Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRtJAR 1994 Menning Menningarverðlaun DV: Yf ir eitt hundrað listamenn hafa verið verðlaunaðir Menningarverölaun DV hafa skaj)- að sér fastan sess í menningarlífi Is- lendinga og eru orðin langlífari en önnur sambærileg verðlaun hér á landi, hafa verið afhent fimmtán sinnum. Listamennirnir úr hinum ýmsu listgreinum, sem hafa verið verðlaunaðir, eru orðnir meira en eitt hundrað talsins. Frá upphafi hefur Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræöingur haft umsjón með Menningarverðlaunum DV ásamt starfsmönnum blaðsins. Hann sagði meðal annars um menningar- verðlaunin yfir borðhaldi við af- hendingu verðlaunanna í fyrra: „Þetta eru ekki vinsældakosningar heldur tilraunir til hlutlægs mats á menningarlegu ástandi hverju sinni. Þetta mat hefur tekist framar öllum vonum eins og sést á því að við erum enn að meðan allar aðrar viðurkenn- ingar hafa dottið upp fyrir.“ Verðlaunin hafa alltaf verið afhent í veislusalnum Þingholti á Hótel Holti og svo verður einnig nú og er ávallt boðið upp á frumlegan og áhugaverðan hádegisverð sem lista- kokkar hótelsins framleiða af mikl- um metnaði. í fyrra var boðið upp á skötukjaft og svartháf. Þessa dagana er verið að huga að matseðli þar sem fiskréttir verða eins og áður í háveg- um hafðir. Verðlaunahafar í fyrra Eins og áður segir eru verðlaunahaf- ar komnir á annað hundraðið. í fyrra voru það átta listamenn í sjö list- greinum sem voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur. Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur fékk menningarverðlaun í leiklist fyrir leikrit sitt Hafið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Pétur Arason hlaut menningar- verðlaun í myndlist. Pétur rekur listagalleríið Önnur hæðin og hefur hann unnið óeigingjamt starf við að kynna íslendingum verk eftir marga þekktustu myndlistarmenn vorra tíma og greiða fyrir sýningum ís- Linda Vilhjálmsdóttir fékk Menning- arverðlaun DV í bókmenntum í fyrra. Verðlaunagripurinn sem hún heldur á var gerður af Svöfu Einarsdóttur glerlistarmanni. lenskra listamanna víða um lönd. Petri Sakari fékk tónlistarverð- launin í fyrra en undir hans stjóm tók Sinfóniuhljómsveit íslands stór- stígum framforum þau fjögur ár sem hann sat við stjómvölinn. Snorri Þórisson kvikmyndatöku- maður hlaut verðlaunin í flokki kvikmynda fyrir kvikmyndatöku sína á Svo á jörðu sem á himni. Margrét Harðardóttir og Steve Christer fengu verðlaun í arkitektúr fyrir Ráðhús Reykjavíkur. Linda Vilhjálmsdóttir fékk verð- laun í bókmenntum fyrir ljóðabók sína, Klakaböm. Kolbrún Björgólfsdóttir, eða Kogga eins og hún gjaman kallar sig, hlaut síðan menningarverðlaun í Usthönn- un fyrir framúskarandi listræna leir- muni. Þess má geta að tveir af verðlauna- höfunum í fyrra sitja nú í dómnefnd, Kolbrún Björgólfsdóttir og Steve Christer. -HK Sýningin ísland viö aldahvörf: Áhorfendur skynji breytingar og framfarir í upphafi aldar ísland við aldahvörf er sýning sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Markar þessi sýning upphaf hátíðarhalda í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins íslands sem lýð- veldishátíðarnefnd Reykjavíkur hef- ur skipulagt. Það er Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar sem hefur ann- ast undirbúning, skipulag og upp- setningu sýningarinnar. Markmiðið er þríþætt. Sýningin á að vekja at- hygli á einum merkisdegi í sögu þjóö- arinnar, 1. febrúar 1904, en þá tók Hannes Hafstein við embætti, fyrsti ráðherra íslands með aðsetri á ís- landi. Þar með flutti æðsta fram- kvæmdavaldiö í málefnum íslands til Reykjavíkur. í öðru lagi verður sýnt hvernig hugsjónir Hannesar Hafsteins í ljóðinu Aldamótin hafa ræst og hvaða árangur lögeggjan Einars Benediktssonar í íslandsljóð- um hefur borið. Loks er sýningunni ætlað að fá áhorfendur til að skynja þá miklu breytingu og framfarir sem urðu á íslandi við upphaf 20. aldar. í tilefni opnunarinnar verður dag- skrá þar sem Markús Örn Antonsson borgarstjóri mun flytja ávarp sem hann kallar Úr höfuðstað í höfuð- borg, Davíð Oddsson forsætisráð- ^ herra minnist Hannesar Hafsteins, fyrsta forvera síns í embætti, sungin verða ættjarðarljóð og fluttur verður Unnið að uppsetningu