Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 9 Útlönd Þúsundir muna bíða eftir eigendum sínum: Hauskúpa og tréfótur i oskilum i Parisarborg Höfuðkúpa af manni, risastór upp- stoppaður humar, tréfótur, upp- blásnar dúkkur til kynlífsiðkana, brimbretti. Þetta er aðeins lítið sýnishom af því sem liggur uppi í hillum óskila- munadeildar lögreglunnar í París en þangað berast meira en eitt hundrað og tíu þúsund hlutir á hverju ári. Pietro Alesi, starfsmaður deildar- innar, segir frá því að eitt sinn hafi einhver komið með þijár gullstengur sem eigandinn hafði skilið eftir í neð- anjarðarlestinni. Sá var þó ekki meira utan við sig en það að hann kom að vitja gullsins daginn eftir. En óperusöngkona nokkur kom ekki fyrr en eftir marga mánuði til að fá aftur skartgripi að verðmæti um níu milljónir króna sem hún hafði týnt ásamt handtöskunni sinni. „Hún var að syngja í útlöndum," segir Alesi. Hann segir að þaö komi oft fyrir að fólk skili skartgripum og pening- um sem það hefur fundið og hafa upphæðimar numið allt að fimrn hundmð þusundum króna. Fyrir nokkrum árum skilaði bíla- þjófur svo lítið bar á leyniáætlun franskra stjómvalda um vamir í Tsjad, fyrrum nýlendu sinni í Afríku. Byssum, hnífum, eiturlyfjum og munum sem taldir eru vera siðspUl- andi, svo sem tækjum og tólum sadó-masókista sem fundust í al- menningsgarði í einu af skugga- hverfum borgarinnar, er eytt. Enda kemur ekki oft fyrir að þeirra sé vitj- að. Flestir munanna em þó ósköp hversdagslegir. „Hvaðeina sem fólk hefur með sér og er ekki fastbundið við líkama þess,“ segir Alesi. Nýjustu tölur sýna að 1264 regn- hlifar bámst til deildarinnar í des- ember sem var óvenju votviðrasam- ur, 637 kvenveski, 274 gleraugu og 80 myndavélar, svo eitthvaö sé nefnt. Reuter Liceo í Barcelona á Spáni: Óperuhúsið brann til kaldra kola Liceo óperuhúsið var eitt af stærstu og virtustu óperuhúsum heims og þar höfðu margir af frægustu óperu- söngvurum heims komið fram. Hin fræga spænska sópransönkona Montserrat Caballe sést hér ásamt forstjóra óperuhússins, Josep Cam-. inal. Simamynd Reuter Hið þekkta óperuhús Liceo í Barcel- ona á Spáni eyðilagðist í brana í gær en eldurinn kom upp þegar neisti úr logsuðutæki komst í leiktjaldiö þegar vinnumenn voru þar að störfum. Eldurinn breiddist mjög fljótt út og um 50 slökkviliðsmenn, sem vom að störfum, gátu lítið gert til að ráða niðurlögum eldsins. Mikil mildi var að enginn fórst í bmnanum en hópur skólakrakka var í skoöunarferð um húsið þegar reyksins varð fyrst vart og um 100 starsmenn við vinnu. Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús vegna reyk- eitmnar sem var þó ekki talin alvar- leg. Liceo óperuhúsið var eitt af elstu og virtustu óperuhúsum heims en það var opnað árið 1847. Margir af frægustu óperusöngvumm heims höfðu komið þar fram og má þar nefna nöfn eins og Enrico Caruso, Mariu Callas, Placido Domingo og tenórinn Jose Carreras sem kom þar fyrst fram aðeins 11 ára gamall. Eldur hefur áður komið upp í óperuhúsinu en það var árið 1861. Skemmdir urðu þó ekki miklar. Þá varð annað óhapp árið 1893 þegar maður kom sprengju fyrir í húsinu og drap 20 manns. Mikið af verðmætum fomminjum urðu eldinum að bráð en slökkviliðs- mönnum og lögreglu tókst þó að bjarga safni af dýrum nútímalista- verkum sem voru i viðbyggingu safnsins. Forseti Katalóníuþings, Jordi Pu- jol, sagði að óperuhúsið yrði endur- byggt eins fljótt og unnt væri. „Ef viö gera það jafnvel að enn betra óperu- fáum stuðning frá þjóðfélaginu þá húsienþaðvaráður,“sagðiPujol. munum við endurbyggja húsið og Reuter rmz neimutli Vanræktvor Dönsku leik- arai-nir Fritz Helmuth og Sofie Gráböl, fengu Bodil kvikmynda- verölaumn á kvikmyndahá- tíð sem haldin var í Kaupmaimahöfn sl. sunnu- dag. Fritz, sem er vel kunnugur ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum, tekk verðlaun fyrir besta kari- hlutverkiö í myndinni Det for- sörnte forár sem sýnd er í Há- skólabíói þessa dagana og nefnist Vanrækt vor. Sofie Gráböl fékk verðlaun fyrir besta kvenhlut- verkið í dönsku myndinni Sort Höst. Þá fékk danski leikstjórinn Erik Clausen einnig Bodil verðlaun