Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Jákvæð teikn á tofti Fréttir halda áfram aö berast af slæmu árferði og ískyggilegum efnahagshorfum víös vegar um landið. Atvinnuleysistölur á Suðurnesjum hækka, Vestfirðingar hafa sent frá sér neyðarkall og hvort heldur á Akranesi eða Akureyri eru bhkur á lofti. Hvarvetna kvíðir fólk vetrinum. En ekki er öll nótt úti enn og nú eru ýmis teikn á lofti um að íslendingar séu eða geti að minnsta kosti unnið glímuna við kreppuna. Flugleiðir hafa tilkynnt um batn- andi afkomu og hagnaður fyrirtækisins var um fjögur hundruð milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins. Þessi árangur er þeim mun athyghsverðari þar sem samkeppn- in í loftinu hefur aldrei verið harðari en nú og mikið tap er á rekstri innanlandsflugsins. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem er langstærsti útflytjandi landsmanna, jók framleiðslu sína um 8% á fyrstu tíu mánuðum ársins og það þýðir tveggja mihjarða króna aukningu í útflutningsverðmætum. Þetta gerist þrátt fyrir samdrátt í þorskafla. Framleiðsla og sala SH á þorski eykst engu að síður, ásamt með ýsu, rækju, síld og ýmsum flatfiski. Mestu ræður þó aukningin í karfan- um, en þar hefur úthafskarfinn riðið baggamuninn. Sölumiðstöðinni hefur og tekist að stýra framleiðsl- unni inn á þá markaði sem mest gefa afsér með hliðsjón af gengisþróun. Ameríkumarkaðurinn hefur verið bestur enda dollarinn hagstæður. Meðan íslendingum tekst að selja meiri fisk en áður og fyrir hærra verð en áður er varla hægt að barma sér eða tala um vá fyrir dyrum. Efnahagsvandi þjóðarinnar stafar að minnsta kosti af einhverju öðru heldur en minni útflutningstekjum af helstu afurð hennar. Fuhyrða má að þessi tvö stóru fyrirtæki, Flugleiðir og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hafa brugðist rétt við þeirri samkeppni og þeim erfiðleikum sem við hafa blas- að með því að laga sig að markaðnum. Þau hafa verið nógu snör í snúningum th að selja þjónustu sína og vöru inn á þann markað sem best gefur af sér. Þriðja jákvæða fréttin um þessa helgi sem kveikir vonir um að íslendingum sé ekki ahs vamað er sú stað- reynd að viðskiptahalh hefur lækkað úr álján mhljörðum 1991 og tólf mhljörðum árið 1992 í tæpa sex nhhjarða króna á þessu ári. Hallinn getur jafnvel orðið enn minni þegar öh kurl eru komin th grafar. Minni viðskiptahahi þýðir á mæltu máh að íslending- ar hafa dregið saman í innkaupum erlendis frá. Það spar- ar gjaldeyri, það dregur úr erlendum skuldum hins opin- bera og það þýðir að þjóðartekjur hafa að mestu haldið vehi, þrátt fyrir aht. Auðvitað ber að hafa í huga að minni viðskiptahahi er afleiðing samdráttarins innanlands. Fólk hefur haft minni Qárráð og fjárfestingar eru í lágmarki, sem aftur bitnar á atvinnu. En forsenda minnkandi viðskiptahaha er lág verðbólga og minni þjóðarútgjöld þegar á hehdina er htið. Aht það sem hér hefur verið nefnt ber þess vott að þjóðin hafi brugðist rétt við erfiðleikunum og kunni fót- um sínum forráð. Vaxtalækkunin og ásetningur stjóm- valda th að keyra vextina enn frekar niður er mikhvæg- ur hður í framhaldinu. Það ætti að gefa íslenskum fyrir- tækjum byr undir báða vængi. Það hlýtur að vera upp- örvandi fyrir aha þá sem standa fyrir atvinnurekstri og spá í efnahagsspilin að sjá það og heyra að það er hægt að lifa „kreppuna“ af. Já, það er ekki öh nótt úti enn. Ehert B. Schram .....atvinnulífið fái bæði svigrúm og stuðning svo byggðin í nýju sameinuðu sveitarfélagi undir Jökli megi eflast og dafna,“ segir í greininni. - Séð yfir Ólafsvík. Sameining sveitarfélaga Mikil og merk tíðindi hafa gerst á Vesturlandi í sameiningu sveitar- félaga. í þeim 30 sveitarfélögum sem kosið var um sameiningu í var sameining samþykkt í 19 sveitarfé- lögum. Tímamótaniðurstaða Án nokkurs vafa er niðurstaða af kosningu um sameiningu Stað- arsveitar, Breiðuvíkur, Neshrepps utan Ennis og Ólafsvíkur þar sem sameiningin var samþykkt, sú mikilvægasta og um leið tímamóta- niðurstaða. Fyrir þá sem lengi hafa mælt með þeirri sameiningu og bent á kosti og möguleika sem henni eiga að geta fylgt, er samþykkt íbúanna mikið fagnaðarefni. í Dalasýslu var sameining samþykkt í 5 af 7 sveit- arfélögum. Ætti sú sameining að geta styrkt Dali og auðveldað efl- ingu þess héraös. I Mýrasýslu var sámeining samþykkt í 5 sveitarfé- lögum af 7. Eftir sem áður ætti að geta orðið um sameiningu að ræða í þeim sveitarfélögum sem Scim- þykktu. Á öðrum svæðum var ekki sam- þykkt sú sameining sem umdæma- nefndin lagði til. Að þessum kosn- ingum loknum ber að endurmeta stöðuna og gera nýjar tillögur í samræmi við lög. Sameining sveitarfélaga hefur vissulega verið umdeild. