Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Page 35
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 43 + Nökkvi læknir fór til framhalds- náms til Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. í landi allsnægta og tækifæra starfaði hann við nokkur merkilegustu sjúkrahús heims þar sem allar lækningar voru stundað- ar af yfirlætislausri snilld og þekk- ingu. Nökkva lækni leið vel í Bandaríkjunum enda skildist hon- um nú loks að ísland og Evrópa væru ekki mennskum mönnum bjóðandi. „Ameríka er land víðsýn- is, menntimar og frjálsræðis en Is- land ekkert nema rokrass við ystu höf þar sem fólk drabbast niður í öfundsýki og kotungsskap," sagði hann stundum drukkinn við vini sína. Hann eignaðist marga ágæta kunningja á sjúkrahúsinu og ná- grannamir reyndust honum vel. Einhverju sinni hélt hann mikla garðveislu á 17da júní undir ís- lenskum og bandarískum fána og söng: Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn, við mikinn fognuð viðstaddra. „Nökkvi is a great guy“ sögðu feitlagin nágrannahjón á stutterma skræpóttum skyrtum einum rómi og brostu breitt. Nökkvi færðist þá allur í aukana og söng, „yfir kaldan eyðisand" af mikilh innlifun. Allt samkvæmið flautaði, hló og æpti svo að undir- tók í fylkinu, „Nökkvi is a great entertainer," æpti annar granni og hló skerandi holum hlátri. Flutt á skerið Eftir nokkurra ára dvöl í Banda- ríkjunum ákvað Nökkvi læknir að fiytja heim til íslands og fá sér vinnu á stóra spítalanum. Öllu dót- inu var pakkað í gám og stefnan tekin á Reykjavík, Iceland. Nökkvi fann til mikils trega þegar hann steigupp í einhverja Vigdísina, Freydísina eða Valdísina frá Flug- leiðum á Kennedy-flugvelli. Hon- mn leiö illa á leiðinni heim. „Sætin eru mikiö betri hjá amerísku flug- félögunum," hugsaði hann með sjálfum sér og dæsti þungan. Norð- angarrinn tók á móti honum í Keflavík. „Veðrið var alltaf gott í Bandaríkjunum," stundi hann. Á leiðinni til Reykjavíkur sat hann „Draumurinn um Ameríku var eins og þoka sem eyðilagði alla sólarsýn og lífið var orðið beiskt eins og súrasta edik.“ Fortíðar- þráhyggja Nökkva læknis við gluggann og starði hugsandi fram á veginn. Vegimir eru svo miklu betri í Bandaríkjunum og umferðin manneskjulegri. Hann skildi nú loks hvíhk reginfirra þetta var að flytja heim til þessa kalda lands. Þegar Nökkvi kom til starfa á stóra sjúkrahúsinu varð hann fyrir enn frekari vonbrigð- um. Enginn kunni að meta hann fyllilega. Menn létust ekki þekkja öll sjúkrahúsin sem hann hafði starfað við. Margir samstarfsmenn hans höfðu lært í Svíþjóð, Dan- mörku, Þýskalandi eða einhverjum öðrum kotlöndum og þóttust kunna jafn mikið og hann. Fólk skildi ekki að hann hafði dvahst meðal goðanna á Ólympsfjalh læknisfræðinnar. Hann hafði lært það besta og starfað með meistara- flokkshði lækna. Hann hafði meira að segja borðað hádegisverð með mönnum sem vissu meira í læknis- fræði en öh sænsku læknasamtök- intilsamans. Öfundarmenn í leyni Nökkvi reyndi aht hvað hann gat th aö fá umheiminn th að skilja að hann væri bestur, kynni mest og hefði bestu reynsluna. Stundum virtist honum vera að takast þetta en öfundarmenn hans virtust ahs staðar hggja í leyni, thbúnir að bregða fyrir hann fæti, bera hann út og gera gys að þekkingu hans og enskuskotnu tungutaki. Nökkvi fylltist beiskju og trega. Honum varð hugsað vestur um haf. „Þar eru menn að leysa þyngstu gátur thverunnar en ég geng um á þess- um skíta-sveita-spítala, mæli blóð- þrýsting og róa móðursjúkt fólk. Ég gæti verið að vinna til nóbels- verðlauna en grotna þess í stað nið- ur í íslenska meðalmennsku." Hann tók að vinna á stofu th að Álæknavaktmni m? í Óttar i Guðmundsson læknir afla meira fjár og beiskjan óx. Fé- lagi hans í Bandaríkjunum tíund- aði í bréfi tekjur sínar og Nökkvi fyhtist óumræðanlegum sársauka. „Hér er ég að vinna fyrir lúsarlaun- um meðan þeir aka um á Mercedes Benzum og eiga sér rándýrar ást- konur sem drekka kampavín úr demantsskreyttum Diorskóm.