Alþýðublaðið - 24.12.1960, Page 9
Hér segir frá einsiöku flugafreki úr síðustu heimsstyrjöld
4
með okkur í gegnum frum-
skóginn.“
Annar sagði: „Ég vil heldur
vita af konu minni í flugvél-
inni hjá Hó, heldur en að hún
verði hér kyrr og lendi í hönd-
um Japana.“
Mennirnir í kringum Hó
tóku undir þetta einum rómi.
Síðan sagði einhver, að karl-
mennirnir gætu fyllt í holurn-
ar á flugbrautinni meðan kon-
urnar reyndu að bæta verstu
götin á vélinni. Hvort hann
gæti þá flogið vélinni?
Hó Fun yppti öxlum og
sagðist aðeins hafa eitt líf.
Verra væri það með konurn-
ar. Þær væru margar.
Síðan var ákveðið í skyndi
að reyna að gera víð vélina.
Nokkrar konur þustu til bæj-
arins eftir dúk til að festa yfir
götin og mennirnir unnu sem
óðir væru að því að laga aðra
flugbrautina. Þeir sem voru
vopnaðir stóðu vörð.
Það gekk greiðlega að bæta
vængina, og þegar geymar vél-
arinnar höfðu verið fylltir af
benzíni, setti Hó Fun hreyfl-
ana í gang. Númer eitt fór í
gang á slaginu, en númer tvö
ekki fyrr en að hálftíma liðn-
um, eftir ítrekaðar tilraunir.
Hann haíði drepið á númer
eitt, meðan hann var að at-
huga hinn hreyfilinn, en
skömmu áður en drunurnar
frá þeim báðum yfirgnæfðu
allan hávaða, heyrði fólkið
skothríð í fjarska, sem fyrsta
vott þess að Japanir væru
komnir ískyggilega nærri.
Klukkan var nú orðin þrjú
síðdegis og fyrstu brezku her-
mennirnir, sem töfðu undan-
haldið, komu inn í bæinn hjá
flugvellinum. Þeir höfðu þá
særðu með sér, en þeir dauðu
höfðu orðið eftir. Þeir fluttu
þær fréttir að Japanir væru
nú aðeins í fimm kílómetra
fjarlægð.
Hó Fun ók vélinni fyrir
brautarendann og virti braut-
ina fyrir sér. Fyrir aftan hann
unnu menn að því að týna allt
ónauðsyniegt dót úr vélinni.
Þetta hafði verið vöruflutn-
ingavél og því var ekki miklu
að henda. Innan klukkustund-
ar var vélin tilbúin undir flug-
tak. Við hlið hennar stóðu
hundrað og fimmtíu menn,
konur og börn. Konurnar voru
orðnar sextíu og sjö, allar
brezkar utan kona bandarísks
trúboða og dóttir hennar.
Þama voru níu böm, en aldur
þeirra var frá nokkurra mán-
aða til tíu ára.
Hó Fun hafði ekki hug-
mynd um, hvað Douglasvélin
var gefin upp fyrir að bera.
Hann hafði einu sinni séð tutt-
ugu manns fara upp í álíka
vél, en það var kínverskt
fólk sem var mikið léttara en
þetta.
Hann sagðist kannski geta
tekiðþrjátíu og bað þrjátíu
konur að stíga um borð í vél-
ina. Enn var nóg rými í vél-
inni og Hó sagði að börnin
skyldu stíga um borð. Næst
voru tíu konur til viðbótar
valdar úr og sagt að fara um
borð. Pláss var fyrir fleiri og
enn bættust tíu í hópinn. Og
enn aðrar tíu, og þegar Hó lok-
aði dyrunum, voru allar kon-
urnar, sextíu að tölu, komnar
um borð og börnin níu.
Hó sagði að þetta þýddi
raunar ekki, þar sem vélin
næði sér aldrei til flugs með
þessum þunga. Þrjátíu konur
yrðu að verða eftir. Mennirn-
ir neituðu þessu og spurðu
hvort hann kynni ekki ein-
hver ráð. Hó sagði þeim að
hann gæti reynt að láta
hreyflana vinna til hins ýtr-
asta og síðan þeyta vélinni af
stað. Gallinn væri bara sá, að
hemlarnir héldu ekki vélinni,
ef hann ætti að fara þannig
að. Mennirnir buðust til að
halda vélinni kyrri, en Hó
sagði þeim að þeir hefðu ekki
afl til þess. Enski liðsforing-
inn gaf sig nú fram í annað
sinn og spurði hvort ekki væri
ráðlegt að binda vélina við tré,
meðan hreyflarnir væru þeytt-
ii, og síðan yrði höggvið á
kaðalinn eftir gefnu merki frá
flugmanni.
