Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Spumingin Fylgist þú með prófkjöri sjálfstæðismanna? (spurt á mánudag) Helga Haraldsdóttir: Já, satt aö segja geri ég þaö. Róbert Clausen: Já, ég bíð bara eftir úrslitunum. Rúnar Hansen: Já já ég geri það og er búinn að kjósa. Gísli Sverrisson: Nei, það geri ég ekki. Páll Zophoníasson: Nei, nei, það geri ég sko ekki. Gylfi Guðmundsson: Já, ég fylgist auðvitað með því. Lesendur Ingaló - hættu- leg landkynning Gunnar Bjamason skrifar: Fyrir réttri viku var sýnd ein hinna íslensku kvikmynda í Sjónvarpinu. Hún hét því einfalda nafni Ingaló. Þetta var mynd um lífið í sjávar- plássi, líf sjómanna og þeirra sem vinna í verstöðvunum á Islandi. Um starfið og streituna í íslensku at- hafnalífi. Ekkert fjarri raunveruleik- anum, á köflum. - En langt frá sann- leikanum um helstu útflutningsaf- urð okkar fiskinn, og langt frá því að vera boðleg sem kvikmynd fyrir erlendan markað, að ekki sé nú talað um landkynningu fyrir þjóð sem á allt sitt undir útflutningi á ómenguð- um matvælum úr gullkistu sjávar. Þessi mynd, sem hefur verið verð- launuð af menningarklikunni, er svo hættuleg fyrir íslenskan útflutning sjávarafurða að nærtækast væri fyr- ir utanríkisráöuneytið að láta banna sýningu á henni, erlendis a.m.k. Þarna er dregið fram siðleysi sjó- manna og útvegsmanna og aðbúnað- ur sem verkar eins og ísköld vatns- gusa framan í fólk sem ekki þekkir til þessarar starfsemi okkar við sjáv- arsíöuna. Erlendar húsmæður sem sjá svona kvikmynd frá íslandi láta sér ekki til hugar koma svo sem mikið að líta við fiskafurðum okkar. Þær fá þá til- finningu að ekki geti átt sér stað vönduð framleiðsla matvæla í landi sem kynnir aðstæður og umhverfi hennar á þann hátt sem þama er lýst. Er nú ekki tími til kominn aö kynna þá hliöina á framleiðslu sjáv- Ur kvikmyndinni Inguló. - Bréfritari telur myndina ekki til framdráttar útflutn- ingsafurðum okkar. arafla sem sýnir raunveruleikann? Nefnilega hin nýju og tæknivæddu fiskiskip þar sem fiskur er unninn beint úr köldum sjónum. Þar sem sjómennimir á stóm frystitogurun- um búa við nánast heimilisaðstæður og besta atlæti með gufubaði og af- þreyingu hvers konar. - Það er ekki nokkur vafi að slík mynd yrði marg- falt betri kynning á erlendum vett- vangi en kvikmyndin Ingaló sem set- ur hroll að fólki sem vill landi og þjóð vel og neitar að leggja til fjár- muni sem skaða lífsafkomu þess þeg- ar upp er staðið. Atvirmuleysið 1 Reykjavík: Hvað vill Alþýðuf lokkurinn gera? Magnús Guðjónsson hringdi: Maður gæti haldið að þeir andstæð- ingar ríkisstj ómarinnar sem hæst láta vegna atvinnuleysisins hefðu eitthvað fram að færa til úrbóta. - Svo virðist hins vegar alls ekki vera, og þá ekki nema síður sé, ef eitthvað er. Þeir bera einungis fram ásakanir á ásakanir ofan, gagnrýna Perlu og Ráðhús og segja tíma til kominn að breyta til í borgarstjórn. - Auðvitaö einungis breytinganna vegna. Ég var einmitt að lesa í DV bréf frá einum frambjóðandanum í prófkjöri Alþýðuflokksins, Gunnari Inga Gunnarssyni. Hann er læknir og því ætti hann kannski að hafa eitthvað fram yfir aðra í þessu sameiginlega vinstra framboði. En um hvað skrif- ar hann? Jú, um Perluna og 600 at- vinnulausa Dagsbrúnarmenn. Rétt eins og hinir sem ekkert hafa að segja. Og það sem verra er, hann hefur engar úrbætur eða lausnir fram að færa fyrir hönd þeirra krata. Frambjóðandinn aumkar atvinnu- lausa verkamenn og fjölskyldur þeirra. En engin lausn. Hún hefði verið líkn í þraut hinna atvinnu- lausu. Þeir geyma líklega lausnar- orðið, kratarnir, þar til þeir komast að kjötkötlunum í Reykjavík. Eiga þeir e.t.v. urmul af lausum stöðum í Brussel eða Genf fyrir ófaglærða verkamenn úr Reykjavík? Já, því ekki að skipta á þeim og hinum sem kratar eru búnir að raða á j ötuna það sem af er yfirstandandi kj örtímabili? Enn heldur Sviss sérstöðu sinni Ragnar skrifar: Því var haldið fram til skamms tíma að þau lönd, sem ekki gerðust aðilar að EES-samningnum, myndu fljótlega einangrast efnahagslega. Ég get þó ekki með nokkru móti séð hvað aðildin gefur af sér fyrir íslenska neytendur með beinum hætti. Tollalækkanir fyrir útflutn- ingsvörur okkar verða jú einhverjar, en það er ekkert sem segir okkur að hve miklu leyti þær verða og allra síst að þær verði varanlegar. í umræðunni um óhagræði þess að samþykkja ekki EES-samninginn var sérstaklega bent á Sviss og því spáð að Svisslendingar ættu aldeilis eftir að Ðnna fyrir því að standa utan samkomulagsins. Ég sendi lesenda- dálki DV nokkrar línur á þeim tíma og fullyrti að þessu væri akkúrat öfugt farið. Sviss væri þegar í að- Hringið í síma 63 27 00 millíkl. 