Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Fréttir Stefnumarkandi - segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Arsfondur Ríkisspítala: 470 milljóna krónaút- gjaldalækkun Um 470 milljóna króna raunlækk- un náðist á útgjöldum Ríkisspítala milli 1991 og 1992 þrátt fyrir umtals- verða aukningu á starfseminni síð- astliðin ár. Þetta kom fram á árs- fundi Ríkisspítala sem haldinn var á fostudag. Innlögnum á deildir fjölgaði um 7,5 prósent milli ára, fæðingum fjölgaði úr 2.558 í 2.913 og tekið var á móti 232 fleiri skjólstæðingum á bráða- móttöku Landspítalans. Á ársfundinum var kynnt tölvu- kerfi til símsendingar á röntgen- myndum. Verkefnið er að komast á framkvæmdastig bæði innan Landspítalans og milb staða. Talið er að samskipti af þessu tagi geti sparaö marga legudaga og óþægileg- an flutning sjúklinga milb staða. „Þetta er stefnumarkandi dóm- ur. Við skiljum dóminn þannig að stéttarfélag megi ekki fara fram með kröfur sem miða að öðru en gera kjarasamning. Kröfur verða að vera þannig lagaðar að viðsemj- andi geti efnt þær með ásættanleg- um hætti. Það voru vissulega fleiri kröfur settar fram en vegna þess að krafan um íslenska áhöfn var þar á meðal, og var í raun aöalá- stæða fyrir verkfalhnu, taldi dóm- urinn verkfaUið ólögmætt," sagði Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, er hann var spurður um niðurstöðu Félagsdóms um verkfaU Sjómannafélagsins í gær. „Við kærðum Sjómannafélagið út af þremur atriðum. í fyrsta lagi erum við sammála verkalýðshreyf- ingunni sem segir á hátíðis- og tyUi- dögum að verkfallsréttur sé neyð- arréttur. Þess vegna má ekki beita honum nema fuUreynt sé með samninga. Sjómannafélag Reykja- víkur hefur ekki leitað eftir samn- ingum. í annaö stað teljum við að verkfaU megi eingöngu gera á þeim grundveUi að koma á kjarasamn- ingi. Það var ekki í þessu tilfeUi þar sem komið var fram með eina ein- staka kröfu um eitt einstakt skip sem er ekki í eigu eða rekstri Eim- skipafélagsins og er þaðan af síður í Vinnuveitendasambandinu. í þriðja lagi Utum við svo á að það sé óheinúlt að gera kröfur á hendur farmflytjanda í kjarasamningi - að hann annist farmflutninga sjálfur eða með eigin starfsmönnum. Það er í rauninni það síðastnefnda sem dómurinn byggist á,“ sagði Þórar- inn. Hótanirnar eru áhyggjuefni Hann sagði að Vinnuveitenda- sambandið myndi bregðast við á nýjan leik ef Sjómannafélagið boð- aöi nýtt verkfaU. „Þessar síendur- teknu hótanir þessa Utla hóps gagnvart Eimskipafélaginu og starfsmönnum þar eru mikið áhyggjuefni. Ég býst við að forysta Sjómannafélags Reykjavíkur muni þá boða verkfaU gagnvart allri kaupskipaútgerðinni. Ef það verð- ur aftur dulbúið yfirvarp á þessum sömu kröfum munum viö láta á það reyna hvort þeir komast upp með það.“ -ELA Jólastemning íkóngsins Köben Jólastemningin í Köben er engu lík. Veitingahúsin kappkosta að bjóða ekta „DANSKAN JULEFROKOST“ sem er engu öðru líkur. Ilm af greni, glögg og piparkökum leggur um Strikið og stemningin er engu lík. Einstök ferð til Köben 16.