Hó féllst á þetta. Vélin stóð
alveg á brautarendanum í
skugga gildra trjáa. Kaðall-
inn sem þeir sóttu var sá sver-
asti sem þeir fundu. Öðrum
endanum festu þeir aftan í
vélina en hinum brugðu þeir
um trjábol. Þegar þessu var
lokið sagði Hó öllu kvenfólk-
inu að fara út, af því hann
þyrfti að raða því öðruvísi
i vélina. Þetta tók enga stund
og þegar allir voru komnir
um borð aftur, tók presturinn
og viðstaddir ofan höfuðfötin
og báðu fyrir Hó og farþeg-
um hans. Skothríðin nálgað-
ist stöðugt.
Hó gaf síðan mönnunum
merki og setti hreyflana á
fulla ferð. Vélin rykkti í kað-
alinn, eins og hún ætlaði að
rífa tréð up með rótum. Þegar
hreyflarnir höfðu náð fullum
snúningshraða, veifaði Hó út
um gluggann og tveir menn,
sem stóðu við kaðalinn með
reiddar axir, létu þær ríða á
kaðlinum og hjuggu hann
sundur. Vélin þaut af stað,
eins og henni væri skotið úr
byssu og rykktist áfram eftir
holóttri brautinni. Á einum
stað var hún nærri farin út af,
en Hó tókst að rétta h'-na við
á síðustu stundu. Hún var
komin á fulla ferð, en samt
sýndi hún engin merki þess að
hún ætlaöi að hafa sig á loft
og það var ekki f'-rr en sjö-
tíu metrar voru eftir að braut-
arendanum að h.iólin losnuðu.
Hó reyndi til h;n vfrasta að
koma henni uno fvrir’' trjá-
toppana. Honum tólrst þrð, en
hjólin rifu efstu greinarnar
með sér.
Mönnunum, sem höfðu beð-
ið á vellinum og horft á aðfar-
irnar, létti stórum, þegar vél-
in var sloppin yfir skógarjað-
arinn. Hó sveigði hægt í vest-
ur og tók stefnuna á Indland
hundrað fetum yfir hæstum
trjám. Það bogaði af honum
svitinn og hann heyrði kon-
urnar gráta aftur í. Nokkrar
þeirra voru í nauðum, af því
flugtakið hafði reynt of mikið
á þær, og þær misstu fóstrin
á leiðinni vestur.
Hó kallaði yfir véladyninn
að hann þyrfti á tveim ung-
um stúlkum að halda. Þær
komu strax og hann sagði
þeim að manna byssurnar, þar
sem Japanir væru á hverju
strái. Önnur þeirra sagðist
aldrei hafa snert á byssu, en
hann huggaði hana með því,
að þetta væri auðlært, þegar
í nauðirnar ræki.
Landið var hæðótt og hann
átti í erfiðleikum með að koma
vélinni í nóga hæð, þar sem
hún var lestuð langt yfir
markið. f hvert sinn sem hann
gerði tilraun til að ná öruggri
hæð, ofhitnuðu hreyflarnir,
svo hann lét nægja að skríða
yfir hverja hacðina af annarri.
Sums staðar flaug hann í að-
eins fjörutíu til sextíu feta
hæð í misjöfnum loftstraumi.
Er leið á kvöldið fékk hann
mótvind og þegar um tvö
hundruð mílur voru eftir, yfir
Austur-Pakistan, fór hann að
efast um að benzínið entist
honum til Kalkútta. Ljósin í
mælaborðinu voru biluð en IIó
lýsti sér öðru hverju með
vasaljósi, þegar hann vildi sjá
lofthraða, hæð og bezínmagn.
Hann þorði ekki að kalla til
Kalkútta í gegnum sendistöð-
ina, þótt hann nálgaðist borg-
ina óðfluga. Þegar hundrað
mílur voru eftir, setti hann
heyrnartækin á sig. Sendingar
frá flugturninum í Kalkútta
heyrðust nú greinilega og
hann taldi sér óhætt að hafa
samband við þá.
Þegar flugturninn svaraði
var það til að spyrja hver hann
Framhald á 11. síðu.
Jólabók Alþýðublaðsins 1960 — 0