fyrir mynd sina De frigjorte sem valin var besta danska myndin á sl. ári. Píanistidrepur kennaraogná- grannasinn Pianisti í Berlín myrti barna- skólakennara og nágranna sinn og gaf lögreglunni þá skýrmgu aö hannheföiviljað „frelsa“ þau. Píanistinn og barnaskólakenn- arinn höfðu verið elskendur en hann ákvað að skera af henni höfuðíð eftir að hún hafði sagt eitthvað „ljótt“ við hann eins og hann skýrði lögi-eglunni frá. Pianistinn ákvað einnig að drepa einn nágranna sinn sem hann taldi að drykki of míkið og þyrfti því á „frelsun" að halda. Hann drap hann með því að stinga skrúíjárni í höfuðið á hon- um. Bretaprinsinn sýndur ber að ofanásvamli Bresk sjón- varpstöð sýndi nýlega mynd af Karii Breta- prinsi á svamli í sundlaugar- partíi í Ástralíu og vaktimynd- in mikla reíði í Buckinghamhöll. Upp- tökumennirnir voru staddir í garöveislu með prinsinum og not- færðu sér tækifæriö og mynduðu prinsinn sem í sakleysi sínu hélt hami gæti slappað af og notið lífs- ins. Tökumennimir eru sagðir hafa notfært sér traust sem þeim var sýnt og samkvæmt upplýs- ingum frá Buckinghamhöll verð- ur gæslan strangari í framtiöinni. Höfundurað „Brúin yflr Kwal“ látinn Franski rithöfundurinn Pierre Boulle, sem þekktastur var fyrir bækur sína Brúin yfir Kwaífljótið og Apaplánetan, lést á heimili sínu í París í gær, 81 árs gamall. Hann halði verið mjög veikur að undanförnu. Boulle, sem fæddist í bænum Avignon árið 1912, barð- ist í seinni heimsstyrjöldinni og fékk m.a. nokkrar medab'ur fyrir hetjuskap. Eitt af hans fyrstu verkum, Brúin >fir Kwaifljótið, var kvik- myndaö og hlaut þrenn óskars- verðlaun árið 1957. Apaplánetan var einnig kvikmynduð og hlaut miklar vinsældir en hún var með hinuro þekkta leikara Chariston Heston í aðalhlutverki. Ritzau-Reuter lusconiekkifyr- irséríforustu Umberto Bossi, leiðtogi Bandalags norðanmanna á Ítalíu, sagði í gær aö tjöl- miölakóngur- inn Silvio Ber- lusconi, sem er kóminn á kaf i pólitíkina, gæti stuðlaö að samningum milli íhaldsflokka landsins fyrir kosn- ingarnar í mars. Bossi sagðist þó ekki sjá Berlusconi fyrir sér sem forsætisráðherra. Helstu foringjar norðanmanna héldu langan fund með Berlusc- oni á sunnudag en hann lýsti því yfir í síöustu viku að liann ætlaði í fraraboð, SafntilheSðurs tóbakðnuíKaup- mannahöfn Ole W. Ö. Larsen, tóbaksfram- leiðandi í Danmörku, ætlar að stofna tóbakssafn í kjallara versl- unarhúsnæðis síns við Amager- torg i Kaupmannahöfn. í safninu verða til sýnis gamlir munir og fáséðir úr eigu fyrir- tækisins og Skandínavíska tóbaksfélagsins og munu gestir geta hnusað af sögu tóbaksins og dönskum áhrifum á tóbaksmemi- inguna frá 17. öld til vorra daga. „Hugmyndin er að aöstaða verði til að efna til sérsýninga, svo sem eins og um pípuskurð og vindlagerö í höndunum," sagöi Ole Larsen. Nýja safnið verður tilbúið þegar ferðamenn hetja inm’ás sína í Kaupmannahöfn í vor. Reykingamönn- umbýðstað hætta á Lundey Hugmyndir eru uppi um aö bjóða reykingamönnum að losa sig við sígaretturnar meö því að taka þátt í tiu daga námskeiði á bresku smáeynni Lundey sem er tuttugu kílómetra undan vestur- strönd Englands. Reykingamennirnir verða að undirrita yfirlýsingu um að þeir ætli ekki aö fá sér smók á ferj- unni út í eyna þar sem ekki verða seldar neinar sígarettur. Og til að reyna að útiloka allar laumu- reykingar verða þátttakendur látnir anda framan í eftirlits- menn öðm hverju. Lundey er fimm kílómetra löng og fastir ibúar oru fjórtán talsins en sautján þúsund ferðamenn koma þangaö árlega. Clintonsegist ekki stinga fréttamennaf Bill CUnton Bandarikjafor- seti hefur borið á móti þvi að liann sé reyna að stinga fréttamenn af og fari úr Hvita húsinu án þess að taka hóp þeirra með sér svo þeir geti skýrt frá hverri einustu hreyfingu lúms. „Eg fór einu sinni út að hlaupa þegar fréttamenn vom famir hoim en ég held að þeir hafi fund- ið mig áður en ég var búinn,“ sagði Clinton. Astæða þessara vangaveltna er frétt í tímaritinu Time um að for- setanum finnist hann vera svo einangraður í Hvita húsinu aö hann hafi nokkram sinnum laumast út án pressunnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.