Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993
Utlönd
Þriggja
ára drengur lenti heiU á húfi í blómabeði eftir mikið fall:
Fór á sokk af 19. hæð
Þriggja ára drengur hlaut smá-
vægileg meiðsl þegar hann féll út um
glugga á 19. hæð í fjölbýlishúsi í
Hong Kong og lenti í blómabeði fyrir
neðan. Drengurinn fannst meðvit-
undarlaus meðal blómanna en lækn-
ar segjast ekki sjá betur en að hann
muni ná sér að fullu enda óbrotinn.
Líf drengsins vilja menn þakka
kraftaverki. Aðferðir fólks við að
þurrka þvott sinn í þrengslunum í
Hong Kong munu þó hafa ráðið
meiru en guðleg forsjón.
Móðirin hafði skilið hann eftir ein-
an sofandi heima meðan hún fór að
sækja eldri son sinn í skóla. Drengur-
inn vaknaði meðan móðirin var úti
og vildi komast í fótin sín.
Hann fann hvergi sokkana sína en
vissi að móðirin hengir jafnan þvott
út á snúru úr klósettglugganum. Þar
kom drengur auga á sokkana sína
og hugðist seilast eftir þeim. Þaö
gerðist þá í sömu svifum og drengur-
í Hong Kong er venja að strengja
þvottasnúrur milli háhýsanna.
inn náði taki á öðrum sokknum að
hann féll út um gluggann.
Með sokkinn einan sér til hjargar
sveif hann til jarðar. Á niðurleiðinni
lenti hann þó á mörgum þvotta-
snúrum og drógu þær úr fallinu ekki
síður en sokkurinn. Því má öðru
fremur þakka venjum fólks við að
þurrka þvott sinn að drengurinn er
ekki aðeins á lífi heldur og heill
heilsu.
Reuter
Eitthvað fyrir alla...
Mynd sem snertir alla.
Útgáfudagur: 6. desember.
THREE PE0PlE„.-m’0 PASSIONS...ONE CHOICE
W I T H I N
Þrjár manneskjur, tvaer tilfinningar,
ein ákvöröun. þegar kona þarf aö
gera upp við fortíðina til að eiga framtíð.
Útgáfudagur: 6. desember.
A temfying
dcsccnt íntocvii.
From thc masicr
of horrori
STEPHEN KINGS
Meistarastykki úr smiðju Stephen King.
Spennan hefur aldrei verið meiri,
lætur engan ósnertan.
Útgáfudagur: 13. desember.
Þessar myndir verða á öllum
betri myndbandaleigum í
desember.
Michael Douglas fer á kostum
, í þessari mynd.
Utgáfudagur: 20. desember.
MYNDIR
Spennandi sakamálamynd um
lögreglumann sem fæst við
raðmorðingja sem skilur ekki
eftir sig neinar vísbendingar.
Útgáfudagur: 20. desember.
WARNER
Háspenna lífshætta!
Mynd sem allir hafa beðið eftir.
Utgáfudagur: 28. desember.
Aldreimeira
skrSfadum
Díönuprinsessu
Það er mál
manna í Bret-
landi aö aldrei
hafi verið
meira skrifað
um Díönu
prinsessu en
einmitt nú eftir
að hún ákvað
að draga sig í hlé til að forðast
umfjöllun fjölmiöla. Um helgina
hafa greinar og myndir þakið
síðu eftir síðu í blöðunum.
Miklar vangaveitur eru um
hvaö hafi i raun og veru valdið
því að Díana ákvað að snúa baki
viö sviðsljósinu.
Hengdisigeftir
morð á röngu
fónarlambi
Innflytjandi í Kanada hengdi
sig þegar hann komst að þvi að
hann haíði myrt aðra konu en til
stóð. Manninum hafði verið neit- .
aö um lán í banka og hugðist
hann hefna sfn með því að myrða
þann starfsmann hankans sem
hafnaði honum.
Morðinginn þóttist sjá konuna
á brautarstöð og hrinti henni fyr-
ir lest. Síðar kom í ljós aö hann
haíði farið mannavillt og sá þá
ekki annan kost vænni en aö
svipta sig lífi.
Besfaðlífga
risaeðlurvið
meðtímavél
Nóbelsverölaunahafinn Kary
Mullis segir að auðveldara sé að
smíöa tímavéltil aö lífga risaeðl-
ur við en að'beita nýjustu líf-
tækni til verksins. Rannsóknir
Mullis urðu kveikjan að kvik-
mynd Stevens Spielberg um
Júragarðinn.
Mullis hlýtur nóbelsverðlaunin
í ár fyrir uppgötvun sfna á fjöl-
fóldun erfðaefnis. Hann segir að
engin leið sé að nota þessa aögerð
til aö vekja upp forsöguleg dýr
og því veröi þeir sem langar að
sjá liíandi risaeðlur enn um sinn
aö lifa í voninni um að einhverj-
um takist að smiða tfmavél.
Drottningarmóð-
haldskúnni líf
Elfsabet
drottningar-
móðir í Eng-
landi hefur
ákveðið að gefa
uppáhalds-
kúnni á búi
sínu í Skot-
landí líf. Buið
var að selja slátrara kúna en
drottningarmóðirin sá aumur á
henni og keypti hana aftur.
Funduhundrað
handsprengjur
úr stríðinu
Tugir manna voru fluttir úr
húsum sínum í Windsor í Eng-
landi þegar byggingaverkamenn
fundu óvænt kassa með íoo hand-
sprengjum í húsi sem verið var
að endurnýja. Handsprengjurnar
voru gerðar í síðari heimsstyij-
öldinni og óttuðust menn að þær
spryngju við miimstu hreyfingu.
Svo fór þó ekki.
Sprengjumar fundust um mílu-
veg frá Windsor-kastala, uppá-
haldsbústað Elisabetar drottn-
ingar. Þar varð mikiö tjón í bruna
fyrirrúmuári. Reuter
42.