Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 27

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 27
ÞRJÚ EYKTAMÖRK 23 ÞRJÚ EYKTAMÖRK AÐ MORGNI. Þú stendur hljóð við kirkjukórsins grátur, kjóllinn er nýr og sjálí ertu fjórtán ára. í gær um bæinn barst hinn glaðværi hlátur barnsins og hófst og féll eins og hviklát bára. — / dag ertu hljóð og krýpur á kórsins flos kyrlát og bljúg og stekkur ekki bros, — og glúpnuð augun rekja á klerksins klæðum kynlega slungna þræði og stungin spor, á meðan þú feimin hikar í helgum fræðum og hvíslar í barm þér: „Faðir vor“. Þú krýpur þarna við kristninnar sáttmálsörk, og kvíðvæn ríst þú, þyngri en áður í spori, — svo hugstola, dyggðug, en líkist þó Ijósri björk, sem laufgast í sölnuðum skógi á nýju vori. Þú spennir greipar um brjóstið svo hreint og heitt og hugsar kannske um drottinn — kannske um ekki neitt. I augunum vakir kynleg og hvikul þrá, sem kviknaði fyrst og hófst við barmsins ris, — það er heiðinn blettur í hjarta, sem vígslan vann ekki á, og válegt getur hent þig æfislys. Þú skilur það ekki sjálf, — en lest þó í hálfum hljóðum heilaga bæn, á meðan stundirnar þverra, og stamar og villist í kirkjunnar lausríma Ijóðum: „Leið þú oss ekki í freistni, herra!” Sama döggin, sem laugar liljunnar hvarm, lyftist úr djúpi hversins og frýs á jökulsins tindum, eins mun sá dreyri, sem seytlar nú bljúgt um þinn barm, brenna síðar — og frjósa — í dyggðum — og syndum. Og sama klukkan, sem kveður þitt brúðarlag, mun kalla þitt hold til moldar þirm efsta dag. — Því hvar, sem örlagabáran um hafið þig ber, mun brenna hirrn duldi eldur í ríku geði: ástin er valdið, sem vakir í hjarta þér, og veldur þér dýpstu sorgar — og æðstu gleði. AÐ AFLIÐNU HADEGl. Eg gaf þér brothætt ker í brúðargjöf úr blendnum leir og steypt í hiki og vafa, en barmafullt af beiskum jarðarsafa úr brönugrassins rót í klettagröf. — Þú hefir ennþá varðveitt heilt hið halla ker, — þó hrekkur flest í lifsins önn, sem veikt og brothætt er. Við leiddumst ung og djörf að morgrú gegnum dagsins dyr, þann dag skal lofa að kveldi, — en ekki fyrr. — Og svo er skáldum sagt, að það sé kannske helzta hlutverk vort að hefta vora tungu og Ijóðasmíð, — að kunna að tala — og þegja — í tæka tíð, því fegurstu Ijóðin verði aldrei ort. AÐ KVELDI SKAL DAG LOFA. Þigg hjartans kveðju frá börnunum, sem þú barst undir brjóstinu, mamma, þegar ung þú varst, þótt fátæklegt sé að þakka bað með ljóði, sem þú af ástúð gafst af holdi og blóði. Við getum talið þinn aldur og feril í árum, og ellinnar vott við sjáum á gránandi hárum, en hitt fær enginn metið, mælt það né vegið, hvað mamma okkar gaf og við höfum af henni þegið. Mörg fánýt raun er hafin til skýja í heimsku, mörg hetjusagan er týnd og fallin í gleymsku, sá hlaut oft frægð, sem hefir þær ort og skrifað, en hinn er þó meiri, sem fékk þær reynt og lifað. Við vitum það, mamma, að þú ert ennþá ung, þótt ytri svipur sé breyttur og sporin þung, því fórnarlundin er söm í athöfn og orðum, og ást þín jafn heit og björt sem við vögguna forðum. I anda við mætumst því öll í kveld við þín móðurkné, og krjúpum í hljóði og óskum að blessuð sé þín minning, þótt bráðum húmi að hinzta kveldi og hallir lífsins brenni í tímans eldi. Þjáning dauðans og mildi lífsins mættust við þína sæng, mamma, við upphaí míns skeið undir náttskuggans þunga væng. Máske þeir bráðum korrú aftur og krjúpi við beðinn þinn, — konungur dauðans og lífsins mætist þar báðir — í annað sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.