Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 12
12
Spumingin
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994
Lesendur
Ætlarðu að fara eitthvað
um páskana?
Sólrún Skúladóttir: Nei, ég ætla bara
aö vera heima.
Bjarki Haraldsson: Nei, ætli þaö. Ég
verð örugglega aö vinna.
Einhleypir eða fráskildir karlmenn:
Verr settir en konur
Guðrún skrifar:
Ég vil vekja athygli á nokkrum
þáttum sem varöa einhleypa og/eða
fráskilda karlmenn. - Menn sem
þurfa aö borga með fleiri en tveimur
börnum hafa svo sannarlega nóg
með peningana að gera. Ég tala nú
ekki um ef maður missir vinnuna og
fer á atvinnuleysisbætur. Meðlögin
hlaðast upp og margir eiga erfitt með
að ná sér upp og greiöa þetta niður.
Hvað gerist svo þegar atvinnulaus
karlmaður byrjar að vinna eftir „frí-
ið“? Jú, hann þarf að semja viö inn-
heimtu sveitarfélaga og líklega getur
þriggja barna faðir aldrei borgað
minna en sem nemur meðlagi með 3
börnum en með því móti saxast ekk-
ert á skuldina sem hefur safnast upp.
Ekki eru allir fráskildir feður ríkir
og margir hafa lág laun, þótt ein-
hverjir hafi líka góö laun og greiði
þá e.t.v. tvöfalt meö sínum börnum.
Nú ættu allir að sjá hvaða aðstæður
þessir menn búa við. En hefur nokk-
ur minnstu áhyggjur af því? Það eru
þá helst mæöur þeirra en aðrir
finnast varla.
Til eru alls konar félög og samtök,
en þessir félitlu, samtakcdausu karl-
ar á öllum aldri hafa engan félags-
skap og satt að segja vill enginn í
þjóðfélaginu neitt af þessu vita. AUir
segja að barnameðlögin mættu vera
hærri og er það alveg rétt. Þar er
aðeins eitt ljón í veginum, nefnilega
peningaleysi greiðendanna (feðr-
anna). Kannski var líka ástæðan fyr-
ir sambúðarslitunum peningaleysi.
Stundum getur þetta leitt til þess að
þessir menn verða sjálfir að leita til
Félagsmálastofnunar því þeir þurfa
jú bæði að búa einhvers staðar og
boröa. Það eru mörgum karlmannin-
um þung spor að biðjast aðstoðar.
Þeir taka því ööruvísi en konur því
þeir eru vanir að „skaffa". Svona
aðstæður geta því valdið mörgum
andlegri fötlun, þannig að þeir fóta
sig ekki lengur í harðri lífsbaráttu.
Svo er annað mál, húsnæðismálin.
Meðlagsgreiðendur hafa engin tök á
að kaupa sér íbúð á frjálsum mark-
aði og ekki heldur að leigja þar íbúð.
Og hverju mæta þeir þegar þeir biðja
um að fá að kaupa félagslegar íbúðir?
Einungis: Nei takk, þú á þessum
aldri, þú átt ekki að þurfa neina að-
stoð, þetta er einungis fyrir eldri
menn, yfir fimmtugt, sextugt, eða
menn með börn á sínu framfæri! Og
nú er það svo, að móður er dæmt
fullt forræði yfir barni þótt talað
hafi verið um að breyta því og skrá
bæði móður og föður með forræði
yfir barninu. - Sem sé: meðlagsgreiö-
anda er sagt að hann sé réttlaus sem
kaupandi félagslegra íbúða vegna
þess aö hann uppfyllir ekki upptalin
skilyrði. Er ekki kominn tími til að
gera eitthvað fyrir einhleypa menn?
Að mati bréfritara eru einhleypir karlmenn mun verr settir en einhleypar konur.
Jón Baldvin blekkir
Kristinn Pálsson: Já, ég er að fara á
sunnudag og kem aftur í haust.
Kristín Þorfinnsdóttir: Ég vona að
ég eigi góða vini sem bjóða mér í
fjallaferð.
Brynjar Smárason: Ég fer líklega í
skíðaskála með Björgunarsveit Þor-
lákshafnar.
