Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 Fréttir Þjóðhagsstofnun með drög að nýrri þjóðhagsspá: Ef nahagslíf ið réttir úr kútnum - endimörk kreppunnar, segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „Það bendir flest til þess að við séum komnir að endimörkum krepp- unnar. Það eru engin tákn um að hún eigi eftir að dýpka. Þvert á móti eru tákn um að hún fari að slakna. Menn þurfa hins vegar að gæta aö sér,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra um efnahagshörfurnar. Þjóðhagsstofnun hefur látið frá sér fara minnisblað til undirbúnings þjóðhagsáætlun og gerö fjárlaga- frumvarps. í stað samdráttar í lands- framleiðslu á þessu ári upp á 1,1 pró- sent er nú gert ráð fyrir að lands- framleiðslan standi í staö og hág- vöxtur taki síðan við. A næsta ári er gert ráð fyrir 1 prósent hagvexti en að síðan verði vöxturinn 2 til 2,5 pró- sent á ári. Þjóðartekjur eru taldar aukast meira en landsframleiðsla á næsta ári eða um 1,6 prósent vegna batn- andi viðskiptakjara. Af sömu ástæðu aukast þjóðartekjur lítillega á þessu ári. Batnandi viðskiptakjör eru rakin til betri tíöar í efnahagsmálum í heiminum. Gert er ráð fyrir að við-. skiptin við útlönd verði jákvæð um 3 milljarða á yfirstandandi ári. í drögum að þjóðhagsspá fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að atvinnu- leysið verði 5,3 prósent í stað 5,2 pró- senta í ár. Samkvæmt spánni eykst verðbólgan úr 1,7 prósentum í ár í 2 prósent á því næsta. í ár er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna skerðist um 2 prósent en sam- kvæmt spánni verður 0,5 prósent kaupmáttaraukning á næsta ári. Þá er í spá Þjóðhagsstofnunar gert ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarinnar minnki á næsta ári, bæði aö raun- gildi og sem hlutfaíl af þjóðarkök- unni. í minnispunktum Þjóðhagsstofn- unar er gerð grein fyrir þróun efna- hagsmála í umheiminum og spá Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um framhaldið. Samkvæmt úttekt OECD er ísland eina landið sem ekki nær hagvexti í ár og verður á næsta ári með minnsta vöxtinn. Verðbólga og atvinnuleysi er hins vegar óvíða minna en hér á landi. Hvað varðar afkomu ríkissjóðs kemur í ljós að hún er í meðallagi miðaö við önnur OECD-ríki. Elín Hirst sagði Eggert Skúlasyni upp störfum á Stöð 2: Ekki á mála hjá neinum - segir Elín. Vill tryggja sjálfstæði fréttastofunnar Eggert Skúlasyni fréttamanni var í gær sagt upp störfum á fréttastofu Stöðvar 2 með þriggja mánuða upp- sagnarfresti. Eggert tók sl. laugardag sæti Jóhanns Óla Guðmundssonar, forstjóra Securitas, í sljórn íslenska útvarpsfélagsins fyrir hönd starfs- manna. Elín Hirst fréttastjóri telur að seta fréttamanns í stjórn Stöðvar 2 ógni sjálfstæði fréttastofunnar. Elín fór því þess á leit viö Eggert aö hann segði sig úr stjóminni en hann varð ekki við því í gær og var honum þá sagt upp störfum. „Ég vil ekki að fréttamenn Stöðvar 2 séu í stjóm íslenska útvarpsfélags- ins. Ég vil halda okkur fyrir utan til að tryggja áframhaldandi sjálfstæði fréttastofunnar. Þetta var mín ósk til Eggerts. Hann sá hins vegar ekki ástæðu til að segja sig úr stjórn og sagði að ég yrði þá að segja sér upp störfum sem ég síöan neyddist til að gera,“ segir Elín Hirst fréttastjóri. Hún segist finna að á bak við þessa Eggert Skúlason á stjórnarfundi Stöövar 2 i gær. Með honum á myndinni eru Jafet S. Ólafsson, nýráðinn útvarps- stjóri, og Jóhann J. Ólafsson. „prinsipp“afstöðu sína sé mikill stuðningur meðal fréttamanna en mönnum sé auðvitað mikil eftirsjá í Eggert. „Ég er ekki á mála hjá minni- eða meirihluta eða fyrrverandi minni- eða meirihluta. Ég vinn samkvæmt minni eigin sannfæringu og hef alltaf gert það,“ sagði Elín aðspurð hvort hún hefði fengið tilmæh frá meiri- hluta stjómar félagsins um að segja Eggert upp störfum. A fundi starfsmannafélags ís- lenska útvarpsfélagsins, sem haldinn var í gærmorgun, komu fram skiptar skoðanir um setu Eggerts