Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Vísnaþáttur Einn er að spyrja sjálfan sig „Ó, æska, æska. / Þegar dagarnir komu / eins og undarlegt, heillandi / ævintýri, / og þeir báru allan fógn- uö og fegurð lífsins / í faðmi sínum. / Þegar við bömin gengum í gró- andi túninu, / og grasið og blómin I og lækimir / vora leiksystkin okkar. / Þegar rökkrið vafðist um vötnin og heiðarnar / eins og vinar- faðmur, / og vindurinn söng í sef- inu, / unz við sofnuðum. / Ó, minn- ing. / Þú hvíslar svo hljótt, svo hljótt, / að það heyrist varla.“ Þetta er kafli úr kvæðinu „Minn- ing“ eftir Stein Steinarr, og óneit- anlega minnir það okkur á áhyggjuleysi æskuáranna, þegar við lögðumst þreytt til hvílu á kvöldin, oft eftir annasaman dag, og vöknuðum endurnærð að morgni, nýjar manneskjur eftir værðarsvefn næturinnar, fullviss um að valda þeim verkefnum sem dagurinn myndi færa okkur. Þetta hefur breyzt, bæði hvað mig og svo íjölmarga aðra varðar, en minning- ar frá þessum dögum lifa í hugum okkar. Kristín Sigfúsdóttir skáldkona gerir okkur ljóst með eftirfarandi stöku sinni, aö það sem einu sinni var kemur aldrei aftur: Hvar þú gengur guðs á storð, gæt þess, enginn kraftur, Uðinn tíma og töluð orð tekið getur aftur. Og Davíð Stefánsson, skáldið frá Fagraskógi, gerir okkur grein fyrir sambandi sínu við löngu liðinn tíma: Margt er það og margt er það sem minningamar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Guðjón Magnússon, fyrrum bóndi í Miðhúsum 1 Kollafirði í Strandasýslu, lítur yfir liðna tíð: Ýmsar myndir á í sjóð ef ég ht tn baka. Þó eldar fölni á ævislóð æskudraumar vaka. Hann hefði þó eflaust tekið undir orð Theódórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi: „Gangan um land minninganna er ungum sem öldn- um ómissandi dægradvöl". Þórarinn Sveinsson, skáldbóndi í Kílakoti í Kelduhverfi, er raunsær í mati sínu á löngu liðnum áram: Minningar um æskuást ævi langa geymast, einkaniega ef hún brást. - En æskubrekin gleymast. En það reynist mörgum þung- bært ef dæma má af þessum vísum úr Hlíðar-Jóns rímum eftir Stein Steinarr: Bragarfóngin burtu sett, botn í söng minn sleginn, situr löngum sorgum mett sál mín öngu fegin. Brautargengi brestur mig, bót ég enga þekki, ó hve lengi þreyði ég þig, þó ég fengi ekki. Söknuðurinn er augljós í þessari stöku Ólafs Jóhanns Sigurðssonar skálds: Einn er að spyrja sjálfan sig, svarar því hjartað fáu. - Það er víst hætt að hugsa um mig handan við fjöllin bláu. En það er geymt en ekki gleymt. Halldór Helgason, skáldbóndi á Ásbjamarstöðum í Borgarfirði: Alltaf vakir eitthvað gott yfir fomum kynnum. - Margt er horfið bak og brott, býr þó djúpt í minnum. Guðmundur Þ(orbjörn) Sigur- geirsson, kaupmaður og oddviti á Drangsnesi á Ströndum (1894- 1977): Ef frá striti á ég frí, unun veitir sanna, láta hugann laugast í ljósi minninganna. Sigurður Grímsson, borgarfógeti í Reykjavík (1896-1975): Marga andvökunótt hef ég unað við yhnn minningum frá. Við langelda þá varð líf mitt að söng og að Ijóði mín innsta þrá. Torfi Jónsson Bima Guðrún Friðriksdóttir, hús- freyja á Melum í Svarfaðardal (f. 1924): Oft í huga bhtt ég bið um bjartar stundir famar. Ennþá nýt ég yndis við endurminningamar. Þorskabítur (Þorbjörn Bjamar- son 1859-1933) bóndi á Breiðaból- stað í