Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Qupperneq 28
28 Halldór skilur ekki kratana. Skilur ekki krata „Ég skil ekki flokk sem er búinn að semja um ákveðið frumvarp á Alþingi en ályktar svo um allt annað í sinni æðstu stjórn. Mér virðist að Alþýðuflokkurinn sé með þessu að undirbúa að slíta stjórnarsamstarfinu," sagði Hall- dór Ásgrímsson í DV í gær um ályktun flokkssfjómar Alþýðu- flokksins á laugardag. í ályktun- inni var sagt að kvótakerfið hefði bmgðist og þvi beri að gjörbreyta fiskveiðilöggjöfinni. Áfram með kvótakerfið „Ég er algjörlega ósammála því að kvótakerfið hafi bmgöist. Ummæli dagsins Ýmsir gallar hafa komið í ljós en það er út í bláinn að segja að það hafi bragðist algjörlega enda benda þessir menn ekki á neina raunhæfa valkosti,“ sagði Hall- dór ennfremur. Sigraði samt „Eg lít á þessa niðurstöðu sem sigur þvi það er mjög lítill at- kvæðamunur á milli okkar. Ég er búinn aö ganga í gegnum slík- ar hremmingar undanfarið að það er ekki hægt að líta á þetta á neinn annan hátt en sem sigur,“ sagði Jóhaim Bergþórsson, verk- taki og bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, sem sóttist eftir 1. sætinu en hafnaði í öðm sæti. Bjargaði hundinum „Ég hélt að þetta væri mitt síð- asta. Maður hugsaði margt á leið- inni niður og fannst þetta aldrei ætla að taka enda. Loks stoppuð- um við. Vinkona mín og annar karlmannanna voru fljót upp á veg en ég hélt að ég myndi aldrei komast af þvi ég þurfti að halda á hundinum mínum sem var með í för,“ segir Valdís Brynjólfsdóttir en snjóflóð þeytti bifreið, sem hún var farþegi í, niður 80 metra hlíð í Búlandshöfða. Fjall- konurnar Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur fund í kvöld kl. 20.30 i Safnaöarheimili Fella- og Hóla kirkju. Stefanía V. Stefánsdóttir kemur á fundinn. Sólveig Guð- mundsdóttir kemur og sýnir hatta. ITC-deildin Irpa ITC-deiIdin Irpa heldur opin kynningarfúnd í kvöld 1. febrúar kl. 20.30 að Hverafold 1-3. Á fund- inum verður ITC-starfið kynnt. Fundir Auk þess flytur Vilhjálmur Guð- jónsson fræðsluerindi ura ræðu- undirbúning. Upplýsingar gefur Anna í síma 687876 og Guömund- ur í síma 644162. Allir velkomnir. OO Veður fer kólnandi Stormviðvömn klukkan 6 í morgun. Búist er við stormi á austurmiðum, Austfjarðamiðum og öllum djúpum Veðriðídag nema suðausturdjúpi. Austast á landinu verður nokkuð hvöss suðlæg átt og rigning fram eft- ir morgni en þar léttir til upp úr hádegi með suðvestan stinning- skalda. Norðaustanlands verður all- hvöss suðaustanátt og víða rigning í fyrstu en síðan allhvöss vestanátt og slydda eða snjókoma. Þar léttir til með allhvassri suðvestanátt síðdegis. í öðmm landshlutum gengur í vest- an- og suðvestanátt, víðast stinning- skalda með slyddu og síðar snjóéljum þegar líða tekur á morguninn. Síð- degis í dag og í nótt verður allhvöss eða hvöss sunnan- og suðvestanátt og éljagangur vestanlands. Um land- ið austanvert verður hægari suðvest- læg átt og él suðaustan til en léttskýj- að norðaustanlands. Veður fer kóln- andi og gera má ráð fyrir að frysti um allt land síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 17.15 Sólarupprás á morgun: 10.05 Síðdegisflóð i Reykjavík: 22.03 Árdegisflóð á morgun: 10.24 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 7 Egilsstaðir alskýjað 6 Galtarviti snjókoma 1 Keflavíkurflugvöllur snjókoma 1 Kirkjubæjarklaustur rigning 3 Raufarhöfh þokumóða 3 Reykjavík snjóél 1 Vestmannaeyjar slydda 1 Bergen alskýjað 3 Helsinki léttskýjað -20 Ósió skýjað -A Stokkhólmur snjókoma -8 Þórshöfh rigning 6 Amsterdam skýjað 5 Berlín rigning 4 Chicago heiðskírt -21 Feneyjar þokumóða 0 Frankfurt þokumóða -2 Glasgow rigning 8 Hamborg skýjað 3 London alskýjað 8 LosAngeles léttskýjað 13 Lúxemborg þokumóða -1 Madríd heiðskirt -3 Malaga skýjað 7 Mallorca þokumðn. 