Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 16

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 16
12 DAGUR 25 ÁRA n. ^RIÐ 1901 kom Oddur prentmeistari Björnsson út hingað frá Kaup- mannahöfn með prentsmiðju sína og bókaforlag. Mun Oddur hafa horfið að þessu ráði fyrir áeggjan og með tilstyrk Guömundar Hannessonar, er hér var þá héraðslæknir og áhugamaður hinn mesti um menningu og velferð bæjar- félagsins. Þegar hér var komið sögu, Sigurður O. Björnsson. hafði Oddur unnið i prentsmiðjum i „kóngsins Kaupmannahöfn“ í 14 ár og stundað þar nám á prentlistarskóla um alllangt skeið. Er því óhætt að full- yrða, að hann hafi verið betur menntur og að sér gjör í iðn sinni en aðrir íslenzk- ir stéttarbræður hans í þann tíma, og mun hans ávallt minnzt í sögu íslenzkr- ar prentlistar sem eins í hópi hinna merkustu brautryðjenda á því sviði frá þeim árum. Hann var og þjóðkunnur orðinn fyrir útgáfustarfsemi sína á Hafnarárunum. Nægir í því efni að minna á „Bókasafn alþýðu“, er hann gaf þar út með hinum mesta myndar- og snyrtibrag, og sýndi með því fyrirtæki meiri framsýni, stórhug og menningar- vilja um íslenzka, alþýðlega bókagerð en tíðast var annars á þeim árum. Oddur settist að með prentsmiðju sína „inni í Fjöru“ hér á Akureyri, í hús- inu Aðalstræti 17, og starfaði prent- smiðjan óslitið í þeim húsakynnum fulla þrjá tugi ára, eða til ársins 1932, að hún var flutt um set lengra út í bæinn, enda hafði þá hverfidepill alls athafna- og viðskiptalífs hér þokazt smám saman á þessum árum æ lengra norður á bóginn — allt norður í „Bótina“ sunnan við Oddeyrina. Aðaláhöld prentsmiðjunnar voru upp- haflega þessi: Hraðpressa til bóka- og blaðaprentunar, lítil pressa til prentun- ar á smá-eyðublöðum og bókakápum, stór pappírsskurðarhnífur og götunarvél, en auk þess ýmis smærri áhöld og svo auðvitað margs konar leturtegundir, lausaletur, og annað slíkt, er prent- smiðjum þarf jafnan að fylgja. í hrað- pressunni var hægt að prenta 1000 ein- tök á klukkustund, og var henni snúið með handafli, en litla pressan var fót- stígin. Leturtegundir prentsmiðjunnar voru flestar mjög fallegar og nýtízku- legar, eftir því, sem þá gerðist, enda var frágangur blaða og bóka, er þarna voru prentaðar, stórum betri og smekklegri en áður hafði tíðkazt víða hér á landi. Var prentsmiðjan einnig talin fullkomn- asta prentsmiðja hérlendis um nokkurra ára skeið, eða þar til prentsmiðjan Gut- enberg var stofnuð í Reykjavík árið 1905. — Árið 1920 voru hreyflar fengnir til þess að knýja pressurnar, og var það auðvitað mikil endurbót. Sex árum síðar var svo ráðizt í kaup á fyrstu setjaravélinni. Var fyrsti nemandi þar í prentsmiðjunni, Jakob Kristjánsson, Nikulássonar, lögregluþjóns hér á Akur- eyri, — en Jakob er nú vélsetjari í Dan- mörku, — fenginn til þess að kaupa setjaravél í Noregi. Kom hann út hing- að með vélina þá um haustið, setti hana upp og stjórnaði henni um veturinn. En þá um vorið sigldi hann aftur til Dan- merkur, en við setjaravélinni tók Sig- urður O. Björnsson, og annaðist hann vélsetninguna síðan að mestu leyti einn, allt til ársins 1932, er prentsmiðjan var flutt úr hinum gömlu húsakynnum við Aðalstræti, út í „Bótina“, en þá tók Sig- urður við allri stjórn fyrirtækisins af föður sínum, er þá var tekinn fast að eldast, þreyttur orðinn og farinn að heilsu eftir langan og dáðríkan starfs- sinnar og stórum betri aðstöðu en áður, enda var hún nú komin fast að hjarta bæjarins, þar sem umferðin og athafna- lífið er fjörugast. Þess var og skammt að bíða, að starfsemi prentsmiðjunnar færðist mjög í aukana og ýmsar mikils- varðandi endurbætur væru gerðar. Hinn nýi prentsmiðjustjóri er stórhuga og djarfur, en þó gætinn vel og sér fót- um sínum forráð í hvívetna. —— Árið 1939 voru ýmis ný tæki fengin til prent- smiðjunnar, þar á meðal tvær full- komnar vélar: skurðarvél og götunar- vél, en í fyrrasumar tók þó iðnrekstur- inn þarna mestum stakkaskiptum. Réð- ist Sigurður þá í að kaupa frá þekkt- ustu firmum í Ameríku á þessu sviði ný- íízku vélar af fullkomnustu gerð: tvær setjaravélar, hraðpressu og vélsög. Setj- aravélarnar nýju eru galdraverkfæri hin mestu, sem steypt geta alls konar letur, allt frá sandsmáu þéttletri upp í stórt fyrirsagna- og auglýsingaletur, enda er nú svo komið, að handsetningin er úr sögunni að kalla, og flestir slíkir hlutir smíðaðir í setjaravélunum þar í prent- smiðjunni, enda er gamla handsetning- araðferðin eitt hið erfiðasta þolinmæði- og nákvæmniverk, þegar hverjum bókstaf í heilum blöðum og stórum og þykkum bókum skyldi raðað með hönd- unum á sinn stað á letursíðunni. Mun það þykja furðulegt, þegar stundir líða fram, hve mikið og gott verk var unnt að vinna með því móti. Þá er hraðpress- an nýja ekki síður furðulegt tákn hinn- Hluti af hrað- pressunni nýju og stjórnandi hennar, Jón Benediktsson, prentari, sem öll- um Akureyringum er að góðu kunn- ur, bæði af störf- um hans í prent- smiðjunni og sí- vakandi áhuga hans fyrir íþrótt- um og málefnum íþróttamanna í bænum. dag. Auk vélsetningarinnar, er Sigurður annaðist að mestu einn eftir sem áður, hefir hann veitt allri starfsemi prent- smiðjunnar forstöðu síðan með hinum mesta dugnaði og skörungsbrag. III. j HÚSINU úti í miðbænum, við Hafn- arstræti 90, fékk prentsmiðjan auk- inn og bættan húsakost til starfsemi ar miklu vélaaldar, sem vér lifum á, en setjaravélarnar. Er hún sú afkastamesta vél þeirrar tegundar, sem til íslands hefir komið, (á að geta skilað 3600 ein- tökum á klst., þegar hún er í „fullum gangi“), og jafnframt hin fullkomnasta að öðru leyti. En nú er önnur hraðpressa af sömu gerð komin til Reykjavíkur, svo að Prentverk Odds Björnssonar var ekki lengi látið eitt um þá hitu að njóta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.