Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 15 Lögreglan og miðbærinn „Lögreglumenn geta ekki leyft sér aö handtaka og fjarlægja fólk af vettvangi einungis vegna þess aö þaö er leiðinlegt... “ segir m.a. i greininni. Nýlega birtust tvö lesendabréf í DV um löggæsluna í miðborginni að næturlagi um helgar. í þeim báöum koma fram ákveðnar skoð- anir einstaklinga, lýsing á óæski- legu ástandi og gagnrýni á hve lög- reglumenn eru atkvæðalitlir við störf sín á svæðinu. Efni fyrra bréfsins er byggt á eigin reynslu og tilfmningum höfundar, en efni hiðs síðara er byggt á frásögn og mati annars en bréfritara þó svo að hann geri það að sínu. í öðru Ijósi Báðir bréfritarar geta um að- gerðaleysi lögreglumanna. Lesend- um til glöggvunar skal þess getið að þessir „aðgerðalausu" lögreglu- menn hafa frá áramótum þurft að handtaka og fjarlægja u.þ.b. eitt þúsund einstakhnga af svæðinu, flesta vegna óeðlilegrar ölvunar- háttsemi, slagsmál, líkamsmeið- inga, skemmdarverka eða a.þ.h. Á sama tímabili hafa þessir „aðgerða- lausu“ lögreglumenn þurft að rita á annað þúsund skýrslur tengdar hinum ýmsu málum og afskiptum þeirra af ölvuðu fólki, umferðar- lagabrotum, bruggsölu, fíkniefna- neyslu og öðru því sem að framan greinir. Þá hafa þessir sömu „að- gerðalausu" lögreglumenn flutt, eða látið flytja, u.þ.b. eitt hundrað manna og kvenna á slysadeild vegna meiðsla, sem þau hafa orðið fyrir, annaðhvort eftir slagsmál, meiðingar, veikindi, slys eða óhöpp. Við skulum vona aö lögreglu- menn í Reykjavík þekki orðið eftir KjaLaiinii Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík áralanga reynslu nokkuð vel til aðstæðna í miðborginni, hvers megi vænta af fjölmenninu á svæð- inu og að það sé hægt orðið að treysta því að þeir geti brugðist við eftir því sem efni og ástæður segja til um hverju sinni. Ekki er ólíklegt að ætla að þeir sjái ástandið þama í svolítið öðru ljósi en sá eða þeir sem koma tiltölulega sjaldan á svæðið á umræddum tíma og ekki þurfa að sinna þar löggæsluhlut- verki allar helgar ársins. Hins vegar má til sanns vegar færa að glöggt sé gestsaugað og það sem slíkur sér hljóti að taka mið af því hvert viðhorf hans er á hverj- um tíma til þess ástands sem hann skynjar. Ekki er ástæða til að gera lítið úr þeirr tilfinningu. Allflestir em sammála um að hegðun og ástand allt of margra í miðborginni að kvöld- og næturlagi um helgar sé ábótavant. En ekki er þó væn- legt til árangurs að ætla sér að siða slíkt fólk til við þær aðstæður og á þeim vettvangi einum. Lögreglu- menn koma ekki til með að geta leikið þar maður á mann. Mörg ágreiningsatriði Lögreglumenn geta ekki leyft sér að handtaka og fjarlægja fólk af vettvangi einungis vegna þess að það er leiðinlegt, er með ólíkinda- læti, baöar út skönkum, hangir hvað utan í öðm, er óstöðugt, lætur í sér heyra eða hegðar sér með öðr- um hætti en stilltara og siðprúðara fólk sem lætur minna fyrir sér fara. Lögreglumönnum era takmörk sett þar sem eru lög og reglugerðir þó svo að vilji þeirra og áhugi kunni að vera annar en takmörk þeirra segja til um. Fólkið á sinn rétt þótt ekki fari það allt vel með hann. Tímamir breytast og menn- imir með. Hneykslanlegt ölvunar- ástand er t.d. oröið að túlkunaratr- iði. Á hverju ári þurfa lögreglumenn í Reykjavík að handtaka u.