Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 22
/ 22 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Sérstæð sákamál Iik í farþegasætinu Gwen Pye. George Kirkham. Þaö var eftir símtal til lögregl- unnar að hafin var leit að bíl sem sagður var vera á leið til smábæjar- ins Gwynedd í norðurhluta Wales. Nokkra kílómetra frá bænum komu lögregluþjónarnir að bílnum þar sem hann stóð fyrir framan almenningssímaklefa. Þeir gengu að honum til að sjá hverjir væru í honum. Þeim brá. Maöurinn sem sat í framsætinu, við hlið bílstjórasætis- ins, var látinn. Ökumaðurinn, sem kom nú út úr símaklefanum, var þegar í stað handtekinn. Hann hafði verið að hringja á sjúkrabíl fyrir „veikan vin sinn“. Sjúkrabíll- innn kom skömmu síðar og flutti líkið á brott. Er hinn handtekni hafði verið færður á lögreglustöð var tekiö að yfirheyra hann. Ekki hafði sú yfir- heyrsla staðið lengi er staðfesting fékkst á því að „hinn veiki" hefði veriö látinn í að minnsta kosti tvo tíma áður en komið var að líkinu. Bílstjórinn, Bill Pye, fjörutíu og fjögurra ára, var settur í varðhald og skömmu síðar var hann ákærð- ur fyrir morð. í sama rúmi Aðdragandinn að þessu atviki var í senn nokkuð langur og óvenjulegur. Bill og fjörutíu og eins árs gömul kona hans, Gwen, bjuggu í hverfmu North Parade í bænum Parkgate í Cheshire á Eng- landi. Um nokkurra ára skeiö höfðu þau þekkt George Kirkham, fimmtíu og sjö ára. Hann var nokk- uð efnaður eins og Pye og varð brátt vinur hjónanna. George Kirkham var kvæntur þegar hann kynntist Pye-hjónun- um en þar kom að hann skUdívið konu sína. Fékk skilnaðurinn allm- ikið á hann og komu Bill og Gwen honum þá til hjálpar. Hann jafnaði sig fljótlega og þar kom að hann kynntist annarri konu, Kitty Blake, sem var þrjátíu og sjö ára, og kvæntist henni. En fimm árum síð- ar fór það hjónaband út um þúfur. George átti sér eitt áhugamál, hraðbáta, og eftir skilnaðinn ákvaö hann að stunda siglingar af meiri ákafa en áður. Dag einn hélt hann til norðurhluta Wales til að kaupa nýjan bát og húsvagn sem hann gæti haft skammt frá höfninni, svo hann, Bill og Gwen gætu komið þangað að vild til að sigla. Treysti sér ekki til að aka Bill og Gwen fóru til Wales skömmu eftir kaupin og voru þar í nokkra daga. En Bill þurfti aö fara til að sinna viðskiptum. Kona hans varð hins vegar eftir og þann- ig gerðist það að Gwen og George urðu ein saman um nótt í húsvagn- inum. í honum var aðeins einn svefnklefi og eitt frekar þröngt hjónarúm. Þau leyndu því ekki fyrir Bill að þau myndu sofa í rúminu en full- vissuðu hann um að ekkert myndi gerast milli þeirra. Og því trúði Bill. Nokkrum vikum síðar fór Gwen að heiman til að búa húsvagninn undir komu þeirra þriggja. Hún ætlaði sér aðeins að vera þennan eina dag því sjálf dvölin hæflst ekki fyrr en eftir nokkra daga. En síð- degis þennan dag hringdi hún til manns síns og sagðist ekki geta komiö út að borða með honum um kvöldið eins og þau hefðu ákveðið því hún væri búin að fá sér um of neðan í því. Hún treysti sér þvi ekki til að aka. Bill Pye. Örlagaríkur dagur Bill var ekki í neinum vafa um að kona hans sagði satt. Hann heyrði að hún var undir áhrifum. En hann vissi að nokkru fyrr um daginn hafði George lagt af stað til að líta á bátinn. Brátt vöknuðu því miklar grunsemdir með Bill. Og eftir nokkra stund Settist hann upp í bíl sinn og ók til Wales en leiðin er eitt hundrað og áttatíu kílómetr- ar. Þegar hann kom á áfangastað lagði hann ekki alveg við vagninn heldur nokkuö frá, til þess að komu hans yrði ekki vart. Síðan læddist hann aö húsvagninum. Og þegar hann kom að honum sá hann það sem sannfærði hann um að kona hans væri farin að halda við Ge- orge Kirkwood. Gwen var í slopp Georges og það leyndi sér ekki að hún var nakin undir honum. George var hins veg- ar í náttbuxum og það var greini- legt að legið hafði verið í rúminu. Tilraunir Georges og Gwen til að sannfæra Bill um að hann hefði rangt fyrir sér urðu árangurs- lausar. Hann réðst á George sem var þrettán árum eldri og reyndi ekki að veija sig. Og Bill hætti ekki fyrr en George datt niður örendur. Fórmeð