Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Hagtölur leysa ekki vandann AUt bar þetta upp á sama dag. Kunningi minn sagöist vera hættur aö vera atvinnulaus og farinn að læra til „fræðings". Hann hefði gef- ist upp á því að ráða sig í vinnu hjá fyrirtækjum sem jafnharðan væru lögð niður eða tekin til gjald- þrotaskipta. Sama dag fór halarófa af verka- lýðsforstjórum lífeyrissjóða til út- landa í kauphallir að kynna sér gengi verðbréfa og læra á hluta- bréfamarkaðinn til að geta betur ávaxtað peninga frá þeim sem einu sinni höfðu atvinnu á íslandi. Sama dag sagði Friörik fjármála- ráðherra niðri á Alþingi íslendinga að orsaka atvinnuleysisins í land- inu væri að leita í hagtölum. Al- þingismenn hefðu fjárfest glaðlega og þjóðin sæti uppi með gjaldþrotin vegna verknaða þeirra. Það er erf- iðara að segja upp alþingismönn- um en óbreyttum starfsmönnum eins og kunningja mínum. Mætti ráða 7 þúsund manns Ríkið varð af 14 þúsund milljón- um í töpuðum kröfum á árunum 1989-1992 vegna heimskulegra fjár- festinga. Fyrir þá upphæö hefði verið hægt að ráða 7 þúsund manns í vinnu í heilt ár. Jóhanna félagsmálaráðherra upplýsti á Alþingi í síðustu viku að ríkisstjómin væri með ýmsar hugmyndir sem ættu að slá á at- vinnuleysið og aðrar sem væri ætl- KjaUaiiim Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins 5. og 6. febrúar að að aðstoða þá sem ættu í greiðsluerfiðleikum. Vitað er að húsnæðiskostnaður- er að buga margar flölskyldumar. Tekjumiss- ir gerir greiðsluáætlanir að engu hjá mörgum. Því ber að fagna því að ríkisstjómin skuli ætla að hjálpa þeim sem eru illa staddir. Tímabundnar aðgerðir Ég hef áður bent á að ríki og borg geti tafarlaust gengið fram fyrir skjöldu og ráðist að atvinnuleysinu með tímabundnum aðgerðum: Ef aðeins yrði tekið af yfirvinnu opinberra starfsmanna og atvinnu- lausir ráðnir í staðinn mætti stór- um minnka atvinnuleysið. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að við göngum ekki af atvinnuleysinu dauðu með því móti en það má grípa til aðgerða tafarlaust. íslenskt atvinnulíf er að taka stórfelldum breytingum. Við get- um ekki reitt okkur á að fiskurinn í sjónum dragi okkur að landi eiim og sér. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman til að móta framtíðarstefnu í atvinnumálum en sú framtíð blasir ekki við. At- vinnuleysið er bláköld staðreynd og atvinnumálin leysast ekki þó að vitnað sé í hagtölur eða vísað á hetri tíð í vændum. Vor í lofti! Ég trúi því að með samstilltu átaki megi breyta til og opna dyr. Ég vona innilega að okkur takist að hreinsa til með vorinu. Reykja- víkurborg er langstærsti vinnu- veitandi landsins að ríkinu undan- skildu. Borginni ber siðferðileg skylda til að ganga fram fyrir skjöldu. Því miður hafa ráðstöfun- artekjur borgarinnar dregist sam- an og skuldir aukist í kjöhar hallar- bygginga. Ég skora á núverandi borgar- stjórn að taka til hendinni þegar prófkjörsslagnum lýkur í Sjálf- stæðisflokknum. Ég lofa því að beita mér fyrir því að atvinnumálin verði á oddinum á sameiginlega hstanum, náum við meirihluta og nái ég oddastöðu á listanum með því ágæta fólki sem mun skipa hann. Þorlákur Helgason „Við getum ekki reitt okkur á að fiskurinn í sjónum dragi okkur að landi einn og sér,“ segir m.a. i grein Þorláks. „Sama dag fór halarófa af verkalýös- forstjórum lífeyrissjóða til útlanda í kauphallir að kynna sér gengi verð- bréfa og læra á hlutabréfamarkaðinn til að geta betur ávaxtað peninga frá þeim sem einu sinni höfðu atvinnu á Islandi.“ Atvmnulausir í Reykjavík: H vað þýðir einn milljarður fyrir þá? Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur verið langþráður draumur „minnihlutaflokkanna" í borgarstjórninni að breyta áhersl- um í sfjóm borgarinnar; að þar verði meira manngildi og minna steinsteypugildi. Jafnræðisreglan gildir Lengi hefur verið hamrað á því að sundrungin og óheilindin á milh flokkanna væru það mikil að aldrei næðist sameiginlegt framboð. Við sem höfum unnið að undirbúningi þessa sameiginlega framboðs að hálfu Alþýðuflokksins, Amór Ben- ónýsson, Bryndís Kristjánsdóttir og undirritaður, erum öll sammála um að vel hafi til tekist. Það sem fyrst og fremst samein- aði flokkana var góður málefna- grunnur þeirra hvers um sig sem auðvelt er að samræma í einn heildarmálefnalista. Einnig skiptir miklu máh að samið hefur verið sérstaklega um að jafnræðisreglan gjldi í öhu samstarfinu. Þegar þessir flokkar ná síðan meirihluta í horginni verður það að lokinni mikilh og góðri vinnu um málefni og áherslur. Aðstæður nú em aht aðrar en vora 1978 þeg- ar flokkamir nánast duttu í meiri- hluta í borgarstjórn og öh undir- búningsvinna var óunnin. KjaJlaiinn Pétur