Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 3
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 t i I b o ð bókabúðu m 3 Fréttir Andreas Trappe á Tý á heimsmeistaramóti íslenskra hesta i Hollandi sið- astliðið sumar. DV-mynd E.J. Eftirsóttur stóöhestur: AIH að 100 hryssur bíða eft- ir Tý í Svíþjóð - og sæði úr honum sent til Bandaríkj anna Hinn þekkti stóðhestur Týr frá Rappenhof í Þýskalandi verður í heimshornaflakki næstu árin. Eig- andi hans, Andreas Trappe, hefur leigt hestinn til Sviþjóðar í sumar og sennilega fer hann til Bandaríkjanna í desember. Þá verður einnig sent gæðasæði úr Tý til Bandaríkjanna í febrúar. „Já, það er rétt,“ segir Andreas Trappe. „Það eru 90% líkur á að Týr fari til Bandaríkjanna í desember næstkomandi og verði þar fram á vor. Þar verður hann notaður jafnt á austurströndinni og vesturströnd- inni, í Kaliforníu og nálægt New York. Þá verð ég með hann á sýningu í apríl 1995. í febrúar mun ég senda út frosna skammta af sæði fyrir 30 til 40 hryss- ur sem verður tekið úr Tý í Háskól- anum í Hannover. Þetta er frumraun ræktenda ís- lenskra hrossa í Bandaríkjanna með frosið sæði og ómögulegt að sjá fyrir hvernig muni takast. Það er auövitað ekki hægt að stjórna því hvað Banda- ríkjamenn gera. Hryssumar em misjafnar. Ég hef séð nokkrar góðar hryssur en einnig miðlungshryssur og slæmar. Nokkrir íslendingar hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá fryst sæði úr Tý í hryssur á íslandi en það á eftir að koma í ljós hvort það er mögulegt eða ekki. Fyrsta „frosna“ folaldið í vor I vor fæðist fyrsta folald íslenskra foreldra í Þýskalandi, úr frystu sæði úr Tý og hryssu frá Walter Feld- mann, sem hún kastar í vor. Það er spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast. í apríliok fer Týr til Svíþjóðar. Samningur hefur verið gerður um að undir hann verði leiddar að minnsta kosti 50 hryssur, en um- boðsaðilinn í Svíþjóð hefur sagt að hrossaræktendur í Sviþjóð séu til- búnir með að minnsta kosti 100 hryssur," segir Andreas Trappe að lokum. Kvenfélagskonur á Flúðum reiðar: Tvö fimm metra há grenitré höggvin í skógræktarreit Hvarf tveggja á sjötta metra hárra jólatrjáa úr afgirtum skógræktarreit Kvenfélags Hrunamannahrepps hef- ur verið mikið til umræðu innan kvenfélagsins síðan fyrir jól. „Það viU nú svo til að ég er formað- ur skógræktarfélagsins á staðnum og hef verið það nokkur ár. Ég hef grisjað í þessum reit og öðrum í 20 ár. Máhð er að það var tiltekinn stjórnarkona í kvenfélaginu sem var ekki við þegar ég hringdi þannig að ég hringdi í aðra. Það var það sem fór svo illa í konurnar,“ segir Örn Einarsson sem tók trén. Um leið og Örn grisjaði reitinn tók hann þrjú tré allt að fimm metra há og gaf tvö þeirra mönnum sem höfðu beðið hann um þau líkt og undanfar- in ár. Þriðja tréð, öllu minna, var fyrir jólaball sem kvenfélagið heldur börnum í hreppnum. Þegar líða fór nær jólum barst fyr- irspurn frá íbúa í hreppnum til kven- félagsins um hvort ekki mætti fá tré úr reitnum hkt og Örn hefði tekið. Þá kom í ljós að Örn hafði ekki feng- ið leyfi til að höggva tvö trjánna, að minnsta kosti að mati sumra kvenn- anna, og spratt upp mikil óánægja með verknaðinn innan kvenfélags- ins. Sú óánægja náði hámarki á jóla- balli sem kvenfélagið stóð að. Eftir balhð var Öm kallaður á fund hjá kvenfélaginu þar sem hann hélt uppi vömum. Samkvæmt heimildum DV benti Örn á það í varnarræðu sinni að hann væri sá eini sem hefði hirt um reitinn undanfarin ár. „Ég hef að minnsta kosti komist lengra heldur en Ólafur Schram. Ég held hann hafi aldrei verið kallaður á fund kvenfélags Bessastaða- hrepps," segir Öm um fundarboðið. í framhaldi af fundinum ók svo Öm á milli bæja í hreppnum og afhenti öhum stjórnarkonum í kvenfélaginu blóm og kort með þar sem á stóð: „Eigi skal höggva (að sinni).“ Sigríður Guðmundsdóttír, formað- ur kvenfélagsins, og LUja Ölversdótt- ir gjaldkeri neituðu að tjá sig um máhð við DV. Hins vegar náöist í Ragnar Kristjánsson sveppabónda,, einn handhafa jólatrjánna sem höggvin voru, og er hann hinn ánægðasti með tréð og segir það bæjarprýði fyrir utan sveppabúið. -pp/ss afsláttur -en fyrir konup og karla Karlmenn hafa löngum verið tregir til að spyrja spurninga sem varða karlmennskutákn þeirra: kynfærin. Hvað er eðlilegt? Hvað hefur farið úrskeiðis þegar kynlífsvandamál láta á sér kræla? Hvers vegna eru sumir menn ófrjóir og hvað geta læknar gert við því? Hvernig skal túlka varnaðarmerkin? Karlafræðarinn svarar þessum spurningum og ótalmörgum öðrum sem allt of sjaldan koma upp á yfirborðið. Höfundurinn hefur lagt stund á „karlalækningar" um árabil og lýsir reynslu sinni á beinskeyttan, spaugsaman og notalegan hátt. Hann fjallar um kynfæri karlmannsins, m.a. þýðingu þeirra í sögunni, um goðsagnirnar, kynhvötina, sjúkdómana fæst í næstu bókabúó nákvæmni, þótt hann leyfi sér að færa í stílinn. Þetta er bók fyrir karla á öllum aldri, og konur sem vilja kynnast karlkyninu út í hörgul. l RORL/VGIÐ IVI A L O G IVI E N N 1 N G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.