Dagur - 12.02.1943, Síða 12

Dagur - 12.02.1943, Síða 12
8 BAGUR 25 ARA ströngu siðareglu Stephans G., án þess að prenta hana sem einkunnarorð á hverju tölublaði. Dagur hefir alltaf hald- ið trausti og tiltrú, með því að bregðast aldrei réttum málstað. Þegar Dagur var stofnaður, voru línu- skil í íslenzkri sögu. Samvinnumenn höfðu myndað landsmálaflokk. Sigurður í Yztafelli var orðinn ráðherra með valdi yfir atvinnu- og bankamálum. Hallgrím- ur Kristinsson var að stofnsetja heildsölu Sambandsins í Reykjavík. Samhliða því var komið á hinni miklu landsverzlun stríðsáranna undir forustu Hallgríms Kristinssonar og Magnúsar Kristjánsson- ar. Upp úr landsverzlun þeirra tíma spruttu ný kaupfélög í þrem fjórðungum landsins. Þau gengu öll í Sambandið og neyttu forsjón Hallgríms Kristinssonar. Eftir stutta stund var fullskapað mesta og þjóðnýtasta verzlunarfyrirtæki sem nokkurn tíma liefir starfað á íslandi. Kaupfélögin og Sambandið unnu að því að auka vöruvöndun í landinu, skipuleggja verzlunina og síðan að stofn- setja hin þýðingarmiklu iðnfyrirtæki sín. Jafnhliða því treystu samvinnumenn hin pólitísku samtök sín, studdu samvinnu- hreyfinguna hvar sem á reyndi og þáðu óbeinan stuðning hennar. En þar fyrir utan tók flokkur samvinnumanna á stefnuskrá sína alhliða viðreisn þjóðar- innar, pólitíska, andlega og efnalega. Framsóknarflokkurinn og blöð lians hafa haft svo mikla þýðingu sem raun ber vitni um, af því að þau hafa leitað að hinum stærstu áhugamálum á hverj- um tíma og beitt sér fyrir hinni réttlát- ustu lausn, með sjónarmið alþýðu fyrir augum, en ekki sérhyggju einstakra manna. Mér finnst vel við eiga að benda á, hve mikla þýðingu það hefir fyrir þjóð- ina, að halda jafnvægi milli landshluta og atvinnugreina. Nú á dögum er það yfirvofandi hætta í mörgum þjóðfélög- um, að höfuðstaðurinn verður tiltölu- lega of stór í samanburði við aðra bæi eða borgir í landinu. Reykjavík þarf vissulega að blómgast sem höfuðstaður landsins, og hefir líka gert það. En aðrir bæir þurfa að vaxa til samræmis við höfuðstaðinn, og byggðirn- ar að mega sín mikils gagnvart honum. Fyrir utan hina miklu þýðingu Dags í samvinnu- og atvinnumálum, hefir hann átt sinn þátt í að gera Akureyri að höfuð- stað Norðurlands, með nokkru jafnvægi móti Reykjavík. Norðlendingar þurfa að hafa sinn eigin blaðakost, eins og þeir þurfa sinn menntaskóla, sinn berklaspít- ala og fjórðungssjúkrahús á Akureyri. Það er réttmæti hverrar byggðar, hvers héraðs og hvers fjórðungs, að lifa með nokkrum hætti sjálfstæðri tilveru innan landsins og þjóðarheildarinnar. Dagur Til lesendanna. Um. leið og þetta 25 ára min?iingarrit blaðsins kemur út, vill útgáfustjórnin nota tœkifœrið og þakka lesendum, kauþendum og öðrum styrktarmönnum um land allt fyrir þá vinsemd, sem þeir hafa sýnt blaðinu undanfarinn aldar- fjórðung. Sömuleiðis vill hún þakka rit- stjórum blaðsins og afgreiðslumönnumj bœði þeim er nú starfa og hinum, sem hættir eru störfum, fyrir öll þeirra á- gœtu, en þvi miður oft litt launuðu störf, sem þeir hafa unnið fyrir blaðið og Framsóknarflokkinn. Sérstaklega vill útgáfustjórnin þakka Ingimar Eydal ritstjóra, hans mikla þátt. í gengi blaðsins, en liann var fyrsti rit- stjóri þess og hefir starfað við blaðið um 17 ára skeið. Útgáfustjórnin hefir fullan hug á því, að stcekka blaðið enn og búa það betur úr garði, undir eins og tœkifœri gefst. Er það ósk hennar, að „Dagur“ megi þá njóta þeirra starfskrafta er hann nú hef- ir, og að blaðið megi enn fagna vaxandi vinsœldum og útbreiðslu meðal lands- manna. í útgáfustjórn ,,Dags“, Jakob Frimannsson. Bernliarð Stefánsson. Guðmundur Guðlaugsson. Hólmgeir Þorsteinsson. Þorsteinn M. Jónsson. Elias Tómasson. hefir fyrir sitt leyti stutt að heilbrigðu sjálfstæði byggðanna, héraðanna norðan- og austanlands, og ekki sízt höfuðstaðar- ins norðlenzka. En blaðið hefir jafnan unnið að þessu sjálfstæði með hófsemi og sanngirni gagnvart öðrum landshlutum, enda má segja, að í þeim efnum sé bezt kapp með forsjá. Við þessi tímamót í ævi Dags, vil ég sem einn af samvinnu- og Framsóknar- mönnum þakka ritstjórum, útgefendum og öllum þeim sem staðið hafa að blað- inu, fyrir gott og heillaríkt starf, um leið og ég óska þess, að blaðið megi vaxa með vaxandi gengi byggðanna, héraðanna norðan- og austanlands og sjálfs höfuð- staðar Norðurlands. Stephan G. Step- hansson hafði viturlegar og drengilegar fyrirbænir við vöggu Dags. Ég óska að blaðið megi í framtíðinni, eins og á undangengnum árum lifa og starfa eftir hinni einföldu en erfiðu lífsreglu Norð- lendingsins og Klettafjallaskáldsins Step- hans G. Stephanssonar. Prentsmiðja Björns Jónssonar á Akureyri Fyrstu tvö árin var ,,Dagur“ prentaður í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Stjórn- aði Þórhallur Bjarnarson prentsmiðj- unni á þeim árum. Prentsmiðjuhúsið er sérstæð bygging hér norðanlands, byggt úr höggnu grjóti. Er enn starfrækt þar prentsmiðja. D A G U R er stærsta og fjölbreyttasta blað- ið, sem gefið er út hér á landi, utan Reykjavíkur. — Áskrift kostar aðeins 8 krónur. Gerist áskrifendur! Styðjið öfl- ugt blað fyrir Norðlendinga- fjórðung.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.