Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Ctgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Kolbítar úr öskustó Námskeið ýmissa aðila fyrir atvinnulausa hafa ger- breytt lífi margra þeirra, sem þátt hafa tekið. Þeir hafa ekki aðeins aflað sér nytsamlegrar og verðmætrar kunn- áttu. Þeir hafa einnig áttað sig á ýmsum atvinnu- og at- hafnatækifærum, sem þeir sáu ekki greinilega áður. Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur bætzt 1 hóp þeirra aðila, sem bjóða fræðslu fyrir atvinnulausa. Það býður vikunámskeið, sem eru svo eftirsótt, að það annar ekki eftirspum. Þetta starf fór fremur hægt af stað fýrir ári, en er nú komið á fljúgandi ferð. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir þátttökugjöld atvinnulausra. Því fé er vel varið. En sjóðurinn er illa stæður og hefur ekki efni á að gera eins mikið og þyrfti á þessu sviði, því að skyldur hans beinast fyrst og fremst að atvinnuleysisbótum, sem hafa þyngzt ört í vetur. Atvinnuleysi er líkt kreppu að því leyti, að það á ræt- ur að hluta í hugarfari fólks. Atvinnuleysi hugarfarsins er skylt kreppu hugarfarsins. Þetta sést jafnan vel í aðvíf- andi kreppu, þegar margir magna hana með því að draga saman segl á sama tíma til að verjast stórsjóum. Háskólinn hefur frumkvæði að söfnun upplýsinga, sem sýna, að töluvert er til af ónotuðum tækifærum. Þar er líka búið að koma á fót stuttu námi í hagnýtum fræð- um, sem henta þeim, sem vilja afla sér þekkingar á væn- legum sviðum. Þátttakendur þurfa ekki stúdentspróf. Margir atvinnulausir eru auðvitað ekki undir það búnir að grípa tækifæri úr gögnum Háskólans eða leggja í eins árs nám, sem getur reynzt erfitt. Sumum henta frekar hálfs vetrar námskeið, sem boðin eru í námsflokk- um, svo sem gamalgrónum Námsflokkum Reykjavíkur. Fyrir suma getur hentað að byija á vikunámskeiðum hjá Menningar- og fræðslusambandi Alþýðu, stökkva síð- an upp í Námsflokkana, taka svo til við eins árs nám í Háskólanum og grípa loks eitt af hinum mörgu tækifær- um til nýsköpunar, sem eru á skrám Háskólans. Þetta byggist á, að kreppa er yfirleitt tengd afmörkuð- um greinum, einkum láglaunagreinum. Samhhða at- vinnuleysinu er verið að auglýsa eftir fólki á öðrum svið- um og stundum með of litlum árangri, hreinlega af því að ekki er til nógu mikið af fagfólki á því sviði. Bjóða þarf atvinnulausum byrjendanámskeið, þar sem farið er yfir atvinnutilboð í dagblöðum og skilgreint, hvers konar kunnátta er eftirsótt. Síðan þarf að bjóða stutt námskeið á sviðum, þar sem hugsanlegt er á stuttum tíma að ná afmörkuðum árangri, það er að fá vinnu. Þeir, sem lengra eru komnir í sjálfstrausti, geta þurft námskeið í rekstrartækni og markaðssetningu, bók- færslu og tölvubókhaldi, réttritun og viðskiptaensku, Úárhagslegu aðhaldi og fjármálastjórn, svo og auðvitað námskeið 1 sérstökum geirum atvinnulífsins. Afleiðingin er, að fleiri en áður rífa sig upp úr hugar- kreppu atvinnuleysis og gera sig hæfa til að vinna nýtt starf í stað hins tapaða og að fleiri en áður grípa tæki- færi til nýsköpunar. Á þetta leggst bónus, sem felst í margfeldisáhrifum veltunnar í þjóðfélaginu. Sá, sem aflar sér atvinnu á nýju sviði, aflar sér um leið tekna, sem hann notar að hluta til að kaupa þjón- ustu. Það þýðir aukna veltu í þjóðfélaginu, aukna bjart- sýni og nýjar ráðagerðir um útþenslu. Þannig má útrýma kreppu með því að ráðast fyrst á kreppu hugarfarsins. Einnar viku námskeið getur verið eins og ævintýrið um kolbítinn, sem reis úr öskustó. Enn markvissara starf getur látið kreppu hverfa eins og dögg fyrir sólu. Jónas Kristjánsson Nútímasamfélag hefur komið sér saman um að nota seðla og mynt í viðskiptum vegna hagræðis. Tvísköttun lífeyrisgreiðslna: Ráðuneytið afruglað í kjallaragrein hér í DV 20. des- ember 1993 og aftur í dálknum „Með og á móti“ nú 25. janúar hef ég haldið því fram að tvískattlagn- ing lífeyris kosti launþega 2,6 millj- arða króna á ári. Indriði H. Þor- láksson, skrifstofustjóri íjármála- ráðuneytisins, hefur véfengt þetta og segir orðrétt í nefndum dálki: „í skýrslu Verslunarráðsins er talað um að tvísköttun nemi 2,6 milljörð- um króna á ári. Talan er langsótt og í rauninni tómt rugl.