Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 Fréttir Samvinna fyrirtækja í útgerð á Vesturlandi Siguröur Svenissan, DV, Akranesi: Viðræöur hafa að undanfórnu staðið yfir á milli forráðamanná Sæfangs í Grundarfirði og Kros- svíkur á Akranesi um samstarf fyr- irtækjanna. Þá er stefnt að því að Krossvík taki frystihús Hafamar- ins á Akranesi á leigu þegar leigu- samningur við HB hf. rennur út 15. mars. Sæfang gerir út togarann Runólf og rekur að auki fiskvinnsluhús í Grundarfirði. Útgerðin og fisk- vinnslan voru nýlega sameinuð undir nafni Sæfangs en fram að því var togarinn rekinn af Guðmundi Runólfssyni hf. sem er gamalgróið fyrirtæki í Grundarfirði í eigu Guð- mundar Runólfssonar og 7 sona hans sem allir starfa hjá því. Sam- kvæmt heimildum DV verður einn sona Guðmundar sennilega fram- kvæmdastjóri Krossvíkur. Samstarf Hafamarins og Sæ- fangs er ekki alveg nýtt því fyrir- tækin hafa sl. ár unnið sameigin- lega að gæðastjórnunarátaki sem styrkt var af Byggðastofnun til að kanna möguleika á samstarfi fyrir- tækjanna. Haföminn er nú í greiðslustöðv- un og verið er aö leita nauðasamn- inga við kröfuhafa. Fyrir skömmu var togarinn Sæfari seldur en út- gerð hans hefur gengið mjög erfið- lega allt frá því hann var keyptur. Krossvík hefur samið um ráðstöf- unarrétt yfir kvóta Sæfara og mun væntanlega taka frystihús Hafarn- arins á leigu. Að aðgeröunum loknum verður rekstur Krossvíkur því með svip- uðu umfangi og rekstur Hafarnar- ins var áður að því frátöldu að tek- ist hefur að selja Sæfara. Gangi nauðasamningarnir eftir munu þeir ásamt sölunni á Sæfara laga skuldastöðu Hafarnarins um 170-180 millj. króna. Engu síður er ljóst að miklar skuldir verða áfram helsta vandamáhð. Broddanesskóli sem hýsir safnið. DV-myndir Guðfinnur Bókasafn í Broddanesi: Stof nað 1845, sama ár og Alþingi var endurreist Guðfmnur Fmnbogason, DV, Hólmavílc Bókasafnið, sem nú er til húsa í Broddanesskóla í Kollafirði í Strandasýslu, er að stofni til eitt hið elsta í landinu. Þaö var stofnað 1845, sama árið og Alþingi íslendinga var endurreist, og tengist að nokkru leyti þeirri þjóðarvakningu sem þá varð. Forgöngu um það mál höfðu synir Einars Jónssonar, bónda og dannebrogsmanns, á Kollaíjarðar- nesi. Fyrir þeim var Ásgeir, sem seinna var kenndur við Þingeyrar, en hann var einmitt fyrsti þingmað- ur Strandamanna. í upphafi var nafn þess „Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða". í gegnum tíðina hefur það átt sín góðu og slæmu tímabil sem spannað hafa nokkur ár, jafnvel áratugi. Á nær heilli öld skólaleysis en mennt- unarþorsta þjóðarinnar varð vegur þess mestur. Þegar margir nýríkir þegnar þessarar þjóðar auðguðust á ófriði úti í heimi hófst mesti niður- lægingartími þess. Þá var snúið baki við mörgu þvi sem ekki varð í askana látiö. Hið merka og gamla safn hefur nú Bækur í hillum verið hafiö til vegs á ný. Góð viðbót við það hefur komið frá Lestrarfélagi Óspakseyrarhrepps og hefur fulltrúi þess, Rögnvaldur Gíslason, bóndi og hagleiksmaður í Gröf, átt þar drýgst- an hlut að máli. Sá hluti safnsins sem talinn var hæfur til útlána er allur í aðgengi- legu formi. Með nýlegum bókum, sem eru i miklum minnihluta, telur safnið um 3000 titla. Umsjón með útlánum verður í hendi Sigríðar Guðbrandsdóttur í Broddanesi. HöfníHomafiröi: Dýpka innsiglingarrennuna - kostnaöurinn kominn upp í 30 milljónir Sérstakt dælingarátak hefur verið í gangi undanfama 6 mánuði við að dýpka innsiglingarrennuna á Höfn í Homafirði í sjö metra þannig að hægt sé að taka inn stærri skip, eins og t.d. loðnuskip. Þrjú sanddæluskip hafa verið að störfum og er ' kostnaðurinn við framkvæmdirnar síðasta hálfa árið kominn upp í 30 milljónir króna en jafnframt dýpkun hefur verið hægt að