Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 6
2 DAGUR 25 ÁRA hugmynd þessi borin undir nokkra áhugamenn á Akureyri og í nærliggjandi sveitum. Er þar skemmst af að segja, að mál þetta fékk hinar beztu undirtektir. Var afráðið að hefja útgáfu blaðsins og ég ráðinn ritstjóri þess fyrst um sinn. Þannig var það Jónas Jónsson, er var fyrsti hvatamaður þess, að ráðizt var í út- gáfu Dags. Eftir að útgáfa blaðsins var afráðin, var fyrst fyrir hendi að velja því nafn. Komu fram allmargar uppástungur um nafngiftina. Loks varð niðurstaðan sú, að blaðið skyldi heita Dagur. Þótti það heiti viðeigandi til að tákna stefnu blaðs- ins. Ennfremur var það í nokkru sam- ræmi við nafn samflolcksblaðsins í Reykjavík, er hafði hlotið heitið Tím- inn. Þess skal getið, að áður hafði Guð- mundur skáld Guðmundsson gefið út blað á ísafirði með sama nafni og norð- lenzka blaðið. Var því leitað leyfis G. G. um að mega taka upp nafnið, og var það auðfengið. Það var ekki litlum vandkvæðum bundið að ráðast í útgáfu blaðs á fyrr- greindum tíma. Verðfall peninganna var orðið mikið og kom niður á blöðunum ekki síður en annars staðar. Pappír og prentun hafði stigið gríðarlega í verði eins og vænta mátti. Þar við bættist og, að stuðningsmenn blaðsins voru allir efnalitlir menn, meira og minna fátækir bændur eða félitlir kaupstaðarbúar. Þó sýndu þessir menn þann áhuga og fórnar- lund að offra nokkru fé til styrktar blað- inu, því að öðrum kosti hefði það alls ekki getað komið út. Var þetta gert með söfnun hlutafjár, og voru hlutirnir frá 25 til 100 krónur. Á þenna hátt mynd- aðist dálítill höfuðstóll fyrir fram, sem hægt var að verja til útgáfukostnaðar. Tekjur blaðsins að öðru leyti voru aðal- lega áskrifenda-gjöld, en 1. árgangurinn kostaði aðeins 2 krónur, sem að vísu var nógu hátt miðað við stærð blaðsins. Auglýsingafé reyndist mjög lítið, t. d. var í 1. tölubl. aðeins ein auglýsing, og hún ekki stór. Áframhaldið var eitthvað svipað. Vegna hinna fjárhagslegu erfiðleika, komu aðstandendur blaðsins sér saman um að reisa því ekki hurðarás um öxl með tilkostnaði. Var því það ráð tekið, að láta blaðið hið fyrsta ár koma aðeins lit á hálfsmánaðar fresti og hafa það auk þess í litlu formi. Mikill pappírsskortur olli þó nokkru hér um. Víst er þess ekki að dyljast, að ýmsir voru óánægðir yfir því, hvað útgáfa blaðsins væri í smáum stíl, og ekki trútt um að andstæðingarnir gerðu gys að þessu blaðkríli og litu á það með fyrirlitningu eins og hverja aðra ómerkilega dægurflugu. Létu aðstand- ondur blaðsins og stuðningsmenn þetta ekki á sig fá og lifðu í von um, að þó að Dagur væri lítill vexti í byrjun og léti ekki mikið yfir sér, gæti svo farið að á honum sannaðist máltækið: „Mjór er mikils vísir“. Að hve miklu leyti að þetta hefir ræzt, verður lesendum blaðsins lát- ið eftir að dæma um. En á þá staðreynd skal þó bent, að á 25 ára afmæli sínu hefir Dagur um það bil 7-faldað útgáfuvöxt sinn, frá því að hann hóf göngu sína fyr- ir aldarfjórðungi og er nú orðinn stærsta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. Um áramótin 1918—19 var blaðið stækkað sem svaraði helmingi að því leyti, að það fór að koma út vikulega, en jafnframt var formi þess breytt á þá leið, að það var tvær síður í stað fjögurra áð- ur, en lesmál hvers blaðs nokkurn veginn hið sama. Á þessum árum var blaðið prentað í prentsmiðju Björns Jónssonar, og var Þórhallur Bjarnason þá tekinn við stjórn hennar. Var samvinnann við hann jafn- an hin ánægjulegasta, en stórum mun seinna gekk öll prentun þá heldur en nú er orðið. Man ég það að daginn áður en 1. tölubl. kom út, sat ég allan síðari hluta þess dags og allt fram undir háttatíma í prentsmiðjunni við prófarkalestur og annan undirbúning prentunar þessa litla blaðs. Þegar fram í sótti, fóru vinnu- brögðin að ganga liðlegar. Afgreiðslumaður