Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Umræðan um stjómarslit og þingkosningar:
Ríkisstjórnin blæs enn
um sinn á andstreymið
- draumórar stj ómarandstæðinga bamaðir með slúðri og getgátum
Getgátur hafa verið um að upp úr stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálf-
stæöisflokks kunnl að slitna á næstunni og að boðað verði til alþingiskosn-
inga. Fátt styður hins vegar þessar getgátur i raunveruleikanum. Um sinn
virðast Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson ásáttir um að halda
samstarfinu áfram. DV-mynd BG
Nokkrar umræður hafa verið í
þjóðfélaginu upp á síðkastið um að
Alþýöuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn slíti ríkisstjórnarsam-
starfinu áður en kjörtímabilið er á
enda. Rætt hefur verið um í þessu
sambandi að gengið verði til kosn-
inga í vor eða haust. Þá hefur sú spá
verið orðuð að Davíð Oddsson myndi
nýja stjórn með Framsóknarflokkn-
um án undangenginna kosninga.
Gælt við getgátur
Til þessa hefur umræðan um þessi
mál verið í getgátu- og véfréttastil og
forystumenn stjómarflokkanna
segjast ekki kannast við meint áform
um stjómarslit. Samkvæmt heimild-
um DV eru það einkum svokallaðir
„framsóknarmenn" í Sjálfstæðis-
flokknum sem gæla við þá hugmynd
að slíta núverandi stjómarsamstarfi.
í samtali viö Tímann um helgina seg-
ir til dæmis Egill Jónsson að það
geti verið skynsamlegt að flýta kosn-
ingum en kannast þó ekki við um-
ræður um slíkt innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Margir stjómarandstæðingar á Al-
þingi virðast hins vegar ekki í vafa
um að lífdagar ríkisstjómarinnar
séu taldir. í sjálfu sér þarf þetta ekki
að koma neinum á óvart enda nýtur
ríkisstjóm Davíðs Oddssonar litillar
hylh í þeirra röðum. Halldór Ás-
grímsson, varaformaður Framsókn-
arflokksins, er einn þeirra sem boðar
stjómarsht. í DV í gær segir Halldór
að sér virðist kratar vera að und-
irbúa stjómarsUt með áherslum sín-
um í sjávarútvegsmálum.
Kratar sáttir viö sinn hag
í umræðunni um möguleg stjóm-
arsUt hefur ítrekað verið bryddað
upp á þeirri röksemdafærslu að Al-
þýðuflokkurinn geti ekki vænst þess
að ná sínum málum í gegn í sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Á það
hefur verið bent að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé ekki líklegur tfl að ná ár-
angri í stjórn ríkisfjármála og því
síður geti kratar vænst þess að geta
knúið í gegn hugmyndir sínar um
veiöUeyfagjald eða róttæka upp-
stokkun á sviði landbúnaðarmála. í
ljósi þess að EES- og GATT-samning-
amir em í höfn hafi kratar í raun
ekkert að gera í núverandi stjómar-
samstarfi.
Flestir þeir kratar sem DV hefur
rætt við em hins vegar á öðru máU.
Þar á bæ benda menn á að þótt hægt
þokist í umbótum, bæði á sviði at-
vinnulífs og ríkisíjármála, þá stefni
ríkisstjómin óumdeUanlega í rétta
Fréttaljós
Kristján Ari Arason
átt. Lækkun raunvaxta, verðhjöðn-
un og viðskiptajöfnuður við útlönd
gefi tUefni til bjartsýni. Með auknum
hagvexti og minni ríkisútgjöldum
megi auka atvinnu, bæta velferðina
og hraða nauösynlegum umbótum í
atvinnulífinu.
Metnaðarlaus fjárlög
Svo virðist vera sem sagan um
stjórnarsUt hafi byrjað að þróast við
afgreiðslu fjárlaga fyrr í haust. Fjár-
lögin fela í sér ríkissjóðshaUa upp á
tæplega 10 milljarða sem er meiri
haUi en áður hefur sést við fjárlaga-
afgreiðslu á Alþingi. Ýmsir viðmæl-
endur DV á þingi höfðu þá á orði að
fjárlagafrumvarpið væri eins konar
kosningafrumvarp - metnaðarleysi
fjármálaráðherra við niðurskurð út-
gjalda bæri þess vott að hann vfldi
engan styggja.
