Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 30
38 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Fréttir Bílastæði við Leifsstöð: Lögreglan sektar starfsfólk Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Dráttarbíll fjarlægir jeppa af stæði. DV-mynd Ægir Már „Við skrifuðum lista til lögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli, sem á voru númer 13 bíla, sem höfðu verið á bíla- stæðunum fyrir framan flugstöðina á annan sólarhring. Báðum þá að sekta viðkomandi aðila en lögreglan gerði sér lítið fyrir og sektaði alla bíla á stæðunum, 40 talsins. Líka bíla starfsfólksins," sagði Smári Helga- son, framkvæmdastjóri bifreiða- gæslunnar við flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli, við DV. „Ég veit ekki hvað þeir meina meö þessu. Ég afhenti þeim lista til að vinna með þeim en þeir hunsa hann og sekta hvern einasta bíl. Bíleigend- ur halda að við stöndum fyrir þessu. Ég veit ekki hvað fer svona í skapið á lögreglumönnunum. Áður en gæsl- an tók til starfa voru mörg skemmd- arverk unnin hér á bílum. í dag er það úr sögunni," sagði Smári. Starfsfólk flugstöðvarinnar er óhresst með að lögreglan skuli sekta það á löglegum stæðum ætluðum starfsfólki stöðvarinnar. Bifreiða- gæslan, sem tók til starfa í sumar, hefur skrifað upp þá bíla sem hafa Með því að lita myndina af töfrahestinum Tir na nOg og strákunum Ossie og Tito, getur þú unnið þér inn miða á ævintýramyndina „Til vesturs" sem sýnd verður í Regnboganum, ásamt því að komast á meiriháttar jólaball. Sunnudaginn 19. desember taka jólasveinar á móti þér í Regnboganum með pizzur frá Pizzahúsinu og kók. Að því loknu verður sýning á ævintýramyndinni „Til vesturs". Eftir bíómyndina verður farið f Ömmu Lú þar sem haldið verður meiriháttar jólaball. Þar fá allir kók og sælgætispoka frá Freyju. Myndina sendir þú til DV, merkta „Til vesturs“. Skilafrestur er til 12. desember. Dregnar verða út fimmtíu myndir og hver aðili fær miða fyrir tvo. MATSÖLll OC SKEMMTISTADUR REGNBOGINN .y § ★ verið á staðnum á annan sólarhring og fært lögreglunni. Þeir hafa síðan verðir sóttir af dráttarbíl og dregnir yfir á stæði bifreiðagæslunnar. Eig- endur, sem koma síðan til landsins, þurfa að leysa þá út og borga brús- ann. „Þegar kvartanir koma til okkar fer lögreglan á staðinn og gengur úr skugga um að bílarnir hafa verið á stæðunum lengur en 4 tíma. Þeir skrifa þá niður ásamt öðrum bílum stæðunum. Síðan kemur lögreglan aftur eftir nokkra klukkutíma og þá eru þeir sektaðir enda mega þeir ekki vera nema í 3 tíma á stæðum fyrir framan stöðina. Það eru merkt stæði fyrir starfsfólk stöðvarinnar og þar má það eingöngu leggja,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. Húsavík: Ofrystrækja til Marks og Spencer Jóhannes Sigmjónsson, DV, Húsavílc Fiskiðjusamlag Húsavíkur, í sam- vinnu við fleiri aðila og fyrir atbeina verslunarkeðjunnar bresku, Marks og Spencer, hefur unnið að tilraun á pökkun á ferskri og ófrystri rækju til útflutnings. Þetta hefur ekki áður verið gert en tilraunin lofar góðu. Tryggvi Finns- son, framkvæmdastjóri FH, sagði að ófryst rækja hefði verið sem ný eftir 3-4 vikur í pakkningunni. Marks og Spencer kaupir frysta rækju frá FH. Gerðar eru gífurlegar kröfur um gæöi og eru bundnar von- ir við áframhaldandi viðskipti við fyrirtækið. ísaQörður: Bréf íshúsf élags skráðáopnumtil- boðsmarkaði Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: Stjórn Ishúsfélags Isfirðinga hf. er þessa dagana að vinna að því að hlutabréf í fyrirtækinu verði skráð á hinum opna tilboðsmarkaði. Hafa gögn vegna þess veriö send Verð- bréfamarkaði íslandsbanka sem mun annast skráninguna. Skráð hlutafé í félaginu er 70 millj- ónir króna og fyrir liggur samþykki hluthafafundar um aukningu hluta- fjár um 50 milljónir til viðbótar að nafnverði. Ráðgert er því að heildar- hlutaféð verði um 120 milljónir. Vonast forráðamenn fyrirtækisins til aö skráning bréfanna geti hafist á næstu dögum. Nýrskipstjóriá JúlíusiGeir- mundssyni SSguijón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: Hermann Skúlason, skipstjóri og hafnarstjóri á ísaflrði, sem verið hef- ur í ársleyfi frá skipstjómarstörfum á frystitogaranum Júlíusi Geir- mundssyni frá ísafirði, hefur ákveðið að sleppa skipstjórastöðunni og mun því gegna hafnarstjórastarfmu áfram. í stað hans hefur Gunnar Arnórs- son, annar tveggja skipstjóra á skut- togaranum Bessa frá Súðavík, verið ráðinn sem skipstjóri. Fyrir á Júlíusi eru skipstjórnarmennimir Ómar Ellertsson og Erlingur Tryggvason en þeir hafa verið á togurum útgerð- arfélagsins Gunnvarar hf. um ára- tuga skeið. í í í í í í i í í 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.