandi en kannski gerist þaö yfir lengri tíma,“ sagði Guð- mundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra en fylgi Alþýðu- flokks minnkar samkvæmt skoð- anakönnun DV. Suomi-félagið Vegna 76 ára sjálfstæðis Fixm- lands heldur Suomi-félagið full- veldisfagnaö í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. ’ Húsmæðrafélag Reykjavikur Jólafundurinn veröur haldinn í kvöld kl. 20.30 á HoJiday Inn. Fjölbreytt dagskrá. Fundir Kvenfélag Árbæjarsóknar Jólafundur í kvöld kl. 20.15 í saíhaðarheimilinu v/Roíabæ. Ýmis skemmtiatriöi. Hangikjöt og laufabrauð á boöstólum. Nýbúar Upplýsinga- og menningarmið- stöð nýbúa stendur fyrir kynn- ingu á norður-pakistanskri og indverskri menningu í formi fyr- irlesturs, sýnlnga á fötum og smökkunar á mat í kvöld kl. 20 í Faxafeni 12. Opið öllum. OO Vægt frost Stormviðvörun í morgun kl. 6. Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum til suðausturmiða og á öllum djúpum. Það verður austlæg átt kaldi eða Veðrið í dag stinningskaldi og snjókoma um sunnanvert landið í fyrstu en él norð- vestanlands. Gengur í vaxandi norð- austanátt í dag með snjókomu um norðan- og austanvert landið en létt- ir heldur til um sunnanvert landið, fyrst vestan til. Norðaustan hvass- viðri eða stormur og snjókoma um norðan og austanvert landið í nótt en hægari norðaustan og þurrt að mestu sunnan og vestanlands. Vægt frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan kaldi og snjókoma í fyrstu en léttir til í dag með norðaustan kalda, allhvass norðaustan og víöa léttskýj- að undir miðnættið. Hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 15.39 Sólarupprás á morgun: 10.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.48 Árdegisflóð á morgun: 12.22 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað -A Egilsstaðir alskýjað -3 Galtarviti snjókoma -1 Keíla vikurílugvöllur snjókoma -1 Raufarhöfn snjókoma -3 Reykjavik snjókoma -2 Vestmarmaeyjar alskýjað 0 Helsinki heiðskírt 1 Kaupmannahöfn léttskýjað 5 Stokkhólmur heiðskírt 1 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam þokumóða 7 Barcelona þokumóða 6 Beriín skýjað 7 Chicago rigning 4 Feneyjar heiðskírt 6 Frankfurt skýjað 3 Glasgow skúr 8 Hamborg þokumóða 7 London rigning 7 Madrid þokumðn- ingur 5 Malaga heiðskírt 13 Mailorca þokuruðn- ingur 3 Montreal alskýjað 1 New York léttskýjað 6 Nuuk léttskýjað -11 Orlando skýjað 11 París skýjað 5 Valencia þokumóða 5 Vín léttskýjað 2 Winnipeg heiðskírt -13 Jón Ingi Jónsson, herrafyrirsæta Suðumesja 1993: „Ég hef ekki trú á þvi að þetta breyti minu daglega lífi eða áætl- unura. Þaö eina sem ég veit á þess- ari stundu er að ég fæ samning hjá Módel 79," segir Jón Ingi Jónsson, 21 árs Keflvíkingur sem kosinn var herrafyrirsæta Suðurnesja á laug- ardagskvöld. Hann segir að ein- hver hafi bent á sig og að í íyrstu hafi hann harðneitað að taka þátt í keppninni. „Þegar ég heyrði að nokkrir kunningjar mínir ætluöu aö vera með lét ég undan. Innst ínni hefur mig alltaf langað að prófa þetta. Þetta er líka tækifærí sem maður fær ekki aftur.“ Hann segir að andinn í hópnum hafi verið góður enda þekktust þeir flestir áður. Jón Ingi hefur unniö í Jón Ingí Jónsson. DV-mynd Æglr Mór móttökunni á Flughótelinu síöast- liðið ár en áður vann hann á barn- um og ýmis önnur tilfallandi störf á hótelinu. „Ég hef mjög gaman af þessari vínnu því á hveijum degi kemur upp eitthvaö nýtt. Ég gleðst mikið ef ég get biálpað einhverjum gesti eða aðstoöað á einhvern hátt.