Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 26
22
DAGUR 25 ÁRA
Oddeyri 1895.
í „Norðanfara“ í maí 1862
segir Björn ritstjóri Jónsson
frá því, að þá séu tvö íbúðar-
hús á Oddeyri, en önnur byggð
sé í Fjörunni. En úr því fer
Oddeyrin að byggjast, eins og
sjá má af þessari mynd, sem
gerð er árið 1895. Voru stærri
húsin byggð meðfram sjón-
um, þar sem nú er Strandgata
en hin smærri í norður frá
þeim, þar sem nú eru þver-
göturnar. En „Bótin“, þar sem
nú er hjarta bæjarins, var enn
óbyggð að mestu, eins og
myndin sýnir greinilega. Bær-
inn var því enn tvískiptur,
Oddeyrin að norðan en Akur-
eyri að sunnan. Var götu-
troðningur í milli bæjarhlut-
anna framan í Brekkunni og
lá hann á einum stað alveg í
fjörunni. Varð að fara fyrir
svonefndan „íorvaða" og féll
sjór þar alveg að um flóð. Ár-
ið 1902 veitti landshötðingi
4000 kr. til vegarlagningar
milli bæjarhlutanna og stjórn-
aði Tryggvi Gunnarsson vegarlagningunni.
Töluverður rigur var í milli Akureyrar, sem var enn aðalbærinn og
Oddeyrar, sem var fámennari, á þessum árum. Kom oft til átaka í bæjar-
stjórninni milli bæjarhlutanna út af ýmsum máíum. Með byggð „Bótar-
innar" og samruna bæjarhlutanna hvarf þessi rígur að mestu leyti.
Ibúatala bæjarins þetta ár mun hafa verið rösklega 600 manns.
væri nóg. Einn kom inn til Laxdals verzl-
unarstjóra til að bjarga munum þar.
Hann tók fullt fangið af diskum og öðr-
um leirvörum og — fleygði öllu saman
út um gluggann.
Annar náungi var að bjarga lijá séra
Geir Sæntundssyni. Hann tók poka með
steyttum sykri og — hvolfdi vandlega úr
honum út um glugga.“
Einar Hjörleifsson lét af ritstjórn
Norðurlands árið 1904, um haustið, en
við tók bróðir hans, Sigurður læknir
Hjörleifsson. í árslok 1912 lét Sigurður
af ritstjórninni og seldi blaðið í hendur
Jóni Stefánssyni.
Gjallarhorn hóf göngu sína í marz
1902, sem fyrr segir. Kom Jrað út til árs-
ins 1905, en Jrá steyptu heimastjórnar-
menn Stefni og Gjallarhorni saman í eitt
blað, er nefndist Norðri, og var Jón Stef-
ánsson ritstjóri þess til ársins 1909. Þá
tók Björn Lindal við því, en frá nýári
1910 tók Björn Jónsson við blaðinu og
hafði ritstjórn þess á hendi Jxangað til
það liætti að koma út, 7. júní 1916.
Hafði blaðinu þá hnignað mjög.
Jón Stefánsson endurvakti Gjallar-
horn árið 1911 og hélt því út til ársloka
1912. Þá tók Jón við ritstjórn Norður-
lands af Sigurði Hjörleifssyni, eins og
fyrr segir, en Gjallarhorn lagðist niður í
annað og síðasta sinn. En Jón hélt Norð-
urlandi út til ársloka 1920, og var það þá
úr sögunni.
Gjallarhorn hið fyrra átti „aðallega að
ræða áliugamál Jressa bæjar svo og lands-
ins alls. En sérstaklega munum við ljá
rúm í Jtví greinum um atvinnu- og verzl-
unarmál," sögðu ritstjórarnir í inngangs-
orðum. Blaðið flutti síðan langar greinar
um Jrau efni og mikið af fréttum. í 1.
tbl. þess, 1. marz 1902, birti Jrað eltir-
farandi pistil, sem er ekki alls ófróð-
legur:
Hvernig Akureyringur hugsar sér bæ-
inn að öld liðinni!
„Kæri vin!
Ég hugsaði mér, að þú mundir hafa
gaman af að heyra sagt frá þessum höfuð-
stað Norðurlands, sem ég er nýkominn í.
Ég lagði al' stað úr Reykjavík fyrir 4 dög-
um með rafmagnsskipinu sem fer milli
höfuðstaðanna tvisvar í viku. Við vorunt
rétta 15 tíma á leiðinni, frá því skipið
lagði frá landi í Reykjavík þangað til
Jiað renndi að aðalbryggju þessa bæjar.
Bryggjan sú nær frá ytra horni Torfu-
nefsins 14 kílómetra inn með ströndinni.
Það er gantan að koma ol'an á bryggju á
kvöldin, þegar búið er að kveikja öll raf-
ljósin. Þrjú og fjögur skip eru fermd og
affermd þar í einu og })jóta rafmagns-
vagnar út og suður frá bryggjunni liver
á eftir öðrum.
Þegar ég var kominn hér á land, ók
ég upp að stærsta gistihúsi bæjarins. Það
stendur Jiar sem eitt sinn er sagt að F.yr-
arlandsbærinn bafi staðið, Jregar Eyrar-
land var sérstök bújörð. Gistihúsið er
(Framhald á blaðsíðu 37).
AlmæiisMitir irð furru. ritstl.
(Framhald af blaðsíðu 10).
landi. En hann var einmitt sérstaklega
kunnugur smáblöðunum.
í löndum, þar sem fátt er um stórbæi
utan höfuðstaðarins, er héraðs- og smá-
bæjablöðum sérstaklega mikið hlutverk
skapað, að gæta Jress að ekki halli á fá-
mennið í öllum viðskiptum. Segull höf-
uðstaðanna er aðdráttarsamur og gleypi-
gjarn á hverja ögn úr nýtum málmi.
„Dagur“ hefir, eins og reyndar flest
önnur íslenzk blöð og erlend, ekki lifað
aldarfjórðung án þess að skipta um rit-
stjórn. En hans hefir ekki beðið það öm-
urlega hlutskipti, sem oft vill verða Jreg-
ar óvenju liðlega er sprett úr spori í byrj-
un, að sífellt hafi af honum dregið með
aldrinum. Lesendum hans ber að þakka
honum, að hann ver enn með orku og
óspilltri tungu það rúm, sem hann ruddi
málstað sínum í upphafi, og að hann er
enn á þessum tímamótum svo úr garði
gerður, að allar líkur eru til að sama
megi segja að næstu 25 árum liðnum.