Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Fólk í fréttum Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Olís á Vesturlandi og formað- ur Knattspymufélags ÍA, Espigrund 3, Akranesi, hlaut afgerandi kosn- ingu í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sl. laugardag fyrir kom- andi bæjarstjómarkosningar á Akranesi. Gunnar hlaut 449 atkvæði í 1. sætið og 602 atkvæði alls eða 79,79% eins og skýrt var frá í DV í gær. Starfsferill Gunnar er fæddur á Akranesi 19.5. 1946. Hann er bakarameistari frá Iðnskóla Akraness 1966. Gunnar var bakari í Harðarbak- aríi 1962 til 1966 og aftur 1968 til 1975 og bakari í eigin bakaríi á Blöndu- ósi 1966 til 1967. Hann var inn- heimtustjóri hjá Bæjarsjóði Akra- ness 1975 til 1982, umboðsmaður Olíuverslunar íslands 1982 til 1992 og hefur verið framkvæmdastjóri Olís á Vesturlandi frá þeim tíma. Gunnar var formaður Knatt- spymufélagsins Kára á Akranesi 1964 og 1969 til 1973. Hann var for- maður íþrótta- og æskulýðsnefndar Akraneskaupstaðar 1975 til 1979 og knattspymuráðs Akraness 1975 til 1979 að undanskildu árinu 1977. Gunnar var í stjórn knattspymur- áðs Akraness 1971 til 1984 að tveim- ur árum undanskildum og hefur verið formaður Knattspymufélags ÍA frá 1989. Hann var í stjóm Knatt- spymusambands íslands 1974 til 1989. Gunnar er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Dúmbósextett og lék með henni í nokkur ár. Gunnar var sæmdur guflmerki íþróttasambands íslands 1988 og gullmerki Knattspymusambands Islands 1989. Fjölskylda Kona Gunnars er Ásrún Baldvins- dóttir, f. 29.11.1945, skrifstofumað- ur. Foreldrar hennar: Baldvin Ás- geirsson, f. 23.9.1917, framkvæmda- stjóri, og Hekla Ásgrímsdóttir, f. 25.3.1919, húsmóðir. Böm Gunnars og Ásrúnar: Öm, f. 18.11.1968, lögfræðinemi við Há- skóla íslands; Efla María, f. 11.7. 1975, skiptinemi í Brasilíu. Systkini Gunnars: Svavar, f. 18.4. 1939, útibússtjóri; Bogi, f. 12.3.1941, vélvirki; Elínborg, f. 6.8.1943, d. 11.7. 1972, ljósmóðir; Sigrún, f. 4.2.1948, ritari; Steinunn, f. 23.6.1950, skrif- stofumaður; Sigurður Rúnar, f. 1.4. 1952, vélvirki; Omar, f. 18.11.1953, kjötiðnaðarmaður. Foreldrar Gunnars: Sigurður Bjamason Sigurðsson, f. 5.10.1915 i Reykjavík, bifvélavirki, og Guð- finna Svavarsdóttir, f. 3.4.1918 á Akranesi, húsmóðir. Ætt Sigurður er sonur Sigurðar Egils Hjörleifssonar, f. 20.10.1882 að Auðnum í Vatnsleysustrandar- hreppi, d. 30.4.1961, múrara í Reykjavík sem ættaður var undan Eyjafjöllum, og Elínborgar Jóns- dóttin-, f. 25.12.1885 á Hvanneyri, d. 27.9.1960, húsmóður sem bjó í Leirdal á Akranesi en maður henn- ar, og fósturfaðir Sigurðar, var Bogi Halldórssonverkamaður. Sigurður Egifl var sonur Hjörleifs Guð- mundssonar og Önnu Sigurðardótt- ur. Elinborgvar dóttir JónsBjama- sonar smiðs og Matthildar Jónsdótt- Gunnar Sigurðsson. ur. Guðfinna er dóttir Svavars Þjóð- bjömssonar og konu hans, Guðrún- ar Finnsdóttur, f. 30.7.1885 á Sým- parti, d. 24.11.1942. Guðrún var dótt- ir Finns Gíslasonar og Sesselju Bjamadóttur. Afmæli - Kristín Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir húsmóðir, Kirkjuhvoli í Fossvogi, Reykjavík, ersjötugídag. Fjölskylda Kristín er fædd í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum. Kristín giftist 2.6.1945 Ole Peder Pedersen, f. 22.9.1913, d. 27.12.1984, garðyrkjustjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Böm Kristínar og Ole: Halldór Kristinn, f. 23.5.1946, d. 7.3.1947; Halldór Kristinn, f. 21.12.1947; J. Bendt, f. 24.8.1949, maki Kolbrún Guðjónsdóttir; Einar Ole, f. 6.3.1952, maki Helga Hannesdóttir; Auður Anna Kristín, f. 2.12.1957, maki Guðmundur Kjartansson. Bama- bömin em níu og bamabamaböm- inþijú. Foreldrar Kristínar: Halldór Sig- urðsson, f. 27.8.1893, d. 30.11.1981, beykir, og Kristólína Þorleifsdóttir, f. 12.9.1898, d. 21.3.1962, húsmóðir, þau bjuggu í Reykjavík. Kristín Halldórsdóttir. Andlát 80 ára Bryndis Jónsdóttir, Suðurgötu 26, Siglufirði. 75 ára Valgerður Stefánsdóttir, Hjallaseli 55, Kópavogi. Friðgerður Guðmundsdóttir, Engjavegi 34, Isafirði. 70ára Pétur Kr. Jónsson, Hellum, Innri-Akraneshreppi. Marselia Guðjónsdóttir, Skólabraut 29, Akranesi. 60 ára Hadda Benediktsdóttir, Laufbrekku9, Kópavogi. Helga Sigriður Hannesdóttir, L. febrúar Hólmagrund 15, Sauðárkróki. 