Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 11
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
11
Enginn listamaður
án hljóðfæris
„Mér hafði gengið mjög vel og
skapað mér þokkalegt nafn í lista-
heiminnm erlendis en ég gat ekki
haldið áfram án hljóðfæris, það var
ekki hægt. Ég hafði verið með láns-
fiðlur frá árinu 1990 en það var mjög
mikið álag, bæði að kynnast hljóð-
færinu og síðan að láta það frá sér.
Oft leið mér mjög illa vegna þess. Það
er mjög mikitvægt að geta æft og
spilað á sama hljóðfærið og ekki síst
að fá að þroskast með því.“
Sigrún fann hina frægu fiðlu í Lon-
don og taldi sig mjög heppna þar sem
hún var á góðu verði miðað við það
sem gengur og gerist. Hún hefur nú
haft fiðluna í rétt tæp tvö ár. Sigrún
nefnir sem dæmi að fiðla sem smíðuð
er eftir son þess manns sem smíðaði
fiðlu hennar kosti um sjötíu milljón-
ir. „Fólk gerir sér auðvitað ekki grein
fyrir hversu dýr slik hljóðfæri eru.
Mín fiðla kostaði níu milljónir en
svipaðar fiðlur kosta um átján millj-
ónir. Ég var sérstaklega heppin. Fiðl-
an er smíðuð árið 1720 og er sannar-
lega dýrgripur enda vík ég aldrei frá
henni eitt andartak. Það er eftir því
tekið hvað fiðlan er fost við mig,“
segir Sigrún og hlær. „Hún fer meira
að segja með mér á klóið.“
Sigrún segir að vegna þess hversu
dýr hljóðfæri séu eiga ungir lista-
menn, sem eru nýkomnir úr námi,
enga möguleika á að eignast þau.
„Japanir gera mikið af því að kaupa
gömul hljóðfæri og geyma þau í gler-
skápum því þeir vita hversu góð fjár-
festing þetta er. Það gerir tónlistar-
fólki enn efiðara með að eignast góð
hljóðfæri því þau fást ekki.“
Hneykslast í flugvél
„Þegar ég er búin að borga fiðl-
una verð ég miklu frjálsari í sam-
bandi við feril minn. Þá get ég byijað
að taka fjárhagslegar áhættur í því
skyni að koma mér áfram, t.d. að
leigja sali til að halda tónleika. Ég
vonast til að greiðslur klárist á þessu
ári. Ég er ofboðslega viðkvæm og tók
umtalið nærri mér á tímabiii. Þegar
þetta verður yfirstaðið ætla ég bara
að muna þetta jákvæða og góða.“
Sigrún undrast að það hafi aldrei
verið talað við hana á þeim tíma sem
umtalið um fiðluna var sem mest.
Hún minnist atviks er átti sér stað í
flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna
en þar hneykslaðist ungt háskólafólk
á fiðlusöfnuninni og taldi það fárán-
legt að safna fyrir fiðlu meðan fólk
væri atvinnulaust á íslandi og ætti
ekki fyrir mat. „Þegar ég heyrði sam-
tal þessa fólks fékk ég í fyrsta skipti
tækifæri til að svara fyrir mig. Þau
sátu fyrir aftan mig í véhnni en vissu
ekkert af mér og varð því heldur
hverft við er ég stóð upp, kynnti mig
og sagði að enginn væri skyldugur
til að leggja fé í söfnunina. Þetta
væri frjáls söfnun," útskýrir Sigrún.
„Þetta var hálfneyðarlegt atvik sem
best er að gleyma," bætir hún við,
„enda finn ég alltaf hlýhug frá fólki."
Stór keppni í júní
- Hvað er að gerast hjá þér í fram-
tíðinni?
„Það er margt skemmtilegt að ger-
ast hjá mér á næstunni. í vor ætla
ég að halda tónleika. í júní mun ég
taka þátt í Tsjajkovskí-keppni í
Moskvu. Það er mjög mikið mál því
hún er bara haldin á fjögurra ára
fresti. Það er mikill áfangi að fá að
taka þátt í keppninni því fáir eru
teknir inn. Ég er núna að verða 27
ára og sé það ekki fyrir mér að ég
taki þátt í keppni eftir fjögur ár. Þetta
er eins og að fara á ólympíuleika fyr-
ir íþróttafólk. Ég þarf að æfa mig
átta tíma á dag fyrir þessa keppni,“
segir Sigrún.
„Ég mun spila á skemmtiferðaskipi
í júlí sem siglir frá Englandi til Nor-
egs og þaðan til íslands. Það verður
mjög gaman. í september mun ég
spila Síbelíus fiðlukonsertinn með
dönsku konunglegu fílharmóníunni
eða finnsku útvarpshljómsveitinni
en það hefur ekki enn verið ákveðið.
Það er mjög flottur áfangi. Þeir tón-
leikar verða í Skotlandi. Síðan langar
mig að leigja sali í London og New
York og halda tónleika en það verður
að veruleika þegar fiðlan verður
greidd. Ég er mjög bjartsýn með
framtíðina. Mér finnst ég núna nægi-
lega þroskuð til að gera stóra hluti.“
-ELA
ÞEIRSEMÆTLA
AD ÁVAXTA
27 MILLJARDA
TAKA AUÐVITAÐ
ENGA ÁHÆTTU
YFIR 80.000
EIGENDUR KJÖRBÓKA
NUTU
VERDTRYGGINGAR-
UPPBÓTAR
NÚ UM ÁRAMÓTIN
Kjörbókin er enn sem fyrr langstærsta
sparnaöarformið í íslenska bankakerfinu.
Ástæöan er einföld:
Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus
og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun.
Ársávöxtun 1993 var 5,1-7,1 %.
Raunávöxtun á grunnþrepi var því 2,02%,
á 16 mánaða innstæðu var hún 3,92% og á 24 mánaða innstæðu
var raunávöxtunin 4,02%.
Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóöast í RS,
Reglubundnum sparnaði Landsbankans.
Vakin er athygli á aö samkvæmt reglum Seölabanka íslands veröur
tímabil verðtryggingarviömiöunar aö vera fullir 12 mánuðir.
Breyting þessi tók gildi nú um áramótin. Verötryggingartímabil
Kjörbókar verður því frá 1. janúar til 31. desemberár hvert.
Landsbankinn óskar landsmönnum gæfu
og góðs gengis á árinu 1994.
Landsbanki
íslands
kaBLÆ Banki allra landsmanna