Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NLJMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Hvað um verslunarfrelsið? Þaö vakti mikla athygli þegar Hæstiréttur komst aö þeirri niðurstöðu að ráðherrum hefði verið óheimilt að banna innflutning Hagkaups á danskri skinku á síðast- hðnu hausti. Um þennan innflutning stóð nokkur styr og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hélt því meðal annars fram að lögin bönnuðu ekki skinkukaupin og talaði þá í anda þess frjálsræðis sem stefnt er að í verslun og viðskiptum. Það varð hins vegar ofan á í ríkisstjóminni, einkum fyrir atbeina þriggja sjálfstæðisráðherra, að stöðva inn- flutninginn með þeim rökum að lögin bönnuðu hann og íslensk landbúnaðarframleiðsla stæðist ekki samkeppn- ina. Hagkaup skaut máhnu til dómstóla sem nú hafa sagt sitt. Stjómvaldsaðgerðimar vora ólögmætar, innflutn- ingurinn var löglegur. Aht hefur þetta vakið verðskuldaða athygh og þá ekki síður viðbrögð þeirra ráðamanna sem stóðu að banninu og studdu það. Þeir hafa gert lítið úr dómsniðurstöð- unni, nánast tahð hana marklausa, og jafnvel fullyrt að breytingunum á lögunum, sem úrshtum réðu, hafi verið laumað í gegnum þingið. Nú hefur verið boðað að stj ómarflokkamir muni sam- eiginlega leggja fram frumvarp til lagabreytingar sem tekur af ahan vafa um að landbúnaðarráðherra hafi óskorað og afdráttarlaust vald til að stöðva innflutning á þeim matvælum sem ógna einokunaraðstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Fuhtrúi Alþýðuflokksins, Össur Skarphéðinsson, lýsti yfir stuðningi við þessa málsmeðferð, þegar búvörulögin vom rædd á Alþingi á dögunum. Ef það fer eftir mun þetta frumvarp mæta lítilli andstöðu á þingi og er þá svo komið að enginn stjómmálaflokkur sér ástæðu th að taka upp hanskann fyrir neytendur og viðskiptafrelsi. Máhð snýst ekki um Hagkaup, eina sendingu af dönsku svínakjöti né heldur túlkun á óljósri lagagrein. Máhð snertir þá stefnu og þá póhtík hvort verslun skuh gefin frjáls eða ekki. íslendingar sóttust efdr og fengu aðhd að Evrópska efnahagssvæðinu og em aðUar að GATT- samkomulaginu sem hvort tveggja lýtur að frjálsum við- skiptum landa í milh. Þá þarf ekki að nefna þá staðreynd að framfarir og sókn íslenskra atvinnuvega undanfama áratugi er beinn árangur af auknu viðskiptafrelsi, afnámi hafta og skömmtunar á inn- og útflutningi. Verslunarfrelsið færði launþegum, almenningi og neytendum betri, ódýrari og fjölbreyttari vörur og þjóðinni allri efnahagslegt sjálf- stæði. Á þeim tímum sem berjast þurfti fýrir frjálsri verslun var auðvitað ærið nóg af úrtölumönnum. Iðnaðurinn í landinu fór tfl dæmis ekki varhluta af innflutningi á ódýrum samkeppnisvörum og sjávarútvegsmenn hafa eklti verið par hrifinr af auknu fijálsræði í útflutningi á sjávarafurðum. Engu að síður létu fylgismenn fijálsræð- isins ekki hræða sig frá skoðunum sínum og stefnu og þær urðu ofan á áður en yfir lauk. Nú er tekist á um frjálsræði í sölu landbúnaðarmat- væla og þá bregður svo við að stærstu stjpmmálaflokk- amir og nánast hver einasti alþingismaður er því fýlgj- andi að hér ríki áfram einokun og ríkisskömmtun á þeim vettvangi. Heldur er þetta nöturleg staðreynd, ekki síst í ljósi þess að frelsi í viðskiptum er forsenda fyrir því að landbúnaðurinn losni úr þeim álögum sem hann er í. Ehert B. Schram „Auka má vöruflug milli Ameriku, Evrópu og Asíu,“ segir m.a. í greininni. Markaðssetning á Keflavíkurflugvelli: Hefjumst handa Lokiö er viðræðum íslands og Bandaríkjanna um vamarsam- starfið. Fréttir og umræður um hvers væri að vænta höfðu valdið þeim áhyggjum sem eiga afkomu sína undir niðurstöðunni. Óvissa þeirra stóð of lengi og fagnaðarefni að hún er afstaðin. Fullt samkomulag er um mat á viðfangsefninu sem er gæsla örygg- ishagsmuna íslands, Bandaríkj- anna og Norður-Atlantshafsbanda- lagsins. Bætt samskipti ríkjanna umhverfis þau svæði sem fylgst er með frá íslandi hafa dregið veru- lega úr þörf fyrir viðbragðsstöðu og eftirhti með umferð skipa og flugvéla. Þessa sér þegar merki í umsvifum vamarliðsins. Samdráttur Leitað verður sparnaðarleiða í rekstri vartiarliösins. Rockville- stöðin og SOSUS-stöðin á Stafnesi verða lagðar niður enda hafa ný fjarskipta- og ratsjárkerfi leyst þær af hólmi. Þær em mannaðar her- mönnum eingöngu, en fá þjónustu deilda sem íslendingar starfa við. Viö nýja ratsjárkerfið vinna þeg- ar margir