Jónsson formaður Fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík og frambjóðandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík Skuldaaukning Aðaláhyggjumar era hins vegar hin slæma fjárhagsstaða borgar- innar og er greirúlegt að þar hefur eitthvað farið veralega úr böndun- um. Skuldir hafa vaxið úr um 25.000 krónum á hvern borgarbúa árið 1982 upp í nær 100.000 árið 1993! í hvað hefur þessi skuldasöfn- un farið? Sjáanlegt er að mest hefur farið í „gæluverkefni". Scunbandsleysi stjómendanna við raunveruleUiann í fjármálum borg- arinnar er augljóst og kom berlega fram í ræðu borgarstjóra 6. janúar sl. Þar lýsti hann því yfir að skuldir borgarsjóðs væra 10,4 mihjarðar og hefðu aukist um 3 mihjarða á miUi ára. Nokkrum dögum síðar upp- lýstu fuhtrúar minnihlutans að þama skakkaði næstum einum htl- um mihjarði króna (mihjarður er 1.000.000.000 krónur)! TæknUegt atriði segir embættis- maður borgarinnar - ótrúleg blinda á verðmæti segja aðrir. Fyr- ir svona „tæknUegt atriði“ er hægt að greiða öU laun stórs sjúkrahúss á við fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri í heUt ár en þar starfa um 500 manns! Hvað era margir atvinnu- lausir í Reykjavik? Hvað myndi 1 mUljarður króna þýða fyrir þá? Forgangsverkefni Það er fuhtrúum stjómmála- flokkanna, sem náðu saman um hið nýja framboð, vel ljóst að án styrkrar og ábyrgrar fjármála- stjómar verður ekkert gert. Engar nýjar, nauðsynlegar áherslur í stjórn borgarinnar sem allir era þó sammála um að verði að vera. AUar væntingar, sem gerðar era til þessa nýja meirihluta, yrðu þá að engu. Það mun því verða forgangsverk- efni nýs meirihluta í borgarstjóm að takast á við fjármál borgarinnar og þeir sem þaö gera hafa öragg- lega gott samband við raunvera- leikann í fjármálum borgarinnar. Pétur Jónsson „Það er fulltrúum stjómmálaflokk- anna, sem náðu saman um hið nýja framboð, vel ljóst að án styrkrar og ábyrgrar fjármálastjómar verður ekk- ert gert.“ „Ég tel að kvótaþing sé skrcf í rétta átt. Þó tel ég aö nauðsyn- legtsé aðsetja styrkingar- ákvæði í önn- 11 ur lög til að Hólmgeir Jónsson, tryggja aö sjó- framkvæmdastjbri menn séu Sjómannasam- ekki látnir bandsins. taka þátt i kvótabraskinu. Það sem hefúr veriö stærsta vanda- málið í þessu er það sem kallað hefur verið tonn á móti tonni. Þar hafa menn verið að nota veiði- heiroildir tíl að borga með fiskinn auk peninga. Þetta er auðvitað gert tíl þess að fara frambjá hlutaskiptum sjómanna en þeir eiga að fá hlut úr verðmæti afl- ans. Verðmætiö er ekki bara pen- ingar heldur önnur verðmæti sem aflinn er greiddur með. Ég tel að kvótaþing geti klippt á það að menn noti umfram veiðUieim- Udir sem þeir hafa sem hluta af greiðslu fyrir aflami. Með kvóta- þingi veröa menn bara að kaupa aflann beint á markaði eða í bein- um viðskíptum og greiða þá það verð sem kallast gangverð hverju sinni. En þar sem kvótaþing eitt og sér kemur ekki í veg fyrir að sjómenn séu látnir taka þátt x kvótabraski er sem fyrr segir nauðyiúegt aö styrkja önnur lög tU að koma í veg fyrir þátttöku þeirra þar í. Og ég vil að í lög verðí sett að þaö sé refsivert að láta sjómenn taka þátt í kvóta- braskinu.“ A móti f ram- sali á kvóta „Eg er og hef alltaf ver- ið andvígur þeim eignar- rétti sem felst í frjálsu fram- sah á kvóta. Þess vegna er ég andvígur Jóhann Arsælsson því að sett sé .... upp eitthvert alÞ'n9‘smaður- kvótaþing til aö annast kvótaframsal. Ég tel að frjálst kvótaframsal hafi verið aöal átakamálíð i umræöunni um stjórn fiskveiða um langan tíma. Ég tel einnig að kvótaframsalið hafi orsakað stærstu vandamálin sem fylgt hafa fiskveiöistjórnun- inni. Þar á ég við margs konar óréttlæti og byggðaröskun sem því hafa fylgt. Eg er mjög andvíg- urþeim aðferðum sem menn nota núna við kvótaframsalið. Ég jtöí eftir sem áður á móti framsah þótt kvótaþingi yrði komið á. i lögunum um stjórn fiskveiða seg- ir að fiskurinn i sjónum sé sam- eign þjóðarinnar. Samt sem áður fá útgeröarmenn að braska með kvótann, óveiddan fiskinn í sjón- um, að vUd. Menn eru orönír svo uppteknir af þessum eignarrétt- arhugmyndum að þeir leggja fil að mynda ofurkapp á að skerða sem mest hlut smábáta, ná af þeim kvóta. Þetta gerist á tíma aukins atvinnuleysis. Allir vita að smábátarnir skapa mun meiri atvinnu er hinir stærri. Ötgerðar- menn cru fyrir löngu farnir aö líta á kvótann sem sína eign. Að þeir eigi aö fá allan alVakstur af lionum. Það er einmitt þess vegna sem þeir þvinga sjómenn til þátt- töku i kvótabraskinu. Fijálst framsal kvóta skapar ígildi eign- arréttar, hvað sem menn segja. Ég tel að dómur Hæstarettar firá þvííhaustsanniþaö." -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.