Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 9

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 9
NOKKRIR ÞÆTTIR ÚR SÖGU BLAÐSINS 5 hleypa því ekki í tilfinnanlegar skuldir, er reyndust því fjötur um fót. NÝJASTA STÆKKUN BLAÐSINS, AÐRAR BREYTINGAR O. FL. Um áramótin 1941—42 var Dagur stækkaður um rúmlega fjórðung og út- liti blaðsins jafnframt breytt til bóta og Haukur Snorrason. gert stórum myndarlegra en áður var. Þar með var Dagur orðinn stærsta blað utan höfuðstaðarins. Við þessa stækkun blaðsins varð vitanlega meira olnboga- rúm en áður til þess að koma að fjöl- breyttara lesefni, og hefir t. d. frétta- flutningur blaðsins verið stóraukinn. Jafnlramt því að blaðið stækkaði, var Jóhann Frímann skólastj. ráðinn meðrit- stjóri við blaðið, en Haukur Snorrason verzhinarmaður tók að sér að afla blað- inu útlendra og innlendra frétta. Aður en þetta skeði, hafði önnur breyt- ing á orðið. Gamla hlutafélagið, er fyrr stóð að blaðinu og hafði valið því út- gáfustjórn, datt úr sögunni, enda hafði það ekki verið annað en nafnið tómt liin síðari ár. Framsóknarfélögin á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu voru nú orðin eig- endur blaðsins og höfðu umráð yfir því. Velja þau blaðinu útgáfustjórn, sem ræð- ur starfskrafta að því og ber af því veg og vanda að öðru leyti. Framangreint yfirlit yfir sögu Dags um fjórðungs aldar skeið ber það með sér, að blaðið hefir smáfærzt í aukana og tekið hægfara en fastri og öruggri þróun. Á fyrsta ári þess, 1918, er það mjög smá- vaxið hálfsmánaðarblað; á næsta ári verður það vikublað og stækkar um helming; 1920 stækkar það enn um helming og helzt í því horfi rúm 20 ár. í fyrra vex því svo ásmegin, eins og áð- ur er frá skýrt. Að öllu sjálfráðu mun ekki þurfa að óttast, að blaðið gangi saman frá því, sem nú er. Hins ættu menn mega vænta, að Dagur eigi eftir að taka miklum vexti og viðgangi í framtíðinni og margfalda áhrif sín frá því, sem nú er. Stefna ætti að því, að blaðið konii reglulega út tvisvar í viku a. m. k., áður en langir tímar líða. Og margur ólíklegri spádómur hefir ræzt en sá, að innan næsta aldarfjórðungs verði Dagur orðinn að dagblaði. Það á að vera takmarkið. Fyrstu tvö árin af æfi blaðsins var það prentað í prentsmiðju Björns Jónssonar, en 1920, er það hóf göngu sína á nýjan leik, fluttist prentun þess í Prentverk Odds Björnssonar og hefir verið prentað þar óslitið síðan. Er því samstarf blaðs- ins við það prentverk orðið næstum 23 ára gamalt og hefir jafnan verið hið ánægjulegasta. Stendur Dagur í mikilli þakkarskuld við forráðamenn þessarar stofnunar og aðra starfsmenn hennar fyr- ir lipurð í samstarfinu, áhuga og vand- Jáhann Frímann. virkni, er jafnan hefir komið í ljós frá því fyrsta til hins síðasta. Á þessu langa tímabili hefir tækni prentverksins tekið miklum framförum, en ekki verður far- ið nánar út í þá sálma í þessari grein, og mun því efni gerð skil á öðrum stað í þessu riti. Það skipulag var upp tekið strax við stofnun Dags, að afgreiðslu blaðsins ann- aðist sérstakur maður og hefir svo jafn- an verið síðan. Fyrstu tvö árin hafði Lár- us J. Rist þetta starf með höndum, síðan var Jón Þ. Þór málari afgreiðslumaður blaðsins um mörg ár og loks Jóhann Ó. Haraldsson, sem jafnframt var inn- heimtumaður þess og auglýsingastjóri. Allir þessir menn hafa rækt starf sitt við blaðið af samvizkusemi, en einkum má þó í því efni tilnefna hinn síðasttalda, sem leysti þessi störf sín af hendi af frá- bærri alúð, dugnaði og fyrirhyggju. Því miður Itvarf Jóhann frá þessu starfi um síðustu áramót, vegna þess að hann tók annað mikilvægt verkefni að sér, sem krefst starfsorku hans allrar. Núverandi afgreiðslu- og innheimtu- maður blaðsins og auglýsingastjóri er Sigurður Jóhannesson stúdent. Tók hann við því starfi um síðustu árarnót og er líklegur til að leysa það vel af hendi. Um fjöldamörg ár hafði Árni Jó- hannsson gjaldkeri á hendi innheimtu fyrir blaðið og hefir auk þess lengstaf verið í útgáfustjórn þess. Hann hefir og á margan annan hátt verið drjúgur stuðningsmaður þess og ætíð sýnt mikinn áhuga fyrir velfarnaði þess. Fyrir þetta starf sitt og umhyggju alla í garð blaðs- ins vill Dagur færa honum þakkir, og auk þess mörgum öðrum áhugasömum stuðningsmönnum sínum bæði fyrr og síðar. NIÐURLAG. Hér að framan hefir saga vikublaðsins ,,Dagur“ verið rakin í megindráttum í þau 25 ár, er blaðið hefir verið við líði. Eðlilega hefir sú saga einkum snúizt um hina ytri þróun blaðsins. En nú mætti spyrja: Hvaða þýðingu hefir tilvera Dags haft í framsókn þjóðarinnar til betra og fullkomnara lífs? Hefir nokkuð áunnizt í framfaramálum landsins, eða Norðlend- ingafjórðungs eða þessa héraðs vegna áhrifa blaðsins? Lesendum blaðsins verð- ur látið eftir að svara þessum spurning- um og fella dóm um þessi efni. Sá, er þetta ritar, verður naumast talinn að fullu dómbær um þau mál, af því að þar væri hann að nokkru að dæma um sín eigin verk. Aðeins skal á það bent, að Dagur hefir alla sína tíð verið eindregið stuðningsblað stefnu Framsóknarflokks- ins í landsmálum og ákveðinn málsvari samvinnuhreyfingarinnar í landinu. — Ekki ætti það að reiknast til yfirlætis, þó að því sé hér hiklaust haldið fram, að stuðningur blaðsins við báðar þessar stefnur hafi að nokkru greitt götu þeirra til sigurs góðum og þjóðnýtum málum, og víst er um það, að nokkru berskjald- aðri hefði málstaður Framsóknar- og samvinnumanna verið síðastl. aldarfjórð- ung, að minnsta kosti hér í Norðlend- ingafjórðungi, ef Dags hefði ekki notið við á þessu tímaskeiði. Samkvæmt stefnu sinni hefir Dagur við kosningar til Alþingis veitt fram- bjóðendum Framsóknarflokksins ötulan stuðning, einkum hér í Eyjafirði og á Akureyri. Það hefir líka farið svo, að úr- slit kosninga í Eyjafjarðarkjördæmi hafa ætíð fallið á þá lund, er Dagur hafði bar- izt fyrir, með einni undantekningu síð- astl. haust, þar sem frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins var látinn „sigra“ með 800 atkvæðum, þó að keppinautur hans fengi 1400 atkvæði. Ekki má þetta skiljast á þann veg, að Dagur þakki sér einum alla kosninga- sigra, sem Framsóknarmenn hafa unnið í Eyjafirði, en óneitanlega hefði verið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.