hreinsa höfnina af ólíklegustu hlutum sem í hana hafa fallið í gegn- um tíðina. Dælingin hefur komið sér vel því að á loðnuvertíðinni var hægt að koma loðnuskipinu Húnaröst inn í innri höfnina sem ekki var hægt fyrr. Þannig var hægt að dæla og flokka loðnu beint úr skipinu. -ingo Hafnarfjörður: Framboðslisti sjálf- stæðismanna í sam- ræmi við próf kjörið Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur samþykkt fram- boðshsta Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjómarkosningamar næsta vor. Frambpðshstinn, sem er í sam- ræmi við niðurstööur prófkjörsins sem haldiö var í lok janúar, er þann- ig skipaður: 1. Magnús Gunnarsson aðalbókari. 2. Jóhann G. Bergþórsson forstjóri. 3. Ellert Borgar Þorvaldsson skóla- stjóri. 4. Valgerður Sigurðardóttir fiskverkandi. 5. Þorgils Óttar Mat- hiesen viðskiptafræðingur. 6. Ragn- heiður Kristjánsdóttir kennari. 7. Ámi Sverrisson framkvæmdastjóri. 8. Magnús Kjartansson hljómlistar- maður. 9. Gissur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður. 10. Helga R. Stefánsdóttir húsmóðir. 11. Gunn- ar Á. Beinteinsson viöskiptafræðing- ur. 12. Kristinn Arnar Jóhannesson rafmagnstæknifræðingur. 13. Skarp- héöinn Orri Bjömsson nemi. 14. Björk Pétursdóttir húsmóðir. 15. Sig- urður Einarsson arkitekt. 16. Ásdís G. Konráðsdóttir verkstjóri. 17. Jón Gestur Viggósson kerfisfræðingur. 18. Þórunn Sigþórsdóttir nemi. 19. Ólafur Torfason verkstjóri. 20. Trausti Jónasson rafvirki. 21. Bergur Ólafsson rekstrarhagfræðingur. 22. Hjördís Guðbjörnsdóttir skólastjóri. -GHS Raufarhöfn: Oddvitinn ekki í framboð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Menn em ekki mikið að spá í póh- tíkina þegar atvinnulífiö er jafn blómlegt og það er núna, enda langur tími til kosninga," segir Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn. Lítið hefur heyrst um væntanleg framboð á Raufarhöfn fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Þó liggur fyrir að Angantýr Einarsson, oddviti Raufarhafnarhrepps, sem var efsti maður á hsta Álþýðubandalagsins fer ekki fram aftur. Alþýöubandalag- ið hefur lagt fram hsta sinn og þar er Reynir Þorsteinsson í fyrsta sæti. í kosningunum 1990 fékk hsti óháöra einn mann kjörinn, Sjálf- stæðisflokkur einn, Framsóknar- flokkur tvo og Alþýðubandalag einn og mynda tveir síðastnefndu flokk- amir meirihluta. Alþýöubandalagiö í Kópavogi: Bæjarfulltrúarnir skipa fyrstu sætin Þrír af fiórum aðal- og varabæjar- fuhtrúum Alþýðubandalagsins í Kópavogi eru á framboðshsta flokks- ins til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Bæjarfulltrúarnir Valþór Hlöð- versson og Birna Bjarnadóttir skipa fyrsta og annaö sæti hstans en Elsa S. Þorkelsdóttir, fyrrverandi bæjar- fúhtrúi, er á miðjum lista. Framboðs- hstinn hefur verið samþykktur á fé- lagsfundi í Alþýðubandalagsfélaginu í Kópavogi og er hann þannig skipaö- ur: 1. Valþór Hlöðversson bæjarfuh- trúi. 2. Birna Bjarnadóttir bæjarfuU- trúi. 3. Flosi Eiríksson húsasmiður. 4. Guðný Aradóttir yfirtölvari. 5. Helgi Helgason kennari. 6. Lára Jóna Þorsteinsdóttir fóstra. 7. Bjarni Benjamínsson nemi. 8. RagnhUdur Ásvaldsdóttir skrifta. 9. NeU Mac Mahon menntaskólakennari. 10. Þór- unn Bjömsdóttir varabæjarfulltrúi. 11. Logi Kristjánsson verkfræðingur. 12. Auðun Guðmundsson háskóla- nemi. 13. Elsa S. Þorkelsdóttir lög- fræðingur. 14. Valdimar Lárusson leikari. 15. Guðbjörg Björgvinsdóttir verkakona. 16. Skafti Þ. Halldórsson kennari. 17. Ehsabet Sveinsdóttir nemi. 18. HaUdór Björnsson, vara- formaður Dagsbrúnar. 19. Margrét Guðmundsdóttir kennari. 20. Bene- dikt Davíösson, forseti ASÍ. 21. Sigur- laug Sigurðardóttir fuUtrúi. 22. Olaf- ur JÓnsson, fyrrverandi bæjarfuU- trúi. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.