Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Side 11
I MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 11 DV Fréttir Atvirmuleysi Dagsbrúnarmanna nálgast 20 prósent: Geturekki gengið lengur segir Guðmundur J., ræðumaður á útifundi um atvinnumál á morgun „Það eru um það bil 4 þúsund Dags- brúnarmenn á vinnumarkaðnum. Af þeim eru nú um 700 án atvinnu og þeim íjölgar um 50 á viku. Þetta getur bara ekki gengið svona leng- ur,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV í gær. Guðmundur J. verður annar tveggja ræðumanna á útifundi um atvinnuástandið sem boðaöur hefur verið á Austurvelli kl. 15 á morgun. Það eru verkalýðsfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og ýmis félög opin- berra starfsmanna sem að fundinum standa. Guðmundur sagði að í fyrra hefði tala atvinnulausra Dagsbrúnar- manna farið hæst í 500 manns, það var í febrúarmánuði. „Ég óttast að talan veröi komin í eitt þúsund manns um miðjan febrú- ar næstkomandi," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að allt árið 1992 hefðu 910 Dagsbrúnarmenn fengið at- vinnuleysisbætur, samtals rúmar 99 milljónir króna. Arið 1993 hefðu 1182 fengið atvinnuleysisbætur, samtals 162 milljónir króna. Á þessu gætu menn séð hversu alvarleg staðan væri nú. „Það versta við þetta allt saman er að sjá vonleysið, sem hefur heltekið fólk, og kvíðann. Margir hafa misst íbúðir sínar og aðrir eru um það bil að missa allt sitt, allt vegna atvinnu- leysis eöa stórminnkandi vinnu. Yf- irvinna þekkist varla lengur. Það er ekki hægt að sitja þegjandi hjá leng- ur. Þess vegna höldum við þennan útifund á AusturveUi á morgun. Við beinum máh okkar til Alþingis og ríkisstjómar. Það er stjómvalda að gera eitthvað í atvinnumálunum. Eg er alveg sannfærður um það að ef við missum atvinnuleysiö niður í 10 prósent eða einhvern punkt nærri þeirri tölu náum við okkur ekki upp aftur. Þá sitjum við fastir th fram- búðar í tveggja stafa tölu eins og margar Evrópuþjóöimar. Guð hjálpi okkur þá,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. -S.dór Guðmundur J. Guðmundsson fór i Alþingishúsið i fyrradag og ræddi við þingmenn. „Svona til að undirbúa þá fyrir útifundinn," sagði hann í sam- tali við DV. DV-myndir GVA Alþýðubandalagið: Ákveðið í næstu viku Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins í Reykjavík hittist um miðja næstu viku th að ákveða hvemig raöað verður í sæti Alþýðubanda- lagsins á sameiginlegum hsta minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm í vor; hvort um handröðun, forval eða skoðanakönnun verður að ræða. Nokkur ágreiningur hefur verið mihi hinna mismunandi arma flokksins um hugsanlega frambjóð- endur flokksins. Fyrirfram var búist við aö Guðrún Ágústsdóttir og Art- húr Morthens yrðu fuhtrúar flokks- ins á hstanum en nú þykja einnig koma th áhta Garðar Mýrdal eðhs- fræðingur og Ámi Þór Sigurðsson kennari. -GHS Auglýsing frá Seðlabanka fslands í Seðlabanka íslands eru tvær stöður bankastjóra lausar. Samkvæmt lögunj um Seðla- banka íslands skipar ráðherra í stöðu bankastjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankaráð auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreindar stöður til undirbúnings tillögugerðar. I umsókn skal ítarlega greint frá menntun og starfsferli umsækjanda. Umsóknir sendist Seðlabanka íslands, Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs, Kalk- ofnsvegi 1, 150 Reykjavík, fyrir 4. mars 1994. Reykjavík, 20. janúar 1994 SEÐLABANKI ÍSLANDS Bankaráð <& & & & & & |--||—||—1| | Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls - HLJI 916.000,- kr! ágö,una ^euardetf^NUS! HYunoni .,. til framtíðar Bílarnir fást til afhendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '94. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36 <a> <s>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.