1 Magnús Guimarsson aðalbókari: önnur keppni „Ég sóttist eftir fyrsta sætinu og auðvitað fylgdi hugur máli. Ég er ánægður að þetta er yfirstaðið því svona prófkjör er erilsamt. Ég tók þessu eins og hverri annarri keppni og bað menn aö vera já- kvæða í þessu," segir Magnús Maðnr dagsins Gunnarsson aðalbókari sem náði 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Magnús er borinn og barnfæddur „Gaflari“ og fjölskylda hans hefur starfaö mikið innan Sjálfstæðis- flokksins. Ilann segist þó ekki hafa tekið þátt í flokksstarfi fyrr en fyr- ir fjórum árum er hann varð vara- Magnús Gunnarsson. um við þá og nú er min hesta- bæjarfulltrúi. mennska fólgin í ásknft að Eið- Magnús hefur verið aðalbókari íjölskyidan alltaf búferlum upp í faxa." Hvals hf, í 20 ár. Framan af flutti Hvalfjörö yfir vertíðina. „Okkur -JJ þótti þetta mjög skemmtilegt óg verst að ekki skuli mega veiða hvalinn lengur.“ Kona Magnúsar er Elisabet Karlsdóttir og eiga þau þrjú böm. Áhugamál Magnúsar em mörg og fjölbreytt. Hann situr í stjóm skógræktarfélagsins og er mikill áhugamaður um skógrækt og úti- vist. Um tíma sat hann í stjóm körfuknattleiksdeildar Hauka. „Ég hef aldrei spilað sjálfur held- ur var það sonur okkar sem dró mig inni í starfið eins og oft vill verða. Öðrum syni okkar, miklum dansáhugamanni, fylgjum viö allt- af þegar hann tekur þátt í keppni. Áður átti ég hesta en þegar börnin smituðust ekki af bakteríunni seld- Myndgátan Mælirbót ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Körfu- karla Keppninni í Visa-deildinni í körfúbolta verður fram haldið í kvöld. Að Hlíðarenda keppa Val- ur og Keflavík og hefst leikurinn Íþróttiríkvöld kiukkan 20.00. í riðlunum stend- ur Keflavik best að vígi og er langefst. Valur er hins vegar í neðsta sæönu. í riðlinum verður einnig leikur Tindastóls og Grindavfkur á Sauðárkróki kl. 20.00. Einn leikur verður í 1. deiid karla í körfú í kvöld kl. 20.00 þeg- ar Höttur og Þór keppa á Egils- stöðum. Skák Úrslit í áskorendaeinvigjum FIDE uröu þessi: Timman - Lautier 4,5-3,5; Gelfand - Adams 5-3; Kamsky - van der Sterren 4.5- 2,5; Salov - Khalifman 5-1; Anand - Jusupov 4,5-2, 5 og Kramnik - Judasin 4.5- 2,5. Timman, Gelfand, Kamsky, Salov, Anand og Kramnik eru því komn- ir áfram í keppninni um að skora á Karpov, heimsmeistara. Þessi staða er úr 5. skák Timmans, sem hafði hvítt og átti leik, við Lautier. Tim- man á peði meira og með sigri í þessari skák náði hann forystu í einvíginu sem hann hélt til loka. 8 7 6 5 4 3 2 1 56. Re2! Be8 Hótunin var 57. Rf4+ Kh6 58. Re6 + Kg6 59. Rf8 + og vinnur biskup- inn. 57. Rf4+ Kg7 58. Re6+ Kg6 59. D£2! Drottningin gerir innrás og nú eru úrsht- in ráðin. 59. - Kh6 60. Dg3 Db2 + 61. Kh3 og Frakkinn ungi gafst upp. Jón L. Árnason A A A # A A A A A A m m ABCDEFGH Bridge Bjöm Amarson sendi þættinum þetta spil sem kom fyrir hjá Bridgefélagi lög- reglunnar sem spilar á fimmtudags- kvöldum. Karl Jóhannsson sat í sagn- hafasætinu í austur og landaði á fallegan hátt heim alslemmu í spaða. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ D53 V 42 ♦ D87 + 98532 * Á10972 V ÁK9 ♦ 65 + K76 ♦ 86 V DG1075 ♦ G942 + G4 Vestur Norður Austur Suður 1 G Pass 24 Pass 34 Pass 4+ Pass 44 Pass 4¥ Dobl Pass Pass 4 G Pass 5» Pass 5 G Pass 6» Pass 7é P/h Sagnir em í harðari kantinum, en eitt- hvað varð að gera til að réttlæta þær. Eitt grand lýsti 16-18 punktum, tveir spaðar var jákvæð sögn og 4 lauf, tíglar og hjörtu vom fyrirstöðusagnir. Eftir dobl suðurs á hjörtum spurði Karl um ása og kónga, fékk uppgefna tvo af hvom og lét vaða í alslemmuna. Suður spilaði út þjartadrottningu sem drepin var á ásinn, síðan fann sagnhafi að spila spaða á kóng og svína spaðaníunni. í Qórða slag var spaðaásinn tekinn, síðan tigulás og kóngur og tígull trompaður heima. Þamæst var spaðaásinn tekinn, hjarta hent í blindum, lauf á drottningu og lauf heim á kónginn. Þegar sagnhafi spilaði síðasta laufmu í þriggja spila endastöðu átti hann eftir K9 í hjarta en í blindum vom hjartaátta, tígultía og laufás. Suður átti GIO í hiarta og tíguigosa og gat ekki valdað báöa Utina. ísak Örn Sigurðsson ¥ 865 ♦ ÁK103 Á rvn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.