Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Verk Ásgríms í Listasafni ís- lands. Vatnslitir Ásgríms Listasafn íslands hefur opnað sýningu á vatnslitamyndym Ás- gríms Jónssonar. Ásgrímur er talinn fyrst hérlendi listamaður- inn sem eingöngu vann að list sinni. Eftir tólf ára nám í Dan- mörku, Þýskalandi og á Ítalíu í aldarbyrjun gerðist hann braut- ryðjandi nýrra viðhorfa hér á landi gagnvart hstum. Árið 1904 fer Ásgrímur að mála með vatns- litum, náði hann fljótt tökum á Sýningar tækninni og er af mörgum talinn fremsti vatnslitamálari landsins fyn- og síðar. í gagnrýni Ólafs Engilbertsson- ar í DV í gær segir meðal annars: „Þó sýning þessi á vatnslita- myndum Ásgríms sé ekki um- fangsmikil gefur hún góða innsýn í rómantísk viðhorf til náttúr- unnar í upphafi aldarinnar. Svo tær náttúra er sem draumsýn í gruggugum nútímanum.“ íslensk mynt er fremur verðlitil úti i heimi. Elsta myntin „Staterar" út electrum (blöndu gulls og silfurs) frá Lydíu í Litlu- Asíu er elsta myntin. Hún var slegin á tímum Gygesar konungs, um 670 fyrir Krist. Frumstæð „spaðamynt" frá dögum Chou- keisaranna í Kína er nú talin frá um 770 f.Kr., en alla áletrun vant- ar á þessa peninga. Elst með ártali Silfur-tetradrakma frá Samós, slegin í Zankle (nú Messína) á Sikley, með ártalinu 1 sem táknað er með „A“ er frá árinu 494 f.Kr. Eftir Krists burð er það danskur Blessuð veröldin peningur með mynd biskupsins í Hróarskeldu sem merkt er róm- versku tölunum MCCXXXini (1234). Fundist hafa sex slíkir peningar. Þyngst Þyngsta mynt sem vitað er um er sænskur tíudalapeningur, sleginn 1644, sem vegur 19,71 kg. Léttust Nepalskur silfurpeningur, 'A jawa, sleginn 1740, og vegur 0,002 g- Dýrust Samstæða bandarískrar mynt- ar frá 1804 (að hinum sjaldgæfa silfurdal meðtöldum), er færð var Spánarkonungi að gjöf forðum daga. Lester Merkin myntkaup- maður keypti samstæðuna fyrir 1 milljón dala 1979. Færð á vegum Færð á vegum kl. 8 í morgun. Víð- ast á landinu er mikil hálka á vegum. Norðurleiðin er fær og fært um vegi á Snæfellsnesi og um Heydal í Reyk- hólasveit en Brattabrekka er þung- fær. Á Vestfjörðum er fært á milli Umferðin Bijánslækjar og Bíldudals og einnig á milli Þingeyrar og ísafjarðar en skafrenningur er á heiðum. Þá er hafinn mokstur á veginum um ísa- fjarðardjúp og Steingrímsfjarðar- heiði. Vegir á Norðausturlandi og Austurlandi eru flestir færir en þó er ófært um Mývatns- og Möðrudals- öræfi en verið að moka Vatnsskarð eystra. Vegir um sunnanverða Aust- firði eru færir og sama er að segja um vegi á Suðurlandi. Gleði stúdentanna er blendin. Vanrækt vor Háskólabíó sýnir nú dönsku myndina Vanrækt vor. Myndin er gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Hans Scherfig sem hann skrifaði árið 1940. Bókin hefur verið gefin út á mörgum tungumálum og verið verðlaun- uð. Leikstjóri myndarinnar er Peter Schroder sem einnig er leikari. „Hálft í hvoru er fólk á boröum og syngur með,“ segir Gísli Helgason en með honum í sveit- inni