Reykholtsdal, síðast í Pemb- ina í Norður-Dakota: Orðróm þinn aö endumýja eitthvað finn ég sem mig knýr. Viö þig kynning hafði hlýja, hennar minning stendur skýr. Karl Friðriksson brúarsmiður: Oft mitt þynnir amaský og að hlynnir vonum, að lifa og finna unun í endurminningonum. Gróa Ásmundsdóttir frá Jörfa á Akranesi (f. 1910) yrkir svo um Draumalandið: Hve gott er að eiga innst í hj arta ofurlítinn reit þar sem enginn óvelkominn auga sínu leit, indælt, htið, öðrum hulið ævintýraland þar sem engu óskaskipi örlög veita grand. Já, þar er gott að geyma mega gleði þess sem var, leita þangaö lífs frá stríöi lifa og elska þar. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Borg á Mýrum (f. 1913): Það er senn að koma kveld, kveður dagur heiður. Að minninganna arineld er mér vegur greiður. Sveinbjöm Beinteinsson slær botn í þáttinn þessu sinni með svo- fehdum hughreystingarorðum: Grátum ekki gengna tíð sem glatast hefur; aðrar stundir ævin gefur. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Fiskur, pasta og heilsubrauð „Ég er mjög mikið fyrir rjómat- ertur og eftirrétti og ætlaði að bjóða lesendum upp á þannig uppskrift en hætti við það þar sem alhr eru orðnir leiðir á slíku fíniru og vhja eitthvað hversdagslegt og ódýrt,“ segir Sigurlaug Magnúsdóttir, bankastarfsmaður á Sauðárkróki og matgæðingur vikunnar. Sigur- laug ætlar að bjóða lesendum upp á tvo rétti, fisk- og pastarétt og gott heilsubrauð. Konumar á Sauðár- króki hafa einmitt verið mjög dug- legar við að gefa brauðuppskriftir. „Við erum með mjög gott bakarí hér á Króknum og notum það mik- ið en það er gaman að breyta til og baka heima,“ segir Sigurlaug. „Það er kannski ekkert sniðugt að vera með fiskrétt í verkfallinu en vel má þó vera að fólk eigi fisk í frystinum. Og hér kemur þá fyrsta uppskriftin sem er einfaldur fisk- réttur. Fiskur með karrí 2 væn ýsuflök 1 stór laukur 3 dl vatn 2 dl tómatsósa 2 tsk. karrí (eftir smekk) Yj-1 paprika (má sleppa) púrrulaukur (nokkrar sneiðar - má sleppa) pipar og salt smjör eða oha Laukurinn og púrrulaukurinn er steiktur á pönnu og síðan er vatnið sett á pönnuna ásamt tómatsós- unni og karríinu. Soðið í fimm mín- útur þar til sósan fer að þykkna. Þá er fiskbitunum, sem hafa verið Sigurlaug Magnúsdóttir, matgæð- ingur vikunnar. kryddaðir, raðað á pönnuna og lát- ið maha áfram við vægan hita í 5-10 mínútur. Heilsubrauð 2Vj dl nfiólk 2Vj dl volgt vatn 1 pakki þurrger 2 msk. oha 1 tsk. salt 3 gulrætur (rifnar niður) 1 msk. hunang 5 dl heilhveiti 6 dl hveiti egg th penslunar sesamfræ th að strá yfir Allt sett í hrærivélarskál og hnoðað saman. Annaðhvort er búið th fléttubrauð eða deigið sett í form. Einnig má búa til bohur. „Ég baka brauðið í um það bh klukkustund við 180-200 gráöa hita. Annars sting ég bara pijóni í th að finna hvort það sé búið,“ útskýrir Sigurlaug. Pasta með pylsu 1 baconpylsa, hvítlaukspylsa eða aörar tegundir eftir smekk 3 bohar pasta 3 bohar mjólk 1-2 hvítlauksrif 1 box tómatpúrré salt og pipar 1 laukur '/< púrralaukur ‘/4-1/5 dós af sveppum 1 paprika smurostur með kryddi eða ananas eöa fastur ostur, annað hvort pa- priku- eða piparostur. Pastað er soðið eftir leiðbeining- um og síðan er sósan búin th. Lauk- urinn, púrrulaukurinn og hvít- laukurinn steiktir í ohu á pönnu ásamt