íslendingar, ráðnir á undanfomum árum og þjálfaðir til sérhæfðra starfa, að auki þjóna því íslensk verkfræðifyrirtæki sem sérhæfðir og sérfróðir verktakar. Fjölgun hefur því þegar átt sér stað, en brotthvarf eldri stöðva og sparn- aðarviðleitni munu leiða til ein- hverrar fækkunar. Ný tækifæri Stefnt verður að því að ísland axh aukna ábyrgð í leitar- og björg- unarstarfi. Hér er hreyft við lang- þráðu áhorfsmáh okkar islendinga í vamarsamstarfinu. Það fehur vel að ábyrgðarhlutverki okkar á al- þjóðlega íslenska flugstjómar- svæðinu. Ekki síst tryggir það sam- hæfingu leitar- og björgunaraö- gerða vegna sjávarháska eða flug- slysa við strendur landsins, á norð- KjáUarinn Árni Ragnar Árnason alþingism. Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi urhöfum eða í óbyggðum íslands, jafnvel suðvestur Grænlands. Landhelgisgæslan er án efa best til þessa fahin. Undirritaöur hefur lagt það til að flytja hana th Kefla- víkur, vegna nálægðar við fjölsótt fiskimið og fiölfamar siglingaleiðir sem reynst hafa hættulegar, svo og til að treysta samhæfingu við björgunarsveit vamarhðsins. Nefnd forsætisráðhema um flutn- ing stofnana út á land hefur og gert tillöguna að sinni. Hefia verð- ur án tafar undirbúning að flutn- ingi Landhelgisgæslunnar th Keflavíkur, taka nauðsynlegar ákvarðanir um tækjakost hennar og hyggja að aðstöðu á Keflavíkur- flugvelh og hafnarsvæðum Kefla- víkur. Ný viðhorf Keflavíkurflugvöhur er vannýtt- ur, einnig er vannýtt geta og kunn- átta fyrrverandi starfsmanna vamarhðsins og verktaka þess. Auka má vöruflug mihi Ameríku, Evrópu og Asíu. Leiguflug með far- þega og vömr. Hefia þjónustu og viðskipti við ferjuflug og annað einkaflug. Koma upp starfsemi sem mundi leiða th aukins flugreksturs j og verða heimamarkaður hans, svo sem fríiðnaðarsvæði. Þjónustumið- stöð Flugleiða má tengja sérstaka fríhöfn - varahlutamiðstöð fyrir flugvélar. Æfinga- og þjálfunar- miðstöð fyrir flugáhafnir. Sérstök thboð og meiri viðskipti viö farþega og áhafnir. Aflétta einokun og póh- tískri ráðsmennsku. Skapa sam- keppnishæfni í þjónustu og verð- lagi. Tengja við innanlandsflug. Kynna og markaðssetja Keflavík- urflugvöh og Suðumes. Brýnast af þessu er að ljúka lögg- jöf um fríiðnaðarsvæðið. Nærri ár er frá því að ríkissfiómin sam- þykkti thlögur nefndar á vegum sfiómvalda um stofnun þess, þ.á m. um lagasetningu o.m.fl. sem enn er ólokið. Árni Ragnar Árnason „Brýnast af þessu er að ljúka löggjöf um fríiðnaðarsvæðið. Nærri ár er frá því ríkisstjórnin samþykkti tillögur nefndar á vegum stjórnvalda um stofn- un þess, þ.á m. um lagasetningu, o.m.fl. sem enn er ólokið.“ Skoðanir annarra Lífeyrisréttur er eign „Það á að vera á valdi hvers einstaklings aö taka ákvörðun um það, hvar hann telur hag sínum bezt borgið.... Iifeyrisréttur í lífeyrissjóði er eign, sem einstaklingur hefur safnað upp með greiðslum úr eigin vasa og með samningum við vinnuveitanda sinn um greiðslur í lífeyrissjóð. Greiðslur atvinnu- rekenda í lífeyrissjóði em hluti af starfskjörum við- komandi starfsmanns. Þeirri eign, sem þannig verð- ur th með spamaði á launþegi að geta ráöstafað sjálf- ur, þ.e. hvar hún sé bezt geymd.“ Úr forystugrein Mbl. 23. jan. Fráleit viðbrögð tveggja ráðherra „Þvi miður veröur það að segjast um samstarfs- flokk Alþýðuflokksins í ríkissfióm, að ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum hafa stutt óbreytt landbúnaðar- kerfi að mestu. Núverandi ríkissfióm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur haft ahar forsendur th að breyta þjóðfélaginu th opnunar, markaðslögmála og nýrra atvinnuhátta. Framsóknarmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa því miður tafið fyrir þessari framþró- un. Viðbrögð tvegjja ráðherra Sjálfstæðisflokksins viö dómi Hæstaréttar eru fráleit." Úr forystugrein Alþbl. 25. jan. Nauðsynlegur samráðsvettvangur „Það má fuhyrða að íslendingar hafa notið mjög góðs af norrænu samstarfi í utanríkismálum gegnum árin. Náinn samráðsvettvangur sfiómmálamanna frá Skandinavíu hefur veriö okkur nauðsynlegur og norrænt samstarf hefur skapað þennan grundvöh. ... Norræn samvinna og trúnaður við nágrannaþjóð- imar á Norðurlöndum er einn af homsteinum utan- ríkisstefnu íslendinga og mun verða svo áfram, þótt aðstæður séu aðrar og heimsmyndin önnur en áður.“ Úr forystugrein Tímans 25. janúar. -r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.