Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 23 Ólafur Bjarnason, formaöur leitarstjórnar á Suðurnesjum, bendir hér á klettana þar sem piltarnir léku sér oft. Leitarhundar hafa einnig fundið slóð þeirra á þessum stað. DV-mynd Ægir Már Kárason Smábátahöfnin í Keflavik og gámar þaulkannaðir í gær: Piltanna enn leitad - horfniríhálfansjöttasólarhring Þrátt fyrir að leit að Júlíusi Karls- syni og Óskari Halldórssyni hafi formlega verið hætt á sunnudags- kvöld leituðu björgunarsveitarmenn enn í gær í smábátahöfninni í Kefla- vík. Eftir ábendingar miðla var einnig leitað á hafnarsvæðum í Reykjavík og nágrenni í lokuðum rýmum sem hugsast gæti að piltarnir væru í. Alls leituðu um 200 manns piltanna víða í gær. Einnig barst vísbending af Keflavíkurflugvelli þar sem sjónar- vottur taldi sig hafa séð annan pilt- anna en það reyndist ekki eiga við rök að styðjast. Ólafur Bjarnason, formaður leitar- stjómar á Suðumesjum, sagði í sam- tali við DV í gær að menn hefðu vilj- að leita af sér allan gnm. Á fundi með lögreglunni í gærmorgun hefðu menn orðið sammála um að betur hefði mátt leita þar og því hefði sú ákvörðun verið tekin að senda kaf- ara til að menn væm vissir í sinni sök. Því vora um 15 kafarar við leit í smábátahöfninni í gær. „Á meðan ekkert nýtt kemur fram eru menn til í að hlusta á allt sem getur orðið til að viö finnum strák- ana,“ sagði Ólafur. Á kortinu hér á síðunni má sjá hvar Vatnsnesviti er en á bjarginu hafa einnig fimdið slóð þar í kring. fjörur i næstu viku ef ekkert nýtt þar léku Óskar og Júlíus sér oft þeg- Síðdegis í gær ræddu menn í björg- kæmi í ljós fram að þeim tíma. ar mikið brim var. Leitarhundar unarsveitinni Stakki um að ganga -PP Loðnuveiðin: Mokveiði við Skrúð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mikil loðnuveiði var á miðunum austur af landinu í nótt og voru lang- flest skipanna að fá ágætan afla skammt frá Skrúð og loðnan er rétt undan landi. Virðist nú sem loðnu- veiðin sé að komast á góðan skrið aftur eftir langt hlé en loðnan er á hraðri ferð suður með Austurland- inu. „Þaö er búin að vera fín veiði í nótt og er ennþá. Við erum að fara í land með 760 tonn sem við fengum í 6 köstum," sagði Sæmundur Áma- son, skipveiji á Súlunni EA, í morg- un en Súlan var þá á landleið. Sæ- mundur sagði að margir hefðu fengið góð köst, allt upp í 300 tonn. Ingólfur Guðjónsson á Álberti GK sagði að Suðurland: þeir hefðu landað 740 tonnum í gær- kvöldi og væm að koma á miðin aft- ur. „Þetta lítur vel út og það virðist sem menn séu að vinna á öllum skip- unum í flotanum núna,“ sagði Ingólf- ur. Nær allur flotinn, 30-40 skip, var á þessum miðum og eru menn bjart- sýnir á framhald veiðanna nú. Raf magn komið á „Það var allt komið í lag um klukk- an sjö í gærkvöldi," sagði umdæmis- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins í morgim um bilanir sem hafa orsakað rafmagnsleysi á bæjum í Mýrdal og í sveitum fyrir vestan og sunnan Kirkjubæjarklaustur síðustu daga. ísing hlóðst á staura, slár og raf- magnslínur og shgaði það með þeim afleiðingum að þetta gaf sig en það vom björgunarsveitarmenn, bænd- ur og starfsmenn Rarik sem hafa nú gert við þannig að allir hafa rafmagn á ný. -Ótt Fréttir Jóna Gróa Sigurðardóttir: Á mínum stað „Ég var að gæla við 7. sætið en gerði mér grein fyrir að staða mín væri í 7. tU 9. sæti og þess vegna er 8. sætið það sem ég átti allt eins von á miðað við þann styrkleika sem er á listanum fyrir framan mig. Aftur á móti kemur röðin, eins og hún er nú, mér á óvart. Ég átti ekki von á svo miklu falli hjá félögum mínum,“ sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir í morgún. -S.dór Gunnar Jóhann Birgisson: Menn vilja breytingar „Maður er í skýjunum en það er of snemmt að spá fyrir um endanleg úrslit. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að nýju fólki hafi tekist að sprengja listann. Að slíkt eigi sér stað nú ber vott um að menn vilja andlitslyftingu og breytingar á lish anum - öðmvísi geti flokkurinn ekkl boðið fram,“ sagði Gunnar Jóhann Birgisson í samtali viðDVí morgun. -kaa Júlíus Hafstein: Skaðleg deila „Þessi staða er auðvitað langt frá höfundasambandið síðustu daga hef- því að vera viðunandi. Ég ætla að urhaftskaðlegáhriffyrirmig, alvar- láta þennan dag líða áður en ég gef lega skaðleg áhrif,“ sagði Júlíus Haf- út einhverjar yfirlýsingar. Hitt er stein í samtali viö DV í morgun. deginum ljósara að deila mín við Rit- -S.dór Markús Öm Antonsson: Afgerandi kosning „Ég er mjög ánægður með mína persónulegu niðurstöðu. í ljósi hags- muna Sjálfstæðisflokksins með tilliti til kosningabaráttunnar hlaut ég mjög afgerandi kosningu í 1. sæti eins og að var stefnt. Þátttakan í próf- kjörinu var góð og ég vil þakka sjálf- stæðisfólki fyrir þann stuðning," sagði Markús Öm Antonsson borg- arstjóri við DV í morgun þegar úrslit í prófkjörinu vora nánast ljós. -bjb Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Húsavík skorar hér með á gjaldend- ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem fallin voru í gjalddaga um áramót 1993/1994 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingargjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnað- armálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. s.l., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur af atvinnu- og verslunarhúsnæði, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þunga- skattur skv. ökumæli, viðbótar- og aukaálagning sölu- skatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, trygg- ingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, að- flutnings- og útflutningsgjöld auk verðbóta af tekju- skatti og útsvari. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á virðis- aukaskatti til og með 40. tímabili, með eindaga 5. des- ember 1993 og staðgreiðslu til og með 12. tímabili, með eindaga 17. janúar 1994, ásamt gjaldföllnum og ógreiddum staðgreiðslu- og virðisaukaskattshækkun- um. Sama gildir um ábúendur á ríkisjörðum sem skulda jarðarafgjald í ríkissjóð. Fjámáms verður krafíst án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur íjárnámsaðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í rík- issjóð er allt að kr. 10.000,- og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir sem skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og trygginga- gjald búast við að atvinnurekstur þeirra verði stöðvað- ur án frekari fyrirvara. Sýslumaðurinn Húsavík 31. janúar 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.