Sagan um meint áform um stjóm-
arsUt tók á sig aukið hold skömmu
fyrir jól. Rætt var um það í Utlum
hópum að það gæti vart taUst tfl-
hlökkunarefni fyrir stjórnarflokk-
ana að ganga til kosninga vorið 1995
í kjölfar deilna á vinnumarkaöinum
um kaup og kjör. Kjarasamningar
falla úr gildi skömmu áður en kjör-
tímabilinu lýkur og miðað við fjár-
lagahaUa þessa árs þykir ólíklegt að
stjórnvöld geti keypt sér frið með
auknum útgjöldum.
Meyfæðing fréttar
Um nokkurra vikna skeiö gekk
sagan um hugsanleg stjórnarsUt eins
og hvert annað slúður miUi manna.
Dag einn birtist svo afar löng grein
í Morgunblaðinu um söguna. Orö-
rómurinn varð að frétt án þess þó
að sagan væri studd efnislegum rök-
um. Og með stílfæringum tókst blað-
inu að bama söguna þannig aö vor-
kosningar kæmu til álita. Aðspurðir
könnuðust hvorki Davíð Oddsson né
aðrir ráðherrar í ríkisstjóminni við
umræðuna.
Skiptar skoðanir eru um tílefni
þessara vangaveltna í Morgunblað-
inu. Flestir haUast þó að þeirri skoð-
un að markmiðið hafi verið það eitt
að þjappa stjómarUðinu saman. Með
því að birta slúðrið hafi skapast
möguleiki tíl að afneita því.
Skynsemin ræður
Ótti sjálfstæðismanna viö aö missa
meirihlutann í borgarstjórn Reykja-
víkur hefur orðið tíl þess að sagan
um stjórnarsUt lifir enn. Sú skoðun
hefur heyrst að með því að boða fil
alþingiskosninga fyrir borgarstjóm-
arkosningamar í vor geti Sjálfstæð-
isflokkurinn splundrað þeirri sam-
stöðu sem nú ríkir miUi minnihluta-
flokkanna. Á móti heyrast hins vegar
þær raddir að með vorkosningum
kunni flokkurinn að tapa tvöfalt,
bæði tU Alþingis og borgarstjómar.
Afar ólíklegt er að flokkurinn taki
slíka áhættu.
Augnagotur látnar duga
Á þessari stundu virðast haust-
kosningar aðeins fjarlægur möguleiki.
Fylgishran Alþýðuflokksins í skoðana-
könnunum hvetur krata ekki tíl stjóm-
arsUta og meðal þorra sjálfstasðis-
manna þykja fáir kostir betri en kratar.
í svoköUuðum „framsóknararmi"
flokksins Uta menn þó Framsóknar-
flokkinn hýra auga.
Væntanlega á Framsóknarflokkur-
inn eftir að gera sér dælt við Sjálf-
stæðisflokkinn á næstu misseram í
von um stjómarsamstarf að aflokn-
um kosningum. Ljóst er að innan tíð-
ar mun Halldór Ásgrímsson taka við
formennsku af Steingrími Her-
mannssyni. í kjölfarið má vænta að
Framsóknarflokkurinn þokist tíl
hægri og taki upp frjálslyndari efna-
hags- og atvinnustefhu en verið hef-
ur. Líklegt er að sjálfstæðismenn láti
augnagotur duga þar til sú breyting
hefur átt sér stað.
í dag mælir Dagfari_____________________
Skítt veri með handritin
í kvöld verður opnuð ljósmynda-
sýning í Ráðhúsinu. Þar verður
margt fil hátíðabrigða og meðal
annars hefur lýðveldishátíðar-
nefnd þótt við hæfi að bregða upp
mynd af fyrstu ráðherratökunni
fyrir níutíu árum. Þar sem enginn
úr nefndinni og enginn núlifandi
íslendinga er tíl frásagnar af þeim
atburði greip hátíðamefndin til
þess ráðs að fela Benedikt Árna-
syni leikstjóra aö finna virtan og
traustan rithöfund til að semja
verk tíl flutnings við opnun ljós-
myndasýningarinnar.
Þetta gerði Benedikt og hafði
samband við Ömólf Ámason með
samþykki Júlíusar Hafstein sem er
formaður hátíðamefndar. Það ger-
ist svo fyrir rétt rúmri viku að
Ömólfur skýrir frá því aö hann
hafi lokið verkinu og handrit sé-tU-
búið. Þá bregður svo við aö Júlíus
Hafstein tílkynnir Benedikt og
Örnólfi að hann hafni Örnólfi og
hafi beðið Indriða G. Þorsteinsson
að semja þetta verk.
