Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Fréttir Skoðanakönnun DV um afstöðu kjósenda 1 kjördæmamálum: Meirihluti á móti því að landið verði eitt kjördæmi Þjóðinni hugnast ekki að ísland verði eitt kiördæmi. Af þeim sem tóku af- stöðu í skoðanakönnun DV vildu 39,5 prósent aðspurðra sameina landið í eitt kjördæmi en andvíg því voru 60,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu skiptust menn í tvær jafn stórar fylk- ingar í afstöðu til málsins; 50,2 pró- sent reyndust fylgjandi og 49,8 pró- sent andvíg. Á landsbyggðinni höfn- uðu 71,3 prósent kjósenda samein- ingu kjördæmanna í eitt en 28,7 pró- sent voru henni fylgjandi. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Hringt var í fólk og það spurt: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að landið verði eitt kjördæmi?“ Skekkjufrávik í könnun Samkvæmt skoðanakönnun DV er meirihlutinn andvígur því að landið allt verði eitt kjördæmi. sem þessari eru 3-4 prósentustig. Kömmnin fór fram mn miðja síðustu viku. Sé tekið mið af svörum allra kjós- enda í könnuninni reyndust 31,3 pró- sent vera fylgjandi því að gera Island að einu kjördæmi en 48 prósent and- víg. Óákveðnir og þeir sem vildu ekki svara reyndust 20,7 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu voru 40 prósent fylgjandi sameiningu kjördæmanna í eitt en andvígir 39,7 prósent. 20,3 prósent voru óákveðin eða neituöu að svara. Á landsbyggðinni voru 22,7 prósent fylgjandi sameiningu kjördæmanna í eitt, 56,3 prósent andvíg en 21 pró- sent óákveðið eða neitaði að svara. Mest andstaða í Framsókn Andstaöan við eitt kjördæmi á ís- landi reyndist langmest meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins. Meðal þeirra reyndust 56 prósent andvíg. Mesta fylgi viö hugmyndinni er hins vegar að finna meðal stuðnings- manna Alþýðuflokksins því þar á bæ reyndust 52 prósent stuðningsmanna fylgjandi, 39 prósent andvíg og ein- ungis 9 prósent óákveðin eða neituðu að svara. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins skiptast í jafn stórar fylkingar. Fylgjandi reyndust 42 prósent og andvíg 43 prósent. Meirihluti stuðn- ingsmanna Alþýðubandalags og Kvennalista hafna hugmyndinni um eitt kjördæmi. -hlh/kaa Ummæli fólks í könnuninni „Ég er hrædd við Reykjavíkur- sagði karl á Austurlandi. Áttræð valdiö," sagöi kona á Vestfjörðum. kona í Reylgavík sagði að það væri „Atkvæðamismunur er brot á ekki \it í öðru en tryggja jafnrétti mannréttindum,“ sagði karl í allra. „Eitt kjördæmi er of stór biti Reykjavík. „Ég hef ekki hugieitt fyrir mig,“ sagöi kona í Hafnar- afleiðingamar af því að gera landiö firði. Kona á höfuðborgarsvæöinu að einu kjördæmi,“ sagði kona í sagðist fyigjandi því aðfækkakjör- Reykjavík. „Þessi umræða um eitt dæmunum - en niður í eitt væri kjördæmi kemur eins og skrattinn of róttækt. „Það er alltaf verið að úr sauðarleggnum. Það er engin efja saman borgarbúum og fólkinu þörf á þessari breytingu,11 sagði ísveitinni.Þettaerslæmtogersök kona á höfuðborgarsvæðinu. „Ef milliiiðanna," sagði kona á Vest- jafna á atkvæðaréttinn þá þarf líka íjörðum. að flytja valdið út í byggðimar,“ -kaa ísiand eitt kjördæmi: afstaða kjósenda samkvæmt skoðanakönnun DV Fylgjandi Andvtgir Óákv./sv. ekki Höfuðborgarsvæðið 40% 39,7% 20,3% Landsbyggðin 22,7% 56,3% 21,0% Landiðallt 31,3% 48,0% 20,7% í dag mælir Dagfari Enn af bjargvætti Það er tiltölulega stutt síðan Einar Oddur Kristjánsson flaug suður og gerðist bjargvættur þjóðarinnar. Það var þegar hann gekk prívat og persónulega í það verk að gera þjóðarsátt við verkalýðsleiðtoga. Þjóðarsáttin heppnaðist að því leyti að verðbólgan hvarf og