Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 14

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 14
10 DAGUR 25 ÁRjV að koma þjóðfélagsskipun okkar að nýju í stjórnhæft lrorf, verðum við að gera þá höfuðbreytingu, að fá æðstu stjórn landsins traust en tímabundið vald, gera fullan skilnað framkvæmda- valds og löggjafarvalds og skipa kjördæm- um okkar og kosningafyrirkomulagi til þeirra hátta, er samrýmist raunverulegu og varanlegu þjóðræði. Eg get af fullum hug samfagnað Degi og flutt honurn árnaðaróskir. Auk þess sem blaðið hefir á undangengnunr aldar- fjórðungi rækt hlutverk sitt sem flokks- blað í mikilisverðri landsmálaþróun, hefir það rækt tvö meginhlutverk í þjóð- félagslegum efnum. Það hefir verið mál- svari samvinnustefnunnar. En á vegum þeirrar stefnu nrunu, þegar málum þok- ar fram og vel er leitað eftir, finnast úr- lausnarráð í flestunr greinum þjóðfélags- legra vandamála. í öðru lagi lrefir blað- ið verið málsvari Norðlendingafjórð- ungs. En það verður eitt af mikilsverð- ustu þjóðfélagsverkefnunr okkar í fram- tíðinni, að hamla á móti þeirri öfga- stefnu, sem ráðið lrefir um skeið, að yf- irbyggja land okkar með of stórri höfuð- borg og draga vald allt og fjárráð úr höndum landslrluta. Þessari stefnu þarf að snúa til leiðréttingar og veita blóði þjóðvaxtarins að nýju út í byggðir lands- ins og borgir án þess þó að hefta eða hnekkja eðlilegunr og æskilegunr vexti höfuðborgar landsins. Ég vildi nrega vona það, að Dagur rækti jafnan þessi hlutverk og að hann skipi sér ávalt þeim megin, sem betur gegnir í þeim vanda- málum, senr nú rísa framundan. Að svo mæltu árna ég blaðinu, um- ráðamönnum þess og lesendum allra heilla. Persónulega kveðju vildi ég unr leið senda Ingimar Eydal, fyrsta ritstjóra blaðisns, sem ég á svo mikið að þakka, ekki einungis fyrir sakir órofavináttu, heldur og fyrir þá nrikilsverðu hjálp, senr ég í ritstjórnarstarfi mínu naut, beint og óbeint, af reynslu hans, vitsmunum og góðvild. FRIÐRIK Á. BREKKAN: Sumarið og haustið 1928, þegar ég var rétt fertugur að aldri, varð að vissu leyti örlagaríkt fyrir mig persónulega, og þar sem það stendur í sanrbandi við 25 ára sögu „Dags“ ætla ég að skýra ofurlítið frá helztu tildrögum. Ég hafði þá dvalið erlendis næstunr því 18 ár samfleytt, lrafði aðeins verið ,,heima“ eitt sumar allt jretta tímabil. — Nú mun því vera svo varið með flesta ís- lendinga að enda þótt útþrá og æfintýra- löngun æskuáranna sé svo sterk, að hún dragi þá til annarra landa og haldi þeim þar — sumum og æðimörgum — æfilangt, þá lifi þó alltaf löngun til að koma lreinr aftur og lifa þar og starfa, ef kostur er, þessi löngun eykst sjálfsagt oft því meir senr árin færast yfir, þangað til hún verð- ur öllu öðru yfirsterkari. — Þannig var því að minnstá kosti varið nreð mig. Ég tók því þess vegna með nresta fögn- uði, þegar vinur nrinn Þorsteinn M. Jónsson sendi mér bréf vorið 1928 og stakk upp á því við mig að ég kænri til Akureyrar þá um sumarið og tæki að nrér ritstjórn „Dags“ unr haustið, ef unr senrd- ist. Ég var staddur í Gautaborg þegar ég fékk þetta bréf og var rétt að ljúka við að lesa prófarkirnar af fyrstu Árbók Dansk-íslenzka félagsins. En ég hafði ver- ið ráðinn ritstjóri hennar, þegar ákveðið var að hún skyldi hefja göngu sína. í það sinn var ég ekki lengi að afráða hvað gera skyldi. Ég skrifaði Þorsteini samstundis, að ég nrundi koma, hraðaði mér til Hafnar og kom Árbókinni út, og þegar ég kom aftur til Gautaborgar var ég svo heppinn að hitta þar togaraskip- stjóra og útgerðármann, sem ætlaði að lralda nreð tvo togara til Siglufjarðar og stunda síldveiðar um sumarið. Með hon- unr lagði ég svo af stað og fékk langa úti- vist — og harða — en sú saga kenrur ekki þessu máli við svo ég sleppi henni. Nóg er að geta þess, að við komumst heilu og höldnu til Siglufjarðar eins og til stóð, og þaðan hélt ég til Akureyrar, er ferð féll. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég leit „höfuðstað Norðurlands“ augum, og leizt nrér vel á mig þar fyrir margra hluta sakir, enda var mér fremur hlýlega tekið. Samningar tókust fljótt. Ég skyldi taka við ritstjórn „Dags“ að hálfu leyti móti Ingimar Eydal, og við „Nýjum Kvöld- vökum“ að öllu leyti. Mér var það Ijóst, að þetta var nokkur áhætta, þar sem launin voru ekki það mikil, að mér mundi nægja, ef annað legðist ekki til. En ég treysti á ,,guð og lukkuna“, var heldur ekki óvanur að leggja á tæpt vað — og ég vildi komast heirn. — Ég leigði mér svo ílnið á loftinu í Að- alstræti 15 hjá frú Dómhildi Jóhannes- dóttur, þar bjó ég svo með fjölskyldu minni, nreðan við dvöldum á Akureyri. Um haustið flutti ég til Akureyrar og tók við störfum eins og umtalað var. Ég ætla ekki hér að tala neitt um störf mín þau tvö ár, sent ég vann fyrir „Dag“ — eða að öðru leyti meðan ég dvaldi á Akureyri. Ég hafði þá og hef enn talsvert aðrar hugmyndir um blaðamennsku og hin eiginlegu verkefni blaðamanna en þar var hægt að koma við. En það rask- aði ekki hinu góða samstarfi og sam- komulagi, sem ríkti. — Stundum gat það komið fyrir að okkur Ingimar F.ydal sýndist sitt hvorum um eitthvert atriði, en aldrei varð það okkur að sundur- þykkju. Ég man ekki eftir, að við nokk- urn tíma töluðumst við öðru vísi en í vinsemd. -— Sama er að segja um útgáfu- stjórnina, en í henni áttu þá sæti þeir Einar Árnason á Eyrarlandi. Þorsteinn M. Jónsson og Árni Jóhannsson. Við urð- um brátt vinir og hefir það haldist síðan, þó fundum beri nú sjaldan saman. Verkaskipting var þannig, að Ingimar Eydal ritaði aðallega um stjórnmálin, ég lagði til annað efni og sá um blaðið í prentsmiðjunni, en það var prentað hjá Oddi Björnssyni, eins og nú. Prentverk Odds var þá í næsta húsi við, þar sem ég bjó. Eyddi ég þar miklum tíma, og eru þau viðskipti öll og sú viðkynning sem ég þar naut við Odd, Sigurð son hans og alla samstarfsmenn þeirra, meðal beztu endurminninga sem ég á. Yfirleitt er það þannig nú, þegar ég lít yfir farinn veg, að ég get hugsað með þakklæti til veru minnar á Akureyri og gamla blaðsins rníns þar. — Og margur vék þar vel að mér og hlýlega. Nú hefir lífssaga mín að líkindum ekki stórvægilega þýðingu út á við meðal landsfólksins, og hefði því ekki haft stórt: að segja, hvar ég hefði farið eða l'lækst. En fyrir sjálfan mig hefir það þó nokkuð að segja. Þess vegna er það ekki alveg þýðingarlaust fyrir mig að minnast þess, að hefði ég ekki gripið tækifærið, þegar það bauðst og gerst meðritstjóri „Dags“ eru rnest líkindi til að ég hefði orðið inn- lyksa erlendis. Ég hefi því ástæðu til að vera „Degi“ og þeim, sem við liann hafa starfað, þakk- látur, og í krafti þess þakklætis að óska blaðinu gæfu og gengis í framtíðinni. SIGFÚS HALLDÓRS FRÁ HÖFNUM: Ég kynntist „Degi'* fyrst á þeim árum er ég fékk öll íslenzk blöð í skiptum fyrir „Heimskringlu". Hann var þá ungur að árum og vakti — ásamt „Skutli", undir ritstjórn síra Guðnrundar frá Gufudal — mesta athygli mína þeirra blaða, sem gefin voru út utan Reykjavíkur, með slyngunr, þróttmiklum stíl og mála- færslu. Mjög gáfaður vestur-íslenzkur blaða- maður, senr ein tvö eða þrjú ár sá þessi hlöð hjá nrér að staðaldri, hafði oftar en einu sinni orð á því, lrve merkilegt það væri, að þar vestra yrði að leita alla leið suður yfir landamærin, til Bandaríkj- anna, til þess að finna héraðs- og smá- bæjarblað, senr jafn vel reifaði þjóðmál- in, utan lands og innan, og mætti þó ná- lega telja þau á fingrum sér, þótt þar byggju fleiri milljónir en þúsundir á ís- (Framhald á bls. 22).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.