þ.b. 8.000 einstaklinga, suma reyndar oftar en aðra. Rúmlega 5.000 þeirra reyn- ist nauðsynlegt að vista um tíma í fangageymslunum. Suma þarf að vista þar áfram, aörir em teknir til yfirheyrslu og mörgum er komið til vistunar á meðeigandi stofnun eða reynt að aðstoða á annan hátt. Flestir fá þó að fara frjálsir ferða sinna að vistun lokinni. Útköll og önnur skráð verkefni era u.þ.b. 65.000 á ári. í rúmlega 30.000 tilvik- anna er talin ástæða til að rita greinargóðar skýrslur um mála- vexti. Hlutfallslega mörg málanna era afleiðingar ölvunarháttsemi fólks eða varða umferðarleg mál- efni þar sem einhver er áminntur eða kærður. Þegar afskipti eru höfð af mjög ólíkum einstakhngmn í mjög mis- jöfnu ástandi, oft við mjög erfiðar aðstæður, er ekki ólíklegt að ein- hvern tíma komi eitthvað upp á sem orkaö getur tvímæhs eða mis- jafnar skoöanir geti verið um. Ágreiningsefnin eru mörg. Omar Smári Ármannsson „Fólkið á sinn rétt þótt ekki fari það allt vel með hann. Tímarnir breytast og mennirnir með. Hneykslanlegt ölv- unarástand er t.d. orðið að túlkunar- atriði.“ Ástkæra ylhýra? Nýlega birtist hér í blaðinu kjall- aragrein Aðalsteins Ingólfssonar, hstfræðings, „Þýðingar ástarlífs- ins“, sem stakk skemmtflega í stúf við alla kjallarana um okkar hug- leikna efnahagsvanda. Aðalsteinn hendir góðlátlegt gaman að þýð- endum kvikmynda og sjónvarps- efnis og nefnir nokkur kátleg dæmi um misskilning þeirra á ensku orð- færi um kynlíf. Það verður aö viðurkennast, að undirrituð hefði allt eins getað mis- stigið sig í því kargaþýfi, enda ekki kennt um kynlíf á minni skólatíð, hvorki á ensku né öðram tungum. Hins vegar hef ég stundum gripið tfl pennans líkt og Aðalsteinn, þeg- ar eitthvað skondið stingur upp kolh í fjölmiðlaflórunni. Þar blómstra fjólumar sem aldrei fyrr, enda margir kahaðir tfl verka síðan fjölmiðlaöldin gekk í garð fyrir al- vöru. „Þeir klóra sig í bakkann" Flestum óvönum finnst erfitt að fjá sig frammi fyrir alþjóð í skini sjónvarpsljósa og verður þá eitt og annað á. „Eg ætla ekki að vera með neitt harmakvæl“, sagði atvinnu- rekandi nokkur hetjulega. „Ég hef trú á, að þeir muni klóra sig í bakk- ann“, sagði annar ábúðarmikill í Kjallaiinn Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans fasi. „Það má aldrei bregðast, að menn geti ekki...“, sagði einn, og ....aldrei að láta ekki deigan síga“, sagði annar. Þetta var sótt í orðasafn athafna- mannanna, en embættismennirnir era ekki síðri að sækja tfl, t.d. þeg- ar þeir súrra mörgum orðum sam- an í eitt. Dæmi: „Líkamsárásar- brot“ og „dáleiðslumeðferðaraðfli" svona úr daglegu tah, en tæplega slær nokkuð út orðið „afgjalds- kvaðarverðmæti“, sem finnst í la- gatexta og fæstir vita hvað þýðir. „Verslunarmannahelgin gekk vel umferðarlega séð“, sagði glaðbeitt- ur embættismaður, og svo var það annar sprenglærður, sem greindi vanda á eftirfarandi hátt: „Sam- skiptaörðugleikum var ábótavant". „Meiri hluti fésins“ Málglööum þingmönnum veröur stundum á í messunni. Einn var að tala um fjárframlag tfl þjóðþrifa- máls, sem hann sagði „... eins og nös upp í kött“. Annar kvað brýna nauðsyn bera til „... að rétta fram útrétta hönd“. Enn einn sagði: „Þetta tel ég nú ekki vandasöm vinnubrögð", og var auðheyrt af samhenginu, að hann átti við, að þau væru ekki vönduð. „Meiri hluti fésins" fór á rangan stað að dómi eins þeirra, og orðfæriö „heflaga kúin“ er tekið beint úr munni eins ráðherrans. Og svo var það máttar- stólpinn, sem sagði, ... að „at- vinnuleysi