Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 Fréttir Þrjár stúlkur á þrítugsaldri hætt komnar við Eldborg Má segja að ég haf i bjargað Ivfi þeirra segir Kristján Ágúst Magnússon, 25 ára bjargvættur „Þær gengu í þveröfuga átt þegar ég kom að þeim. Eg veit nú ekki hvort ég hef bjargað lífi þeirra, jú, það má kannski segja það því það var mjög blint, skafrenningur og blaut snjó- koma þegar ég fann þær. Ég veit ekki hvar þær hefðu endað göngu sína hefði ég ekki fundið þær,“ segir Kristján Ágúst Magnússon. Kristján bjargaði 25 ára danskri stúlku og tveimur 22 ára þýskum vinkonum hennar þegar þær lentu í hrakningum í mjög slæmu veðri við Eldborg á sunnudag. Stúlkurnar fóru frá Snorrastöðum, sem eru í um 40 mínútna göngufæri í góðu veðri frá Eldborg, um klukkan 10.30 um morguninn. Mjög gott veður var þegar þær fóru frá Snorrastöð- um, þar sem danska stúlkan vinnur, og höfðu þær hund af bænum með sér. Hins vegar versnaði veörið skyndi- lega um klukkan 11.30 og klukkan 12.50 ákvaö Kristján Ágúst Magnús- son, tengdasonur bóndans á Snorra- stöðum, að fara og leita stúlknanna. „Það var mjög blint þegar ég fór af stað. Ég tók með mér eldri hund- inn á bænum og gekk að Eldborginni þar sem ég vissi að þær ætluöu að verða. Hundurinn fann eiginlega slóðina og gekk á eftir mér eftir að við fundum hana. Það var svo um klukkan hálftvö sem ég fann þær. Þegar ég fann þær vissi ég eiginlega ekkert hvar við vorum því það sást ekki í Eldborgina en ég vissi í hvaða átt við áttum að ganga og kom fljótt auga á giröingu sem ég notaði svo sem kennileiti," segir Krislján. Hann segir aö stúlkumar hafi verið þokkalega búnar til útiveru fyrir ut- an það að þær vantaði almennileg höfuðfot. Þær hafi verið ágætlega á sig komnar þegar hann kom að þrátt fyrir aö snjókoman hafi verið blaut og mjög hvasst. Heimferðin tók um klukkustund og segir Kristján að hún hafi gengið mjög vel. -PP f slandsbankamót í bridge: Sveit Landsbréf a sigraði Sveit Landsbréfa var aö vonum kampakát í leikslok. Frá vinstri eru Þorlák- ur Jónsson, Guðmundur Páll Arnarson, Jón Baldursson, Sverrir Ármanns- son og Sævar Þorbjörnsson. DV-mynd IS Sveit Landsbréfa tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn í sveitakeppni í bridge meö því að vinna stóran sig- ur á sveit VIB í lokaumferð keppn- innar. Úrslitakeppni 10 sveita fór fram 30. mars-2. apríl á Hótel Loft- leiðum. Úrslitakeppnin var æsispennandi allt fram í síðustu umferð keppninn- ar og fyrir lokaumferðina áttu þijár sveitir möguleika á titlinum. Það var sveit Landsbréfa sem var með 149 stig, VÍB sem var með 143,5 og Trygg- ingamiðstöðin sem var með 141,5 stig. Sveitir Landsbréfa og VÍB áttust við í innbyrðis leik í lokaumferðinni. Sá leikur varð óvænt einstefna, spil- arar í sveit VÍB sáu aldrei til sólar og töpuðu 0-25. Tryggingamiðstöðin skoraði einnig 25 stig og sveit DV skaust upp fyrir sveit VIB með þvi að fá 25 stig í lokaumferðinni. Sveit Landsbréfa er skipuð þeim Jóni Baldurssyni, Sævari Þorbjöms- syni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Þor- láki Jónssyni og Sverri Ármanns- syni. Keppnisstjóri á mótinu var Kristján Hauksson sem jafnframt reiknaöi út Butler-árangur einstakra para. Guömundur Páll og Þorlákur náðu besta árangrinum, 17,61 stigi að með- altali í 18 hálfleikjum, Jón og Sævar næstbesta árangrinum með 17,17 í 9 hálfleikjum og Jón Þorvarðarson og Haukur Lngason úr sveit Metró 16,95 úr 11 hálfleikjum. Lokastaðan í mót- inu varð þannig: 1. Landsbréf 174 2. Tryggingamiðstöðin 166,5 3. DV 149,5 4. VÍB 143,5 5. Metró 139 6. Bíóbarinn 133 7. S. Ármann Magnússon 111,5 8. Magnús Magnúson 108 9. Hjólbarðahöllin 107,5 10. Sparisjóður Siglufjarðar 99,5 -ÍS Manchester: íslendingur skorinn í andlit Ungur íslendingur var skorinn í andlit með rakvélarblaðí eftir knattspymuleik Manchester Un- ited og Liverpool á miðvikudags- kvöld. Maðurinn, sem ekki bar merki neins knattspymuliðs, var í hópi samlanda sinna sem allir vom auðkenndir Manchester United. Hópurinn var á leið frá Old Trafford-leikvanginum að hóteli sínu þegar maður kom skyndilega hlaupandi aö þeim og sló í andlit mannsins. Hann horíði fomða á eftir hlaupandi manninum og fann síðan að fossblæddi úr djúpum skurði á kinninni. Þurftí aö sauma 8 spor á slysavarðstofu. Þrír Englendingar urðu fyrir sams konar árás þetta kvöld. Samkvæmt upplýsingum DV er talið að stuðningsmaöur Liverpo- ol-Iiðsins hafi verið á ferö og vilj- að hefna fyrir tap sinna manna. -hlh Jeppivaltí Langadal Jeppi valt á þjóöveginum við Geitaskarð í Langadal um hádeg- isbil annan dag páska. Tvær kon- ur voru í bílnum og skrámaðist önnur þeirra á hendi. Var þetta önnur bilveltan á þessum slóðum umpáskana. -hlh Snjóf lóö í Óshiíð Nokkur snjófióð féllu á Óshlíð- arveginn í fyrrinótt og í gær- morgun og lokuðu honum aiveg fyrir umferö. Reynt var að ryöja veginn undir hádegi í gær en ruöningstæki urðu frá að hverfa. Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson sá um aö ferja fólk milli ísafjaröarog Bolungarvíkur í allan gærdag og gekk vel. -hlh Harðurárekstur Harður árekstur tveggja fólks- bíla varð á Hvolsvelli í gærmorg- un. Blint var og mikil hálka og varð árekstri því ekki afstýrt. Engin slys urðu á mönnum en bílarnirskemmdustnokkuö. -hlh í dag mælir Dagfari_____________ Fermmgarbörnin græða Það er vesöld í landi. Tiu þúsund manns ganga um atvinnulaus og fyrirtækin hrynja niður hvert af öðru. Þorskkvótinn er uppurinn og loðnuvertíðinni lokið. Þaö er hart í heimi og launin duga vart til hnífs og skeiðar. Það er undir þessum formerkjum sem íslendingar halda páska hátíð- lega og geta því miður lítið annaö gert en eyða því litla sem eftir er í buddunni. Nokkur þúsund lands- manna skelltu sér í sólarlanda- reisu, hundruð fóru í skíðaferðir til Austurríkis og svo eru þeir sem ferðast um á vélsleðunum og fjór- hólatrukkunum upp um allar óbyggðir og fátæktin og eymdin drýpur þar af hverjum bensín- dropa. Þetta eru auðvitað harkalegar afleiðingar kreppunnar og ekki nema von að Islendingar kvarti sáran undan ástandinu meðan þeir verða að sóa páskunum og þeim htlu peningum sem eftir eru í utan- lands- og óbyggðaferðir og hafa ekki einu sinni efni á því að vera heima hjá sér! Sumt fólk er þó óheppnara en annað og situr uppi með unglinga sem eru að fermast. Annaðhvort neyðist þetta fólk til að halda upp á fermingu barna sinna ellegar mæta í boðið og sannast sagna sleppa afar fáir íslendignar við fermingarveislur, nema þá þeir sem flýja land um páskana til að losna við þau peningaútlát sem fylgja fermingunum. En meðan foreldrar og gestir blæða eru það fermingarbörnin sjálf sem gleðjast mest. Ekki endi- lega yfir fermingunni og því að komast til endanlegtar skírnar, heldur af hinu að það eru ferming- arbörnin sem græða mest og eru sennilega eini hópurinn í landinu sem þarf ekki að kvarta undan kreppunni. Dagfari sótti eina slíka fermingu um páskana og þegar hann var oröinn úttútnaður af áti og sestur út í horn til að fá hvíld fá erli og hávaöa veislunnar komst hann ekki hjá því að heyra tal tveggja fermingarsystkina sem voru að bera saman bækur sínar. „Hvað fékkst þú?“ „Ég fékk hundraö og tuttugu þús- und kall í peningum, svo fékk ég gjafabréf á fatabúð og tvennar stereógræjur í herbergið mitt. Svo fékk ég skíði og allar græjur og eyrnalokka og tölvuborð fyrir tölv- una mína og vídeótæki og mynda- vél og ég man bara ekki meira og ég man ekki hverjir gáfu mér hvað. Enda kannski ekki von því ég þekkti ekki nærri alla gestina. Hvað fékkst þú?“ Ég fékk hundrað og fimmtíu þús- und í peningum. Svo fékk ég nokkr- ar bækur, ljóðabækur, held ég, og náttúrulýsingar." „Oj bara,“ sagði hitt fermingar- bamið. „Það er ekkert varið í að fá bækur. Af hverju baðstu ekki fólkið um að gefa þér heldur monní?“ „Æ, þú veist hvemig þetta er. Sumt fólk er svo gamaldags. Það heldur að maður lesi bækur en pabbi sagði að þetta væri allt í lagi. Ég get farið með þær í búðina og fengið þeim skipt fyrir geisladiska. Svo fékk ég líka tölvu frá afa og utanferð frá systkinum mömmu og pabbi gaf mér hest.“ „En æðislegt," sagði hitt ferming- arbarnið. „Eg var búinn að panta hest og mamma sagði aö Siggi frændi mundi örugglega gefa mér hest af því að hann býr í sveit, en svo kom Siggi frændi ekki i veisl- una og það voru ekki nema áttatíu og fjórir sem komu og þó vorum við búin að bjóöa fullt af ööra fólki og þess vegna græddi ég ekki eins mikið á veislunni og ég átti von á. Mamma var rosalega spæld og Kiddi bróðir segist ekki ætla að halda fermingarveislu þegar hann verður fermdur ef ekki koma fleiri. Og þá sagði pabbi að það væri verst fyrir hann sjálfan því þá fengi hann ekkert og þá væri eins gott að sleppa því alveg að fermast. Aum- ingja Kiddi fór þá að hágráta og þá lofaði pabbi að hann skyldi gefa honum snjósleða og þá hætti Kiddi að gráta.“ Nú var Dagfari búinn að fá nóg af því að heyra um gróða ferming- arbarnanna, enda staurblankur maðurinn. Hins vegar rann upp fyrir honum þaö ljós að ef menn vilja komast út úr kreppunni og vesöldinni þá er ekki nema eitt ráð við því. Það er að fermast á nýjan leik! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.