líkið Um hríð stóðu þau Bill og Gwen og horföu á líkið af George. Hvað svo tók við veit enginn með vissu en næstu tímana sátu þau yfir lík- inu í húsvagninum. Þá tók Bill það og bar út í bíl sinn, setti í farþega- sætiö við hliðina á ökumannssæt- inu og spennti það fast með örygg- isbeltinu. Enginn veit með vissu hvað hann hafði í huga þegar hann bar líkið út í bílinn, en sjálfur sagði haim svo frá við yfirheyrsluna síðar um daginn að hann hefði ætlað að fara með George á sjúkrahúsið í Gwynedd. Gwen horfði á mann sinn koma líkinu fyrir í bílnum og aka af stað. Þá hljóp hún sem fætur toguðu á skrifstofu húsvagnastæðisins og sagði frá því sem gerst hafði skjálf- andi röddu. Starfsfólk skrifstof- unnar hringdi á lögregluna sem hóf þegar leit að bíl Bills. Fyrir rétti Tæpu hálfu ári síðar sat Bill Pye á sakborningabekk í Camarvon þar sem saksóknarinn, Christop- her Bedingfield, lýsti skoðun sinni á málinu. „Það sorglega við þetta mál,“ sagði hann, „er að grunsemdir Bills Pye um ástarsamband konu hans og heimilisvinarins voru alveg ástæðulausar." Herra Kirkham og frú Pye höfðu fyrr um daginn farið í reynsluferð á nýjum hraðbáti sem Kirkham hafði í hyggju að kaupa. Þau höfðu þá bæöi fengið sér nokkuð að drekka og frú Pye fann allvel á sér. Vél bátsins stöðvaðist og varð að gera boö eftir báti sem gæti dregið þau til hafnar. Meðan þau biðu aðstoðar í bátn- um blotnuðu fót frú Pye og þegar í land kom fékk hún því lánaöan slopp Kirkhams. Verjandi Bills Pye reyndi allt hvað hann gat til að fá Gwen til að játa að hún hefði átt í ástarsam- bandi við George og vísaði meðal annars til þess að legið hefði verið í rúminu þegar Bill kom að hús- vagninum. Gwen gaf hins vegar þá skýringu að þau hefðu verið eftir sig þegar þau komu í land og þess vegna hefðu þau lagt sig til að láta mestu þreytuna líða úr sér. Harðar spurningar Verjandi Bills gerði alR sem hann gat til að gera framburð Gwen tor- tryggilegan enda líkur á mildum dómi yfir skjólstæðingnum mun meiri ef hægt yrði að sýna fram á að hann hefði í raun misst stjórn á sér af því að kona hans hefði verið honum ótrú. En Gwen neitaði því staðfastlega að um ástarsamband hefði verið að ræða. Hún viðurkenndi hins vegar að hún hefði um hríð verið óánægð með mann sinn því henni hefði fundist hann vanrækja sig. Þess vegna hefði hún haft af því ánægju að George Kirkham hafði sýnt henni nokkurn áhuga. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Bill Pye hefði ekki framið morð en þeir fundu hann sekan um ofbeldi sem leitt hefði til dauða Georges Kirkham. Dómarinn, Bristow, sagði hins vegar meðal annars þetta í ræðu sinni: „Réttlætið krefst þess ekki endilega að Bill Pye verði sviptur frelsinu. Hann gerði sér ekki grein fyrir því að kona hans var einmitt á þeim aldri þegar hún þarfnast kærleika og umhyggju." „Þau eiga því skilið annað tækifæri" Þeir sem voru í réttarsalnum vissu ekki alveg hvað Bristow dóm- ari átti við þegar hann hafði sagt það sem að ofan er haft eftir hon- um. En það kom brátt í ljós. „Pye-hjónin sýndu George Kirk- ham skilning og vináttu,“ sagði dómarinn næst. „Og ég er ekki í neinum vafa um að frú Pye hefur á vissum stundum sýnt honum eitt- hvaö örlítið meira en það. Ég veit hins vegar að eftir það sem gerst hefur hafa tekist sættir með þeim hjónum. Þau eiga því skilið annað tækifæri." Og næstu orð dómarans voru þessi: „Þvi dæmi ég þig, Bill Pye, til vægustu refsingar sem lögin leyfa, átján mánaða fangelsis." Það fór kliður um réttarsalinn þegar þessi óvenjulega vægi dómur hafði verið kveðinn upp. En hann varð enn meiri þegar Bristow dóm- ari mælti lokaorðin: „Dæmdi hefur setið í varðhaldi í sex mánuði og ársfangelsunina sem þá er eftir geri ég skilyrta til þriggja ára.“ Niðurstaðan varð því, með öör- um orðum, sú að Bill Pye gat geng- ið frjáls maður út úr réttarsalnum með konu sína við hlið sér. Fréttamenn sem fylgst höfðu með reyndu að fá Bill Pye til að svara spumingum en kona hans vísaði þeim frá. „Látið hann í friði," sagði hún. „Finnst ykkur ekki að hann hafi þolaö nóg?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.