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur lagt á það áherslu aö íbúarnir sjálfir ættu í hverju og einu sveitarfélagi að velja á lýðræðislegan hátt í kosn- ingum. Nauðsynlegt að meta stöðuna að nýju í ljósi þeirrar niðurstöðu sem KjaUaiinn Sturla Böðvarsson alþingismaður orðið hefur er nauðsynlegt að meta stöðuna að nýju. En umfram ailt verður að fylgja þeim vilja eftir sem komið hefur fram í lýðræðislegum kosningum hjá íbúum, t.d. í Staðar- sveit, Breiðuvík, Neshreppi utan Ennis og Ólafsvík með því að þar verði sett á fót öflugt sveitarfélag. Nýtt sveitarfélag verður aö efla og skapa skilyrði til þess að f)jón- ustan geti aukist, samgöngur veröi bættar, að með hagræðingu megi draga sem mest úr kostnaði við hina opinberu stjómsýslu og það sem mikilvægast er: atvinnulífið fái bæði svigrúm og stuðning svo byggðin í nýju sameinuðu sveitar- félagi undir Jökh megi eflast og dafna. í Vesturlandskjördæmi þurfa íbúarnir að hugsa sinn gang. Meg- inatvinnugreinamar, landbúnaður og sjávarútvegur, hafa verið í mik- illi lægð eftir stjórnleysi síðasta kjörtímabils þar sem öllu var skot- ið á frest. Af þeim sökum hefur afkoma fólksins versnað. Það er því skylda sveitarstjórnarmanna og forystufólks í atvinnulífmu að sam- einast í því að snúa vörn í sókn á öllum sviðum. Gera þarf allar rekstrareiningar sem hagkvæm- astar hvort sem um er að ræða at- vinnufyrirtæki eða sveitarfélög og stofnanir þeirra. Skreftil nýrraraldar Með ákvörðun um sameiningu er stigið skref. Mikilvægt skref fram til nýrrar aldar. Saga okkar og menning byggist á arfi Uðinna kyn- slóða sem vissulega ber að varð- veita, draga lærdóm af og meta. En við getum ekki lifað í fortíðinni. Sturla Böðvarsson „Sameining sveitarfélaga hefur vissu- lega verið umdeild. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lagt á það áherslu að íbúarn- ir sjálfir ættu 1 hverju og einu sveitarfé- lagi að velja á lýðræðislegan hátt 1 kosningum.“ Skoðanir aimarra Galopið kvótakerf i „Undirstaða þess að kvótakerfið nái tilætluðum árangri til hagræðingar í flotanum er að til staðar sé réttur til framsals veiðiheimilda á milli skipa. Án framsals væri kvótakerfið í rauninni einskis virði... Kerfið er í raun galopið fyrir misbeitingu. Fræðilega opnar það leið til þess að aUur úthlutaður kvóti væri fluttur á milU skipa, einungis í þeim til- gangi að lækka hlut sjómanna. Þannig býður kerfið í raun upp á möguleika til að lækka árlegan hlut sjómanna um 6-7 milljarða - ef alUr misnotuðu kerf- ið.“ ÚrforystugreinAlþ.bl. 2.des. íslensk orð einskis virði? „Frá og með 1. desember átti innflutningur á til- teknum tegundum blóma að vera fijáls samkvæmt tvíhUöa samningi íslendinga við Evrópubandalagið. Á grundvelU hans pantaði verslun í Reykjavík á annað þúsund blóma frá útlöndum. íslensk stjórn- völd gerðu þennan samning og þeim ætti að mega treysta. Hins vegar hefur reynslan sýnt að þessi sömu stjómvöld virða stundum alþjóðlegar skuld- bindingar sínar eins og vindinn. Leitt er að sjá hve lítils ráðamenn virða eigin undirskriftir." Úr forystugrein Tímans 2. des. Kjaradómur trausti rúinn „Kjaradómur var í rauninni ónýtur eftir bráða- birgðalög ríkisstjómarinnar í fyrra, rúinn trausti og æru. Alþmgi sá af vísdómi sínum að ekki mátti við svo búið sitja og breytti lögunum... AUt ber að sama bmnni. Kjaradómskerfið er svo gengið sér til húðar, að engar laga- eða mannabreytingar fá því bjargað. Þessi aðferð við að ákvarða laun æðstu embættis- manna þjóðarinnar er einfaldlega sigld í strand." Ólafur Hannibalsson í Pressunni 2. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.