blaðsins á þessum ár- um var Lárus J. Rist kennari. Hér að framan hefir nú verið stiklað nokkuð á tildrögunum til útgáfu Dags og rakin í stuttu máli saga blaðsins tvö fyrstu ár þess. Að þeim liðnum urðu þáttaskipti í æfi blaðsins. DAGUR ENN STÆKKAÐUR OG NÝR RISTJÓRI RÁÐINN. í árslok 1919 sagði ég upp ritstjórn minni við Dag. Það skal skýrt tekið fram, að uppsögn mín stafaði á engan hátt af ósamkomulagi milli mín og aðstandenda blaðsins. Það samkomulag hafði alltaf verið í bezta lagi. Þessi ákvörðun mín var af allt öðrum rótum runnin, sem ég hirði ekki að skýra frá. Vinna mín við blaðið hafði verið h jáverkastarf, því að ég hafði öðrum skyldustörfum að gegna, sem ég hvorki mátti eða vildi vanrækja og urðu því jafnan að sitja í fyrirrúmi. Að því er áður vikið, að ýmsir stuðningsmenn blaðsins létu sér illa lynda, ef það gæti ekki færzt nokkuð í aukana og töldu, sem rétt var, að svo lítið blað gæti aldrei orðið verulega áhrifaríkt málgagn. Um þetta voru raunar allir sammála, þó að misjafnlega væru menn djarfir til fram- kvæmda í þessu efni. En um það voru all- ir á einu máli, að sjálfsagt væri að halda útgáfu blaðsins hiklaust áfram í ein- hverri mynd. Nú varð að snúa sér að því að útvega nýjan ritstjóra að blaðinu. Var hluthafa- fundur haldinn um það atriði og málið rætt. Ýmsir menn voru tilnefndir. Einn þeirra var Jónas Þorbergsson, ungur Þingeyingur með gagnfræðamenntun, þá nýlega heim kominn frá Ameríku, þar sem hann hafði dvalið nokkur ár að loknu námi í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Eftir J. Þ. höfðu birzt nokkrar blaða- greinar, er báru vott um óvenjulega mikla rithöfundarhæfileika. Kom þar niður ræðum manna á fundinum, að J.Þ. væri líklegastur þeirra, er til mála höfðu komið, að verða að liði sem ritstjóri blaðsins. Varð því niðurstaðan sú, að Bergsteini Kolbeinssyni, bónda í Kaup- angi, sem frá upphafi hafði verið einn af ötulustu áhuga- og stuðningsmönnum blaðsins, var falið á hendur að leita hóf- anna við Jónas Þorbergsson um það, hvort hann væri fáanlegur að taka við ritstjórn Dags og þá með hvaða skilyrð- um. Bergsteinn fór nú á fund J. Þ„ er þá mun hafa verið staddur á Halldórsstöð- um í Laxárdal, og færir þetta í tal við hann. Lyktir málaleitunar þessarar urðu þær, að Jónas gaf kost á sér til starfsins með því eina skilyrði, fyrir utan kaup- samninga, að blaðið yrði tvöfaldað að stærð, þannig að það yrði 4 síður. Var nú horfið að þessu ráði og þótti aðstand- endum blaðsins för Bergsteins og mála- lok erindis hans hafa giftusamlega tekizt. Jónas Þorbergsson gat ekki komið til Akureyrar þá í svipinn, og dróst það frarn í aprílmánuð 1920. Þennan tíma lá útgáfa Dags niðri, og töldu þá margir út í frá, sem ekki voru málavöxtum kunn- ugir, að dagar blaðsins væru taldir, og mundi það aldrei rísa úr dvalanum fram- ar. Þótti fylgismönnum það súrt í broti, en andstæðingarnir fögnuðu. En sá fögn- uður varð skammur. Eftir að J. Þ. flutt- ist til Akureyrar eins og fyrr er sagt, hófst útkoma blaðsins brátt á nýjan leik með meiri myndarbrag en áður. Voru lesend- ur almennt ánægðir yfir þeim stakka- skiptum, er blaðið tók, og ennfremur þótti brátt koma í ljós, að hinn nýi rit- stjóri kynni að halda á pennanum bæði í sókn og vörn mála. Það getur varla orkað tvímælis, að það hafi verið mikið happ fyrir Dag að njóta starfskrafta Jónasar Þorbergssonar um 7—8 ára skeið. í blaðamennskustarfi hans kom það í ljós, að hann var einn af rit- færustu mönnum landsins, skarpur í hugsun og orðfimur í riti. Þessir rithöf- undarkostir hans orkuðu því, að Dagur varð undir hans ritstjórn að áhrifamiklu blaði á því sviði, er það náði til. Það gef- ur að skilja, að í jafn harðvítugri flokka- skipun, er hér var og er enn, hlaut J. Þ. að lenda í hvössum deilum við andstæð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.