Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
Fréttir
Mætti ekki í réttarhöld í þjófhaðar-
og ölvunarakstursmáli eftir að honum var sleppt úr haldi:
Lögreglan leitar að
Steingrími Njálssyni
- rannsóknRLRílikamsárásarmálinuerálokastigi
Lögregluyfirvöld leita nú aö kyn-
feröisafbrotamanninum Stein-
grími Njálssyni í kjölfar þess að
hann mætti ekki í réttarhald vegna
ákæru í þjófnaöar- og ölvunarakst-
ursmáli sem Héraösdómur Reykja-
víkur hefur til meöferðar gegn hon-
um. Þegar síöast fréttist lágu ekki
fyrir upplýsingar um hvar Stein-
grímur hefur haldið sig en Héraðs-
dómur hefur gert ráöstafanir til að
hafa uppi á honum þannig að unnt
verði að freista þess að leiða hann
fyrir dómara.
Á miðvikudag í síðustu viku losn-
aði Steingrímur úr haldi í Síðum-
úlafangelsinu eftir aö hafa setið í
nokkrar vikur í gæsluvarðhaldi
vegna alvarlegs líkamsárásarmáls.
Héraðsdómur hafði fallist á kröfu
RLR um framlengingu á gæslu-
varðhaldinu en þá ákvörðun kærði
Steingrímur til Hæstaréttar sem
féllst á rök hans og hnekkti niður-
stöðu héraðsdóms. Steingrími var
því sleppt út á miðvikudag í síðustu
viku. í þvi máli var Steinrímur
grunaður um að hafa sært karl-
mann illa á kynfærum. Það mál er
ennþá í rannsókn hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins og hefur Stein-
grímur ekki viðurkennt þaö sem
hann er grunaður um.
Á fimmtudag í síðustu viku átti
Steingrímur að mæta í yfirheyrslu
í Hérðsdómi Reykjavíkur í öðru
sakamáli en þá lét hann ekki sjá
sig. Hlutaðeigandi aöilum í Héraðs-
dómi barst ekki vitneskja um aö
Steingrímur væri þá laus úr gæslu-
varðhaldi fyrr en þinghaldið átti
að fara fram og sakborningurinn
mætti ekki. í því máli er Steingrím-
ur sakaður um þjófnað í söluskála
Shell aö Sleitustöðum í Skagafirði
og tvö ölvunarakstursmál. I ööru
þeirra er honum gefið að sök að
hafa ekið ölvaður frá borði farþega-
feijunnar Norrænu í Danmörku
þann 5. júní 1993 en í hinu er hann
ákærður fyrir að hafa ekið undir
áhrifum áfengis skammt frá Akra-
nesi á Þorláksmessu árið 1992.
Steingrímur hefur áður hlotið tugi
dóma fyrir ölvunarakstur. Eför að
hann losnaði úr fangelsi eftir af-
plánun á dómi vegna kynferðis-
legrar áreitni við lítinn dreng viö
Skarphéðinsgötu fékk hann í hend-
ur ökuskírteini semgiltitiltíuára.
í þvi máh þar sem Steingrímur
var kærður fyrir líkamsárás á
framangreindan karlmann hefur
RLR að undanfomu unnið að þvi
að fá fram ýmsar tæknilegar niður-
stöður sem sendar verða ríkissak-
sóknara á næstunni. Málið er langt
komið h)á RLR og er niðurstöðu
að vænta hjá ríkissaksóknara á
næstu vikum. -Ótt
Ellefu
keppa um
titilinn
fegurðar-
drottning
Suðurnesja
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
Fegurðardrottning Suðumesja
verður kjörin í félagsheimilinu Stap-
anum í Njarövík 13. mars. Þá verður
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja háö
og sú sem sigrar hlýtur glæsUeg
verðlaun, m.a. 90 þúsund krónur,
skartgripi og önnur verölaun, auk
þess sem hún keppir fyrir hönd Suð-
umesja um titUinn fegurðardrottn-
ing íslands.
I Stapanum á laugardag velja stúlk-
umar sjálfar vinsælustu stúlkuna og
einnig veröur kjörin ljósmyndafyrir-
sæta Suðumesja. Ellefu stúlkur víðs
vegar af Suðurnesjum keppa um tití.1-
inn og hafa verið í strangri þjálfun
hjá Agústu Jónsdóttur, umsjónar-
manni keppninnar.
LiH f W JSS 11 'J
H| ” r \ i ■I Wm ■ í
; í %' V «1 Wa % . 9 K <Z3 M
Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru: Gunnur Magnúsdóttir Keflavik, Maria Erla Pálsdóttir, Njarðvík, Helga
Dögg Jóhannsdóttir Grindavik, Sunneva Sigurðardóttir Keflavík, Sigriður Oddsdóttir Njarðvík, Birgitta ína Unnars-
dóttir Garði, Birgitta Vilbergsdóttir Keflavík, Rakel Þorsteinsdóttir Keflavík, Sólrún Guðmundsdóttir Keflavík, Karl-
otta Malony Keflavík og Lovísa Guðmundsdóttir Njarðvik. DV-mynd Ægir Már
Tómas Gunnarsson lögmaður krefst svara við bréfi Hrafhs:
Hætta á að lögmenn taki
dómsvaldið í sínar hendur
- segiríathugasemdLögmannafélagsins
Tómas Gunnarsson lögmaður hef-
ur sent öllum hæstaréttardómumm
bréf þar sem hann ítrekar þá ósk sína
að fá endurrit af bréfi því sem Hrafn
Bragason, forseti Hæstaréttar, skrif-
aði Lögmannafélaginu og Héraðs-
dómstólunum og skýrði fyrra bréf
sitt með samantekt á kærum lög-
manna til Hæstaréttar.