og Maríu Maríusdóttur yfirþýðanda í stjóm og varastjóm íslenska útvarpsfélags- ins. Deilurnar snerust aðaUega um réttmæti þess að Eggert og María sitji í umboði Jóhanns Óla Guð- mundssonar. Að sögn Maríu Maríus- dóttur var ákveðið að gefa umhugs- unarfrest og halda annan fund í dag. Þá á að greiða atkvæði um máhð. Ekkert lát á átökum á Stöð 2: Stuttar fréttir Vilja kæra alla gömlu stjórnina imkvæmt öruggum heimildum er mikill viiji fyrir því innan i meirihiutans í íslenska útvarps- pnu að óska eftir hluthafafundi a 13. júlí nk. þar sem óskað veröi 1 heimild fundarins til að höfða saka- og skaðabótamál gegn Ingi- mundi Sigfússyni, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, Jóhanni Óla Guð- mundssyni og Stefáni Gunnarssyni en þeir sátu allir í gömlu stjóminni. Málið yrði höfðað vegna starfsloka- samnings Páls Magnússonar, fráfar- andi sjónvarpsstjóra, og sölu á hluta- bréfum Stöðvar 2 í Sýn. Þetta mun hafa verið rætt á fyrsta stjómarfundi nýju stjórnarinnar sem haldinn var í gær. Páll Magnússon, fyrrverandi sjón- varpsstjóri og núverandi stjórnar- maður í Stöð 2, ræðir við Ingimund Sigfússon. DV-myndir S Skiptar skoöanir eru meðal starfsmanna íslenska útvarpsfélagsins um setu fulltrúa starfsmanna í stjórn fyrirtækisins. Fundur var haldinn í þeirra röðum í gær og annar verður í dag þar sem á að greiða atkvæði um málið. Jóhanna á varðbergi í stjórnarráöinu hefur verið rætt um að felia niður ríkis- ábyigð á húsbréfum og færa umsýsluna til banka og spari- sjóða. Jóhanna Siguröardóttir spyr sig í Morgunblaöinu hvort: verið sé að grafa undan húsbréfa- kerfmu. Rannsóknir sýna að peningum til kaupa á próteindrykkjum til vöðvauppbyggingar er kastað á glæ. Að sögn Tímans er kjöt, fisk- ur, egg og ostur ódýrari kostur og árangursrikari. MeðhjóláHeklu Tveír hjólreiðamenn ldifu Heklu um síðustu helgi og hjól- uðu síðan niður. Mbl. greind frá þessu. Skyggt gler var sett í glerskál- ann við Iðnó þrátt fyrir að Hús- friðunarnefhd sé ósátt við skyggt gler. Skv. Mbl. vill nefndin aö skipt veröi um gler. Kaupfélagssijórí hesttir lagsstjóri hjáKÁá Selfossi, hefur sagt stax-fi sínu Iausu. Tíminn greindi frá þessu. Varaðviðíshjömum Suðvestlægir vindar hafa fært hafls aö Vestfjörðum og er ísjað- arinn nú 16 mílur fr á landi. Vegna þessa telur Veðurstofa íslands hættu á því að isbirnir séu á ferö um Hornstrandir. Steypustöðin á Blönduósi átti lægsta tilboð í Norðurlandsveg um Giijá. Tilboðið hjóðaöi upp á 1,2 milijónir eöa 49,5% af kostn- aðaráætlun. Pimm önnur tilboð bárust Vegageröinni, það hæsta upp á 3,9 milljónir. Breyting á rekstri Kristnesspít- ala í öldrunarspítala myndi fjölga störfum þar um 40. Samkvæmt Mbl. yrði kostnaðurhm 170 til 250 milljónir. Akvörðunar er að vænta á næstu vikura. EggertSkúlason: hpwet if skw uru VCIR á Elínu „Ég hef það á tilfinningunni aö það hafi verið þrýst á Elínu. Mér finnst þotta sérstaklega loiðinlogt fyrir hana vegna þess að við höf- um alltaf verið vinir og ég óttast að þetta muni skaða fréttastofuna verulega," segir Eggert Skúlason fréttamaður en honum var sagt upp störfum á fréttastofu Stöðvar 2 í gær. „Þaö var uppi mikiil ágreining- ur milli mín og Elínar um hvort það skaðaöi fréttastofuna að ég sæti í stjórn fyrirtekisins. Ég er þeirrar skoðunar að svo sé ekki en hún telur að svo sé. Ég stend á sannfæringu minni í þessu máli,“ segir Eggert. Eggert segir að Sigurður G. Guöjónsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins, hafi einnig lýst þvi yfir á starfs- mannafundi i gær að meirihlut- inn vildi helst ekki hafa fulltrúa í sljórninni sem væri jafnáber- andi og Eggert. Sigurður hafi sagt að það væri í lagi að dagskrár- geröarmenn eða tæknimenn sætu í sijórn. Eggert segist gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnai*setu út uppsagnartímann. Hann ætlar að vinna út uppsagnarfrestinn en segir alls óák veðið hvað við taki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.