Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. kr/kg Má Þr Mi Fi Fö Má Hlutabr. Eimskips Má Þr Mi Fi Fö Má Bensín 95 okt. Má Þf Mi Fi Fö Gengi dollars Má Þr Mi Fi Fö Mé Kauph. í New York Dow _________________________ Jones Má Þr Mi Fi Fö Má Bensínið aðhækka Þorskverö á fiskmörkuðum hefur verið að sveiflast til að und- anfomu. Kilóið af slægðum þorski hefur selst á 90 til 103 krónur að meðaltali. Hlutabréf í Eimskip lækkuðu lítiUega í verði í síðustu viku en sl. fostudag fór gengið upp á við aftur, eða í 4,10, og hélst óbreytt eftir gærdaginn. Bensín í Rotterdam er að hækka í verði. Fyrir helgi seldist tonnið af 95 oktana bensíni á rúma 143 dollara. Sölugengi dollars hækkaði í gærmorgun eftir stöðuga lækkun í síðustu viku um 60 aura frá mánudegi til föstudags. í gær- morgun var sölugengið skráð 73,08 krónur. Dow Jones vísitalan við Wall Street í New York rýkur upp þessa dagana. Á einni viku hefur talan hækkaö um 2,2 prósent. -bjb Aðgerðaþing um nýsköpun í íslensku atvinnulifi: Áhersla lögð á kunnáttu okkar er meginniðurstaða þingsins Utflutningsráðs Islands og Rann- sóknarráð ríkisins stóðu sameigin- lega að svokölluðu aðgerðaþingi sl. föstudag um nýsköpun í atvinnulíf- inu undir yfirskriftinni „Nýsköpun - frá hugmynd til hagnaðar". Eftir fyr- irlestra var þátttakendum þingsins skipt í umræöuhópa. Að sögn Vil- hjálms Lúðvíkssonar, framkvæmda- s^óra Rannsóknarráðs, var megin- niðurstaðan sú að einbeita sér að þeim atvinnugreinum sem íslending- ar heföu besta menntun og reynslu í, s.s. eins og í sjávarútveginum og heilbrigðisþjónustu, og bæta þar enn um betur. Vilhjálmur sagði að á næstunni yrði unnið úr þeim tillögum og hug- myndum sem fram komu á þinginu í samstarfi við Útflutningsráð og fleiri. „Það er svo margt hægt að gera til að treysta stoðir þess sem við erum aö gera. Ég sé það fyrir mér aö menn þjappi sér saman um kunn- áttusvið íslendinga. Augljóst dæmi >er sjávarútvegurinn og síðan er ýmislegt áhugavert að gerast í heil- brigðisþjónustunni, einkum tækni- lega séð. Ferðaþjónustugeirinn er einnig áhugaverður, svo og nýting á þekkingu okkar í orkumálum," sagði Vilhjálmur. Meira samstarf fyrir- tækja og stofnana Þá sagði Vilhjálmur að miklir möguleikar væru í byggingariðnað- inum, sem nú stæði frammi fyrir aukinni samkeppni erlendis frá. „Sú grein er kannski að finna fyrir því Frá aðgerðaþingi Útflutningsráðs og Rannsóknarráðs um nýsköpun í at- vinnulifinu. Ef áhersla verður lögð á þær atvinnugreinar sem íslendingar hafa yfir mestri reynslu og þekkingu að ráða í ættu forráðamenn ístensks atvinnulífs að hafa ærna ástæðu til að brosa. DV-mynd BG fyrst núna að heimavinnan hefur ekki verið unnin til þess að mæta stórauknum innflutningi á tilbúnum byggingarvörum. Svona ætlum við að afmarka ákveðin áherslusvið sem bæði verður reynt að fá fyrirtæki til að starfa saman um og í samspili við viðkomandi stofnanir sem geta stutt þau í baráttunni. Við erum þá að tala um tæknilega og markaðslega aðstoð og vonandi líka fjárhagslega," sagði Vilhjálmur Lúðvíksson. Meðal fyrirlesara á þinginu var Keith Smith, ástralskur hagfræðing- ur með breskt ríkisfang en starfandi í Noregi. Keith hefur kynnt sér ný- sköpun á meðal OECD-ríkja og í máU hans kom m.a. fram að íslend- ingar ættu að þróa hátæknivörur til þess að nota í hagnýtum tilgangi í atvinnulífmu en ekki bara hátækn- mnar vegna. -bjb Rússar draga úr álframleiðslu: Jákvæð áhrif í Straumsvík Fulltrúar 6 helstu álframleiðslu- ríkja heims komust að samkomulagi um helgina um að draga verulega úr framleiðslu. Rússa ætla til að mynda að minnka sína framleiðslu um 500 þúsund tonn á næstu tveimur árum. Strax fyrir helgi fór stað- greiðsluverð áls á heimsmarkaði hækkandi og breyttist ekki svo mikið í gærmorgun. Staðgreiðsluverðið er um 1220 dollarar tonniö og hefur ekki verið hærra síðan í júlí á síð- asta