í bréfi sínu segir Tómas að hann
fari fram á afrit af bréfum Hæstarétt-
ar þar sem hans sé getið í þeim báð-
um. Segir hann að bæði bréfin séu
leynibréf gagnvart sér. Brýnt sé að
hann fái upplýsingar um afstöðu
Hæstaréttar og einstakra dómara
réttarins til bréfanna sem forseti
Hæstaréttar hefur skrifað þar sem
hann hyggist flytja kærumál fyrir
Hæstarétti.
„Er þaö vegna þess að ég tel að
með ódagsetta bréfinu hafi- forseti
Hæstaréttar haft bein afskipti af
störfum héraðsdómstólanna, sem
eiga lögum samkvæmt að vera sjálf-
stæðir og óhlutdrægir. Engum,
hvorki stjórnvaldi, dómara eða öðr-
um, á að líðast það,“ segir Tómas í
bréfi sínu.
í fyrra bréfinu sagði Hrafn að mála-
tilbúnaður sumra lögmanna styddi
þvi miður það álit margra að rétt
væri að fella heimild til kæru niður.
Um þetta segir Tómas að óviðsættan-
legt sé „að opinber stofnun, sem ekki
hefur lagasetningarvald, skuh láta
slíka ályktun frá sér fara.
Athugasemd
Lögmannafélagsins
Þá hefur Lögmannafélag íslands
sent öllum lögmönnum athugasemd
við fyrra bréf Hrafns. Þar segir að
skýringu á óþarfa málskotum til
Hæstaréttar sé meðal annars að
finna í því að Hæstiréttur standi sig
ekki í útgáfu á dómum sem þar ganga
en Hæstarétti ber að gefa út alla
dóma á sínu dómstigi. Þetta hafi
„leitt til óþarfa málskota til Hæsta-
réttar, þar á meðal kærumála."
Ennfremur segir að það geti skapað
hættu á að lögmenn taki í raun dóms-
valdið í sínar hendur sé þeim ætlað
að ákveöa hvaða dómsathöfn fari til
Hæstaréttar og hundsa vilja umbjóð-
enda sinna. Telur stjórn Lögmanna-
félagsins þetta jafnframt geta heft
réttarþróun í landinu.
Segir jafnframt í athugasemdinni
að heppilegra væri að viðræður lög-
manna og dómara færu fram á sam-
eiginlegu málþingi dómara og lög-
manna. Loks er tahð að óheppilegt
hafi verið að nafngreina einstaka lög-
menn í samantektinni. Það sé ekki
til þess fallið „að treysta samband
lögmanna og Hæstaréttar, enda geti
slík nafngreining kastað rýrð á lög-
mennina sem fyrir verða."
-pp
Stuttar fréttir
Óperan án starfsmanna
Öllu starfsfólki Óperunnar í
Reykjavík hefur verð sagt upp
störfum vegna fjárhagserfiðleika.
Að sögn Morgunblaðsins á aö
endurskipuleggja reksturinn.
Fullfær tryggingaf élög
Tryggingafélögin í landinu telja
sig fullfær um að taka við hlut-
verki Húsatrygginga Reykjavík-
ur. Sjónvarpið greindi frá þessu.
Embættismenn valdir
Borgarráð ákvað í gær að ráða
Láru Bjömsdóttir í stöðu félags-
málastjóra Reykjavlkurborgar.
Þá mælti meirihluti ráðsins með
því að Hjörleifúr B. Kvaran yrði
ráðinn borgarlögmaður.
40 milljarðar afskrifaðir
Lánastofhanir lögðu um 40
miUjarða inn á afskriftareikninga
á tímabilinu 1988 til 1992. Sjón-
varpiö greindi frá þessu.
Villverðakona
íslenskur karlmaöur, búsettur
í Sviþjóð, vill láta breyta sér í
konu. Yfirvöld þar vilja hins veg-
ar ekki borga fýrir aögerðina
nema hann breyti líka um ríkis-
fang. Timinn segir afstöðu Svía
vera skýlaust mannréttindabrot.
Konur látnar vikja
Framkvæmdasfjóri Jafnréttis-
ráðs segir að verið sé að ýta kon-
um út af vinnumarkaðinum í at-
vinnuleysinu. Sjónvarpið greindi
Jrá þessu.
íslandbarágóma
Eftir að Sviþjóð, Finnland og
Noregur höföu gengið frá samn-
ingi viö Evrópusambandiö á dög-
unum var rætt um það í Brussel
að bjóða íslendingum aðild. Skv.
Tímanum var málið ekki kynnt
fyrir íslenskum stjórnvöldum.
Sýktir kettór og hundar
Um sjötti hver hundur og kött-
ur, sem kemur í einangrunar-
stöðina í Hrísey, hefur reynst
sýktur. Frá þessu var greint í
Dýralæknaritinu.
Starfsmönnum vaktfyrirtækis-
ins Vöktunar var í gær gert að
breyta lítillega fatnaði sínum sem
þótti oflíkur fótum lögreglunnar.
-kaa