eru Lngi Gunnar Jóhannsson, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðal- steinsson. í kvöld veröur fimmti liðs- maður með en þaö er enginn annar en trommarinn Halli Gulli sem trommar með Siggu Beinteins. „Venjulega höf- um við ekki trommara með en Halli Gulli er bara svoskemmtilegur og góö- m- trommuleikari að við stóðumst ekki mátið. Aö sögn Gí sla er tónlist þeirra blanda af erlendu og fmmsömdu efní. „Við höfum allir samið mjög mikið af lögum en fáum helst til fá tækifæri til’ að leika þau,“ segir hann í gamansömum tón. Bíóíkvöld Myndin hefst á endurfundum gamalla skólafélaga sem eiga góð- ar minningar um skólann og stjórnanda hans, Blomme, sem nýlega hefur verið myrtur. Með innskotum frá fyrri tíð fá áhorf- endur aðra sýn á skólalífið sem hreint ekki var skemmtilegt og þaðan af síður var Blomme góður maður. Þeir þurftu að þola auð- mýkingu og ofsóknir og allar lík- ur á því að morðingi Blomme sé í þessum hópi. Aðalleikari mynd- arinnar er Frits Helmuth og fékk hann í vikunni dönsk kvik- myndaverðlaun fyrir túlkun sína. Nýjar myndir Háskólabíó: í kjölfar morðingja Stjörnubíó: í kjölfar morðingja Laugarásbíó: Hinn eini sanni Bíóhöllin: Njósnaramir Bíóborgin: Fifilkominn heimur Saga-bíó: Skyttumar 3 Regnboginn: Kryddlegin hjörtu Hann fæddist þann 30. desember kl. 9.10 þessi litli drengur. Hann á tvær eldri svstur, Hildi Ósk 4ra ára og Þómnni Kristinu 13 ára. For- eldrar hans heita Björg Hávarðar- dóttir og Víðir Þorgeirsson en sá Jitli hefur ■ fengiö nafniö Þorgeir Sturla. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 30. 01. febrúar 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,560 72,760 71,780 Pund 109,180 109,490 108,020 Kan. dollar 54,550 54,770 54,030 Dönskkr. 10,7860 10,8230 10,8060 Norsk kr. 9,7400 9,7740 9,7270 Sænsk kr. 9,2400 9,2730 8,6440 Fi. mark 13,1560 13,2080 12,5770 Fra. franki 12,3240 12,3670 12,3910 Belg. franki 2,0326 2,0408 2,0264 Sviss. franki 49,8800 50,0300 49,7000 Holl. gyllini 37,3200 37,4500 37,6900 Þýskt mark 41,8500 41,9600 42,1900 it. líra 0,04298 0,04316 0,04273 Aust. sch. 5,9480 5,9720 6,0030 Port. escudo 0,4163 0,4179 0,4147 Spá. peseti 0,5182 0,5202 0,5134 Jap. yen 0,67180 0,67380 0,6450 irskt pund 104,730 105,150 102,770 SDR 100,49000 100,89000 99.3700C ECU 81,3300 81,6200 81,6100 Krossgátan 1 t 3 4 5" 6 J 8 T~ ló f " ií 13 1 Ib J iS \°> J ZO J r Lárétt: 1 angraði, 7 vogur, 8 gestagang, 10 vaði, 11 spýja, 13 viturt, 15 íþróttafé- lag, 16 strá, 17 prófastur, 19 rispar, 20 spíra, 21 land. Lóðrétt: 1 skörp, 2 hækkar, 3 skortur, 4 ólærður, 5 lamb, 6 gangflötur, 9 illkvittn- ar, 12 eldstæði, 14 reka, 17 fugl, 18 tog- aði, 19 róta. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 bjór, 5 ógn, 8 láð, 9 elli, 10 æt- inu, 11 óð, 12 sangrar, 14 kenjar, 17 risa, 19 móð, 20 ámæli, 21 SI. Lóðrétt: 1 blæ, 2 játa, 3 Óðinn, 4 rengja, 5 ólu, 6 glóa, 7 niðraði, 12 skrá, 13 rami, 15 eim, 16 rós, 18 sæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.