“ í tilefni af þessu er rétt að fjalla um for- sendur útreikninganna. Hagfræðin Eitt af grundvallarlögmálum hagfræðinnar er lögmál skortsins sem kallar á hagkvæma ráðstöfun framleiðsluþátta. Nægir hér að nefna fiskistofna, ohu, vatn, vinnu- afl og peninga. Nútímasamfélag hefur komið sér saman um að nota seðla og mynt í viðskiptum vegna hagræðis og eru þeir ávísun á kaupgetu þeirra sem þá eiga. í stað- inn fyrir að eyða peningunum sparar fólk til þess að geta notað þá seinna. Ástæðurnar eru einkum tvær. í fyrsta lagi eru öryggisástæðumar, en fólk sparar til þess að mæta hugsanlegum veikindum eða öðr- um skakkaföllum. í öðru lagi frest- ar fólk neyslu til þess að ávaxta peningana svo það geti keypt meira seinna. Til að geta keypt meira seinna lánar fólk peningana gegn leigugjaldi, þ.e. vöxtum. Vextir kalla á hagkvæma nýtingu fjár- magns hjá skynsömum þjóðum. Þegar ríkið tvískattleggur lífeyr- isspamað landsmanna er það að taka meira frá fólki en getur tahst réttlátt og sanngjamt. Umfram- skattlagningin veldur því að fólk getur ekki sparað eins mikiö yfir starfsævina og ella. Þetta hefur KjaHarinn Jóhann Þorvarðarson hagfræðingur Verslunarráðs íslands Indriði ekki tekið með í reikning- inn þegar hann las áðumefnda skýrslu Verslunarráðsins. Það er vel þekkt að peningar kosta. Þaö er helst í fyrrum og núverandi kommúnistaríkjum þar sem fjár- magn sem framleiðsluþáttur hefur ekki verið verðlagt með viðeigandi hætti. Útreikningarnir Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra voru heildarlaunagreiðslur á árinu 1992 um 166 miiijarðar króna og um helmingur undir skattleysismörk- um. Skattlögð laun em því um 83 mihjarðar króna. Lífeyrisiðgjald launþegans er 4% og af því er síðan innheimtur 40% tekjuskattur sem gerir um 1 milljarð króna á þessu fyrra þrepi skattlagningar lífeyris. Hér hefur verið tekið tilht til per- sónufrádráttar eða þess hluta hans sem á við um iðgjaldið. Til að meta ávöxtunartap laun- þega yfir starfsævina er m.v. 2,5% raunávöxtun í 40 ár. Þessi 2,5% eru fengin með því að skoða hver upp- söfnuð raunávöxtun ríkisskulda- hréfa í Bandaríkjunum hefur verið á þessari öld að meðaltali, en hún var um 1%. En þar sem þessi tala þykir óþolandi lág í íslensku efna- hagslífi er hún hækkuð í 2,5% enda notuðu tryggingastærðfræðingar þá ávöxtunarkröfu til langs tíma í útreikningum fyrir lífeyrissjóðina. Einn mihjarður króna ávaxtaður í 40 ár gefur 2,6 mihjarða króna sem er kostnaður lífeyrissparenda. Ávöxtunartímabihð lækkar síð- an um 1 ár fyrir hvert ár sem líður fyrir nýjar launatekjur. Ég er sann- færður um að Indriði kemst að svipaðri niðurstöðu ef hann gengur út frá því að peningar em ekki ókeypis. Jóhann Þorvarðarson „Umframskattlagningin veldur því að fólk getur ekki sparað eins mikið yfir starfsævina og ella. Þetta hefur Indriði ekki tekið með 1 reikninginn þegar hann las áðurnefnda skýrslu Verslun- arráðsins.“ Skoðanir aimarra Steinar f yrir brauð og verðstöður „í staö þess að hlakka einhhða yfir þeim árangri að verðstöður taka við af verðbólgu er ástæða til aö hyggja aö því hvaö ástandið kostar og hvort það er eins æskUegt og spámenn og postular opinbera efna- hagslífsins vilja vera láta... Áframhaldandi sam- dráttur, hagræðingar, atvinnuleysi og almenn líf- skjaraskerðing er það sem við blasir og er ekki boð- ið upp á annað til að auka bjartsýni og lífsgleði en nýyrðið VERÐSTÖÐUR. Það er að gefa steina fyrir brauð.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 29. jan. Ærumeiðing í beinni útsendingu „Forsvarsmenn prentmiðla geta ávaUt lesið yfir aUt efni til birtingar. Eðh málsins samkvæmt er hins vegar útílokað að yfirfara útvarpsefni í beinni út- sendingu. Það er heldur ekki skýrt hver ber ábyrgð á hugsanlegum ærumeiöingum á öldum ljósvak- ans... Hver er ábyrgur ef einhver vill leita réttar síns? Sá sem ærumeiðingarnar hefur í frammi eða sá sem varpar þeim út á öldum tjósvakans?" Úr forystugrein Mbl. 28. jan. Grunaðir um mannuð! „Flóttamenn hafa aðeins tvennt sér fil ágætis: þeir eru á flótta og þeir eru menn. Við kunnum hvor- ugt að meta. Við opnum fyrir einstaka hræðum, en þá með shkum skUyrðum, að mannúðin vekur fyrst og fremst grunsemdir. Það þarf greinUega meira en meðaldyggð til að taka á móti gestum sem ekkert hafa í vösunum nema rusl á borö við mannrétt- indi... Mikinn part af réttindum okkar og fríðindum höfum við fengið út á eitt djúpstætt þjóðareinkenni: sérstööuna... Flóttamönnum kæmi best ef samvisk- an nagaði okkur svo að tannaför sæi á hverjum manni. Við höfum sérstöðu í öUum málum og að þessu siiini felst hún í ofgóðri samvisku." Ásgeir Ásgeirsson í lesbók Mbl. laugardaginn 29. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.