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Ríkisútvarpið sjónvarp hefur sýnt
þrjá þætti um erlenda menn og kon-
ur sem sest hafa að hér á landi og
gerst íslenskir ríkisborgarar. Þætt-
irnir voru alhr fróðlegir og gagnleg-
ir. Það vakti hins vegar furðu margra
að í síðasta þættinum var Jóni Bald-
vin Hannibalssyni óvænt smeygt inn
með gamlan áróður og blekkingu.
Þegar EES-samningurinn var til
umræðu taldi Jón Baldvin enga
hættu á því að útlendingar flykktust
hingað í stórum stíl eins og þeim
væri heimilt samkvæmt samningum.
Rök hans voru þau að Norður-
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
Ferðamálafulltrúi Ólafsfiarðar var
heldur en ekki ánægður með þann
áfanga að nú hefðu flestir tekiö hönd-
um saman um að fá næstu heims-
mgistarakeppnina í dorgveiðiþján-
ingu fiska hingað til lands.
Þaö er með ólíkindum hvað þessum
ferðamálafulltrúum og feröamála-
nefndum allra staða á landsbyggð-
inni hugkvæmist endalaus fiöl-
breytni í að bjóða ferðamönnum upp
á botnlausan skemmtitortúr á HIN
dýrin sem þetta land gista. Það er
eins og þessu fólki sem sagt er hafa
eðlilega heilastærð og virkni hans
geti ekki hugkvæmst neitt nema úr
Hringið í síma
63 27 00
millikl. 14 og 16
-eða skrifið
Nafn og símanr. vcrður að fylgja bréfum
landabúar hefðu haft atvinnuréttindi
lengi en ekki notfært sér þau. Eins
yrði með EB-löndin.
Þetta er lævisleg blekking því að
Norðurlandabúar flytja yfirleitt ekki
úr landi. Þeim vegnar hvergi betur
en heima enda sjást þeir sjaldan á
skrám yfir umsækjendur um land-
vistarleyfi vestanhafs þó að aragrúi
fólks af fiölmörgum þjóðernum sé
þar að finna. Vissulega mUnu íbúar
annarra EB-landa sækja fast að kom-
ast hingað.
Annars atriðis er vert að geta: í
fyrstu ræðu sinni á Alþingi í haust
fór Jón Baldvin mörgum oröum um
Dorgveiðiþjáning á frosnu Mývatni.
þessum þjáningariðnaði fyrir nátt-
úruunnendur.
Þetta minnir óneitanlega á þann
hluta íslensku þjóðarinnar sem er
orðinn svo borgarfirrtur aö hann
það að erfitt væri fyrir stjórnmála-
menn að standa frammi fyrir þjóð-
inni 17. júní næstkomandi vegna
hinna tröllauknu erlendu skulda
sem safnast hefðu upp. Þær ógna þó
ekki sjálfstæði okkar í líkingu við
EES-samninginn sem bæði skeröir
fullveldi okkar og opnar landhelgina.
Það væri góðverk að mínu mati að
útvega Jóni Baldvin starf í Brussel
fyrir þjóðhátíðardaginn svo að hann
þurfi ekki að mæta á Þingvöllum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætti
gjarnan fylgja honum út. Hún brást
á úrslitastundu.
getur ekki farið dagstund út úr borg-
arviðskiptalífinu út í náttúruna -til
að hlaða orkugeymana sína án þess
að vera að drepa einhver dýr.
Þessum misskildu karlrembudýr-
um finnst svo voða karlmannlegt aö
drepa. Þau fá svo fá eða engin tæki-
færi til að sanna karlmennsku sína
fyrir kynbræðrum sínum og sjálfum
sér, að ekki sé nú minnst á fyrir
„veikara“ kyninu, svo að þau telja
sig verða að veiða og drepa sem flest-
ar dýrategundir svo þau verði gjald-
geng í heimi hinna hörðu karl-
manna.
Og nú er mannúðarbaráttufélagið
Sjálfsbjörg farið að skipuleggja þján-
ingardorgveiðiferðir fyrir félags-
menn sína upp að Reynisvatni. Er
þá ekki skörin farin að færast upp í
bekkinn? Hvaða mannúð er eiginlega
hægt að sýna þessu sama fólki á eft-
ir, úr því að því er svona nákvæm-
lega sama um enn minni smæhngja
þessa heims en það sjálft? - Spyr sá
sem ekki veit.