14 og 16 -eða skrifíð Nafn og simanr. verðtir aó fylgja bréfum Shimon Peres, Amr Moussa, utanrikisráðherra Egypta, og Yasser Arafat á fundi i DvaOS i SvÍSS. Simamynd Reuter stöðu sem hlypi ekkert frá þeirri þjóð þótt EES-samningur væri ekki á hennar borði. Allt hefur það ræst, og enn betur, ef eitthvað er. Sviss heldur sinni sér- stöðu sem aldrei fyrr. - Genf er ekki líkleg til að hverfa sem ein aðalmið- stöð fundahalda alþjóðastofnana og hinir og þessir smábæir í Sviss eru eftirsóttir sem aldrei áður fyrir mik- ilvæga fundi. Þetta helgast m.a. af því að Sviss hefur tekist það sem engri ef nokkurri annarri þjóð hefur tekist; að bjóða traustara öryggi en víðast annars staðar, svo og skipu- lag, aðbúnað og samgöngur sem hvergi gerast betri. Nýjasta dæmiö: fundur þeirra Per- esar og Arafat sannar svo ekki verð- ur um villst, að til Sviss sækja enn þjóðarleiðtogar og skipuleggjendur ráðstefna þegar mikið liggur við að ná samkomulagi á alþjóðavettvangi. Sviss nýtur legu landsins svo og þjóð- arinnar sem veitir þjónustu án þess að vera sjálf bundin alþjóðasamning- um um stjómunar- eða markaðsmál í bak og fyrir. Það er sannarlega ekki það sama að „vera“ sjálfstæð þjóð og „kallast" sjálfstæð þjóð. útáland -meö eöa án starfsmanna Július hringdi: Það er með eindæmum að starfsfólk skuli setja ráðuneytum stólinn fyrir dyrnar þegar um er að ræða að færa einstaka emb- ætti eða stofnanir frá Reykjavík eins og búið var að undirbúa - og það samkvæmt ábendingum flestra sem hafa fiáð sig x ræðu og riti á undanfömum áram. i flestum sveitarfélögrmi er nægur mannskapur til að taka við þeim störfum sem um er að ræða. Að bera við starfi eiginkvenna eða skólagöngu bama er hreint og klárt rugl. Friðrik hringdi: í ágætri rispu eftir Kristínu Maiju Baldursdóttur í Mbl. ný- lega ræddi hún gerviþarfir og hvenúg mætö lækka matar- reikiúng verulega með útsjónar- semi. Hún tók dæmi af konu einni sem rekur fjögurra manna heim- ili með 25-30 þús. kr. matarreikn- ingi með því að kaupa engan óþarfa og útiloka afiar gerviþarf- ir. Konan stígur td. aldrei fæti í bakari, sem hún segir vera ok- ursjoppur.. Hún bakar m.a. sín rúnstykki sjálf einu sbrni í viku, 70-80 stykki í senn. Allt var efiár þessu. lætta eigum við auðvitað taka upp, almenningur í þessu landi - og á þessum tímum. Kristinn Sigurðsson skrifar: Ef reglum um starfslok væri breytt þantúg að þau væru miðuö við 65 ára aldur myndu losna störf fyrir nokkur þúsund manns. - Hjá ísal t.d. eiga menn kost á því að hætta störfum 65 ára en því miður á skertum laun- um - í stað þess að hætta 67 ára. Ef ritó og sveitarfélög tækju slíka stefhu myndu losna þúsundir starfa, sem atvinnulausir ættu hugsanlega kost á. Ég skora á stjórnvöld að kanna þennan möguleika. Þó finnst mér ekki koma til greina að mönnum væri skipað að hætta heldur mættu menn velja. Einar Guðmundsson skrifar: Mér finnst vikublaðið Pressan hafa breyst til hins verra eftir til- komu aukablaðanna. Þetta er al- gjör óþarfi. Fólk vill bara vera með eitt gott blaö í höndunum. Þessi aukablöð og svokallaðir kálfar, sem fylgja, eru lítið annað en ragl; dagskrá, menning, og myndaseríur. Ekkert áhugavert lesmál. - Hið nýja blaö, Eintak, hefur tekið forskotið af þessum vikublöðum. Þar era fleiri mála- flokkar tekrúr fyrir, fleiri stutt og skörp skot. Meira lesefni í það lieila tetóð, og miklu betur skrif- að en Pressan. Eintatóð má þó að gæta sín á kláminu og soranum. Heilsugæslan í Haöiarflrði: Erftttaðná sambandi Matthildur skrifar: Ég hef átt í hinu mesta basli við að ná sambandi viö Heilsugæslu- stöðina okkar í Hafnarfirði. Ýmist næst ekki símasamband yfirieitt eða þá að ekki næst í viö- komandi lækni. Síðast varð ég aö biðja vinsamlega hjúkrunarkonu aðstoðar við aö nálgast lyfseðil fyrir mig. Það er bagalegt fyrir fólk aö geta ektó treyst á viðveru lækna á auglýstum tíma og hálfu verra að ná ekki símasambandi fyrr en eftir langa biö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.