“ Banvænt sálarkrabbamein Tíminn leið og Nökkvi varð beiskari með hverju árinu. Hann fann sárt th eigin niðurlægingar og gerðist æleiðinlegri í matsaln- um. Alhr höfðu margsinnis heyrt ræður hans um gósenlandið í vestri þar sem Mekka læknisfræðinnar stendur. Enginn hafði farið var- hluta af löngu eintali um skandin- aviska kotspítala við nyrstu höf. Ákvörðunin að flytjast frá Banda- ríkjunum varð sá ás sem allt líf Nökkva læknis snerist um. Tvær eiginkonm-, þijár ástkonur og þokkalegt einbýhshús á góðum stað höfðu ekki minnkaö sárindin. „Réttast væri að drepa sig frá þessu öhu sarnan," hugsaði hann með sér ágamlárskvöld. „Setja Leonard Cohen á fóninn og hverfa á braut með ameríska fánann í hendinni. Hann horfði drukknum augum á myndina af sér í hópi feitra en glað- værra Ameríkana í ahtof litlum bolum. „Mikið vildi ég að guð gæfi aö einhver kastaði kjamorku- sprengju á þetta bölvað sker,“ sagði hann stundarhátt og sofnaði út af í sófanum. Fortíðarþráhyggjan var orðin að banvænu sálarkrabba- meini sem rændi dagana ht og ljóma. Draumurinn um Ameríku var eins og þoka sem eyðhagði alla sólarsýn og lífið var orðiö beiskt einsogsúrastaedik. Var julen alt for dyr? - Sá forbedre Deres okonomi med dette nye system fra England. Her sikres De en hurtig gevinst pá 162000 isl. kr. helt uden omkostninger og risiko. Rekvirer mere information hos MC-Computer Systems Itd., Scorpio House, 102 Sydney Street, London SW3 6NJ, United Kingdom. Byltingín Sólbaðsstofur, heilsuræktarstöðvar Dan-sun Vinsælustu og mest seldu solarium bekkirnir í Evr- ópu. Dan-sun seldi yfir 110.000 sólir á síðastliönu ári. Nú líka á íslandi. Umboðs- og heildverslunin Sól og heilsa hf., s. 91-13278 einnig á kvöldin i sama síma Kynningarverð á fyrstu 20 bekkjunum. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvols- velli, fimmtudaginn 13. jan. 1994 kl. 15.00: Jaðar, Djúpárhreppi, þingl. eig. Jens Gíslason. Gerðarbeiðendur inn- heimtumaður ríkissjóðs og Stofhlána- deild landbúnaðarins. Jörðin Bali I, Djúpárhreppi, þingl. eig. Jón Ámason. Gerðarbeiðandi Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Steinar A.-Eyjaíjallahr., þingl. eig. Kristján Guðmundsson og Guðmund- ur Kristjánsson. Gerðarbeiðendur Stofiilánadehd , landbúnaðarins og Búnaðarbanki íslands, Selfossi. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU UPPBOÐ Framhald uppboðs á neðan- greindri eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 12. jan. 1994, sbr. nánari tímasetningu: Hólavangur 18, Hellu, þingl. eig. Jóna L. Marteinsdóttir. Gerðarbeiðendur Kaupfélag Ámesinga, Selfossi, og Sig- urður Skarphéðinsson. Holtsmúli, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Jóna L. Marteinsdóttir. Gerðar- beiðendur Stofhlánadeild landbúnað- arins og Búnaðarbanki íslands, Hehu. Núpur B, Fljótshlíðarhreppi, þingl. eig. Guðmundur Páll Pétursson. Gerð- arbeiðendur Stofihánadeild landbún- aðarins og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Núpur E, Vestur-Eyj afj allahreppi, þingl. eig. Guðjón Jónsson. Gerðar- beiðendur Olíuverslun íslands, Mjólk- urfélag Reykjavíkur, Landsbanki ís- lands, lögfrd., Höfh Þríhymingur og Vélar og þjónusta, kl. 15.00. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU VERSLUNAREIGENDUR ATHUGIÐ! / VAMDA'i Ert þú tilbúinn fyrir tvö viröisaukaskattþrep? MA305 SJÓÐSVÉLIN FRÁ TEC ER LAUSNIN! MA305 er fullkomin lausn fyrir rekstraraðila sem gera kröfur um ódýran og einfaldan búnaö. Verð aðeins kr. 41.900,- stgr m/Vsk. MA305 ertil afgreiðslu nú þegar! Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Hafió samband vió ráógjafa okkar nú þegar! 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.