50ára Gunnar F. Eiðdal Magnússon, Lækjarfit 7, Garðabæ. Birgir Vilhjálmsson, Keilugranda 6, Reykjavík. Guðfinna Bjömsdóttir, Álftahólum 2, Reykjavík. Hjörtur Hinriksson, Helgafelli 1, Helgafellssveit. 40ára Ástriður Haraldsdóttir, Logafold 101, Reykjavík. Maria Magnea Ólafsdóttir, Grasarima 15, Reykjavík. Sigrún Stella Karlsdóttir, Álfatúni 25, Kópavogi. Sigriður H. Sigtryggsdóttir, Reykjasíðu 5, Akureyri. Berglind Eðvarðsdóttir, Sigtúni 57, Reykjavík. Eftir einn - ei aki neinn! IUMFEROAR Iráð Halla Bergs HallaBergs, fyrrv. sendiráðunaut- ur, Skaftahlíð 16, Reykjavík, lést 21. janúar. Útfór hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Starfsferill Hafla var fædd í Reykjavík 3.2. 1922. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og BA-prófi í ensku, frönsku og heimspeki frá HÍ1945. Halla var við nám í Oxford og í háskólanum í Caen í Frakklandi 1%2. Halla var ritari í utanríkisráöu- neytinu frá 1. ágúst 1944, ritari í sendiráði íslands í Stokkhólmi 1945-48, ritari í samninganefnd um viðskipti í Moskvu mars-júní 1947, ritari í sendiráði íslands í París 1948-50, ritari í utanríkisráðuneyt- inu frá 1. maí 1950 og ritari í sendi- nefnd íslands á allsheijarþingi SÞ í París október 1951 til febrúar 1952 og á allsheijarþingum SÞ í New York 1952 og 1954. Hún var ritari Halldórs Laxness í desember 1955 í Stokkhólmi í sambandi við nóbels- verðlaunaafhendinguna, starfaði í forfollum í sendiráði íslands í Ósló mars-ágúst 1956 og var ritari í hnattferð Halldórs Laxness og konu hans er þau þágu boð frá American Scandinavian Foundation, Kín- verska menningarfélaginu við út- lönd og ríkisstjóra Indlands október 1957 til febrúar 1958. Halla fékk leyfi frá störfum í utanríkisráðuneytinu og var kennari í Reykjavík l%2-63. Hún var ritari í utanrikisráðuneyt- inu á ný frá október 1963 og starfaði í maí-september 1964 í forfollum í sendiráðunum í París, Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi. Halla var ritari í sendiráði íslands hjá SÞ í New York september 1965 til janúar 1966 og var skipuð fufltrúi í utanríkis- ráðuneytinu 1. maí 1966. Hún var skipuð sendiráðsr. í Ósló 1. nóvemb- er 1970 og sendiráðsr. í Stokkhólmi 1. september 1974. Halla var sendi- ráðunautur í London frá september 1979 til 1. ágúst 1983 en frá þeim tíma og til ársloka 1986 var hún sendi- ráðunautur í utanríkisráðuneytinu. Hafla var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar 1971 og stórriddara- krossi 1981. Fjölskylda Systkini Höllu: Guðbjörg Bergs, f. 6.3.1919, ekkja eftir Kristbjöm Tryggvason, prófessor og yfirlækni; Helgi Bergs, f. 9.6.1920, fyrrv. bankastjóriLandsbankans, maki Lís Bergs; Jón H. Bergs, f. 14.9.1927, hdl. ogfyrrv. forstjóri Sláturfélags- ins, maki Gyöa Bergs. Foreldrar Höllu: Helgi Bergs, f. 27.7.1888, d. 29.1.1957, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, og kona hans, Elín Jónsdóttir Thorstensen, f. 9.12. 1895. Ætt Helgi var sonur Helga, b. á Fossi á Síðu, bróðir Lámsar, alþingis- manns á Kirkjubæjarklaustri. Helgi á Fossi var sonur Bergs, b. á Fossi, Jónssonar. Móðir Bergs var Þor- björg Bergsdóttir, prests á Prest- bakka á Síðu, Jónssonar, og konu hans, Katrínar Jónsdóttur „eld- prests", prófasts á Prestbakka, Steingrímssonar. Móðir Helga Bergs var Halla Lár- usdóttir, b. í Mörtungu á Síðu, Stef- ánssonar, stúdents Olafssonar. Móðir Stefáns var Guðlaug Stefáns- dóttir, vígslubiskups í Laufási, Ein- arssonar, og konu hans, Jórunnar Steinsdóttur. Móðir Lárasar var Halla Bergs. Hafla Ambjarnardóttir, b. á Kvos- læk í Fljótshllö, Eyjólfssonar, ætt- foður Kvoslækjarættarinnar, föður Ólafs, langafa Þorsteins Erlingsson- arskálds. Elin var dóttir Jóns Thorstensen, prests á Þingvöllum, bróður Elínar, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur fyrrv. alþingismanns. Jón var sonur Jónasar Thorstensen, sýslumanns á Eskifirði, Jónssonar, landlæknis Þorsteinssonar. Móðir Jónasar Thorstensen var Elín Stefánsdóttir, Stephensen, amtmanns á Hvítár- vöflum, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar, ættföður Stephensenættarinnar. Móðir Jóns Thorstensen var Þórdís, dóttir Páls Melsteð, amtmanns í Stykkishólmi, og konu hans, Önnu Sigríðar Stef- ánsdóttur, amtmanns á Möðruvöll- um, Þórarinssonar. Móðir Elínar var Guöbjörg, systir Jóns tollsljóra. Guðbjörg var dóttir Hermanns, sýslumanns á Velli, Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.