Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
3
Fréttir
r
' • . *■,'»
K~ Matseðill
Portvínsbætt austuriensk siavnrrét
rjóroatopp ogkaviar
KoróaksWagrísaffllenteðfc^
narísaikartoflum, otegano, ttai
Pm Wstumog^ðugræn
KonfekttsroeðpiP—
Slml 687111
smm.
15 ára nemandi varð fyrir árás á diskóteki í Digranesskóla:
Fékk spark, var kýld
ur og sleginn með stól
- pilturinn er nefbrotinn og brákaður á fæti - vitað hverjir árásarmennimir eru
15 ára nemandi í Snælandsskóla í
Kópavogi varö fyrir árás pilta á svip-
uöu reki á diskóteki í Digranesskóla
á fóstudagskvöld meö þeim afleiðing-
um aö hann nefbrotnaöi og annar
fótur hans brákaðist viö ökkla. Máiið
var sett í hendur lögreglu í gær.
Pilturinn var nýkominn inn á
diskótek í Digranesskóla þegar hann
gaf sig á tal við vinkonu sína. Skipti
þá engum togum að piltur kom að
honum og sparkaði í kynfæri hans.
Síðan var tekinn stóll og reynt að
berja piltinn í höfuðið með honum.
Þegar pilturinn varði sig með fæti
varð hann fyrir meiðslum þar. Hann
féll í sófa en þar var komið að honum
og hann kýldur hnefahöggi í andlit.
Við svo búið forðaði pilturinn sér út.
Samkvæmt upplýsingum DV
bólgnaði nef piltsins eftir árásina og
dæld myndaðist öðrum megin. Það
kom síðan í ljós í gær að nefið er
brotið. Hætta er á að þurfi að setja
annan fót piltsins í gifs.
Skólastjórar beggja skólanna höfðu
afskipti af máhnu í gær en ekki var
ljóst hvort kæra yrði lögð fram. Það
þótti hins vegar liggja nokkuð ljóst
fyrir hverjir árásarmennimir voru.
Fómarlamb árásarinnar fór í
skýrslutöku hjá lögreglu í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum DV var árásin
í Digranesskóla tilfefnislaus og al-
menn afbrýðisemi talin undirrót
þesssemáttisérstað. -Ótt
Akureyri:
Þjófaflokkur
ungra pilta
afhjúpaður
Gylfi ÍCiistjátiSBon, DV, Akureyii
Fjórir piltar á aldrinum 15-17
ára hafa játað við yfirheyrslur
hjá rannsóknarlögreglunni á Ak-
ureyri að hafa verið á ferð í
nokkrum innbrotum í bænum að
undanfórnu.
Piltarnir voru ýmist tveir eða
þrír saman og það sem þeir ját-
uðu var m.a. þjófnaður á bensíni
úr bílageymslu fjölbýlishúss, inn-
brot í endurvinnslufyrirtækin
Endurvinnsluna og Úrvinnsluna
og Rafós s/f þar sem þeir stálu
m.a. dýru mælitæki. Þá stálu þeir
talstöð úr bifreið, fótum, geisla-
diskum og fleiru úr húsi á Óseyri
4 og loks viðurkenndu þeir að
hafa brotíst inn í verslunarmið-
stöðina Krónuna og stolið þaðan
fötum af lager.
Piltarnir skiluðu einnig lykla-
kippum sem þeir höfðu stolið úr
tveimur verslunum og er talið að
lyklana hafi þeir ætlað að nota
síðar við innbrot á þessum stöð-
um. Tveir þessara pilta liaía áður
komið við sögu hjá lögreglunni
en hinir tveir eru „nýliðar“.
Haukur Hauksson og Viðar Hjálmarsson á skipinu Guðmundi Ólafi spila við Stefán Gíslason og Stefán Guðmunds-
sonáGígju VE. DV-myndÆgir
24 skip leit-
uðu vars á
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfirði:
Segja má að íbúafjöldi Búðahrepps
hafi nær tvöfaldast þegar 24 veiðiskip
lágu inni á Fáskrúðsfjarðarhöfn
vegna óveðurs um helgina. Skipverj-
ar nokkurra skipa komu saman í
Félagsheimilinu Skrúð og spiluðu
bridge. Fjöldi mætti og spilað var á
sjö borðum þar sem Vínarkerfiö réð
ríkjum. Margir komust ekki að og
tóku þá í spil um borð í skipunum.
Þá notuðu margir sjómenn landleg-
una til að liðka sig - hlupu eða skokk-
uðu - og hafa sannarlega sett svip á
bæjarlífið.
Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel íslandi
Hemmi Gunn, Ómar Ragnars,
Þorgeir Ásvalds, Jón Ragnars,
Bessi Bjarna og Sigga Beinteins
Frumsýning
(aUgardag.nn
5. feb'
í heil 15 ár fóru þeir um landið þvert og endilangt og
Eyþór Gunnars. Halli Gulli, Þórður Guðmunds,
Verð aðeins
kr. 3.900.-
Miðasala og borðapantanir
ísíma 687111 frá kl. 13 tíl 17.
. Sími 688999
Eyjaflörður:
Kosiðumsam-
einingu þriggja
sveitarf élaga
GyEKrístjánsson, DV, Akureyri:
Ákveðið hefur verið að efha til
atkvæðagreiðslu um sameiningu
þriggja sveitarfélaga í Eyjafirði
19. mars en sveitarfélögin þrjú
eru Glæsibæjarhreppur, Öxna-
dalshreppur og Skriðuhreppur.
„Ég er nokkuð bjartsýn á niður-
stöðuna úr þessu, þetta yrði ekki
fjölmennt sveitarfélag en þó tæp-
lega 400 manns. Þetta er því ekki
stór sameining en ágætt fyrsta
skref í sameiningarmálum hér á
svæðinu," segir Guðný Sverris-
dóttir, formaður umdæmisnefnd-
arinnar sem lagði til að kosningin
fari fram.
Arnarneshreppur var lengi vel
orðaður við sameiningu með
þessum þremur hreppum en er
ekki með í kosningunni. „Við
sögðum það eftir kosningarnar
20. nóvember að við myndum
ekki leggja fram aðrar tillögur
nema vilji væri fyrir því hjá þeim
sveitarstjómum sem í hlut ættu.
Sá vilji var nú fyrir hendi hjá
sveitarstjórnum þessara þriggja
hreppa en ekki hjá sveitarstjórn-
armönnum í Arnarneshfeppi, “
sagði Guðný.
Raufarhöfn:
Kaupfélag
Langnesinga
íverslunar-
reksfurinn?
Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri:
Kaupfélag Langnesinga á Þórs-
höfn hefur sýnt áhuga á að koma
að einhverju leyti a.m.k. inn í
matvöruvcrslunáRaufarhöfn, en
eigendur Verslunarfélags Rauf-
arhafnar, sem er eina matvöru-
verslunin þar, hafa lýst yfir að
þeir telji ekki grundvöll fyrir
áframhaldandi starfi meðan bæj-
arbúar kaupi megnið af sinni
matvöru á Akureyri.
Jóhann Þórarinsson, cinn af
eigendum Verslunarfélags Rauf-
arhafnar, segir aö þrátt fyrir tals-
verða fjölmiðlaumræðu í haust
hafi verslunarhættir lítið breyst
og fólk sæki eftir sem áður megn-
ið af matvöm sinni annað. Hann
segir að skömmu fynr áramót
hafi borist erindi frá Kaupfélagi;
Langnesinga semlmfi sýnt áhuga
á að koma a.m.k. að einhveiju
leyti inn í rekstur matvöraversl-
unar á Raufarhöfn.