Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 21

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 21
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM 17 „Alls eru nú hér í bænum 45 timbur- liús, smá og stór, til íbúðar og geymslu, 20 með torfþaki, 6 með einum vegg og þaki af torfi og 40 með veggjum og þaki af torfi og framgafli af timbri, auk smá- lnisa, fjós- og hesthúsa, sem rept eru. Torfhúsin eru flest í suðurhluta* bæjar- ins og nokkur í ytri parti hans. Það er vonandi að byggingarnefndin láti sér annt um, að torfhús þessi fremur fækki en fjölgi, eptir sem kostur er á og sje ekki farið í kringum byggingarlög bæj- arins sjerílagi hvað snertir aðgjörðir gamalla torfhúsa...... Tvö íbúðarhús standa út á Oddeyri, annað mestpart af timbri en hitt með veggjum og þaki af torfi, öðrum gafli af timbri, auk úthýsa sem rept eru.“ í marz 1863 segir Norðantari frá því, er Akureyri verður kaupstaður, samkv. konunglegri tilskipun: „3. dag febrúarmánaðar 1863, setti sýslumaður St. Thorarensen, settur amt- maður, rjett á skrifstofu sinni, hvar hann samkvæmt áður uppfestri auglýsingu hjer í bænum birti bæjarbúum „Reglu- gjörð um að gera verzlunarstaðinn Akur- eyri að kaupstað og um stjórn bæjarmál- efna þar,“ sem dagsett er 29. dag ágúst- mánaðar 1862; voru þá flestir heimilis- ráðendur mættir. Akureyrarbær var þá orðinn kaupstaður og lögsagnarumdœmi sjer og að öllu fráskilinn Hrafnagils- hreppi, nema hvað ómegð hreppsins snertir og eignir hans, sem á að vera skipt og skilið í næstu fardögum. í milli- tíðinni á að kjósa hjer 5 menn í bæjar- stjórn, auk gjaldkera og aðra 5 menn í Hrafnagils hrepp, sem eiga ásamt full- trúunum og sýslumanni Eyjaljarðar- sýslu, að skipta ómegð og eignum lireppsins milli þeirra og kaupstaðarins eftir tiltölunni 4 og 5. Hreppurinn hefur meiri hlutann en kaupstaðurinn hinn minni. Allir full- myndugir menn, sem eigi hafa orðið sekir að lagadómi um nokkurt svívirði- legt brot og hafa verið hjer búfastir seinasta áríð og goldið a. m. k. 2 rdl. í bæjarútgjöld og ekki öðrnm háðir sem hjú og eigi áður þegið af sveit, hafa kosn- ingarétt og kjörgengi." í maí sama ár segir Norðanfari frá því, er fyrsta bæjarstjórn Akureyrarkaupstað- ar var kosin. „Samkvæmt því, sem áður er getið í blaði þessu, var hér 31. marzmánaðar haldinn kjörfundur til þess að velja menn í bæjarstjórnina; mættu þá aðeins 15 menn af þeim sem kosningarjett hafa hjei" í bænum! og hlutu þeir flest at- kvæði: Verzlunarstjóri E. E. Möller 12, lijeraðslæknir J. Finsen, timburm. J. Chr. Stephansson 11 hver, en umboðs- haldari dannibrogsmaður A. Sæmund- sen og cand. J. Halldórsson 9 hver um sig. Auk þessa fengu þeir kaupm. P. Th. Johnsen og lyfsali J. P. Thorarensen 2 atkvæði.“ Síðar í sama blaði segir: „Eólkstala kaupstaðarins er nú 286, þar af 56 heimilisráðendur og 80 börn ófermd, 84/9 sveitarómagar, ásamt 5 bú- endum með 19 ómögum, sem þegið hafa af sveit en eiga hér framfærzlurétt.