pylsunni, sveppunum og paprikunni. Síðan er mjólkinni bætt út í ásamt tómatpúrrunni, kryddi og ostinum og látið þykkna. Þá er aht blandað saman og borið á borð, t.d. með hehsubrauðinu. Sigurlaug ætlar að halda mat- gæðingnum á Sauðárkróki áfram en þar hefur hann haldið sig und- anfama tvo mánuði. Má fuhyrða að þar búi myndarlegar húsmæður því aht eru þetta konur sem hafa spreytt sig. Sigurlaug skorar á Lyd- iu Jósafatsdóttur, skrifstofustúlku á Krókmun, aö vera næsti matgæð- ingur. „Hún er geyshega myndar- leg húsmóðir og algjör sérfræðing- ur í aö fóndra. Lydia er frábær, bæði í matargerð og bakstri auk ahs annars," segir Sigurlaug. -ELA Hinhliðin Andrea Roberts- dóttir er fallegust - segir Fridrik Weisshappel veitingamaður Friörik Weisshappel situr síður en svo auðum höndum. Auk þess að reka fataverslunina Dúndur- búhuna Frikka og dýrið ásamt Dýrleifu Ýr Örlygsdóttur rekur hann veitingastaðinn Kaffibarinn Frikka og dýrið. Þeir sem sótt hafa veitingastaði þekkja Friðrik einnig í þjónshlutverkinu en hann hefur starfað sem þjónn á fjölmörgum stöðum. Þá hefur hann einnig unn- ið á sjó, í skóbúð og sett upp mál- verkasýningar. En veitingarekst- urinn á hug hans allan um þessar mundir. Friðrik sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Friðrik Weisshappel Jónsson. Fæðingardagur og ár: 6. desember 1967. Maki: Andrea Róbertsdóttir. Börn Engin. Bifreið: Engin. Starf: Sjálfstæður atvinnurekandi. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Að bæta sjálfan mig. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Hef aldrei sphað í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Elda góðan mat og eiga góða stund yfir krásunum með áhuga- verðu og skemmthegu fólk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Langlokumar Friörik Weisshappel Jónsson. hans Brynna. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn, ég drekk mest af því. Hvaða listamaður finnst þér standa fremstur í dag? Hulda Hákon og Jón Óskar Hafsteinsson. Uppáhaldstímarit: Núhið og Ein- tak. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka Andrea Róbertsdóttir áður en hún varð maki minn. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest th að hitta? Afa minn, Fritz Weishapp- el. Uppáhaldsleikari: Harvey Keitel. Uppáhaldsleikkona: Beatrice Dahe úr Betty Blue. Uppáhaldssöngvari: Páh Banine í Bubbleflies. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gunnar Jóhann Birgisson, verð- andi stjórnmálamaður. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Beaves og Butthead. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Uppáhaldsmatsölustaður: Argent- ína steikhús. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið á FM 97,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Kiddi kanína. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi mjög litið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Larry King Uppáhaldsskemmtistaður: Rósen- bergkjaharinn. Uppáhaldsfélag í iþróttum: KA. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Kaupa mér íbúð, fá mér annað húðflúr og vera eins mikið með konunni minni og ég get. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fara nokkrum sinnum til Grikklands og hitta konuna mína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.