Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 8

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 8
4 DAGUR 25 ÁRA ingana um málefni og persónur. Lét hann aldrei sinn hlut þar eftir liggja og var ódeigur málsvari Framsóknarflokks- ins og samvinnufélaganna alla sína rit- stjórnartíð. JÞótti andstæðingum hans, er hann átti í höggi við, ekki óhult að búa undir vopnum hans. Minnist ég ætíð samverutíma okkar Jónasar Þorbergs- sonar hér í ritstjóratíð hans með mikilli ánægju. Áttum við jafnan margvísleg skipti saman og blönduðum geði í sam- bandi við Dag og þau málefni, er sótt voru eða varin í blaðinu. Að öðru leyti verða störf J. Þ. við blað- ið og áhrif þess ekki rakin hér nánar. Á öðrum stað í þessu riti er grein eftir J. Þ. sjálfan um þessi efni, sem hann hefir skrifað samkvæmt beiðni núverandi for- ráðamanna Dags, og vísast því til hennar. ENN VERÐA RITSTJÓRASKIPTI VIÐ BLAÐIÐ. Tryggvi Þórhallsson, sem verið hafði ritstjóri aðalmálgagns Framsóknarflokks- ins, Tímans, nær því frá stofnun hans, varð forsætisráðherra sumarið 1927 og lét jafnframt af ritstjórninni. Útgáfu- stjórn blaðsins þurfti því að útvega nýjan ritstjóra og varð Jónas Þorbergsson fyrir valinu. Átti hann að taka við blaðinu á næstu haustnóttum, og gekkst hanrf und- ir þetta. En með því að hann var ráðinn ritstjóri Dags til næstu áramóta, varð hann að fá leyfi til brottfarar frá útgáfu- stjórn blaðsins. Þó að henni væri ljóst að skarð yrði fyrir skildi við brottför J. Þ., veitti hún honum þetta leyfi með því skilyrði, að hann útvegaði hæfan mann til þess að hafa ritstjórnina á hendi, það sem eftir var af ráðningartíma hans. — Gekk J. Þ. inn á þetta. í sambandi hér við lagði J. Þ. leið sína austur í Þingeyj- arsýslu í því skyni að hitta Þórólf Sig- urðsson, bónda í Baldursheimi, og fara þess á leit við hann, að hann tæki við starfi sínu við blaðið fyrst um sinn. Fór ég för þessa með Jónasi. Fórum við á skipi til Húsavíkur og þaðan landleið- ina í bifreið fram um sveitir og námum ekki staðar fyrr en á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar sem Hallgrímur, bróðir J. Þ., býr. Gerði J. Þ. Þórólfi boð að koma á fund sinn að Breiðumýri á ákveðnum degi. Þar var málið rætt og gekk allt eins og í sögu. Veikst Þ. S. vel undir málaleit- unina og var ákveðið, að hann kæmi til Akureyrar við fyrstu hentugleika og tæki við ritstjórn blaðsins. Urðum við Jónas fegnir þessum málalokum og þótti för okkar góð orðin. Að öðru leyti var þetta ferðalag okkar dálítið sögulegt og endaði ekki að öllu leyti eftir óskum. Sama dag og við rædd- um við Þórólf að Breiðumýri eins og fyrr segir, héldum við í bifreið til Húsavíkur, til þess að komast með einhverjum ,,Foss- anna“ heim til Akureyrar. Þá var bílveg- ur ekki kominn milli Akureyrar og Breiðumýrar. Þetta var aflíðandi miðj- um september. Við biðum einn dag eftir komu skipsins og var brottför þess ákveð- in árla næsta dag. Sváfum við í landi um nóttina og áttum okkur einskis ills von. Næsta morgun var komið foraðsveður af norðri og fylgdi því mikill sjógangur. Skipið lá alllangt úti í Flóa, og aftóku sjó- menn með öllu að flytja okkur út í það og töldu hættulegt að reyna að athafna sig við skipið vegna sjávarrótsins, ekki sízt vegna þess, að Jónas hafði barnunga dóttur sína meðferðis. í þessum svifum blés skipið til brottfarar og stímaði síðan út Skjálfandaflóa. Við vorum því orðnir strandaglópar og vorum í illu skapi. Tókum við nú það ráð að fá okkur bif- reið fram í Breiðumýri, þar sem við gist- um næstu nótt, en næsta dag fengum við Stefán bónda Jónsson á Öndólfsstöðum til þess að flytja okkur á hestum til Akur- eyrar, og gekk sú för ákjósanlega, þó að slydduveður væri þann dag. Eftir þenna útúrdúr, sem líta má á eins og lítilfjörlegt krydd í frásögnina, verður nú aftur vikið að því efni, er fyrr var frá horfið. Jónas Þorbergsson fluttist suður til Reykjavíkur með fjölskyldu sína nálægt mánaðamótum sept.