Heimsmeistaramót í þjáningu hingað?
Fráteknirstólar
K.M.P. skrifar:
Við lestur viðtalsgreinar í Tím-
anum um sl. helgi, þar sem rætt
var við Steingrím Hermannsson,
formann Framsóknarflokksins,
kemur berlega fram að allt er
þetta ákveðið fyrirfram með
seðlabankastarfið. Steihgrimur
tiltekur dagsetningar hvað þá
annað. Og almenningur lætur sí-
fellt blekkjast af fréttum fiölmiðla
þar sem bollalagt er til mála-
Enginn Vest-
fjarðavandi
Vilhjálmur hringdi:
í sjónvarpsþætti sl. sunnudag
við nokkra útgerðarmenn um
m.a. hinn svokallaða Vestfiarða-
vánda kom berlega i ljós aö það
er um engan sérstakan vanda á
Vestfiörðum að ræða. Málið er
einfaldlega það að Vestfirðingum
finnst að þeir eigi að sitja að
þorskveiðum um fram aðra
landsmenn. Við takmörkun á
þorskveiðum beri svo sfiórnvöld-
um að skaffa vestfirskum sjó-
mönnum ígildi aflatakmörkunar-
innar.
Bregðast
fjölmiðlar?
G.B. skrifar:
Algengt er að fiölmiðlar gagn-
rýni stjómmálamenn en láti hjá
líöa að koma með beinharðar til-
lögur sem stjómmálamenn veröa
þá að taka afstööu til. Ríkisstjóm-
ir em skammaðar í sífehu í for-
ystugreinum dagblaða og víðar
fyrir hallarekstur ríkissjóðs og
lántökur erlendis. En kemur ein-
hver með tillögur um hvar megi
spara? Ekki hef ég orðið var við
það nema sígildar hugmyndir DV
um niðurskurð í landbúnaðar-
málum sem duga þó hvergi nærri
til að brúa bilið í ríkisrekstrinum.
Er von á góðu þegar fiölmiðlar
bregöast þannig mikilvægu hlut-
verki sínu? Það er þó e.t.v. að
rofa til í þessum málum. í tímarit-
inu Efst á baugi hafa sést sparn-
aðartillögur og síöan frá Verslun
arráði Islands sem getur þó ekki
tahst til fiölmiðla.
Þakkirtil Pizza-
hússins
Sigríður Tómasdóttir skrifar:
Fimmtud. 3. mars sl. fór ég í
hádeginu í Pizzahúsiö viö Grens-
ásveg. Eg var svo óheppin að rífa
sokkabuxur mínar á stólnum
sem ég sat á. Ég kallaði í unga
stúlku sem vinnur þarna og sagði
henni frá þessu. Hún skipti um
stól og kom svo th min skömmu
síöar og spurði mig hvaða tegund
og stærð af sokkabuxum ég not-
aði. Eftir skamma stund kom hún
aftur með tvennar sokkabúxur,
aðrar fyrir þær skemmdu, hinar
sagði hún að væru í sárabætur,
Því miður láðist mér að spyija
stúlkuna að nafni. - Þetta finnst
mér frábær þjónusta og viðmót
sem ég þakka.
Deildfyrirheila-
sjúkdóma
Bryndís skrifar:
Eg hélt að fréttakonu á Stöð 2
hefði orðiö ihilega á í messunni í
fréttatíma 25 febr. sl. er hún
kynnti nýja deild fyrir alsheimer-
sjúklinga. Hún talaði um deild
fyrir „heilabilaða einstakhnga"
En svona hefur þetta verið mat-
reitt fyrir fréttakonuna því í Mbl.
sama dag var fyrirsögnin: „Heila-
bilunardehd opnuð í Eir“. Að
mínu mati er orðið heilabUun af-
ar ósmekklegt orð yfir sjúkdóm
og fólk skUur vart þessa orðnotk-
un. Mér finnst að þessa nýju deild
ætti að kalla „Deild fyrir einstakl-
inga með heilasjúkdóma' eöa
„heilasjúkdómadeUd“.