ári. Einar Guðmundsson, verksmiðju- stjóri íslenska álversins í Straums- vík, sagði í samtali við DV að fréttir um hækkandi álverð væru ánægju- legar og ættu að hafa jákvæð áhrif á framleiðslu og sölu álversins í ár. Áform eru uppi um að minnka rekstrarhalla um helming á þessu ári. Til að þær áætlanir gangi upp þarf heimsmarkaðsverð að hækka um aUt að 5%. Einar vildi minna á að með hækkandi álverði myndu aöföng til álversins einnig hækka, s.s. orkuverð. Engar landanir erlendis Frá áli yfir í mikilvægustu útflutn- ingsafurðina, fiskinn. Engir íslenskir togarar seldu afla sinn erlendis í síð- ustu viku sökum sjómannaverkfalls- ins en gámasala í Englandi var lífleg. Alls seldust um 200 tonn fyrir um 33 milljónir króna. Aflinn var mjög blandaður í þetta sinn. Gott verð fékkst fyrir karfa en ufsaverð lækk- aði á ný eftir verðsprengingu vikuna á undan. Á fiskmörkuðum hér heima bar það helst til tíðinda í síðustu viku að meöalverð fyrir þorsk og ýsu lækk- aöi nokkuð milli vikna. Þannig lækk- aði kflóverð fyrir slægða ýsu um 17 krónur, úr 134 krónum í 117. -bjb Útflutningsafurðir íslendinga EJSfflSŒl BBB [DVÍ Utboðskulda- bréfaíBanda- ríkjunumídag Stefht var að því að þátttaka ríkissjóðs í skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum hæfist í dag. Síð- degis í gær var unnið aö lagaleg- um hliðum málsins. Fjárhæð út- boðsins er allt að 200 milljónir dollara, eða um 14,6 milljaröar króna. Útgáfan hefur veriö skráð hjá bandarísku verðbréfastofnun- inni SEC og markmiðiö er að end- urfjármagna eldri lán, þ.á m. 100 milljóna doflara lán sem fellur í gjalddaga í mai nk„ og að létta þrýstingi af innlendum lánsfjár- markaði. Litlarsemengar vaxtabreytingar Vaxtabreytingadagur er í dag. í gær höfðu bankar og sparisjóðir tilkynnt mjög óverulegar breyt- ingar á vöxtum til peningamála- defldar Seðlabankans. Vextir víxla og skuldabréfa breytast ekkert. Einkum er um breytingar á vöxtum afuröalána og gjaldeyr- isreikninga að ræða, þ.e. reikn- ingum sem eru háöir gengi. Vext- ir gjaldeyrisreikninga lækka um allt að 1,25 prósentustig. Þá hækka sparisjóðir vexti orlofs- reikninga um 1,25 stig. Bankarnir eru hins vegar farn- ir að tilkynna breytingar á þjón- ustugjöldum. LandsbanMnn hef- ur m.a. tilkynnt handhöfum einka- og tékkareikninga aö frá og með deginum í dag verður sérstakt 45 króna færslugjald tek- ið af útprentun reikningsyfirlita. Fleiri bankar íhugaða svipaða gjaldtöku. Þrefölduntekna afferðamönnum frá 1980 Frá því áriö 1980 hafa gjald- eyristekjur af ferðamönnum þre- faldast miöað við fast verö. Á síð- asta ári er áætlað að tekjurnar hafi numið 15 mflljörðum króna. Þá komu 157_ þúsund erlendir feröamenn til íslands, 15 þúsund fleiri en árið 1992. Árið 1980 komu 70 þúsund ferðamenn til landsins. 15 mifljarða gjaldeyristekjur af feröamönnum jafngflda um 11% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Borgarbræður gjaldþrota Forráðamenn raatvælafyrir- tækisins Borgarbræðra fóru fram á það fyrir helgi að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Búiö er að úrskurða Borgarbræð- ur gjaldþrota og hefur Helgi Jó- hannesson héraðsdómslögmaður verið skipaður skiptastjóri þrota- búsins. Ekki er ljóst hvað kröfur í búið verða miklar en talið að þær nemi a.ra.k. 100 mifljónum króna. Leiðréttðng Vegna fréttar á viðskiptasíðu föstudaginn 28. janúar sl. vill Böðvar Þórisson hagfræðingur koma á framfæri leiöréttingu við ummæli hans um lífeyrissjóöa- skýrslu Verslunarráðs. Ummæli hans um forsendur reikrúnga á endingartlma eigna áttu ekki við um skýrsluna heldur trygginga- fræðilega úttekt í skýrslu banka- eftirlits Seðlabankans. Böðvar hefur ekkert út á forsendur skýrslu Verslunarráös að sefja um endingartíma eigna. Þessu er hér með komiö á ffam- færi og Böövar beðinn velvirðing- ar á mistökunum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.