Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 11
Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins: AFMÆLÍSKVEÐJA TIL DAGS Það er nú liðinn aldarfjórðungur, síðan norðlenzkir og austiirzkir sani- vinnumenn stofnuðu blaðið Dag. Síðan þá hefir. þetta blað verið áhrifamikill liður í menningarmálum umbótamann- anna í landinu. Langmestan liluta þess- ara 25 ára liefir sami maður verið rit- stjóri Dags, og sömu stuðningsmenn í tveim fjórðungum. Dagur hefir verið blað samvinnumanna norðan- og aust- anlands. Hann heíir stutt kaupfélögin og önnur samvinnufélög í þessum lands- hlutum, og þau hafa flest, ýmist beint eða óbeint stuðlað að gengi lians. Sam- keppnismenn og sameignarmenn fyrir norðan og austan hafa alla starfstíð Dags sótt að honum, eins og að sjálfum kaup- félögunum. Dagur liefir varið málstað sinn og sinna manna, og löngum verið í sókn. Undangengin 25 ár hafa verið mesti umbóta- og framfaratími í sögu þjóðarinnar. Margir liafa lagt þar hönd að verki úr ýmsum flokkum og stéttum. En það mun jafnan verða talið sann- mæli, að alla þessa stund liali Dagur og Tíminn verið í fararbroddi um þau mál, sem máli skipta á hverjum tíma. Þjóðvinafélagið hefir nýlega gefið út bindi af bréfum Stephans G. Stephans- sonar, einmitt frá þeim árum, þegar samvinnublöðin voru stófnsett og frá fyrsta baráttutíma þeirra. í bréfum þessum kemur Stephan víða víða við. Hann liafði þá nýverið farið kynnisferð víða um land og kynnzt" mönnum og málefnum. Hann dregúr enga dul á, hvorki í kvæðum sínum eða bréfum, að hann liatar spillingu auðvaldsins og ann sönnu frelsi mannkynsins í öllum mynd- unr. Af bréfunum er auðséð, að Stephan G. hefir á ferð sinni kynnzt mjög mikið mörgum helztu andstæðingum sam- vinnumanna, og vafalaust ekki getað komizt hjá að heyra dóma þeirra um hina ungu hreyfingu. En þrátt fyrir það finnur skáldið að samvinnublöðin á ís- landi standa næst honunr og skapgerð hans. Hann segir glögglega frá félags- málahyggju sinni og einföldu stefnu í þeim málum. „Mítt pólitíska lögmál er,“ segir Stephan: „Sá sem bregzt tiltrú rétts málstaðar einu sinni, á aldrei að komast í færi til að gera það aftur.“ Hann bætir við um blæinn á blaðaskrifum sam- vinnumanna að þar sé eitthvað Tómasar Sæmundssonarlegt í stefnu og verklagi. Haustið 1920, eftir að samvinnublöðin höfðu starfað í nokk- ur missiri, ritar Step- han G. vini sínum, Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót: „Ég heii lengst af nú í sumar lesið tvö heimanblöð, Tímann og Dag, bæði mér til ánægju. Þar kennir þess, sem mér fannst ég reka mig á heima, yngra fólksins — eflaust enn of fárra — þess, sem þá hug- sjón hafa, að vinna einungis að fegrun lífsins, bót og betrun lands og lýðs, hugs- unarháttar og hags hans, án tillits til þess, að bera það sjálf- ur í sjóði, þetta sem almennt skortir hér. ‘ Mér finnst á þess- um tímamótuin í ævi samvinnublaðanna Vel við eiga að bera fram þennan vitnis- burð hins merkilega skálds. Hann ger- ir liarðar kröfur um manndóm. Sá, sem bregst einu sinni réttum málstað, á að tapa tiltrú og umboði, svo að' hann fái ekki tækifæri til að bregðast í annað sinn. Hann finnur yl og eld áhug- ans og þrá til óeigingjarnra fram- kvæmda í ritgerðum Dags og Tímans, og alveg sérstaklega hjá eigendum og styðj- endum þessara blaða víðsvegar.um land. Stephan G. Stephansson var djúpsær dómari og hikaði ekki við að kveða upp dóma eins og honum þóttu málefni vera. Ég hygg, að í hinum tilfærðu orðum hans um Tímann og Dag komi fram í fáurn orðum skýring á því, hversn mátt- ug stefna jiessara blaða hefir reynzt í verki undangenginn aldarfjórðung. Þar var að verki kynslóð, sem vildi l.yfta land- inu og Jijóðinni til meiri vegs og frama, Jónas Jónsson. án þess að heimta í sinn sjóð persónuleg laun. Hvenær sem einhverjir rnenn í fylkingu samvinnumanna hafa horfið frá þessari einföldu stefnu, hafa þeir týnzt úr fylkingunni og horfið út í sand- byl persónulegrar liagsmunastreitu, og um leið skilið við sína gömlu samherja. Mér eru enn í minni smáfundir á Ak- ureyri mitt í skammdegi og vetrarhörk- um, þegar verið var að ganga frá stofnun Dags. Fundirnir voru haldnir á skrif- stofu Sigurðar Kristinssonar. Það var ekki stór hópur manna, og aldrei mikl- um auði fyrir að fara. En þar skorti ekki áhuga og góðan vilja. Hver lagði fram peninga eftir efnum og ástæðum, til að kosta útgáfu fyrstu blaðanna. Síðan hefir verið haldið áfranr á sömu braut. Dagur hefir haldið tryggð við sína vini og þeir við hann. Blaðið hefir fylgt hinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.