-19. desember. Gist er á hinu glæsilega HOTEL SHERATON sem er 5 stjörnu hótel í hjarta Kaupmannahafn- ar. Innifalið er: flug, gisting, morgunverður og öll flugvalla- gjöld. Staðgreiðsluverð miðað við mann í tveggja manna herbergi. VERÐ 35.400 Ferðaskrifstofa, sími 652266 Fyrirtæki - verslanir ■ heildsalar er kjörin leið til að koma afsláttartilboðum á framfæri við hagsýna neytendur. Kjarasedill DV er öflug nýjung fyrir auglýsendur sem birtast mun í blaðinu þriðjudaga til föstudaga. Hafið samband við Sigríði Sigurðardóttur, auglýsingadeild DV. Sími: 63 27 00 Bréfasími: 63 27 27 5 manaða fangelsi Tæplega þrítugur karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir að hafa sem starfsmaður svæðisskrifstofu fyrir fatlaða haft samræði viö konu sem hefur þroskastig á við 6 til 9 ára barn í október 1992. 3 mánuðir af refsingunni er skilorðsbundinn þannig að sakborningurinn þarf aðeins að sitja af sér tvo mánuöi í fangelsi. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar vildu dæma manninn i 8 mánaða óskilorðsbmidið fang- elsi. Samkvæmt upplýsingum DV er þetta í fyrsta skiptí sem Hæstirétt- ur dæmir umsjónarmann eða starfsmann vistheimilis fyrir sam- ræði eða önnur kynferðismök við vistmann. Hámarksrefsing fyrir brot á ákvæðum þeirrar lagagrein- ar sem Hæstiréttur dæmdi eftir er 4 ára fangelsi. í dóminura kemur fram aö sak- bomingurinn heföi haft trúnaðar- skyldum að gegna gagnvart um- ræddri konu sem var á sambýli fyrir fatlaða. Maðurinn er augljós- lega talinn hafa brugðist þessum skyldum. Eins og fyrr segir klofnaði 5 manna dómur Hæstaréttar í al'- stöðu til rcfsingar mannsins. Þeir Þór Vilhjálmsson, Hjörtur Torfa- son og Hrafn Bragason voru i meirihluta og dæmdu 5 mánuði en 3 mánuði skilorðsbundið eins og héraðsdómur hafði dæmt. Þau Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein voru ósammála þessu og skiluðu sératkvæði - þau vildu dæma manninn í 8 mánaða fang- elsi óskilorösbundið. -Ótt Meiming____________ Hundakex gerir stráka sterka Það er fátt skemmtilegra en að gera eitthvað sem má ekki. Það finnst þeim félögum Magga og Bjössa að minnsta kosti. Þeir eru aðalsöguhetjurnar í sögu Einars Más Guðmundssonar um hundakexið. Strák- arnir eru andstæður, annar er hugrakkm- og sterkur en hinn er lítil sál og hálfgerð veimiltíta. Sagan segir frá dagparti í lífi þeirra félaga og því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir félagar hafa að engu bann mæðra sinna og fara út að leika sér í hálfbyggðu húsi en á Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir slíkum stöðum geta víða leynst hættur. Strákamir eru frekar skýrar persónur en aðrir sem koma við sögu eru ekki málaðir sterkum litum, nema þá mamma hans Magga. Sagan um hundakexið - sem gerir stráka sterka er þokkalega samin saga fyrir böm. Hún byggir á fáum en skondnum atburöum. Þaö er ekki fyrr en í lok sög- unnar aö höfundi fatast flugið, þá leysist sagan upp og verður að engu. Líkt og höfundur hafi einfaldlega ekki nennt aö skrifa meira og ákveðið að ljúka sög- unni meö hraði. Aðal sögunnar er mál og stíll en hvort tveggja er með miklum ágætum. „Það rigndi. Pollamir á götunni störðu til himins eins og ótal augu. AUt í einu birtust tveir strákar. Maggi og Bjössi. Þeir vom báðir með húfur á höfðinu." Það em litmyndir Erlu Sigurðardóttur sem skreyta Ein af teikningunum í bókinni. bókina. Erla er góður teiknari og nær oft á tíðum fram mjög sterkum svipbrigðum á mannamyndir. Til dæm- is eru myndimar af móður Magga mjög vel unnar og góðar og bæta miklu við texta sögunnar. Erla gætir þess líka að myndirnar verði ekki það mikið unnar að þær drukkni í smáatriöum. Hundakexið Texti: Einar Már Guðmundsson Myndir: Erla Sigurðardóttir Almenna bókafélagið 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.