hefði orðið minna en vonir stóðu tfl“. Ef tfl vfll ber stólp- inn sá, sem annars var vel máli farinn, nokkra ábyrgð á því, að nú era menn farnir að bendla blessaða vonina við alls konar óáran. „Vegageröin dregur hælana“ Það er kannski ekki að undra þótt ungmenni, sem sett er við hljóðnema tfl þess að stýra afþrey- ingarþætti, láti henda sig að segja: „Að lokum vfl ég þakka öllum, sem lögðu árar í bát í þættinum"! Eg lýk þessum pisth með lausu skoti á höfund eftirfarandi fyrir- sagnar í DV 22. júh sl.: „Vegagerðin dregur hælana í málefnum bílferj- unnar". Kristín Halldórsdóttir „Og svo var það máttarstólpinn, sem sagði, að „atvinnuleysi hefði orðið minna en vonir stóðu til“.“ Meðog „Verkfall er vopn laun- þega tfl aö þrýsta á framgang réttindamála sinna. Boðað verkfah Sjó- mannafélags ,, _ Reykjavíkur erm.a.tUþess að framfylgja Sjóm,él' Rvíkur- kröfttm féiagsins um þau sjálf- sögðu mannréttindi að íslenskir sjómenn eigi forgang til starfa á skipum í rekstri Eimskips í þessu tilfelh. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur um langt skeið unniö að þessum málum og hafa útgerðar- menn kaupskipa sýnt mönnunar- málum íslenskra farmanna tak- markaðan skflning, þrátt fyrir lág laun íslenskra farmanna, og hafa útgerðir kaupskipa reynt nokkuð að manna skip í áætlimarsighng- um til íslands enn ódýrari mönn- um, m.a. Pólverjum og Föippsey- ingum. A áætlanaleið Eimskips, Bandaríkin-Ísland, þar sem Eim- skip er með tvö skip, hefur annað skipiö gjarnan verið mannað er- lendum sjómöhnum. Ekki vant- aöi grátkór Eimskips þegar ákveðið var að bjóða skyldi út flutninga fyrir Vamarhðið, og vorum við í kórnum ásamt utan- ríkisráöuneytinu o.fl. Þá var kjöroröiö: „Flutningar aö og frá landinu í höndum íslendinga“. Eimskipafélagsmenn hafa stað- fastlega lýst þvi yfir við okkur að ekki stæði tfl að hafa í slenska sjó- menn á öðru af tveimur skipum félagsins á Bandaríkja-leiðinni. Er það eðhlegt að örfáir stjórn- endur Eimskips í skjóh stærðar skipafélagsins, sýni sjómönnum og fjölskyldum þeirra slíkan yfir- gang? Ein af leiðum sjómanna til að hafa áhrif á gang mála er vinnustöðvun sem nú hefur verið boðuð.“ Tilræði „Sjómanna- félag Reykja- víkur segist vera að beij- ast fyrir ís- lenskum störfum meö þessum að- gerðum. Ég fullyrði að þessar að- gerðir eru tfl þess fallnar að eyða störfum svo tugum skiptir. Þetta verkfall lam- ar meginhluta af mflhlandaflutn- ingum. Það dregur gríðarlega úr mögifleikum okkar á að draga hingað tfl lands fynrtæki til að heíja framleiðslu fyrir útflutning. Þessi fyrirtæki segja sem svo: „Já, er þaö svo á þessu landi að þaö sé hægt að khppa á líflinu fyrirtækjanna mifli fraraleiðsl- unnar og markaðarins með viku- fyrirvara og gerist þetta oft?“ Þetta hefur þær afleiðingar að menn velja starfsemi sinni staö annars staöar þar sem þeir eru ekki háðir duttlungum kannski 10 manna í trúnaðarráði Sjó- mannafélags Reykjavíkur sem hafa það á valdi sínu að stöðva útflutning frá íslandi til annarra Janda. ísland er sérstakt að því leyti að það er enginn arrnar val- kostur fyrir mikla flutninga. Á meginlandi Evrópu er hægt aö velja aðra kosti. Þannig að verkfall Sjómannafé- lags Reykjavíkur er tilræði við útflutningsstarfsemina og grefur undan möguleikum á því að byggja hér upp störf fyrir íslend- inga.“ -bjb Wrarinn V. Þórar- ínsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.