Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 17

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 17
FEGINSLÚÐRAR OG SNÚÐGASTEINAR vinnu ýmis konar, og auk þess sendi- sveinn, ræstingakona, bókbindarar o. s. frv. Er það því allfjölmennt starfslið, sem Sigurður hefir á að skipa, og að mínum dómi hið prýðilegasta fólk, svo að segja má, að valinn maður sé þar í hverju rúmi. Viðskiptin fara líka stöðugt vaxandi, og annast prentsmiðjan nú orð- ið alls konar prentverk fyrir menn víðs- vegar að af landinu. Er nú altítt, að þar séu prentaðar bækur fyrir forleggjara í Reykjavík, auk flestra blaða, ritlinga og bóka, sem gefnar eru út hér á Akureyri, en útgáfustarfsemi er hér nú allmikil, enda starfa hér eins og sakir standa ekki færri en 4—5 útgáfufyrirtæki, og sum allmikilvirk, auk einstakra manna, sem gefa út bækur endrum og eins. Tvö af fjórum vikublöðum bæjarins eru og prentuð í Prentverki Odds Björnssonar, auk „hálfrefa“, sem skríða úr hýðinu, þegar mikils þykir við þurfa. Má af þessu sjá, að allumfangsmikill og fjöl- þættur iðnrekstur er stundaður þarna, enda hefir prentsmiðjan löngum miklu meira en svo að starfa, að hún geti sinnt öllum þeim verkum, sem henni bjóðast. Þótt húsakynnin séu allmikil eru þau þó stórum minni og óhentugri en þörf stendur til, og er það helzt til bjargar í því efni, að allt er þarna í góðri röð og reglu. Mun það ekki hvað sízt ágætri verkstjórn og yfirsýn Sigurðar 0. Björnssonar að þakka. En prentsmiðju- stjórinn er einn í hópi þeirra manna, sem kunna að stjórna, án þess að nota háværar fyrirskipanir eða eftirgangs- muni. Minnist eg þess aldrei að hafa Snorri Áskelsson, einn úr hópi dug- leéustu og öruéé- ustu vélsetjara landsins, við stór- letursvélina nýju, er steypir alls kon- ar letur, allt frá smáletri upp í stórt fyrirsaénarletur. „handtaka" svo lagvirkrar og röskrar griðkonu. En þó að svo sé, leikur það ekki á tveim tungum, að þessi höfuð- prentsmiðja okkar Norðlendinga er með tilkomu hinna nýju véla, — til viðbótar þeim, sem fyrir voru, — enn á ný orðin ein fullkomnasta prentsmiðja á Islandi. Þó mun Sigurður prentsmiðjustjóri hafa fullan hug á því að færa enn út kvíarnar að ýmsu leyti og bæta nýjum þáttum við starfsemi sína. Til dæmis voru á síð- astliðnu ári keyptar í Ameríku full- komnar vélar til vélbókbands, og mun ekki líða á löngu, ef að líkum lætur, unz meiri háttar bókbandsstofa tekur til starfa í sambandi við Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri. IV. jQ^LLMARGIR prentarar hafa numið iðn sína af Oddi Björnssyni og Sig- urði syni hans. Eru þeir nú dreifðir víðs vegar um landið, og munu allflestir hvarvetna taldir í hópi hinna færustu iðnaðarmanna í sinni grein. I prent- smiðjunni vinnur nú þetta starfsfólk að staðaldri, auk prentsmiðjustjórans: — Tveir vélsetjarar, einn prentari við „um- brot“ og handsetningu, og aðrir þrír við hraðpressurnar og önnur slík störf, tveir prentnemar, fjórar stúlkur við pappírs- Baksvipur setjara- vélanna nýju. Stór- letursvélin („Lino- type Model 14“) er fjær, en stall- systir hennar, er steypir almennt blaða- og bókalet- ur, („Linotype Model 8“) nær á myndinni. —Blýið, sem letrið er steypt úr, er brætt í vélinni og notað á ný, jafnóðum og prentað hefir ver- ið með hverri let- ursíðu í hraðpress- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.