Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Síða 25
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 25 Ameríski draumurinn er orðinn íslenskur veruleiki Anna Bjamason, DV, nórída; Er ameríski draumurinn oröinn aö íslenskum veruieika? Það mætti halda það því svo margir íslendingar hafa á undanfómum einum til tveim- ur árum keypt sér hús eða íbúðir í Orlando á Flórída. Ekki á víð og dreif heldur langsamlega flestir í sama bæjarhlutanum, í hverfi í Orlando- borg er nefnist Ventura. íslensku húseigendurnir í Ventura eru nú orðnir 23 talsins og fer alltaf fjölgandi. Hvað er það sem fólk sæk- ist eftir? Fyrir svörum varð Sigríður Guðmundsdóttir fasteignasaii sem hefur átt drjúgan þátt í þessum bú- ferlaflutningum íslendinga með því að hafa milligöngu um að selja fast- eignir á Flórída. „Ætii það séu ekki nokkrir sam- verkandi þættir sem þarna eru að verki. Gott veður og lágt verð á fast- eignum miðaö við íslenskt verðlag er áreiðanlega þungt á vogarskálun- um. Hér hefur fólk getað fengið ein- býhshús á um 7,7 milljónir kr. Ekki þarf að greiða út nema 1/3 af verð- inu, hitt er lánað með lágum vöxtum th langs tíma. Þess eru dæmi að fólk staðgreiði íbúðirnar. Þegar skrifað er undir fær kaupandinn greidda 3-5 þúsund dohara sem hann getur not- að th þess að kaupa sér húsgögn! Þá er hægt að fá íbúðir í litlum fjöl- býhshúsum á innan við 3 mhljónir kr. Tveggja th þriggja svefnherbergja raðhús, fullbúin húsgögnum, kosta 62 þúsund dohara eða tæplega 4,5 mihjónir kr. Ef fleiri en einn eru um kaupin kemur þetta ákaflega vel út fjárhagslega. Enginn vandi er að koma sér saman um notkun á húsum hér því veðrið er hér gott nánast ah- an ársins hring. Góða veðrið og golfið trekkja Fólk sækist auðvitað eftir góða veðrinu. Margir húseigendur eru komnir á eftirlaun eða eru að kom- ast það og eru byrjaðir að leika golf sem er auðvelt hér á Flórída. Aðrir kjósa að slappa af og hafa það ró- legt,“ sagði Sigríður. - Eru engir erfiðleikar fyrir fólk að fá bankalán á Flórída? „Það hafa ekki verið neinir erfið- leikar fyrir íslendinga að fá banka- lán. Þeir þurfa aðeins að leggja fram bréf frá bankanum sínum heima á íslandi um að þeir séu heiðarlegir viðskiptavinir bankans, bréf frá vinnuveitanda sínum heima eða þeim sem greiðir þeim vinnulaun eða eftirlaun og sýna viðurkennt greiðslukort. Þá fá þeir þau lán sem þeir þurfa. Vextirnir þykja lágir hér, ekki nema 7%. Það eru fastir vextir sem hækka ekki. Hér er sáralíth verðbólga og þar af leiðandi engin verðtrygging, allt heldur í við annað. Daginn sem þú færð lánið þitt sam- þykkt færðu að vita hvað þú átt að greiða mikið í afborganir alveg til síðasta greiðsludags. Þannig kemur ekkert á óvart í fjármálunum," sagði Sigríður. En auðvitað er rekstrarkostnaður á þessum íslensku amerísku heimil- um. Fasteignagjöld af einbýhshúsum eru um 13-1500 doharar á ári og raf- magn og annar fastur kostnaður á mánuði um 150 doharar því nauðsyn- legt er að kæla húsin þótt enginn sé í þeim. Trygging gæti verið um 500 doharar á ári. Hægt er að lifa spart í mat og þann fatnað sem notaður er í hitanum er hægt að fá við vægu verði. 