“ Lýður hóf göngu sína 19. september 1888, en síðasta blað hans kom út 2. fe- brúar 1891, og varð það því ekki langlíft. Útgefandi og ritstjóri þess var þjóðskáld- ið séra Matthias Jochumsson. Blaðið vildi miðla málum og forðast allar æs- ingar, en efla viturlegt og óhlutdrægt almenningsálit. Lýður birti allmikið af kvæðurn Mattlúasar. Blaðið Norðlingur byrjaði að koma út hér á Akureyri árið 1875. Ritstjórinn Stefnir kom fyrst út hér á Akureyri í ársbyrjun 1893 fyrir forgöngu Klemenz Hafís á Pollinum 1915 Hatís hefir ott heimsótt Eyjafjörð, síðast veturinn 1918. Isinn kom hér tvisvar 1915, 6 vikur af sumri og 12 vikur af sumri; var fjörðurinn þá fullur af ís í bæði skiptin. —/ síðara skiptið stóð túna- sláttur sem hæst. var Skapti Jósefsson cand. phil. Var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðsson- ar. Blaðið var vel ritað og mun hala ver- ið áhrifameira hér unt slóðir en Norðan- fari. Norðlingur hætti að koma út árið 1882. Blaðið Fróði hóf göngu sína á Akur- eyri í ársbyrjun 1880. Ritstjórinn var Björn Jónsson prentari, systursonur Ein- ars í Nesi. Fróði var frjálslynt blað, en heldur þunglamalega ritað. Um 1885 þótti blaðið vera orðið nokkuð íhalds- samt í stjórnmálum, en um þær mundir hófst stjórnarskrárbaráttan á ný. Þor- steinn Arnljótsson frá Bægisá varð þá rítstjóri blaðsins, 1886, en í ársbyrjun 1887 tók Björn við því aftur, en blaðið hætti að koma út á því ári. Norðurljósið byrjaði að koma út á Ak- ureyri 10. ágúst árið 1886 og var til orðið vegna óánægju manna með stefnu Fróða. Ritstjóri var Pdll Jónsson skáld, gáfaður maður og ritfær, en lítið gefinn fyrir ill- vígar deilur. í ársbyrjun 1890 eignaðist Friðbjörn Steinsson bóksali blaðið, og í höndum hans var blaðið eindregið fylgj- andi endurskoðun stjórnarskrárinnar og mjög frjálslynt, enda skrifuðu þá ýmsir mætir menn í það og ritfærir vel. í árslok 1892 seldi Friðbjörn blaðið til Reykjavíkur, og var því haldið út þaðan í eitt ár. Eftir það er Norðurljósið hið eldra úr sögunni. Jónssonar sýslumanns og Stefáns kenn- ara á Möðruvöllum. Var blaðið gefið út af hlutafélagi. Ritstjóri þess var Páll Jónsson skáld, er áður hafði stjórnað Norðurljósinu. Stefnir var hálfsmánað- arblað fyrstu árin. Ritnefnd hafði eftir- lit með blaðinu. Eftir að Páll lét af rit- stjórn, hafði ritncfndin, einkum séra Mattlu'as og Björn Jónsson, ritstjórnina með höndum. í ársbyrjun 1900 eignaðist Björn blaðið og hélt þv/ út til ársins 1905. Var blaðið þá eindregið heima- stjórnarblað. Það kom óreglulega iit og var prentun og pappír í lakara lagi en almennt gerðist hér þá. Blaðið varð aldr- ei áhrifamikið. Norðurland byrjaði að konia út liér á Akureyri 1. október 1901. Ritstjóri þess var Einar Hjörleifsson skáld, einn allra ritfærasti maður lands- ins. Náði blaðið mikilli útbreiðslu og vinsældum. Var það málgagn Valtýinga í stjórnardeilum þeirra tíma. Risu brátt úfar á sambúð þess og Stefnis, og til þess að styðja hann í baráttunni stofnuðu heimastjórnarmenn blaðið Gjallarhorn. Kom 1. blað þess út 1. rnarz 1902. Rit- stjórar voru þeir Bernharð Laxdal og Jón Stefánsson. Eignaðist Jón síðar blað- ið einn og var jafnframt ritstjóri þess. Samlyndið milli Norðurlands og Gjallar- horns var hið versta og létu blöðin ó- spart hnútur fjúka. — Norðurland var læsilegt blað; flutti það mikið af frétt- um, bæði innlendum og erlendum og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.