“ Jón Ingi hefur hug á aö fara til Kaliforniu í Bandaríkjunum í skóla næsta vetur. Hann hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að læra en hagfræðinám kemur til greína. Svo langar hann að spila fótbolta eins mikið og hann getur. Síðastlið- íð sumar lék hann meö Njarðvík en áður með Keflavíkurliðinu. „Ég skipti yfir af því að það eru raeiri möguleikar á að fá að taka þátt í leiknum með Niarðvíkingum heldur en Keflavíkuríiðinu þar sem margir bíða eftir að komast í liðið.“ Aöaláhugamál Jóns Inga er flug og hann á eftir að taka 20 flugtíma til að fá próf. „Þaö er alveg ólýsan- lega gaman að fljúga en því miður eru fleiri flugmenn en vélar og at- vinnumöguleikarnir litlir,“ Jón Ingi býr enn í foreldrahúsum og kærastan hans heitir Berglind Sigþórsdóttir. Myndgátan Lausn gátu nr. 791: 79/ Brunaslanga -EYÞOIt— Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Mikil- vægur leikur í körfu Einn leikur verður í 1. deildinni í körfubolta karla. Þaö eru ÍS og breiðabhk sem keppa í íþrótta- húsi Kennaraháskólans kl. 20.00. íþróttir Fyrir leik er ÍS efst í A-riðli keppninnar og Þór í 2. sæti, hvort um sig með 10 stig. Með sigri get- ur Breiðablik, sem er með 8 stig, komist upp að þessum tveimur efstu. Leikurinn er því mikilvæg- ur fýrir bæði Uðin. Skák Hvítur hótar aö gafila kóng og hrók með 1. Rc7 + í meðfylgjandi stöðu, sem er úr skák Barsovs og Petronics, sem hafði svart og átti leik, á skákmóti í Ung- verjalandi nýlega. Svo virðist sem 1. - Rxd5 sé gott svar við þessu - eða hvað finnst þér lesandi góður? Svartur lék 1. - Rxd5?? en sá snarlega eftir þvi. Skákin tefldist áfram 2. Rd6 +! Dxd6 3. Dxd6 exd6 4. Bb5+ Og mát í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Þegar fjórum kvöldum af sex er lokið í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykja- víkur er keppnin óverýu hörð um efstu sætin. Bjöm Eysteinsson og Aöalsteinn Jörgensen hafa nauma forystu, 200 stig á Pál Valdimarsson og Ragnar Magnússon sem hafa 198 stig. Spilin á síðasta spila- kvöldi voru venju fremur villt og mikil ( skiptingarspil sáust. Hér er eitt sem vakti töluverða umræðu í B.R. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, spil 24, vestur gjafari og enginn á hættu: ( ♦ Á1087 V Á10987 ♦ K3 + G2 V 5 ♦ ÁDG108 + 10976543 ♦ KD93 V KD43 ♦ 6542 + K ♦ G6542 V G62 ♦ 97 + ÁD8 Vestur Norður Austur Suður 1» . 2 G 4» 5+ Pass Pass 5» Pass Pass 6+ Dobl p/h Hlynur Garðarsson og Gunnlaugur Karlsson sátu í NS og Hlynur, sem sat í I norður átti frekar auðvelda ákvörðun yfir 5 þjörtum. Spilaformið er Butler þannig að skorið reiknast út með sveita- keppnisformi í impum. Hann gat vitað 1 að 6 lauf vom aldrei marga niður eftir aö suður gat sagt 5 lauf og á góðum degi, gat verið að spihð stæði. Þetta var einn , af þessum góðu dögum, AV fengu aðeins einn slag á hjarta og slemman er óhnekKjandi á aðeins 15 punkta samlegu. Ágætis skor fékkst aö sjálfsögðu fyrir 1090 í NS, en þó var algengast að spilað væri 5 lauf dobluð í NS með einum yfir- slag. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.