sýningarinnar ísland við aldahvörf. leikþátturinn Fyrsti ráðherrann eftir deilur hafa spunnist undanfama Indriða G. Þorsteinsson en miklar daga í sambandi við úthlutun verks- ins til rithöfunda, tveir voru kallaðir til, öðrum hafnað. -HK Gauragangur framundan 1 Þjoðleikhusinu: Leikarar í hljóðveri Æfingar standa nú yfir í Þjóðleik- húsinu á nýju íslensku leikriti með söngvum, Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Tónlistin er sam- in af meðlimum hljómsveitarinnar >*■ Nýdanskrar sem taka þátt í sýning- unni og sjá um undirleik. Þessa dag- ana er einnig verið að taka lögin upp á hljómplötu og er áætlað að geisla- plata með þeim komi út 11. febrúar, sama dag og frumsýningin verður. Ólafur Haukur byggir leikritið Gauragang á samnefndri unglinga- skáldsögu sinni sem kom út fyrir fimm árum og fékk góða dóma. Sag- an gerist í Reykjavík okkar daga og segir frá ástum, átökum, sorgum og gleði Reykjavíkuræskunnar og sam- skiptum hennár við eldri kynslóðina. Með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Siguijónsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en hátt á þriðja tug leikara og söngvara tekur þátt í sýningunni,_ ásamt hljómsveitinni Nýdanskri. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. -HK Leikarar í Gauragangi viö upptökur á tónlistinni í Stúdíó Sýrlandi. Graffíká Um þessar mundir standa yfir sýningar á Mávinum eftir Tsjék- hofí Þjóðleikhúsinu. Sá sem gerir leikmynd og búninga er litháiski myndlistarmaðurinn Vytautas Narbutas sem bæði starfar sem Sjálfstæður myndlistarmaður og er leikmyndatoiknari Litla leik- hússíns í Vilníus. Meðan á dvöl hans stóö hér á landi vann hann nokkur grafíkverk sem nú hefur verið komið fyrir á sýningu á leikhúslofti Þjóðleiklrússins ásamt fleiri verkum eftir hann. Auk þess hefur verið komið fyrir búningateikningum hans í Leík- húskjallaranum. Benjantíndúfa áþýsku Vaka-Ilelgafell hefur nú gengið frá samningum við þýskt bóka- forlag um útgáfu á verðlaunasög- unni Benjamín dúfa á þýsku og er stefnt að þvi að bókin komi út á næsta ári. Útgáfan á Benjaraín dúfu í Þýskalandi er enn ein skrautfjöðrin í hatt Friðriks Erl- ingssonar, höfundar bókarinnar, en bókin liefur fengið ijölda við- urkenninga og verðlauna. Hún hlaut íslensku bamabókaverð- launin 1992, barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur ári seinna og sama ár viðurkenningu frá Barnabókaráði íslands. Þá má geta þess að fyrir stuttu hlaut kvikmyndahandrit Friðriks eftir bókinni næsthæsta styi'kinn úr Kvikmyndasjóði íslands og verð- ur byrjað að kvikmynda í sumar. Áður hafði handritið hlotiö stvrk frá The European Script Found en 550 aðilar sóttu um styrk í þennan sjóð en 55 var úthlutað. stríðsáranna Stefnurog hugmyndaffræði í febrúar og mars verður fyrir- lestraröð að Kjarvalsstöðum sem ber heitið Listasaga eftirstríösár- anna - stefnur og hugmynda- fræði. Skiptast þessir fyrirlestrar í tvo hluta og nefnist fyrri hlutinn Byggingarlist, samtals fjórir fyr- irlestrar sem Pétur H. Armamis- son, arkitekt og arkitektúrfræð- ingur, flytur. Seinni lrlutinn nefn- ist Myndlist og er það Gunnar Kvaran, listfræðingur og for- stööumaður Kjarvalsstaða, sem heldur þá fyrirlestraröð í mars. Fyrirlestrarnir eru á vegum Listasafns Reykjavíkm' og End- urmenntunarstofnunar HI og eru á miövikudögum. Fyrsti fyrirlest- urinn er annað kvöld og hefst hann kl. 20.00. Röðtónlelka í hádeginu Röð af tónleikum verður í há- deginu í Norræna húsinu næstu þrjá mánuði. Er tónleikaröð þessi á vegum Háskóla íslands og eru fyrstu tónleikarnir á morgun. Þá munu Anna Guðný Guðmunds- dóttir, GuönýGuðmundsdóttirog Sigurður I. Snorrason leika verk eftir Milhaud og Stravinsky. Þrennir aðrir tónleikar verða í febrúar, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, og Kristinn Örn Kristins- son píanóleikari flytja lagaflokk eftir Roger Quilter og sönglög úr ýmsum áttum á tónleikum 9. fe- brúar, Þorsteinn Gauti Sigurðs- son píanóleikari verður með ein- ieikstónleika 16. febrúar og 23. febrúar verða djasstónleikar þar sem feögamir Arni Scheving og Einar Valur Scheving leika ásamt Þórarni Ólafssyni og Þórði Högnasyní. í mars verða síðan þrennirtónleikarog einirí apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.