Þetta gerir Júlíus án þess að lesa
yfir handritið frá Ömólfi og Öm-
ólfi finnst það skrítið og kærir
framferði Júlíusar til Rithöfunda-
sambandsins sem aftur kærir mál-
ið tU borgarstjóra. Borgarstjóri vís-
ar máhnu frá sér og segist ekki
hafa hugmynd um hveijir semji
handrit fyrir hátíðarnefnd og bolt-
anum er aftur kastað til Júlíusar
Hafstein, sem segist bera fulla
ábyrgð á því aö hafa afneitað Öm-
ólfi.
Lengra er málið ekki komið,
nema hvað Örnólfur hefur fengið
greitt fyrir handrit sem ekki hefur
verið lesið og ekki verður sýnt.
Rétt er að taka fram að svo virðu-
lega nefnd sem lýðveldishátíð
Reykjavíkurborgar hlýtur að sjálf-
sögðu að vera heinúlt að sam-
þykkja eða synja handritum að
vild, en hitt kann að vera óljósara
hvers vegna nefndin hefur svo
ákveðnar skoðanir á hinum að-
skUjanlegu rithöfundum. Hér er
meiningin að skrifa um níutíu ára
gamlan atburð en ekki um rithöf-
undana sjálfa og hefði maður þess
vegna haldið að handrit og innihald
skiptu meira máU helflur en höf-
undurinn sem semur það.
En auðvitað eru skýringar á
þessu, sem Rithöfundasambandið
verður að átta sig á. í fyrsta lagi
getur vel verið að formaður lýð-
veldishátíðarnefndar hafi mjög
fágaðan bókmenntasmekk og hafi
einfaldlega þá skoðun aö Ömólfur
Ámason geti undir engum kring-
umstæðum samið verk sem er við
hæfi svo virðulegrar uppákomu
sem fram fer í Ráðhúsinu í kvöld.
í öðru lagi kann að vera að form-
aður lýðveldishátíðamefndar hafi
samþykkt Örnólf í ógáti. Með öðr-
um orðum haldið aö Omólfur væri
Indriði G. en ekki Ömólfur og áttað
sig á því að Örnólfur var Ömólfur
þegar málið upplýstist.
í þriðja lagi er ekki víst að form-
aður lýðveldishátíðarnefndar
treysti sér til að eyða þeim pening-
um sem hann hafði til umráða og
þess vegna viljað leyfa Ömólfi að
njóta góðs af fjárveitingunni með
því-að skrifa hcmdrit, sem aldrei
var ætlunin að birta. Rithöfunda-
sambandið á að vera þakklátt form-
anni lýðveldishátíðarnefndar fyrir
að útvega rithöfundi starf fyrir
dágóða greiðslu í stað þess að
skammast yfir því að fleiri en einn
rithöfundur séu fengnir til verka
sem ella eru bara unninn af einum
manni. Birting skiptir ekki máli.
í fjórða lagi er sú skýring afar
eðlileg hjá formanni lýðveldishá-
tíöarnefndar að þegar hann heyrir
að Indrdiði G. Þorsteinsson sé
reiðubúinn til starfans þá er það
mat formannsins að Indriði sé slík-
ur yfirburðamaður að hann hristi
fram úr erminni á tíu dögum,
miklu betra handrit af ráðherra-
tökunni heldur en óbreyttur og til-
tölulega lítt þekktur rithöfundur.
Má það teljast heppni að formann-
inum skyldi hafa borist þessi vitn-
eskja’ í tæka tíð, því það hefði auð-
vitað verið erfiðara um vik, ef
áhugi Indriða hefði ekki spurst fyrr
en nú um helgina.
Aðalatriðiö er að viðstaddir há-
tíðargestir skemmti sér yfir verki
Indriða og ljósmyndasýningin fari
vel fram. Rithöfundasambandið
getur verið stolt af því að innan
þess raða era margir kallaðir en
fáir útvaldir. Lýðveldishátíðar-
nefndin og formaður hennar bera
hag rithöfunda fyrir brjósti með því
að vanda val á rithöfundum. Skítt
veri með handritin.
Dagfari