fyrirtækin í landinu neyddust til að finna sér aðrar skýringar á gjaldþrotum og uppgjöfum. Þetta var allt bjargvættinum frá Flateyri að þakka. Þegar verkinu var lokið og Einar Oddur var búinn að koma þjóðar- sáttinni á og tejja verkaýðsleiötog- um trú um að það væri heilög skylda þeirra framvegis að semja um nýjar þjóðarsáttir, þegar færi gæfist, hvaiif bjargvætturinn ógur- legi til síns heima og hélt áfram rekstrinum á sínu eigin fyrirtæki. Þau skilaboð tók verkalýður landsins alvarlega og segja má að þjóðin hafi öll sameinast í því með verkalýðsleiðtogunum að falla frá kröfum og ágangi hvers konar og sætt sig við hveija þjóðarsáttina á fætur annarri um sömu kröppu kjörin. Svo líða eitt eða tvö ár og þá be- rast hógværar og heldur dapurleg- ar fréttir af þvi að vestan að bjarg- vætturinn hafi ákveðið að leggjg niður atvinnureksturinn sem hann sjáifur ber ábyrgð á. Þjóðarsáttin var honum sem sagt ekki meira virði en svo að hann sjálfur varð að gefast upp fyrir henni. Þannig fór um sjóferð þá og ekki dettur Dagfara í hug að fara að velta sér upp úr vandamálum jafn ágæts manns og Einars Odds enda hefur honum verið sérstaklega hrósað fyrir þá fyrirhyggju að leggja niður reksturinn og fyrirtækið meðan hann ætti enn fyrir skuldunum. Þannig tókst bjargvættinum að bjarga sjálfum sér frá skuldunum og þjóðarsáttinni og lái honum hver sem vill. Ekki var hann að flýja af hólmi vegna óviðráðanlegs launakostnaðar. Og ekki gafst hann upp vegna fjandskapar vinnuveitenda, verkaiýðsforingja eða velviljaðrar ríkisstjómar sem Einar Oddur hefur sjáJfsagt stutt með oddi og egg. Nei, Einar Oddur gafst upp áður en skuldimar fóra að hlaðast upp. Hann hafði gleymt að bjarga sér og þjóðinni frá þeim. Þjóðin hafði aldrei gert neina þjóðarsátt um að skuldimar hyrfu enda þótt launin hyrfu og bjargvætturinn sagði eins og heiðarlegum mann sæmir að hann ætlaði að hætta áður en aðrir þyrftu að borga fyrir hann skuld- imar. Aldrei heyrðist þetta úr munni nokkurs manns áður en þjóðarsátt- imar komu til sögunnar. Og reynd- ar hefur lítið fát komið á helstu máttarstólpa þjóðarinnar þrátt fyr- ir skuldasafnanir. Um þær var nefhilega engin þjóðarsátt og menn töldu sig geta safhað skuldum eins og þá lysti og enginn bannaði þeim að láta aðra borga fyrir sig tapið. Það hefur raunar tlökast helst í karlakór þeirra vinnuveitenda, sem verst standa, að hafa hæst um það að reksturinn beri sig ekki að því enginn borgi skuldimar. Það kemur þó á daginn eftir að Einar bjargvættur Oddur játaði upp á sig þann heiðarleika að vilja eklti láta aðra borga sínar eigin skuldir að þeir á Flateyri em öld- ungis sammála Einari Oddi og telja að með þessu hafi hann reynst bjargvættur byggöarlagsins fyrir vestan. Þeir era honum meira að segja afar þakklátir. Sveitarstjór- inn hefur farið viðurkenningarorð- um um Einar Odd og talið hann meiri mann fyrir vikið, eftir aö hann hætti rekstri. Nú ætla þeir sjálfir að stofna nýtt fyrirtæki með tvær hendur tómar og leita á náðir annarra um afborganir af skuldun- um sem þeir hyggjast stofna til. Bjargvætturinn ógurlegi hefur þannig reynst bjargvættur fólksins á Flateyri með því að vilja ekki borga skuldir sem hann hefur enn ekki stofnað til. Hann hefúr gert þjóðarsátt við sína heimamenn með þeirri ákvörðun sinni að leggja niður rekstur á helsta atvinnufyr- irtæiti bæjarins. Þennan mann á að fá aftur hingað suður til að gera nýja allsheijar- þjóðarsátt um að menn borgi sínar skuldir ef þær em einhveijar, en láti af störfum ella, ef þeir skúlda meira en þeir eiga fyrir. Ætli veiti af þeirri þjóðarsátt? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.