23 íslenskir húseigendur í einu hverfi í Orlando Sigriður Guðmundsdóttir, fasteignasali á Flórída, hefur i nógu að snúast. Þetta hús eiga Valfellssystkinin, Sigríður og Sveinn Ágúst. Þetta hús gæti heitið prófessorshús. Fjórir aðilar eiga það og þar af þrír prófessorar, Gunnar G. Schram, Ásmundur Ásmundsson, Júlíus Sólnes og Úlfur Sigur- mundsson. Karl Guðmundsson flugvélvirki á þetta hús. Hann rekur Reynir Jóhannsson skipstjóri og eiginkona hans, Jenný, fyrirtækið Nordair, bæði í Lúxemborg og Orlando, en eiga þetta hús. DV-myndir A.Bj. fyrirtækið verslar með varahluti í flugvélar. Fólk úr öllum stéttum - Er þetta einhver ákveðinn hópur manna sem keypt hafa húseignir í Flórída, úr einhveijum sérstökum starfstéttum? „Það er að finna fólk úr öhum stétt- um og starfsgreinum meðal húseig- endanna. Nokkrir vinnufélagar hafa tekið sig saman um húsakaup eins og gamlir Loftleiðastarfsmenn, flug- umsjónarmenn, svo eru þama flug- freyjur, forstjórar, lögreglumenn, byggingameistarar, skipstjórar og háskólaprófessor, svo að eitthvað sé nefnt,“ sagði Sigríður. - Er einhver sameiginleg aðstaða í Ventura fyrir íbúana? „Það er ein stór sundlaug og einar sex minni laugar. Verið er að setja hita í stóru laugina sem hingað til hefur ekki veriö upphituð eins og algengast er með sundlaugar hér í Flórída. Tennisvehir eru til afnota fyrir íbúana og svo auðvitað golfið en hverfið Ventura er eiginlega byggt á eða við golfvöhinn. Verið er að byggja veitingastað inni á svæðinu en verslanir eru allar fyrir utan svæðið. Það eru svona um tvær míl- ur í búðirnar. Margir kjósa að ganga þangað og taka sér svo leigubíl heim aftur, ef fólk er ekki með bíl. Það er ódýrt, kostar ekki nema um 4-500 kr. ísl. Svo fer fólk um hverfið á hjólum og gengur mikið og auðvitað eru ís- lendingar duglegir að vera í sólbaði. Það er sagt að ef fólk sést flatmaga í sóhnni með alla anga út í loftið séu 99% líkur á að það séu íslendingar," sagði Sigríður. En það er víðar en í Ventura hverf- inu sem landinn hefur skotið rótum í sólskinsparadísinni Flórída. Margir hafa keypt sér hús í litlum bæjum skammt fyrir norðan Orlando, Heat- hrow, Mount Dóra og Deland og New Smyrna Beach en allt eru þetta svo- kölluö golfsamfélög, það er byggðin í grennd við eða bókstaflega á golf- völlum. Svo eiga íslendingar einnig hús á ströndunum, bæði á Atlants- hafsströndinni og vesturströndinni, við Mexíkóflóann. Lítið um höggorma efheilsanergóð - Eru þá engir höggormar í þessari paradís á Flórída? „Á meðan heilsan er í góðu lagi þarf ekki að hafa áhyggjur af læknis- kostnaði. Fyrsta heimsókn th lækn- isins kostar tæpa 50 dohara en rúma 30 dohara eftir það. Sérfræðingar kosta eitthvað aöeins meira en það er sjúkrahúskostnaðurinn sem fer upp úr öllu valdi, getur farið upp í fleiri hundruð dqllara á dag. En lang- samlega flestir íslendingar, sem hér hafa keypt hús, nota þau aðeins hluta úr árinu og hafa enn fasta búsetu og lögheimili á íslandi og njóta því al- mannatrygginga þar. Fólk er hér yfirleitt ákaflega vin- samlegt og vhl gjaman leysa hvers manns vanda en auðvitað er eitt og annaö sem ber að varast og þarf að taka tihit th. Mikið veður hefur verið gert út af árásum á ferðamenn hér í Flórida. Auðvitað er það hræðilegt en miðað við ahan þann fjölda sem hér er jafn- an eru þetta ekki háar tölur. Það verður hver að passa sig, mér skhst að menn þurfi líka að passa sig heima á íslandi," sagöi Sigríður Guömunds- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.