Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Útlönd
Zhirínovskí talar um bræðralag slavneskra þjóða:
Við skulum drottna
yf ir öllum heiminum
Rússneski harðlínumaðurinn Vlad- í Króatíu og Bosniu að þjóðernisátök
ímír Zhírínovskí sagði í gær þegar og spenna milli trúarhópa á Baikan-
hann heimsóttí umráðasvæði Serba skaganum gætu leitt tíl þriðju heims-
Vladímír Zhírínovskí kyssir höndina á biskupi rétttrúnaðarkirkjunnar í heim-
sókn sinni til svæða Serba i Bosníu. Símamynd Reuter
Bandaríska skautadrottningin:
Nike styður
Tonyu Harding
Bandaríska íþróttafyrirtækið Nike
hefur ákveðið að styðja við bakið á
bandarísku skautadrottningunni
Tonyu Harding og ætlar að styrkja
hana um tvær mihjónir króna ef
kæmi til þess að hún þyrftí á lög-
fræðiaðstoð aö halda í árásarmálinu
á bandarísku skautadrottninguna
Nancy Kerrigan.
Nafn Harding hefur verið lagt fram
sem þátttakandi á ólympíuleikunum
í Liliehammer í Noregi en enn er
ekki búið aö ákveða hvort hún fái
að fara þar sem hún er sökuð um að
hafa átt þátt í árásinni.
í skoðanakönnun, sem bandaríska
sjónvarpsstöðin CNN gerði á því
hvort leyfa ætti Harding að fara tU
Noregs, svöruðu 58% því neitandi en
31% sagði að hún ætti allan rétt á
að keppa.
Jeff GUlooly, fyrrum eiginmaður
Tonyu Harding, á að koma fyrir rétt
í dag og búist er við hann játi. Ef svo
verður á hann yfir höfði sér tveggja
ára fangelsisvist og sjö miUjóna
króna sekt.
Reuter
Blaðamenn og Ijósmyndarar elta Tonyu Harding á röndum og það fór ekki
fram hjá þeim þegar hún féll á æfingu í Portland. Símamynd Reuter
styrjaldarinnar.
„A sama hátt og átökunum mUh
kommúnisma og fasisma lauk með
síðari heimsstyrjöldinni munu til-
raunir tíl að etja fólki út í átök á
grundvelli þjóðemisstefnu og trúar-
skiptingar leiða Evrópu og heiminn
út í þriðju heimsstyrjöldina," sagði
hann við fréttamenn.
Zhirínovskí lét orð þessi falla í
Vukovar í Króatíu sem Serbar og
júgóslavneski herinn náðu á vald sitt
í grimmilegum orrustum árið 1991
og hröktu króatíska íbúana á brott.
Á aðaltorgi bæjarins þar sem bygg-
ingar eru rústir einar sagði hann
serbneskum íbúum borgarinnar að
Rússland kynni að vernda þá fyrir
árásum Vesturlanda.
„Nafnið mitt Vladimír þýöir
„drottnaðu yfir heiminum". Við
Slavar skulum drottna yfir heimin-
um á tuttugustu öld,“ sagði hann við
tilheyrendur sína. Milan Martic,
leiðtogi Serba í Vukovar, sagði tvö
þúsund manns, sem voru saman-
komin á torginu, að Zhírínovskí væri
trygging gegn því að Króatar kæ-
must nokkum tíma aftur til valda í
Vukovar.
Fyrr um daginn hafði Zhírínovskí
flutt boðskap sinn um bræðralag
slavneskra þjóða í Bijeljina í Bosniu
sem er á valdi Serba. Þar ítrekaði
hann viðvaranir til Vesturlanda og
Atlantshafsbandalagsins um að
sprengjuárásir á serbnesk skotmörk
væm ígildi stríðsyfirlýsingar gegn
Rússum.
Annars staöar í Bosníu skaut bosn-
íska lögreglan til bana þrjá menn
sem voru eftirlýstir fyrir rán og morð
á breskum starfsmanni hjálparstofn-
ana og fyrir tílraunir til að drepa tvo
aðra Breta.
Mennirnir, sem voru með folsuö
erlend vegabréf, féllu í skotbardaga
við vegartálma hersins utan við
Sarajevo. Reuter
í gær var tískusýning i Frakklandi þar sem meðal annars var sýnd
nýjasta tiskan í undirfatnaði kvenna. Hér má sjá heldur gegnsæjan fatn-
að þar sem svartar nærbuxur eru notaðar í stíl við. Símamynd Reuter
Ekkert til að fela
Stuttarfréttir
Helmut Kohl sagði að uppbygg-
ing lýðræðis í Rússlandi væri
stórt framtíðarverkefni fyrir
Vesturlönd.
Hurdvillendurskoða
Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, vill endurskoða
alla stefnu SÞ í Bosníu.
Hjálp til streitu
! Warren ! - !
Christopher,
utanríkisráð-
lierra Banda-
ríkjanna, sagöi
að Bandaríkja-
menn ætluðu
aö halda aöstoö
sinni \dð Rúss-
land til streitu og mundu hvetja
aðra tíl að fara eins að.
Ekkert samkomulag náðist á
fundi stjórnmálaafla í Suöur-
Afríku um kosningaþátttöku
hægrisinna.
Uppreisnarmenníham
Uppreisnarmenn í Afgamstan
drápu 20 manns í sprengjuregni
á höfuðborgina Kabúl.
riottamenn a nrott
Riunlega háif milljón afganskra
flóttamanna verður aö fara frá
íran á næstu sex mánuðum.
Til hamingju
CUnton Bandaríkjaforseti ósk-
aði forsætisráðherra Japans tO
hamingju með að koma umbóta-
tillögum í gegnum þingið.
RoverUI BMW
Þýska bílaverksmiðjan BMW
keypti hresku Rover bíiaverk-
smiðjumar í gær.
Perryfyrirþingnefnd
Wiiiiam
Perry, varnar-
málaráðherra-
efni Clintons,
kemur fyrir
hermálancfnd
þingsins á
morgun og er
það upphafið
að yfirheyrslum ytír honum tíl
að kanna embættishæfni hans.
Búiðspil
Clinton Bandaríkjaforseti ségir
að kjarnorkuáætlun íraka sé búið
spil.
Grænfriðungar sektaðir
Norskur dómstóll sektaði tvo
grænfriðunga fyrír að mótmæla
borun eftir olíu í íshafinu.
Til Washington frá Alsir
Hópur sérfræðinga frá Alsír
heimsækir flármálastofnanh' i
Washington á næstunni.
Adamstil Ameríku
Gerrj' Ad-
ams, leiðtogi
Sinn Fein, póli-
tísks arms IRA,
kom til Banda-
ríkjanna í gær
til að flytja mál
sittfyrirhanda-
rísku þjóðinni og kom fram í
fjölda sjónvarpsþátta.
Ladaopnaraftur
Framleiðsla á Lada-bílum hefst
aftur í febrúar eftir 40 daga hié.
Skæruliðar kommúnista á
Filippseyjum gerðu sprengju-
árásir á skrifstofur þriggja olíufé-
Reuter