—okt. 1927, eftir að hafa haft ritstjórn Dags með höndum 7 J/2 ár. Skömmu síðar sett- ist Þórólfur í Baldursheimi að hér í bæ og tók við ritstjórn blaðsins, fyrst og fremst til næsta nýjárs. En þar sem blað- inu var þá óráðstafað, varð það að samn- ingum milli útgáfustjórnarinnar og Þór- ólfs, að hann héldi starfinu áfram vetur- inn út að minnsta kosti. Bjuggust þá sumir við, að Þórólfur mundi festast við blaðið til langframa, en úr því varð þó ekki sem síðar segir. Þórólfur Sigurðsson hafði marga ágæta kosti sem blaðamaður .Hann var prýði- lega greindur og ritfær í betra lagi. Hafði hann lengi með höndum útgáfu tíma- ritsins „Réttur" og skrifaði mikið í það. Hann var frábærlega vel að sér um allt, er að þjóðmálum laut, hugsaði mikið um þau og var þaulkunnugur stjórnmála- sögu landsins. En hann hafði búrekstri að sinna í Baldursheimi í Mývatnssveit og var athafnasamur við það starf. Þess vegna treystist hann ekki til að vera f jar- vistum frá heimili sínu að sumrinu og yfirgaf því blaðstjórnina í júní 1928. Útgáfustjórn blaðsins fór nú fram á það við mig, að ég tæki blaðið að mér í annað sinn, og með því að ég var þá ekki fastbundinn við neitt starf, féllst ég á þetta, en gerði þó ráð fyrir að það yrði aðeins til bráðabirgða. En þetta fór á aðra leið. Sumir aðstandendur blaðsins voru þeirrar skoðunar, að vel gæti farið á því, að ég hefði ritstjórn blaðsins með höndum að sumrinu, en Þórólfur að vetr- inum, en aðrir voru mótfallnir því skipu- lagi í framtíðinni, að sífelld ritstjóra- skipti ættu sér stað á þenna hátt, og varð þeirra sjónarmið ofan á. Er þar skemmst af að segja, að ég hélt áfram ritstjórninni og hefi haft liana óslitið með höndum frá því í júní 1928 til þessa dags, eða með öðrum orðum nálega allan tímann frá því að blaðið byrjaði að koma út, að und- anskilinni ritstjóratíð Jónasar Þorbergs- sonar. Hefir enginn ritstjóri hér á Akur- eyri, hvorki fyrr né síðar, haft útgáfu eins og sama blaðs með höndum jafn- langan tíma, nema Björn Jónsson rit- stjóri Norðanfara. Björn gaf Norðanfara út frá 1862 til ársloka 1885 og var kom- inn á níræðisaldur, er hann lagði blaðið niður, enda andaðist hann á næsta ári. Haustið 1928 fluttist Friðrik Á. Brekkan rithöfundur heim til íslands og settist að hér á Akureyri. Meðal annara starfa gerðist hann þá meðritstjóri Dags og hafði það starf á hendi til haustsins 1930, er hann fluttist til Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, er Friðrik gáfaður maður og ritfær, og skrifaði hann allmik- ið í blaðið á þessum árum um ýmisleg efni, og munu þau skrif hans liafa átt vinsældum að fagna meðal lesendanna yfirleitt. Annar maður gerðist fréttaritstjóri Dags árið 1934. Það var Sigfús Halldórs frá Höfnum. Þetta ár var blaðið gefið út í stærri útgáfu en áður og kom út tvisvar í viku, að vísu ekki nema hálf stærð í annað hvort skipti. Þessi ráðstöfun var gerð í því augnamiði að efla og bæta fréttaflutning blaðsins, bæði útlendan og innlendan, sem mjög hafði verið af skornum skammti vegna smæðar blaðs- ins. Sigfús er skarpgáfaður maður, hafði farið víða um heim og kynnzt mörgu. M. a. hafði hann verið ritstjóri Heims- kringlu í Winnipeg um allmörg ár og var því enginn viðvaningur á sviði blaða- mennskunnar. Heim kominn, haustið 1930, gerðist hann skólastjóri Gagnfræða- skóla Akureyrar, en tók að sér aukastarf við Dag fyrrgreint ár. Má fara nærri um að það hafi verið ávinningur fyrir blað- ið að fá svo hæfan mann og fjölfróðan í þjónustu sína, þó að verksviðið væri raunar af þröngt fyrir hann. En starf hans við blaðið varð ekki langvarandi, því úr þessu fluttist hann til Reykjavík- ur og tók að sér ritstjórn Nýja Dagblaðs- ins, er Framsóknarflokkurinn gaf út. Við brottför Sigfúsar var enginn mað- ur fyrir hendi til þess að fylla skarð hans við blaðið, enda hafði útgáfa blaðsins orðið nokkuð dýr umrætt ár, en það hef- ir jafnan verið ríkt í huga útgáfustjórn- arinnar að beita skynsamlegri varfærni í sambandi við fjármálefni blaðsins,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.